Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2006 Nóvember

30.11.2006 00:23

Skemmtilegur æfingaleikur

Á þriðjudaginn spiluðu stelpurnar í 4.fl. og uppúr æfingaleik við Hött í Fjarðabyggðarhöllinni. Markmiðið var fyrst og fremst skemmtun og að fá að spila við einhverja aðra. Leikurinn gekk mjög vel og náðum við að skora 3 mörk gegn 1 Hattarkvinna. Ungu stelpurnar komu skemmtilega á óvart og sýndu mér og áhorfendum að engu er að kvíða í kvennaboltanum hjá Leikni. Reynslujálkarnir stóðu einnig fyrir sínu og kom mér á óvart hvað þær eru vel á sig komnar miðað við árstíma. Skemmtilegur og prúðmannlega leikinn leikur.

Framhaldið er þannig að 9. desember spila 2.fl.kvk og 4.fl.kvk í Íslandsmótinu innanhúss hér á Fásk. Einnig er von á einhverjum æfingaleikjum við Sindra en það kemur í ljós fljótlega. Allar nánari upplýsingar er að finna um leikina á síðu knattspyrnusambandsins www.ksi.is

24.11.2006 19:24

Austurlandsmót...

.... í blaki verður á Neskaupstað á morgun laugardaginn 25. nóvember og hefst mótið kl: 11:30 í íþróttahúsinu. Leikniskonur verða með 2 lið í keppninni, óskum við þeim góðs gengis. Hægt er að skoða leikjaplanið hér. http://www.123.is/throtturnesblak/default.aspx?page=page&id=7035

 Tekið á æfingu fyrir 2 vikum

23.11.2006 14:41

Vetrardeildin

Knattspyrnudeild Leiknis stendur fyrir mótaröð í 7-manna bolta í Fjarðabyggðarhöllinni og verður fyrsta mótið fimmtudagskvöldið 30. nóvember.
Mótin verða opin öllum með þeirri undantekningu; að aðeins mega vera 5 í hverju liði sem léku í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu sl sumar.  Markhópurinn er firmalið, ,,oldboys"-hópar og vina- og kunningjagrúppur sem vilja nýta þessa frábæru aðstöðu til að sparka saman í bolta.  Kynferði, litarháttur eða trúarbrögð skipta ekki máli en ef kvennalið verða það mörg að hægt verði að halda sér mót fyrir slík, þá verður það gert.
Vetrardeildin verða háð á fimmtudagskvöldum, 19:30 - 22:00.
Framvinda deildarinnar ræðst svo af þátttöku og áhuga.  Við rennum algerlega blint í sjóinn með liðafjölda, en stefnum að því að hafa 6 lið á kvöldi.  Væntanlegur leiktími á lið hvert kvöld gæti verið ca 45-60 mínútur.  Stefnan er ef þátttaka og áhugi verður fyrir hendi hjá liðunum að halda saman úrslitum úr turneringunum og krýna meistara yfir ákveðin tímabil.
Þeir sem skrá lið eru vinsamlegast beðnir að gefa upp ábyrgðarmann, síma og helst netfang.  Skráð verður sérstaklega í hvert mót/turneringu og greiða verður þátttökugjaldið, 7.000 krónur á lið, fyrirfram.  Nái mótið að festa sig í sessi má reikna með að þátttökugjald á lið sem skrá sig bindandi fyrir ákveðinn tíma, lækki.
Dæmt verður eftir minniboltreglum KSÍ, ef ekki er annað tekið fram hér og munu einungis réttindamenn dæma. 
Rautt spjald þýðir sjálfkrafa bann í næsta leik. Að öðru leiti verður ekki haldið utan um spjöld milli leikja og því ekki um leikbönn að ræða vegna uppsafnaðra spjalda.
Ef upp rísa ágreiningsefni mun sérstök mótsstjórn, sem í sitja Magnús Ásgrímsson, Vilberg Jónasson og Hjalti Heiðar Þorkelsson, fjalla um þau.
 
