Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2006 Ágúst

27.08.2006 12:42

5.fl.kk á Eskifirði

Ég skrapp á Eskifjörð í gær og horfði á A lið Austra/Val/Leiknir í 5.fl.kk keppa við Völsung frá Húsavík.  Ég tók nokkrar myndir og setti inn í albúmið okkar.

Tadas leikur á mótherja sinn.

26.08.2006 10:02

Úrslitakeppni 5.flokks karla í fótbolta

Hluti af úrslitakeppni 5.flokks karla fer fram á Eskifjarðarvelli um helgina.

Sameiginlegt lið Austra, Leiknis og Vals tekur þátt í úrslitakeppninni og leikur laugardaginn 26.ágúst við lið HK og Völsungs.  Á sunnudeginum er síðan 8.liða útsláttarkeppni og mun sigurvegari hér fyrir austan, leika til úrslita um íslandsmeistaratitillinn fimmtudaginn 31.ágúst í Garðabæ. Leikir föstudagsins og laugardagsins eru sem hér segir:

A-lið

Föstudagur         25.ágúst            kl. 18:00           Þór - Víkingur R.

Föstudagur         25.ágúst            kl. 18:00           HK - Völsungur

Laugardagur       26.ágúst            kl. 11:00           Þór - Höttur

Laugardagur       26.ágúst            kl. 11:00           HK - Austri/Leiknir/Valur

Laugardagur       26.ágúst            kl. 16:30           Víkingur R. - Höttur

Laugardagur       26.ágúst            kl. 16:30           Völsungur - Austri/Leiknir/Valur

 

B-lið

Föstudagur         25.ágúst            kl.18:50            Þór - Víkingur R.

Föstudagur         25.ágúst            kl.18:50            HK - Völsungur

Laugardagur       26.ágúst            kl.11:50            Þór - Höttur          

Laugardagur       26.ágúst            kl.11:50            HK - Austri/Leiknir/Valur    

Laugardagur       26.ágúst            kl.17:20            Víkingur R. - Höttur

Laugardagur       26.ágúst            kl.17:20            Völsungur - Austri/Leiknir/Valur

Komum á völlinn og hvetjum okkar stráka.

22.08.2006 09:32

Pollamót KSÍ

Úrslit í Pollamóti KSÍ fyrir Norður- og Austurland voru haldin hér á Búðum á sunnudaginn í hinu fegursta veðri.  Í A-liðum fór Leiftur á Ólafsfirði með sigur af hólmi en síðan komu Völsungar frá Húsavík, UNÞ frá Þórshöfn og síðan strákarnir okkar í Leikni.  Hjá B-liðunum voru Þórsarar frá Akureyri hlutskarpastir höfðu nágranna sína í KA á markamun.  Leiknisstrákar náðu þriðja sæti og Sindri fjórða.  Mótið tókst mjög vel og drengirnir og aðstandendur þeirra voru til fyrirmyndar.

 

 

 

Hér eru sigurvegarar í A og B flokki

22.08.2006 09:00

Völsungur-Leiknir

Í gær, sunnudag, fór ég með m.fl.kvk. á Húsavík en þar fór síðasti leikur sumarsins fram. Veðrið lék við hvern sinn fingur og ljóst að Siggi stormur þarf að kynna sér fleiri svæði en höfuðborgarsvæðið svo hann geti skellt steikinni á grillið. Hvað um það, leikurinn hófst og var í jafnvægi fyrstu 15-20 mínúturnar. Engin opin færi litu dagsins ljós en þó vorum við hættulegri en náðum ekki að klára síðustu sendinguna. Eftir það voru Völsungsstelpur hættulegri og skora tvö mörk. Í hálfleik töluðum við um að vera ákveðnari í öllum okkar aðgerðum en því miður gekk það ekki eftir og Völungsstelpur gengu á lagið og skoruðu 3 mörk á stuttum tíma. Una skoraði glæsilegt mark er hún komst ein í gegn en við fengum 6. markið í bakið stuttu síðar. Una svaraði um hæl og lokastaðan 6-2.

