Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Janúar

31.01.2007 15:01

Vetrardeildin 1. febrúar

Næsta turnering í Vetrardeildinni verður fimmtudagskvöldið 1. febrúar.  Endilega meldið ykkur sem hug hafið á að taka þátt í henni.  KR-ingar, Borgfirðingar og Neisti hafa þegar skráð sig.  Búðstrendinga verða með lið ef loðnan hellist ekki yfir þá aftur.  Egill og Jói, hvernig er með Eskfirðingana í KE?  Og 6. apríl, hvernig er með stórveldið?  BN96 þora örugglega ekkert í vetur enda ekki þekktir af mikilli hugdirfsku, eða hvað Gunnar Stefán? 

28.01.2007 23:11

Breytingar á æfingatíma

Smá  breytingar á æfingum hjá stelpunum í 4.flokk og uppúr. Athugið að æfingin á föstudögum er bara hjá 3. og 4.fl. Eins er æfingin hjá m.fl.kvk. á föstudögum ekki lengur en verður í staðinn á laugardögum en tími ekki ákveðinn.

 

Dagur Tími Staður
Þriðjudagur kl.16.30 Fásk
Miðvikudagur kl.18.30 Reyðf.
Föstudagur kl. 17.30 Reyðf.
Laugardagar ?? Fásk
Sunnudagar kl. 20.00 Reyðf.

Athugið einnig að æfingaleikir við Hött verða á föstudaginn bæði í 3. og 5. fl. kvk. Í m.fl. verður liklega æfingaleikur í vikunni en það verður tilkynnt innan tíðar.

Kv. Viddi


28.01.2007 19:47

Að loknu Sólarkaffi

Leiknir hélt sitt árlega Sólarkaffi í Skrúð í dag, sunnudaginn 28. janúar.  Að venju voru þar afhentar viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram hjá félaginu og til þeirra af yngri kynslóðinni sem sýnt sérstaka ástundun og framfarir. Knattspyrnudeildin veitti þannig 6. flokki karla viðurkenningu fyrir framfarir og ástundun 2006 og eru strákarnir sérlega vel að því komnir.  Þá útnefndum við Hilmar Frey Bjartþórsson efnilegasta leikmann Leiknis 2006 og varðveitir hann því Valþórsbikarinn fram að næsta Sólarkaffi.

Knattspyrnumaður Leiknis 2006 var valinn Almir Cosic og útnefndi aðalstjórn Leiknis hann jafnframt íþróttamann Leiknis 2006. 

Að lokum heiðruðum við rútubílstjórana okkar og afhentum þeim sérhannaðar bílstjórahúfur með Leiknismerkinu sem smá tákn um þakklæti félagsins vegna óeigingjarns framlags þeirra.  

Til hamingju öll!

Fleiri myndir í albúminu okkar.

Magnús Ásgrímsson

 

 

 

Hilmar Freyr og Almír

26.01.2007 09:05

Sólarkaffi

Hið árlega Sólarkaffi Fáskrúðsfirðinga verður drukkið í Skrúð á sunnudaginn.  Framkvæmdin er að sjálfsögðu í höndum Leiknis og er það sunddeildin sem ber hitann og þungann af veitingunum.  Vegna leiks Íslands og Þýskalands á HM hefst kaffið ekki fyrr en kl 16:00.  Að venju munu deildir og stjórn Leiknis útdeila viðurkenningum og verðlaunum og verður hápunkturinn útnefning íþróttamanns Leiknis 2006.

En það verður fleira um að vera um helgina, því Íslandsmótsriðlar í 3ja flokki karla og 5ta kvenna verða leiknir á Egilsstöðum.  Strákarnir á morgun laugardag og stelpurnar á sunnudaginn.  Ekki spurning að okkar krakkar mæta sterkir til leiks og nú er bara að vona að Hattarmönnum takist að redda dómurum með réttindi.

Og svo minnum við að sjálfsögðu á ,,Jólamót" Leiknis í 6. flokki á morgun laugardag kl 11:00 í íþróttahúsi Ölvers, þar verður aðalfjörið.

