Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2006 Júlí

27.07.2006 16:20

Leikjanámskeið III

Leikjanámskeið III

 

Leikjanámskeið III verður með svolítið breyttu sniði því það hefst 31.júlí og lýkur ekki fyrr en föstudaginn 11.ágúst, þessi tími er vegna mikillar ferðahelgi sem framundan er (verslunarmannahelgin) og margir því í burtu.  En leikjanámskeiðið mun því vera 31.júlí, 1.ágúst og 2.ágúst, síðan tækjum við frí fram til 10.ágúst og námskeiðinu lyki þá á föstudeginum 11.ágúst.  Við vonumst til að sjá sem flesta á seinasta leikjanámskeiði sumarsins. 

       Og að sjálfsögðu verða allir að klæða sig eftir veðri og hafa með sér nesti.

 

Dagskrá:

 

Mánudagurinn 31.júlí              Hestaferð

Þriðjudagurinn 1.ágúst             Sund (Eskifirði)

Miðvikudagurinn 2.ágúst         Kofabyggð

Fimmtudagurinn 10.ágúst        Leikir á vellinum

Föstudagurinn 11.ágúst            Kofabyggð 

 

www.123.is/leiknirfaskrudsfirdi

 

 

27.07.2006 11:01

Stór leikur á frönskum dögum..

Íslandsmót 3.deild mfl.kk

 

Fáskrúðsfjarðarvöllur

Laugardaginn 29.júlí kl. 16:00

 

Leiknir - Dalvík/Reynir

 

Þennan leik er mikilvægt að vinna til að halda okkur í toppbarátunni en þessi lið eru jöfn á stigum í 3 og 4 sæti riðilsins svo fjölmennum á völlinn og styðjum strákana til sigurs!!!!!!!

 

Áfram LEIKNIR!!!

26.07.2006 11:43

Auglýsingar

Halló

Hér til hægri í link sem heitir Auglýsingar er hægt að sjá hvað er á döfinni hjá Knattspyrnudeild Leiknis.

23.07.2006 21:57

Leiknir-Völsungur

Í gær mættum við Völsung í blíðskaparveðri hér á Fáskrúðsfjarðarvelli. Við ætluðum okkur stóra hluti í þessum leik og sýna sjálfum okkur og fólkinu hér á Fásk hvað við getum. Við ætluðum að byrja varfærnislega en það byrjaði ekki bærilega því eftir eina mínútu skoruðu gestirnir. Það var eins og köld vatnsgusa í andliti okkar en það þýðir ekkert að hengja haus. Við þetta færðum við okkur framar á völlinn og vorum sterkari aðilinn og fengum nokkra góða sjensa og eitt dauðafæri. Stuttu síðar skora gestirnir sitt annað mark og erfitt að sætta sig við það miðað við gang leiksins. Sigurveig skorar gott mark um miðjan hálfleikinn og þar við sat í hálfleik. Í seinni hálfleik breyttum við um taktík og áttum góðar sóknir inn á milli en herslumuninn vantaði upp á að jafn leikinn. í staðinn skora þær sitt þriðja mark. Rétt fyrir leikslok minnkum við muninn í 3-2 er Kata skorar gott mark. Við reyndum hvað við gátum til að jafna leikinn en í staðinn skora þær sitt fjórða mark og lokatölur 4-2.

Það er ljóst eftir þennan leik að við getum vel unnið lið eins og Völsung. Ef við hefðum nýtt færin betur og verið betur á tánum í vörninni hefðum við átt góða möguleika. Þær voru mjög hættulegar fram á við og sérstaklega fljótar. Í heildina fannst mér jafnræði með liðunum en við áttum stóran hlut í leiknum og þó sérstakleg í fyrri hálfleik.

Liðið í gær var þannig að í marki var Ásta og miðverðir Guðbjörg Rós og Ingiborg. Bakverðir voru Elva og Ríkey. Á miðjunni voru Tania, Linda, Sigurveig og Kata og frammi Una.

Á bekknum voru Hildur, Inga, Ásdís, Tinna og Nína og komu þær allar við sögu í leiknum.

Ágætisleikur í blíðskaparveðri.

Kv. Viddi

Leiknir-Völsungur 22.júlí 2006

21.07.2006 18:14

Leiknir-Neisti

 Leiknir tók á móti Neista frá Djúpavogi í grannaslag í 3ju deildinni í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.  Aðstæður voru eins og þær verða bestar hér á Búðum, völlurinn grænn og vindur lítill.  Leiknismenn hófu leikinn mun betur en gestirnir og sóttu nær látlaust í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skora.  Oft skall þó hurð nærri hælum við Neistamarkið og voru Egill, Jói og Villi allir mjög nálægt því að koma boltanum í netið.  Rétt fyrir leikhlé varð besti leikmaður Neista, Anton fyrir því óláni að meiðast á öxl eftir að Siggi tæklaði hann harkalega og fékk okkar maður réttilega gult fyrir vikið en Toni varð að fara af velli. 

