Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2006 Apríl

23.04.2006 12:31

Meistaraflokkur Leiknis

Meistaraflokkur Leiknis nýkomnir af velli eftir að hafa gert
jafntefli 2-2 við Fjarðabyggð í Boganum á Akureyri í gær 22. apríl.

12.04.2006 22:06

Enn af góðum árangri yngriflokka Leiknis

21-03-2006
Fimmti flokkur karla tók þátt í Goðamóti Þórs á Akureyri helgina 10 -12 mars sl. Strákarnir stóðu sig mjög vel bæði innan vallar sem utan og voru félagi sínu til sóma. Leiknir var í riðli ásamt Þór,KS,KR,ÍR og Þrótti R. Strákarnir gerðu sér litið fyrir og unnu riðilinn. Þeir sigruðu KR 3-0 , Þór 6 - 1, KS 3 - 0 síðan gerðu þeir jafntefli við Þrótt R 3 -3 og ÍR 0 -0. Þar með voru þeir komnir í úrslitaleik við Fylki. Leikurinn endaði 2 -1 fyrir Fylki eftir hörkuleik og sigurmarkið kom á síðustu mínútunni.

12.04.2006 21:23

Góður árangur hjá strákunum

28-02-2006 
Eins og greint var frá hér á síðunni fyrir skömmu þá tók 4.fl.karla þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins á Akranesi. Strákarnir stóðu sig vel og enduðu í 7. sæti eftir sigur á Njarðvík 3-2. Fyrsti leikurinn var gegn ÍA og endaði hann 4-2 fyrir Skagamenn (sem síðan urðu Íslandsmeistarar). Næsti leikur var við Fram og var þar um hörkuleik að ræða jafnt á öllum tölum en Framarar knúðu fram sigur í blálokinn lokatölur 4-3. Síðasti leikur í riðli var við Aftureldingu og endaði hann 1-1. Góður árangur hjá strákunum og sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að einungis 3 leikmenn eru í 4.flokk en 5 leikmenn í 5.flokk.

12.04.2006 21:22

Fótboltamaraþon 4. og 5. flokks karla

 Aftari röð f.vinstri: Björgvin Stefán, Tadas, Ingimar, Þorleifur, Ómar, Almar og Hilmar.
Fremri röð f.vinstri: Sveinn, Guðmundur, Fannar Bjarki, Bergþór, Björgvin Snær og Arek.

17-02-2006 
Síðastliðna helgi spiluðu 4. og 5. flokkur karla fótboltamaraþon í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Spilaður var hörkubolti frá kl: 21 á föstudag og til kl: 07 á laugardagsmorgunn.
Tilefni maraþonsins var að safna fyrir ferð til Reykjavíkur á úrslitakeppni Íslandsmóts 4. flokks karla, sem haldið verður á Akranesi 19. febrúar næstkomandi. Drengirnir vilja þakka bæjarbúum fyrir frábæran stuðning.

12.04.2006 21:20

Vel heppnað KFFB-mót

07-02-2006 
Laugardaginn 4. febrúar s.l hélt Leiknir, KFFB-mót í innanhússknattspyrnu fyrir 6. flokk. Í mótinu tóku þátt 90 austfirskir krakkar frá 7 félögum og léku knattspyrnu af hjartans list. Leiknir tefldi fram 3 liðum og gekk þeim mjög vel, töpuðu öll til samans einum leik. Þátttakendur voru leystir út með verðlaunapeningi og svaladrykk.

12.04.2006 21:18

Leikniskrakkar á sigurbraut

6. flokkur Leiknisstráka

15-09-2005 
Helgina 20.-21. ágúst sendi Leiknir 2 lið í úrslit á Íslandsmótum yngri flokka. Þriðji flokkur kvenna sem vann Austurlandsriðilin með glæsibrag, lék í Keflavík og hafnaði í neðsta sæti fjögurra liða. Sjötti flokkur karla sem vann sinn riðil á Pollamóti KSÍ hér austanlands, lék til úrslita á Sauðárkróki. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og höfnuðu í þriðja sæti af fimm í úrslitum Norður- og Austurlands. Fimmti flokkur kvenna sat hins vegar heima með sárt ennið eftir að hafa sigrað í Austurlandsriðilinum með yfirburðum, en samkvæmt nýrri reglugerð KSÍ um 5. flokk kvenna verða félög að tefla fram B-liði til að eiga rétt á úrslitasæti. Til þess vantar okkur fleiri börn. Því er full ástæða til að hvetja fólk til barneigna og það sem fyrst....