Magnús Ásgrímsson

 

 

Hoffellið baðað sól

25.01.2007 09:39

Hilmar til Reading

Sunnudaginn 11. febrúar fer Hilmar Freyr Bjartþórsson ásamt föður sínum til vikudvalar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading.  Það er í gegnum okkar mann hjá Reading, Ívar Ingimarsson sem það kemur til að Hilmari er boðið út.  Hann mun æfa með jafnöldrum sínum í unglingaliði félagsins og væntanlega spila einn æfingaleik.  Hilmar er búinn að vera heitur í æfingaleikjum meistaraflokks í vetur og búinn að skora í þeim báðum, þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára.  Góða ferð Hilmar og Bjartþór og gangi ykkur vel, Baddi þú tekur þá á ,,Old boys" æfingunum, en ekki skrifa undir neitt í fljótræði!

 

Magnús Ásgrímsson

 

 

Hilmar Bjartþórsson í leik sl. sumar með 4.flokki í liði Austfjarða

25.01.2007 09:06

Jólamótið / Þorramótið

Allt stefnir í góða þátttöku á mótinu, 8 lið hafa staðfest komu sína og ég bíð endanlegra svara frá Huginn og Sindra og um fjölda liða frá Val/Austra.  Mótið hefst kl 11:00 á laugardaginn og verður vonandi búið nógu tímanlega til að sem flestir nái leiknum við Slóveníu heima hjá sér en hann hefst kl 17:00.

Þátttökugjald er 8.000 kr á fyrsta lið og 6.000 kr á lið tvö og þrjú.  Hægt er að greiða beint inn á reikning knattspyrnudeildar Leiknis nr. 0171-26-27753, kt 480589-2549.

Magnús Ásgrímsson

22.01.2007 11:18

Deildarbikarinn

Endanleg leikjaniðurröðun loksins komin í deildarbikarnum.  Okkar fyrsti leikur er við vini okkar í Hetti föstudaginn 16. marz í Fjarðabyggðarhöllinni. Skoðið riðilinn og leikjaröðina hér, hún hefur breyst talsvert,  http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14569

Magnús Ásgrímsson

19.01.2007 09:01

Vetrardeildin

Leikið var í Vetradeildinni í gærkvöld og var mæting með besta móti, 6 lið.  Það bar helst til tíðanda að Neisti mætti loksins og var þeim fagnað gríðarlega þegar þeir gengu í salinn. Lokastaðan var þessi:

 

1.  Leiknir                                    13 stig

2.  KR                                          12   -

3.  Neisti                                        7    -

4.  UMFB                                       6    -

5.  Handknattleiksdeild Hattar           4    -

6.  BVA                                          1    -

 

Markahæstir voru Elvar Þór í KR og Hilmar, Adnan og Almir Leiknismenn - allir með 4 mörk og Stefán handboltakappi með 3 kvikindi.

Maður mótsins var valinn dómarinn góðkunni Marínó Sigurbjörnsson, en hann skyggði jafnt á aðra dómara og leikmenn með frábærri frammistöðu sinni. 

Magnús Ásgrímsson

 

16.01.2007 09:08

Vetrardeildin

Næsta turnering í Vetrardeildinni verður fimmtudagskvöldið 18. janúar.  Endilega meldið ykkur sem viljið taka þátt í henni.  lvf-magnus@simnet.is eða 894 71 99 eða melding hér fyrir neðan með athugasemd.

Magnús Ásgrímsson

13.01.2007 12:09

Mót og leikir

Í gær spilaðu stelpurnar í 4.fl. æfingaleik við Hött í höllinni og stóðu þær sig með prýði og unnu með 7 mörkum gegn 1. Gaman að fá Hattarstúlkur í heimsókn og gaman að hafa aðstöðu sem þessa til að geta spilað æfingaleiki.

Á morgun, sunnudag, fara stelpurnar í 3.fl. á Íslandsmótið innanhúss og fer það fram á Neskaupstað. Fyrsti leikur hefst kl.12.08 og eiga stelpurnar að mæta kl.10.15 við Leiknishúsið og þaðan brunum við af stað á rútunni.

Á þriðjudaginn er æfingaleikur hjá 3.fl.kvk í höllinni gegn Hetti kl. 19.30. Við höfum alla höllina þannig að allir eiga mæta þannig að m.fl. og 4.fl. eru á æfingu á öðrum helmingnum og leikurinn á hinum.

Kv. Viddi

11.01.2007 12:45

Leikur og mót

Á morgun, föstudag, er æfingaleikur í höllinni hjá 4.fl.kvk. gegn Hetti. Stelpurnar í 3.fl. eiga að mæta með m.fl. kl. 17.30 í íþróttahúsinu hér á Fásk. 4.fl. stelpurnar eiga að mæta eins og vanalega á föstudögum kl. 17 í rútuna við íþróttahúsið.