Ég fékk spjald fyrir að rífa kjaft við dómarann en ég hef ekki látið það upp í vana minn að rífa kjaft við dómarann en ég gat ekki orða bundist í þessum leik. Ég held að allir þeir sem horfðu á þennan leik viti hvað ég er að fara0 Guðbjörg Rós fékk einnig spjald fyrir að segja dómaranum að opna augun0 Ég get heldur ekki orða bundist yfir yfirgangi og ódrengilegum leik þjálfara og leikmanna Völsungs. Íris lá eftir í teignum eftir samstuð og Ríkey fékk boltann og gat sent fyrir en ég bað hann að senda boltann útaf. Hún gerði það en þegar Völsungsstelpur tóku innkastið hófu þær leik eins og ekkert hafi í skorist. Ég varð illur og lét þjálfara Völsungs heyra það en hann snéri bara baki í mig og þóttist ekkert heyra. Ekki eins og þessi leikur hafi skipt einhverju fyrir úrslit riðilsins!! Ég get bara ekki orða bundist, því miður.

Liðið var þannig: Ásta í marki og Íris, Guðbjörg R og Ríkey í vörninni. Á miðjunni voru Tania, Ásdís og Kata og Ingiborg og Linda á köntunum. Frammi voru svo Una og Sigurveig.

Á bekknum byrjuðu Inga, Guðbjörg S, Gréta, Tinna og Sigdís og komu þær allar við sögu í leiknum.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum fyrir sumarið, jafnt leikmönnum og öllum þeim sem hafa haft hönd í bagga fyrir okkur í m.fl.kvk. Ég skora á skemmtinefndina að skipuleggja heljarinnar lokahóf næstu helgi og bjóða jafnvel stjórninni með þar sem þau hafa verið mjög rausnarleg við okkur í sumar. Ég vona líka innilega að sem flestir leikmenn sjái sér fært um að vera aftur með næsta sumar því framfarir í liðinu eru miklar og ekkert nema upp á við héðan í frá.

Kv. Viddi

21.08.2006 22:09

Myndir

Komnar inn myndir frá leik Leiknis og Magna frá Grenivík.

21.08.2006 15:44

Leiknir ? Magni

Lokaleikur okkar í 3ju deildinni þetta árið fór fram á laugardaginn á Búðagrund.  Ekki er hægt að kenna veðrinu um niðurstöðuna, það var frábært og Leiknir bauð upp á ágætis knattspyrnu.  Mótherjarnir, Magni frá Grenivík, gerðu það sem þeir gera best börðust og vörðust og sendu langar sendingar fram völlinn. 

Leikurinn byrjaði vel, við lágum á þeim og eftir rúmlega stundarfjórðungs leik skoraði Samir glæsilegt mark eftir mikið einstaklingsframtak.  Við þetta virtist slakna óþarflega mikið á spennunni hjá mönnum og hleyptum við gestunum inn í leikinn án þess að þeir næðu að skapa sér neitt, nema þeir fengu aukaspyrnur aftur undir miðju.  Þeir náðu síðan með nokkurra mínútna kafla um miðjan hálfleikinn að skora tvö mörk eftir slíkar spyrnur þar sem vörnin virtist vera farin til Kanarí og eftirleikurinn auðveldur.  Algjört einbeitingarleysi og klaufaskapur.  Eftir þetta sóttum við nær uppstyttulaust án þess að skapa okkur mörg dauðafæri.  Þó fengum við vítaspyrnu í síðari hálfleik sem langbesti leikmaður Magna varði frá Villa.  Ósigur, 1-2 því staðreynd.  Óskum við Magna góðs gengis í úrslitakeppninni, þó erfitt sé að vera bjartsýnn fyrir þeirra hönd.

 

Hvað ætli Vilberg sé að hugsa???

 

20.08.2006 08:52

6. flokks mót

Úrslit

Íslandsmót 6.flokkur karla

Fáskrúðsfjarðarvöllur 

Sunnudagurinn 20.ágúst

kl. 14:00

Liðin sem mæta til leiks eru:

A Lið: 
Leiknir F
Leiftur
Völsungur
UNÞ
B Lið:
Leiknir F
Höttur
KA
Þór

Mætum á völlinn og styðjum 6.flokk til sigurs!!!!!!!!!!!!

