Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Mars

31.03.2007 19:40

Vetrardeildin

Leikið var í vetrardeildinni síðasta fimmtudag.  Leikinn var tvöföld umferð og voru leikirnir 15 mín.  Lokastaðan:

KR               14 stig
Neisti             9
Búðingar       9
6.apríl            1

28.03.2007 12:02

Ferðasjóður

Jæja, loksins er Ferðasjóður íþróttafélaga að verða að veruleika. Hann verður í umsjón og á forræði ÍSÍ sem setur reglur um úthlutanir. Ríkið leggur sjóðnum til 30 milljónir í ár, 60 á næsta ári og 90 milljónir árið 2009. Framsóknarmenn með Hjálmar Árnason í broddi fylkingar lögðu fram frumvarp um málið í upphafi kjörtímabilsins en Þorgerður Katrín og hennar fólk, ma Gunnar ,,það er gott að búa í Kópavogi" Birgisson fyrrverandi formaður menntamálanefndar, hafa legið á því þar til nú.

Það verður spennandi að sjá hvað við Leiknismenn fáum út úr sjóði þessum.

Magnús Ásgrímsson

27.03.2007 16:40

Vetrardeildin 29. marz.

Munið Vetrardeildina á fimmtudagskvöldið!!!!
Magnús Ásgrímsson
S: 894 71 99

27.03.2007 12:08

Goðamót 6.fl.


http://godamot.blog.is/album/Sjottiflokkursunnudag/image/162657/Goðamót 6.fl. var haldið á Akureyri dagana 23-25 mars.  Leiknir, Valur og Austri sendu sameiginlegt lið til leiks undir nafninu Firðir.  Bæði lið stóðu sig með prýði og voru þáttakendur félögum sínum til sóma jafnt innan vallar sem utan.

A liðið endaði í 9. sæti og voru úrslitin eftirfarandi.

Firðir - Völsungur    2 -2
Firðir - KR                2 - 5
Firðir - Valur            1-2
Firðir - KA                1 -2
Firðir - Höttur            5 -2

E liðið lenti í 2. sæti.

Firðir - KR                     2 - 5
Firðir - Breiðablik 1     3 - 0
Firðir - Þór                    4 -1
Firðir - Breiðablik 2      3 - 0
Firðir - KR                      0 - 3

Kv. Villi

26.03.2007 17:02

5 fl.kk.

Iðkendur í 5.fl.kk. eru í átaki að halda bolta á lofti þessa dagana.  Það er smá keppni í gangi þar sem þeir fá brons fyrir að halda boltanum 25 sinnum á lofti, silfur fyrir að halda 50 sinnum á lofti og gull fyrir 100 skipti.

4 strákar eru komnir með brons og það verður silfurkeppni í apríl.

Strákarnir sem eru komnir með brons eru:

Guðmar
Fannar
Guðmundur
Dagur

Kv. Villi

24.03.2007 23:06

Lengjubikarinn á morgun!!!

Mynd númer 20
Á morgun sunnudag heldur meistarflokkur kk til Akureyrar til að spila við Magna frá Grenivík.  Leikurinn verður í Boganum og byrjar kl 16:15 að staðartíma.  Þetta er leikur tvö í b deild 4. riðilis í lengjubikarnum eins og hann er kallaður í dag.  Magna menn hafa verið okkur erfiðir síðasta árið því þeir unnu okkur í þrígang á síðasta ári sem varð svo til þess að þeir eru komnir í 2. deild og leika í henni í sumar.  Nú er ætlunin að snúa þessu við og ná sigri á morgun.  Halda þessu góða gengi frá síðasta leik þegar við unnum Hött á elleftu stundu í fyrsta leiknum í lengjubikarnum.  Það verða smá breytingar á hópnum frá síðasta leik. Viðar, Baldur, Bergvin, Björgvin og Þorri detta út en inn koma Guðni, Egill, Halli, Kenan, Paulus, Ellert (kemur frá Haukum) og Kjartan. 

Nú er bara að rífa upp stemmarn og koma og klappa!Kv Óðinn.