Á sunnudaginn er svo Íslandsmót innanhúss  hjá 3.fl.kvk. og fer það fram á Neskaupstað. Fyrsti leikur hefst kl. 12.08 og eiga stelpurnar að mæta við Leiknishúsið kl. 10.15.

Viddi

09.01.2007 12:03

Hjónaball

Jæja, þá er það hið árlega hjónaball okkar Búðstrendinga á laugardagskvöldið.  Og eins og undanfarin ár sjáum við Leiknismenn um dyravörslu, uppvask, aðstoð í eldhúsi og við framreiðslu og loks þrif á húsinu.  Okkur vantar enn fólk sem tilbúið er að taka til hendinni, bæði um kvöldið/nóttina og daginn eftir í þrif á húsinu.

Þeir sem búnir eru að gefa sig fram til vinnu á laugardagskvöldið eru;  Birkir Snær, Bergsteinn, Helgi Snævar, Hildur Einarsd, Ásta Hlín, Sigurveig, Ásdís og Þórunn Alda.  Þeir sem tilbúnir eru í slaginn geta gefið sig fram hér, með því að skrá inn athugasemd.

Magnús Ásgrímsson

08.01.2007 10:17

Æfingaleikur gegn Fjarðabyggð

Á morgun, þriðjudag, er æfingaleikur hjá m.fl.kvk. gegn Fjarðabyggð í höllinni og hefst kl.19.30. Mæting við íþróttahúsið kl.19.

Sjáumst kv. Viddi

07.01.2007 22:49

Leiknir - Höttur

Við léku æfingaleik gegn Hetti í meistaraflokki karla í Höllinni í kvöld. Leikar fóru þannig að Leiknir sigraði 3 - 2 í nokkuð skemmtilegum leik.  Mörk okkar gerðu Hilmar Bjartþórsson, Daði Steinsson og Jóhann Örn Jónsson.  Marga vantaði í bæði lið, hjá okkur voru ma Villi, Egill, Edin, Andrius, Siggi og Guðni fjarri góðu gamni.  Þó var hópurinn stór og nokkrir nýjir að spreyta sig. Eftirtaldir léku í kvöld; Óðinn, Kenan, Halli (meiddist efir örfáar mínútur), Björgólfur, Viddi, Jóhann Örn, Marínó, Hilmar, Almir, Daði, Baldur Smári (Borgfirðingur), Konráð (í Dölum), Olgeir, Bergvin, Þorri, Maggi (Stöðfirðingur) og Alexander, Kjartan Bragi og Ævar ungir Reyðfirðingar.  Fínn leikur og alltaf gaman að vinna Hött, jafnvel þó í æfingaleik sé.

Magnús Ásgrímsson

06.01.2007 16:07

Sindri hafði betur

Í dag áttust við Sindri og Leiknir í 2.fl.kvk á Íslandsmótinu innanhúss hér á Fásk. Aðeins þessi tvö lið voru skráð til keppni sem er athyglisvert þar sem nóg er af fótboltastelpum hér fyrir austan. Spilaðir voru tveir leikir og höfðu Sindrastelpur betur í þeim fyrri 2-1. Í seinni leiknum  byrjuðum við ekki vel og þær komust í 4-0 en við sýndum fínan karakter og jöfnuðum leikinn og endaði hann 4-4. Spilaður var einn aukaleikur fyrir þær stelpur sem spiluðu lítið. Þær sem spiluðu voru: Sigurveig, Elva, Arna, Margrét og Ríkey í 2.fl. Stebba og Steinunn í 3.fl. og Jóhanna, Birna og Elísa í 4.fl.

ATH: Á morgun, sunnudag, er leikur hjá m.fl.kk. í höllinni gegn Hetti. Æfingin hjá stelpunum verður þ.a.l. hér á Fásk en hefst kl.18.00 en ekki 20.00. Í staðinn fáum við alla höllina á þriðjudaginn og vonandi finn ég mótherja fyrir leik en annars söfnum við liði og spilum 11 á 11 á stórann völl þannig að mjög mikilvægt er að allir mæti.

Svo má ekki gleyma því að 3.fl.kvk keppir á Íslandsmótinu innanhúss á Neskaupstað á sunnudaginn og þið getið skoðað það nánar á ksi.is.

Kv. Viddi

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40