19.08.2006 23:25

Mfl.kvk. Leiknir-Fjarðabyggð 2-4

Þann 16.ágúst á Fáskrúðsfjarðarvelli mættust grannarnir í Fjarðabyggð í m.fl.kvk. Fyrir leikinn vorum við staðráðin í því að halda áfram á þeirri braut sem við ruddum okkur í leiknum gegn Hetti um daginn og ekkert annað en sigur kom til greina. Leikurinn hófst í blíðskaparveðri og sólin skein glatt og truflaði leik okkar á köflum. Strax í upphafi létum við fyrir okkur finna og vorum líkleg til að skora og áttum nokkrar góðar sóknir. Á móti voru gestirnir hættulegir í sínum sóknum og helst fyrir klaufagang okkar en erftitt var að spila gegn sólinni. Fjarðabyggð náði forystunni eftir röð mistaka hjá okkur og skoruðu annað mark fljótlega eftir aukaspyrnu þar sem við gleymdum okkur í dekkningu í teignum. Jafn fyrrihálfleikur og góður leikur þrátt fyrir allt en ódýr mistök urðu okkur að falli. Við ætluðum okkur að koma ferskari til leiks í seinni hálfleik og setja á þær mörk. Það gekk ekki alveg upp í byrjun  því gestirnir skora sitt  þriðja mark en við skorum gott mark strax í kjölfarið en þar var að verki Sigurveig eftir góða sendingu frá Elvu. Það sem eftir lifði var mikil barátta og færin voru nokkur en við náðum ekki að nýta þau og hleyptum spennu í leikinn þegar gestirnir skora sjálfsmark og staðan 3 - 2. Við reyndum hvað við gátum að jafna leikinn en eins og oft gerist þegar áhersla er lögð á að jafna fá menn mark í bakið og það varð raunin og lokastaðan 4-2.

Þetta var svekkjandi leikur, þar sem við vorum að berjast og spila ágætan fótbolta. Það er erfitt að spila vel en fá ódýr mörk í andlitið og svona er nú fótboltinn.

Liðið í gær var þannig að í markinu var Ásta. Í vörninni Gréta, Arna og Ríkey. Á miðjunni voru Linda, Ásdís og Sigurveig og á köntunum Ingiborg og Elva. Frammi voru Kata og Una.

Á bekknum voru Inga, Kristel, Tanja Rún, Elísa og Guðbjörg Steins og komu þær allar við sögu og stóðu sig vel.

Næsti leikur okkur er á Húsavík á sunnudaginn og er það jafnframt lokaleikur sumarins. Það er síðasti sjens okkar til að vinna leik og stefnan sett á 3 stig í þeim leik.

Takk fyrir leikinn

kv. Viddi

Leiknir-Fjarðabyggð

18.08.2006 23:07

Leiknir-Magni

Meistaraflokkur karla
Fáskrúðsfjarðarvöllur
 Laugardagurinn 19.ágúst
kl. 16:00
Leiknir - Magni 
 
Mætum á völlinn og
styðjum strákana til sigurs
Áfram Leiknir
Staðan fyrir síðustu umferðina:
1 Höttur 12 8 3 1 30  -    9 21 27
2 Magni 11 7 2 2 24  -  10 14 23
3 Leiknir F. 11 6 3 2 27  -  13 14 21
4 Dalvík/Reynir 11 6 3 2 17  -  11 6 21
5 Vinir 11 3 0 8 15  -  36 -21 9
6 Neisti D. 11 2 1 8 10  -  23 -13 7
7 Hamrarnir 11 1 0 10   9  -  30 -21 3

18.08.2006 11:19

Kval-Sindri

5.flokkur kvenna

Fáskrúðsfjarðarvöllur

Föstudagurinn 18.ágúst kl. 17:00

KVAL - Sindri

Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs!!!!!!!!!!!!

18.08.2006 09:37

Hamrar - Leiknir

Þessi leikur var mikilvægur fyrir okkur Leiknismenn við þurftum að sigra til að eiga möguleika á sæti í úrslitum.  Leikurinn byrjaði frekar rólega og bæði lið áttu sínar sóknir án þess að skapa sér hættuleg færi.  Við fengum svo vítaspyrnu eftir að Auris var felldur inní teig, Samir fór á punktinn og skoraði örugglega.  Annað markið skoraði Villi eftir stungusendinu, og Almir bætti svo við þriðja markinu.  Lokatölur  0 - 3 fyrir okkur og næsti leikur okkar við Magna, hann verður að vinnast til að við komumst í úrslit.   Athygli vakti varamaður sem kom inná hjá okkur Leiknismönnum í seinni hálfleik og þóttu taktar og hreyfingar hans minna einna helst á Ronaldiniho.  Fór oft um áhorfendur þegar þessi leikmaður fékk boltann. 