Teið virtist fara betur í heimamenn en gesti og vorum við áfram betri aðilinn í seinni hálfleik.  Eftir aðeins tveggja mínútna leik skoraði Almír eftir góða sókn og snotran undirbúning Samírs.

Á 77 mínútu skoraði Villi laglegt skallamark og staðan orðin 2-0.  Áfram sóttum við og fengum nokkur ákjósanleg færi ma lagði Marínó upp dauðafæri fyrir Jóa sem skaut yfir á meðan markvörður Neista var í pikknikk og því allfjarri góðu gamni.  Einnig átti Samír tvö skot sem voru hættuleg.  Þó féll besta færi leiksins í skaut Neistamannsins Steins Friðrikssonar á þessum kafla og virðist sem átthagaástin og ættræknin hafi borið hann ofurliði því hann þrumaði boltanum yfir úr miðjum markteig, nokkuð sem Ölli frændi hans hefði ekki gert.  Skömmu fyrir leikslok fékk Óðinn Neistamaður sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt, ekki hans fyrsta og vonandi ekki það síðasta (ekki misskilja ég er einungis að segja að ég vona að þessi öflugi varnarmaður leggi ekki skóna á hilluna strax).  Síðasta markið kom rétt fyrir lok venjulegs leiktíma og áttu varamenn Leiknis það í sameiningu, Hilmar stakk boltanum inn fyrir vörnina á Bergvin sem kom honum fyrir þar sem atganginum lauk með því að Hafliði skallaði í netið af stuttu færi.  Lokastaðan 3-0 og sanngjarn sigur í höfn.  Þetta voru 3 dýrmæt stig og ánægjulegt að halda hreinu eftir slæmt tap fyrir Magna í síðasta leik.

Þrátt fyrir að Leiknir sé aðeins í 3ja sæti riðilsins í augnablikinu þá getum við verið róleg.  Nú eigum við eftir 4 heimaleiki og 1 útileik, það gera 15 stig eða samtals 29. 

 

Byrjunarliðið;  mark ? Andri Mar,  miðverðir - Edin, Halli og Siggi, bakverðir/vængmenn Jói og Marínó, miðja ? Kalli, Samír og Almír, og frammi Villi og Egill.  Þegar líða fór á seinni hálfleikinn kom nýr leikmaður, Guðni Þór Magnússon (Eskfirðingur) inn á fyrir Sigga og Hafliði fyrir Samír og skömmu síðar Bergvin fyrir Marínó og Hilmar fyrir Villa. 

Maður leiksins Hilmar Freyr Bjartþórsson, kom inná í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti, nýorðinn 14 ára og átti drjúgan þátt í síðasta markinu.

 

Nú er bara að gíra sig upp í leikinn við Dalvík/Reyni um Frönsku helgina.

 

Hilmar Freyr Bjartþórsson að koma inn í leikinn.

21.07.2006 09:56

Vináttuhlaup

Hið alþjóðlega World Harmony vináttuhlaup fer fram á Íslandi dagana 13. - 30. júlí. Hlaupið verður hringinn í kringum landið.  Vináttuhlaupið var hlaupið hér í gær, þeir sem fara um landið komu við hér á Fásrkúðsfirði og fengu 15 krakka til að hlaupa með kyndilinn frá Leiknishúsinu og inn að göngum.  Þetta munu vera um 7 km og fóru krakkarnir létt með þá vegalengd.  Þeir sem hlupu voru á aldrinum 4 til 13 ára.  Frábært hjá ykkur krakkar.  Það eru komnar myndir inn í albúmið.  Einnig er hægt að skoða síðuna um hlaupið á slóðinni: www.worldharmonyrun.org/iceland

Krakkarnir með kyndilinn

 

20.07.2006 19:21

5.fl.kk

Valur/Austri/Leiknir var að keppa við Sindra frá Höfn í dag í 5.fl.kk og liðin hjá Valur/Austri/Leiknir  bæði A og B unnu leikina.  Myndir komnar inn í albúm.

17.07.2006 22:23

Til sölu

Til sölu buff og ennisbönd/eyrnabönd með leiknismerkinu, vörurnar eru til í þremur litum, rauðu, svörtu og hvítu.  Buffin kosta 1500 kr og böndin 1200 kr.  Þeir sem vilja kaupa sér vöruma snúi sér til Elsu frá Dölum.  Simi: 4781049 gsm: 8629099

Sýnishorn af buffi

17.07.2006 18:44

Meistaraflokkur og 5.flokkur kk

Fáskrúðsfjarðarvöllur

 

Íslandsmót 3.deild

mfl.karla

 

 

Fimmtudagskvöld 20.júlí kl. 20:00

 

 

Leiknir - Neisti

Einnig verður leikur 5.flokks karla við Sindra Hornarfirði kl. 17:00

 

En þess má geta að þeir eru að standa sig feikilega vel og eru í efsta sæti síns riðils og hafa unnið alla sína leiki.