Magnús Ásgrímsson

22.11.2006 17:58

Stormur í stundaglasi

Mig langar að gera hér smá athugasemd vegna ákveðins ,,pirrings? sem vart hefur orðið á bloggsíðum stúlkna í meistarflokki kvenna. 

Ég vona að þær stúlkur sem eru sárar út af Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og einhverju fleiru sem mér er ekki alveg ljóst hvað er, skoði málin nú aðeins betur og komi síðan í framhaldinu þeim athugsemdum sem þær hafa við störf knattspyrnudeildarinnar á framfæri við okkur í stjórninni.  Ef einhverjir velkjast í vafa um hverjir skipa hana þá má sjá link á stjórn deildarinnar hér til hliðar.  Ef ykkur finnst Leiknir, knattspyrnudeildin eða stjórn hennar ömurleg og mismuna ykkur eftir kyni, trúarbrögðum eða litarhætti, þá skora ég á ykkur að láta í ykkur heyra.  Á hverju ári er haldinn aðalfundur í deildum félagsins, og þar á meðal í knattspyrnudeildinni og í félaginu sjálfu.  Komið endilega og tjáið ykkur þar.  Ég man ekki hvenær fulltrúi frá meistaraflokki kvenna mætti síðast á fund hjá knattspyrnudeildinni, það er áreiðanlega nokkuð síðan. En munið að Leiknir er ekkert annað en fólkið sem er í félaginu, en þó einkum þeir sem eru virkir.  Þrátt fyrir allt þá er lýðræði og málfrelsi ríkjandi innan félagsins.  Ég skora á þá sem virðast bera svona heitar tilfinningar í brjósti þegar knattspyrnan er annars vegar að mæta á fundi og vinna með stjórn knattspyrnudeildar, (núverandi og tilvonandi) að því að efla hag íþróttarinnar.  Ef einhver heldur að við í knattspyrnuráðinu séum þar til að efla og styrkja eigin hag, þá lýsir það viðkomandi betur en mörg orð.  

Ég vona, að þeir sem af ,,hógværð? hafa dæmt þá sem lagt hafa ómælda vinnu á sig til að viðkomandi geti stundað sína íþrótt endurgjaldslaust, þar með talin frí afnot af þreksal félagsins 12 mánuði á ári, með menntaðan topp þjálfara 11 mánuði á ári, séu tilbúnir að koma að þeim fjáröflunum sem framundan eru. Helst með bros á vör. 

Og varðandi tippi og tippleysi, ég held að þrátt fyrir allt þá finnist ekki annað félag á Íslandi í dag þar sem kynjamun gætir minna en hjá Leikni.  En eins og skáldið sagði ,,svo skal böl bæta að benda á annað verra?.  Það skal þó viðurkennt að meira hefur verið eytt í meistaraflokk karla en kvenna, þó munurinn sé alltaf að minnka.  Besta ráðið til að tryggja jafnræði betur, er að stúlkurnar í meistaraflokki leggi enn harðar að sér og sýni fram á að þeim sé alvara og þær hafi metnað sjálfar.  Þá kemur metnaður félagsins örugglega á eftir.

Að lokum; viðvíkjandi Íslandmóti í innanhússknattspyrnu.  Með tilkomu knattspyrnuhallanna um allt land hefur þetta mót mjög látið á sjá, einkum í meistaraflokkunum.  Nú er svo komið að í ár er í síðasta sinn háð mót í þessari grein knattpyrnunnar.  Áhugi félaganna er orðinn mjög lítill og vorum við td eina félagið á Austurlandi sem skráði lið til leiks í kvennaflokki og í karlaflokki eru td hvorki Höttur né Fjarðabyggð með.  Af þessum sökum litum við ekki mjög alvarlegum augum á mótið og því völdum við að fara þá leið sem Viðar lýsir á heimasíðu sinni.

 

 

Magnús Ásgrímsson

21.11.2006 19:58

Deildarbikar

Var að enda við að skrá meistaraflokka karla og kvenna til leiks í deildarbikarnum.  Hvar við keppum og við hverja er alveg á huldu enn, en leikið verður í öllum knattspyrnuhöllum landsins, þannig að eitthvað munum við leika á heimavelli í Fjarðabyggarhöllinni.  Trúlega verða bæði liðin í C-deild og leikirnir verða trúlega eftir miðjan marz og fram í lok apríl/byrjun maí.
 