Magnús Ásgrímsson

17.08.2006 22:19

Króksmót og Pæjumót

Við Leiknismenn ásamt félögum okkar í Val og Austra gerðum góða ferð um síðustu helgi á Sauðárkrók og Siglufjörð.

6. flokkur karla og 7. flokkur strákar og stelpur, tvö lið í hvorum flokki, fóru á Króksmót og stóðu sig frábærlega.  Þegar kom að úrslitaleikjum á sunnudaginn höfðu liðin aðeins tapað einum leik öll til samans, en þá töpuðust líka allir úrslitaleikirnir.   Liðin höfnuðu því eftirfarandi sætum; 6. flokkur drengja A-lið keppti í B-liðum og hafnaði í öðru sæti, B-liðið keppti með C-liðum og hafnaði einnig í öðru sæti.  7. flokkur A-lið varð í öðru sæti í B-liðum og B-liðið í fjórða sæti í C-liðum.  Semsé ? glæsilegur árangur!!!

Á sama tíma fór fram Pæjumót á Siglufirði og þar kepptu lið í 5. og 6. flokki kvenna.  Þeir KS menn eru ekki eins almennilegir og Sauðkrækingar og gefa engan kost á því að skrá lið í B-keppni nema vera einnig með A-lið.  Stelpurnar okkar fengu því frekar slæma útreið, einkum til að byrja með en enduðu með því að vinna tvo leiki hvor flokkur og stóðu sig allar með sóma.

 

 

Mynd frá Pæjumótinu á Siglufirði

15.08.2006 22:47

Leiknir - Vinir

Á laugardaginn leiddu saman hesta sína Leiknir og Vinir (frá Akureyri) í bíðskaparveðri á Fáskrúðsfirði.  Taflan sýnir að það sé himinn og haf á milli þessara liða en eins og allir vita segir taflan ekki neitt þegar á hólminn er komið!  Leikurinn hófst heldur betur fjörlega þegar boltinn barst innfyrir vörn sofandi leiknismanna sem virtust ekki gera sér grein fyrir því að leikurinn værir hafinn, þegar leiknismenn áttuðu sig á því hvernig í pottinn væri búið söng boltinn í þverslánni og út í teig þar sem svefndrukknir leiknismenn leystu úr flækjunni.  Eftir það var nokkuð jafnræði með liðunum en á 9 min dró til tíðinda þegar að boltinn barst til Guðna sem hamraði boltann af 30m færi í þverslánna og þaðan barst boltinn til Almirs sem lagði boltann af mikilli yfirvegun í netið. Elsku Vinum okkar var geinilaga eitthvað brugðið því að einungis 5min síðar bætti Villi við öðru markinu eftir góða aukaspyrnu Samirs utan af hægri kanntinum sem markmaðurinn sló frá og Villi var fyrsti maður til að átta sig og skoraði örugglega. Ekki þurftu áhorfendur að bíða lengi eftir þriðja markinu, sem kom á 19mín. Þá vann Halli boltann af Vinum á miðjum vallarhelming Leiknis og átti stutta sendingu á Marinó sem átti stórglæsilega sendingu frá miðju á Almir sem tók boltann fallega niður á kassann og setti boltann fallega í vinstra hornið, 3 mörk á 10mín glæsilegur kafli hjá Leikni. Á 29min fór Almir meiddur útaf eftir ýtrekuð brot svokallaðra "Vina" sinna, sem báðu hann afsökunnar með nokkrum vel völdum orðum (taka til sín sem eiga) en inná fyrir hann kom Bergvin sem átti ágætis leik. Vinir voru ekki dauðir úr öllum æðum og áttu nokkrar góðar sóknir en Óðinn sem var að spila sinn fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði (sællar minningar (:  ) í byrjun maí átti góða endurkomu og eina mjög góða markvörslu (sem KSÍ ætlar að taka til greina sem eina af markvörslum ársins 2006)  Þegar 40 min voru liðnar af leik slapp Villi einn í gegn og skoraði af öryggi af 20 metra færi og staðan orðinn 4-0 og þannig var hún í hálfleik.