 

Látum sjá okkur á vellinum og styðjum strákana til sigurs!!!!!!!

 

Áfram LEIKNIR!!!

 

15.07.2006 23:07

Knattspynuskóli III

Knattspyrnuskóli III

 

Þriðja knattspyrnunámskeiðið hefst mánudaginn 17.júlí og stendur til föstudagsins 28.júlí.  Knattspyrnunámskeiðið verður með nokkuð breyttu sniði næstu vikur þar sem við erum kominn með kofabyggð inní skólann, þó svo að knattspyrnan verði í aðalhlutverki.  En við ætlum að bjóða uppá að krakkarnir geta farið einhvern part af knattspyrnunámskeiðinu í kofabyggð ef áhugi er fyrir því. 

          Því vil ég biðja krakkana um að mæta með hamar með sér á námskeið sem þeir geta fengið að geyma á svæðinu.  

 

Ingimar Guðmundsson 

13.07.2006 16:49

Kofabyggð

Kofabyggð

Í dag var gefið grænt ljós á kofabyggð sem við ætlum að byrja með í íþróttaskólanum.  Fyrsti dagurinn í kofabyggð verður á dagskrá á morgun Föstudaginn 14.júlí og vill ég því biðja alla að mæta með hamar í leikjaskólann og vera í vettlingum. 

       Ingimar

11.07.2006 10:20

Tveir leikir í dag


Fáskrúðsfjarðarvöllur

 

Í dag Þriðjudaginn 11.júlí eru tveir leikir á Fáskrúðsfjarðarvelli!!!!

 

4.flokkur kvenna kl. 17:00

Austri/Leiknir/Valur

VS.

Höttur

 

3.flokkur kvenna kl. 18:00

Autri/Leiknir/Valur

VS.

Einherji

 

Fjölmennum á völlinn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs!!!!!!!

10.07.2006 09:30

Mfl.kvk

Íslandsmót 1.deild mfl.kvk

 

Fáskrúðsfjarðarvöllur

Mánudaginn 10.júlí kl. 20:00

 

Leiknir

VS.

 Fjarðarbyggð

 

 

Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs!!!!

08.07.2006 19:01

Leiknir-Sindri

Í dag mættum við Sindrastúlkum á Fáskrúðsfjarðarvelli. Leikurinn tapaðist með 5 mörkum gegn 3. Við áttum dapran fyrri hálfleik og gáfum ódýr mörk. Við unnum seinni hálfleikinn 3-2 en það telur víst ekki neitt. Kata, Sigdís og Una skoruðu mörk okkar. Sigdís er í 4.flokki og jafnframt var þetta hennar fyrsti meistaraflokksleikur, glæsilegt hjá henni. Það er sárt að tapa en nú höfum við spilað 8 leiki, tapað 6 og gert tvö jafntefli. Við erum öll farin að lengja eftir sigri og vonandi kemur hann sem fyrst.

Liðið í dag. Ásta í marki og í vörninni Gréta, Guðbjörg S og Elva. Á miðjunni Ingiborg, Tinna og Linda og á köntunum Ríkey og Nína. Frammi voru Una og Kata.

Á bekknum voru Agnes, Sigdís, Erna, Kristel og Margrét og komu þær allar við sögu í leiknum.

Sindrastelpur skiptu 6 leikmönnum inná völlinn og spurning hvort það sé ekki ólöglegt en við látum það liggja milli hluta.

Takk fyrir leikinn

kv. Viddi

Myndir komnar í albúmið.

Hér undirbúa stelpurnar komu hornspyrnu og hinum megin við netið fylgjast  boltakrakkarnir okkar spennt með.

 

08.07.2006 13:13

Leikjanámskeið II

Leikjanámskeið II

 

Námskeið II hefst mánudaginn 10. júlí. Námskeiðið er ein vika 10-14. júlí. Vikan kostar kr. 1500.  Að sjálfsögðu þurfa allir að klæða sig eftir veðri og hafa með sér nesti.  Dag hvern hefst námskeiðið kl. 13.00 og stendur til 15.30. Mæting við Leiknishúsið.

 

Dagskrá:

 

Mánudagur                   Hjólaferð

Þriðjudagur                  Leikir

Miðvikudagur               Fjöruferð

Fimmtudagur                Bátarallý (Mæta með merkta plastflöstu fyrir bát)

Föstudagur                   Kofabyggð

 

 

Sjáumst hress og kát á leikjanámskeiði II

 

 

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40