22.03.2007 12:57

Goðamót

Á morgun föstudag hefst síðasta Goðamót vetrarins.  Þar verða mættir sprækir strákar í 6. flokki og ma tvö lið frá ,,Fjörðum" undir stjórn Vilbergs.  Þau keppa sem A og E lið og eiga eftir að standa sig frábærlega, spái ég.  Hér er linkur á leikjaplanið á heimasíðu Þórs  http://godamot.blog.is/users/73/godamot/files/leikjaplan_6_flokkur_2007.pdf
Gangi ykkur sem best strákar!
                                                                Magnús Ásgrímsson

22.03.2007 12:56

Nýr leikmaður

Í dag gekk til liðs við Leikni ungur piltur frá Haukum, Ellert Ingi Hafsteinsson. Kynið er gott en móðir hans jú ein hinna góðkunnu og geðþekku Dalasystra. Ellert þreytir væntanlega frumraun sína með Leikni um helgina, en á sunnudaginn kl 16:15 leikum við gegn vinum okkar í Magna í Boganum.
                                                                
Magnús Ásgrímsson

21.03.2007 10:40

Vetrardeildin

Frestað til 29. marz.

Magnús Ásgrímsson

19.03.2007 15:08

Mótahald í Fjarðabyggðarhöllinni

Stjórn knattspyrnudeildar Leiknis sendi erindi til bæjaryfirvalda um að fá Höllina til að halda þar ,,opin austurlandsmót" í knattspyrnu, nú á vormánuðum.  Hér getur að líta svar íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins;  http://www.fjardabyggd.is/Index/Stjornsyslan/Radognefndir/Ithrottaogtomstundarad/Fundargerdir/Fundargerdinoll/885
nú er bara að bíða og fylgjast vel með hér á vefnum og víðar þegar mótin verða auglýst en þau eru hugsuð fyrir alla yngri flokkana, frá 3. flokki karla og kvenna og niður í 7. flokk.  Spennandi ekki satt.
Magnús ÁsgrímssonFrá vígslu hallarinnar

19.03.2007 15:05

Leiknismenn eru víða á ferðinni!

Hér getiði fundið óvæntan aðila á leikskýrslu ef þið leitið vel http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=152190
Magnús ÁsgrímssonGuðbjörg Rós Guðjónsdóttir

16.03.2007 23:18

Sigur á Hetti

Löngu tímabær sigur vannst á Hetti í Deildarbikarnum, sem reyndar heitir orðið Lengjubikar, í kvöld.
Okkar menn spiluðu fínan fótbolta og verðskulduðu stigin með dugnaði sínum og baráttu.  Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik nema Vilberg átti skot í slá úr dauðafæri.  Í alltof löngum uppbótartíma skoruðu Hattarmenn.  Eftir mikinn klaufagang og misheppnaðar hreinsanir okkar manna, barst boltinn til Stebba Eyjólfs sem skaut að marki, boltinn breytti stefnu á varnarmanni og Óðinn átti ekki séns.  1 - 0 í hálfleik, en jafntefli hefði verið eðlilegra.  Jafnræði var áfram með liðunum en um miðjan síðari hálfleik náði Adnan sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni fyrir kjaftbrúk.  Útlitið frekar dökkt, einum færri og marki undir.  Okkar menn gáfust ekki upp og á ca 82 mínútu var brotið á Villa í teignum og umsvifalaust dæmd vítaspyrna sem hann skoraði sjálfur úr af öryggi.  Við þetta lifnaði heldur betur yfir leiknum og skoruðu Hattarmenn mark sem dæmt var af fyrir rangstöðu.  Á síðustu mínútu í uppbótartíma slapp Jói í gegn um vörn Hattarmanna eftir góða stungusendingu og renndi boltanum af öryggi framhjá markverði Héranna.  Hattarmenn tóku miðju og Hjalti flautaði af.  Einhver hafði á orði að kæra stuld, en úr því að þeir sluppu við slík kærumál eftir deildarleikina við okkur í fyrra þá er varla grundvöllur fyrir slíkri kæru.....
Fyrsti mótsleikur Njáls, hins nýja þjálfara Hattar, endaði því ekki vel fyrir lærisveinana. Vonandi er fall fararheill, þið Hattarmenn hangið uppi, svo við fáum deildarleiki við ykkur að ári. 
Lið Leiknis var þannig skipað í kvöld:
                    Óðinn Ó
Konni (15) - Ifet (41) - Edin - Marínó
Jói - Viddi - Baldur - Hilmar (14)
        Villi - Adnan (16)
Inná komu; Bergvin fyrir Baldur, Lexi (15) fyrir Hilmar og Þorri fyrir Konna, að auki var Björvin Stefán á bekknum.  Kjúklingarnir stóðu sig stórvel, nóg var að gera við að flengja 4 busa, Adnan, Lexi, Baldur og Konni(já Baldur og Konni, ég sagði það) spiluðu allir sinn fyrsta mótsleik í meistaraflokki fyrir Leikni í kvöld. Til hamingju allir!
                                                            Magnús Ásgrímsson