Annars bættu allir flokkar Leiknis árangur sinn frá síðasta ári og full ástæða til að óska þeim til hamingju með það.

12.04.2006 21:16

Hátt í 300 þátttakendur í Gangahlaupi

Mynd: Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir 

09-09-2005 
Hátt í 300 manns tóku þátt í Gangahlaupi sem ungmennafélögin Leiknir og Valur stóðu fyrir í gærkvöldi, í tilefni af opnun Fáskrúðsfjarðarganga. Þátttakendur á öllum aldri gengu, hlupu, hjóluðu eða skautuðu þessa 5,9 km leið yfir til Reyðarfjarðar. Mikil eftirvænting og gleði ríkti meðal þátttakenda sem ráku upp gleðióp þegar að ræsingu kom.

Einn þátttakenda var hundur og verður að teljast líklegt að hann sé eini ferfætlingurinn sem hlotnist sá heiður að fara göngin á fjórum jafnfljótum.

Fáskrúðsfjarðargöng verða opnuð almennri umferð í dag kl. 16:00.

12.04.2006 21:13

Jafntefli hjá Sindra og Leikni

Mynd: Af hornafjordur.is

05-09-2005 
Sindri og Leiknir gerðu 0 - 0 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum 3. deildarinnar sem fram fór síðastliðinn laugardag á Hornafirði. Þetta var hörkuleikur þar sem hvorugt lið var tilbúið að gefa þumlung eftir í baráttunni enda mikið í húfi. Sindramenn voru sterkari í fyrri hálfleik en Leiknismenn sóttu í sig veðrið eftir því sem á leið. Sindri átti hættulegri færi, ma stangarskot og þá var bjargað á línu eftir hornspyrnu. Leiknir fékk einnig sín færi sem ekki nýttust. Þá bar það til tíðinda að Leiknismenn fengu ekkert rautt spjald í leiknum, eftir að hafa séð 3 slík í leikjunum við ÍH. En þess ber að geta að það virðist hafa slæm áhrif á spilamennskuna að vera með fullskipað lið, en öll mörkin í úrslitakeppninni hafa komið eftir að andstæðingarnir voru orðnir fleiri inn á vellinum.

Nú má segja að sé hálfleikur í viðureign Leiknis og Sindra og einvígi þeirra um sæti í 2. deild. Seinni leikurinn verður hér á Fáskrúðsfirði á þriðjudaginn kl.17:30 og þá þarfnast strákarnir alls þess stuðnings sem bæjarbúar og nágrannar geta veitt.

Áfram Leiknir!

12.04.2006 21:09

Leiknir í úrslitakeppni

24-08-2005
Meistaraflokkur Leiknis í knattspyrnu karla er kominn í úrslitakeppni 3. deildar. Liðið hafnaði í öðru sæti Norð-austurriðils og leikur tvo leiki við ÍH (Íþróttafélag Hafnarfjarðar) um hvort liðið kemst áfram í 4 liða úrslit deildarinnar. Fyrri leikurinn verður háður á Fáskrúðsfjarðarvelli laugardaginn 27. ágúst kl 14:00. Loðnuvinnslan og Landsbankinn hafa tekið saman höndum og bjóða áhorfendum ókeypis á leikinn. Síðari leikurinn fer síðan fram í Hafnarfirði þriðjudaginn 30. ágúst. Sigurvegari þessa einvígis mætir síðan sigurvegaranum úr leikjum Sindra og Víðis í Garði, í tveimur leikum sem skera úr um hverjir vinna sér sæti í 2. deild að ári.

12.04.2006 21:03

Ívar Ingimarsson heimsækir knattspyrnuskólann

15.06.2005
 Í dag heimsótti Ívar Ingimarsson, leikmaður Reading á Englandi, upprennandi knattspyrnusnillinga í Knattspyrnuskóla Leiknis og gaf þeim nokkur góð ráð.

Þó mikið væri um að vera á Leiknisvellinum gaf hópurinn sér þó tíma til að stilla sér upp í eina góða hópmynd fyrir ljósmyndarann og öskra - ÁFRAM LEIKNIR!!
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40