Magnús Ásgrímsson
 

21.11.2006 19:50

Æfingarnar í Höllinni

Jæja börnin góð, þá eru æfingarnar í Höllinni hafnar, við frábærar undirtektir.

Við byrjuðum yngri flokka æfingarnar föstudaginn 17. nóvember og skipulögðum með dyggri aðstoð Loðnuvinnslunnar rútuferðir fyrir krakkana, fram og til baka.  Kunnum við í knattspyrnudeild Leiknis Loðnuvinnslunni og sjálfboðaliðunum rútubílstjórunum hinar bestu þakkir.  Vonandi líður ekki á alltof löngu áður en sveitarfélagið tekur við að sjá um aksturinn.  Ferðunum er þannig háttað að lagt er af stað frá íþróttahúsinu 30 mínútum fyrir hverja æfingu og til baka strax að þeim loknum.

Tímatöfluna í Höllinni má sjá hér til hliðar undir linknum Tímatafla í Höllina.

Þessi tafla getur hæglega átt eftir að breytast þegar Þróttur kemur inn í dæmið, en fyrst um sinn eru það auk Leiknis, Valur og Austri sem standa að æfingunum.  Það eru þjálfarnir okkar; Viðar með stúlkurnar og Vilberg með strákana, sem bera hitann og þungann af æfingunum.  Að auki æfir 3ji flokkur drengja á laugardagsmorgnum og er allnokkur tími síðan æfingar hófust hjá honum undir stjórn Bergvins Haraldssonar og þar eru Nobbarnir vissulega með.

Meistaraflokkarnir eru einnig komnir með tíma í Höllinni, karla og kvennaflokkurinn æfa á sama tíma fyrst um sinn; á sunnudögum klukkan 20:00 og þriðjudögum kl 19:30.  Báðar æfingarnar eru 90 mínútna langar.

Er hér með skorað á meistarflokk karla að vera ekki alltaf eftirbátur kvennanna og fara að mæta eins og menn.  Fimmtudagstímarnir sem verið hafa verða eftirleiðis (eftir 23/11) nýttir í annað.

Magnús Ásgrímsson

 

Föstudaga

Kl:

15:00

16:15

17:30-18:45

       6. fl kvk og kk        5. fl kk og kvk          3. og 4.fl kvk og  4. fl kk

 

 

06.11.2006 20:06

Getraunir!

Jæja þá er getraunastarf Leiknis loks hafið í vetur.  Í gangi er bæði hópleikur og krónukeppni, eins og undanfarin ár.  Umsjónarmaður getrauna er Óskar Þór Hallgrímsson, s: 897 30 55 og netfang: oskarth@hive.is.  Óskar tekur á móti seðlum á Sumarlínu á laugardagsmorgnum milli 11:00 og 12:00.   Munið, getraunanúmer Leiknis er 750. Koma svo ,allir að mynda tipphópa og hafa gamana að og styrkja þannig Leikni.
 

06.11.2006 20:04

Skipa- og Landsbankamót Austra

Laugardaginn 4. nóvember fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði hið árlega Skipamót Austra í 7. flokki.  Leiknir sendi eitt lið, 9 krakka og fékk síðan einn burt fluttan pjakk lánaðan eftir að hafa tapað báðum varamönnunum í fyrsta leik.  Krakkarnir, sem eru fæddir 1999-2001, stóðu sig frábærlega og töpuðu ekki leik, unnu fimm og gerðu eitt jafntefli.  Liðið skipuðu; Dagur Ingi, Azra, Marteinn Már, Stefán Alex, Ágeir Páll, Jón Bragi, Jónína Björg, Arnar Freyr, Bjarki Þór og Sæþór Ívan.

 

 

Þetta eru duglegir krakkar, til hamingju með mótið.

Jónína Óskarsd tók þessar myndir

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40