13.03.2007 12:29

Deildarbikar

Þá styttist í að alvaran fari að byrja, fyrsti leikur í deildarbikarnum er nú á föstudagskvöldið, 16. marz, gegn Hetti. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram í Fjarðabyggðarhöllinni og hefst klukkan 20:00. Það verður dómarinn rauðhærði og góðkunni frá Eskifirði, Hjalti Elís sem dæmir.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Kenan er ekki enn orðinn leikfær eftir fingurbrot í vetur, Halli gengur ekki á öllum eftir æfingaleikinn við KR og óvíst er með Vilberg en hann hefur legið í flensu. Þá er Andrius meiddur á hné og verður ekki með.  Spurning hvort einhver eða einhverjir af drengjunum okkar í höfuðborginni verði kallaðir til.

En við verðum með 11 inná og einhverja á bekknum, hvað fara menn fram á meira?

Hvet að lokum alla til að mæta og hvetja okkar menn.  Hversu margir eiga enn eftir að sjá leik í nýju höllinni? Nú er tækifærið.

Áfram Leiknir.

Magnús Ásgrímsson

09.03.2007 08:50

Vetrardeild

Leikið var í Vetrardeildinni í gær fimmtudagskvöldið 8. marz. Mætt voru lið Handknattleiksdeildar Hattar, Dynamó frá Höfn, KR, Neista og Leiknis. Lokastaðan eftir æsispennandi keppni varð þessi;

Leiknir   10 stig  + 5 mörk
Neisti       9 -!!-   + 3  -!!-
Dynamó   5 -!!-   + 1 -!!-
H.H.          4 -!!-    - 0 -!!-
K.R.          0 -!!-    - 9 -!!-

Markahæstir voru eftirtaldir;

Hafliði handboltakappi        3 mörk
Vilhjálmur Dýnamór             3  -!!-
Skúli á Framnesi                 2  -!!-
Baldur í Hátúni                     2  -!!-
Vilberg Breiðdælingur        2  -!!-

Mótið fór stórvel fram og fær Neisti hrós kvöldsins fyrir mestu framfarir enda skoruðu þeir ekkert mark síðast þegar þeir komu, en nú voru þeir hársbreidd frá sigri í mótinu. Síðan eiga Dýnamóar frá Höfn hrós skilið fyrir að mæta í fyrsta sinn og standa sig með prýði, þeir sprungu í síðasta leik gegn Neista en höfðu ekki tapað leik fram að því. Handboltakapparnir voru líka góðir og óheppnir að uppskera ekki fleiri stig. KR-ingar voru í lægð en fá ugglaust viðspyrnu á botninum og þá liggur leiðin bara upp á við.
Sjáumst 22. marz.

Magnús Ásgrímsson

08.03.2007 18:41

Til þeirra er búa á Fáskrúðsfirði og víðar.

Mig langar að koma því á framfæri vegna fjölda áskoranna að loks hefur þetta læsta albúm verið opnað almenningi. http://www.123.is/album/display.aspx?fn=leiknirfaskrudsfirdi&aid=1109733074 Þetta albúm þurftum við að búa til á sinum tíma vegna bilunnar í kerfi 123.is. Okkur fannst ekki ástæða til að hafa það opið þar sem allir gátu séð myndirnar birtast forsíðunni en því miður er ekki hægt að henda því út vegna þess að þá detta þær myndir út af forsíðunni sem eru þar. Meiningin var ekki að gera neina óánægju vegna þessa.
Með kveðju
Jóhanna Hauksdóttir
 

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40