Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2006 September

18.09.2006 15:36

Ingólfur dæmdi sinn síðasta leik

Sæmdur gullmerki KSÍ fyrir langan og farsælan feril sem dómari

18.9.2006

Ingólfur Hafsteinn Hjaltason knattspyrnudómari í Leikni á Fáskrúðsfirði dæmdi leik Stjörnunnar og Þróttar í 1. deild karla síðastliðinn laugardag. Var það síðasti opinberi leikur Ingólfs sem dómari á vegum KSÍ, en hann varð fimmtugur fyrr á árinu.

Sama dag var Ingólfur sæmdur gullmerki KSÍ fyrir langan feril og farsælt starf sem dómari í knattspyrnuhreyfingunni - ekki síst á Austurlandi og fyrir félag sitt Leikni á Fáskrúðsfirði.

Mynd: Eggert Magnússon, formaður KSÍ og
Ingólfur Hafsteinn Hjaltason við afhendingu gullmerkis KSÍ.

16.09.2006 12:45

Fjarðabyggð og Höttur Íslandsmeistarar!!

Til hamingju nágrannar í norðri, með frábæran árangur!  Fjarðabyggð rúllaði upp annarri deildinni og tryggði sér að sjálfsögðu sæti í fyrstu.  Höttur kláraði sumarið með stæl og sigraði Magna í úrslitaleik þriðju deildar, ÍH fylgdi síðan þessum liðum upp í aðra deild.  Það er ljóst að D-riðillinn í þriðju deildinni hefur verið lang sterkastur í ár og líklegt að ef Dalvík eða Leiknir hefðu náð inn í úrslitin, þá hefðu bæði lið átt góðan séns.

Niður í þriðju deild fengum við Huginn, sem hélt ekki út eftir góða byrjun á Íslandsmótinu ? en fyrir mót höfðu reyndar allir afskrifað þá.  Það verður gaman að eiga við Huginn að ári. 

Nú á laugardaginn, 16. september verður Fjarðarbyggðarhöllin á Reyðarfirði vígð og skora ég á sem flesta að mæta.  Daginn eftir verður síðan mót á vegum Vals í höllinni ? mótið er fyrir 6. flokk, þe 6. flokk eins og hann verður á næsta tímabili ? eftir að ?96 árgangurinn er genginn upp.

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40