Þegar flautað var til síðari hálfleiks var greinilegt að Vinir hafa þegið góðra vina ráð því að þeir komu mun ákeðnari til leiks, en þrátt fyrir það var jafnræði var með liðunum og leikurinn einkenndist af miðjumoði og löngum sendingum sem fæstar tókust. Það var ekki fyrr en á 71min þegar að boltinn vannst í vörninni og barst til Villa sem stakk boltanum innfyrir á Egil sem lék vel á markvörðinn og setti boltann í autt markið 5-0! Eftir það fengu Vinir tvö ágætis skot sem Óðinn varði örugglega. Enn dökknaði það hjá Vinunum á 80mín þegar að varnarmaður þeirra handlék boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Mikil reykistefna var þá í teignum þegar að brjálaður markmaður Leiknis krafðist þess að fá að taka spyrnuna en þjálfarinn tók þá völdin í sínar hendur og lét Samir taka vítið en hann skoraði örugglega úr því 6-0. Eftir það héldu varnarmenn Leiknis að röðin væri komin að þeim að skora og færðu sig framar á völlinn. Vinir nýttu sér fámenna vörn óskipurlagðra leiknismanna og skoruðu 2mörk undir lok leiksins og lokastaðan 6-2.

Niðurstaðan var mjög góður leikur frá öllum leikmönnum Leiknis og vonandi virkar þessi leikur sem vítamínsprauta fyrir lokabaráttuna sem verður að vinnast.

Liðið: Óðinn, Jói, Siggi, Samir, Halli, Marinó, Guðni, Almir(Beggi 29), Egill, Aurinas(Olgeir 85), Villi.


            

      Óðinn

       Siggi,Samir,Halli

Jói        Guðni        Marinó

         
     Egill      Almir

     Villi,Aurinas

15.08.2006 20:17

Mikið framundan hjá öllum flokkum!!

Segja má með sanni að allt sé vitlaust að gera hjá knattspyrnumönnum og konum Leiknis þessa vikuna.  Meistaraflokkarnir spila báðir tvo leiki. Konurnar leika á miðvikudagskvöld kl 19:00 við Fjarðabyggð á Fáskrúðsfjarðarvelli og ljúka síðan tímabilinu á Húsavík á sunnudaginn.  Karlarnir leika gegn Hömrum á Akureyri á miðvikudagskvöld og taka síðan á móti Magna á laugardag klukkan 14:00.  Vonandi verður það hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppni 3ju deildar.

3. flokkur kvenna leikur sinn síðasta leik í sumar á fimmtudagskvöld á Neskaupstað.  4. flokkur kvenna spilar sinn síðasta leik á Egilsstöðum gegn Hetti á laugardaginn.  5. flokkur stúlkna á tvo leiki eftir, gegn Sindra hér heima á föstudaginn og gegn Þrótti Nes úti á mánudaginn. 

4. flokkur karla leikur í dag þriðjudag gegn KA-2 á Eskifirði, á morgun miðvikudag kl 17:00 taka þeir á móti Völsungi hér á Fáskrúðsfirði og á laugardaginn spila þeir við Huginn/Einherja á Eskifirði.  5. flokkur karla er líka í stífu prógrammi, þeir eiga eftir 3 leiki.  Í dag þriðjudag spilar a-liðið við Einherja á Vopnafirði, á morgun fara a- og b-liðin á Neskaupstað og spila við Þrótt og á föstudaginn taka þau á móti Hetti á Fáskrúðsfjarðarvelli.  Ef ekkert stórt klikkar í þessum leikjum tryggja strákarnir sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins um aðra helgi.

6. flokkur stráka, sem spiluðu einir sér undir merki Leiknis, tryggðu sér fyrr í sumar sæti í úrslitum fyrir Norður- og Austurland og verða þau leikin hér á Búðum á sunnudaginn og hefjast kl 14:00.  Þar mætir a-liðið okkar Völsungi, Leiftri og UNÞ (Langnesingar) og b-liðið mætir Hetti, KA og Þór.

Á þessari viku leika liðin okkar því 22 leiki, 10 undir merkjum Leiknis, 9 undir nafninu Austri/Leiknir/Valur og 3 með liðinu sem nefnt er Austfirðir, en þar eru Þróttarar með auk framantöldu félaganna.

 

Haldið áfram að lesa niður síðuna.

 

 

Mfl.kvk.Leiknir og Höttur

15.08.2006 20:03

Meistaraflokkur kvenna

Meistaraflokkur kvenna

 

Fáskrúðsfjarðarvöllur

 

Miðvikudaginn 16.ágúst kl. 19:00

 

Leiknir - Fjarðabyggð

 

Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs!!!!!!!!!!!!

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40