Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Apríl

30.04.2007 22:54

Vetrardeildin

Síðasta turnering ,,vetrarins" verður á fimmtudagskvöldið, 3. maí.
Skráið ykkur tímanlega.
Magnús Ásgrímsson

27.04.2007 16:36

SVAL

Miðvikudagskvöldið 25. apríl, hittust á Reyðarfirði knattspyrnuráð Leiknis, Austra og Vals. Fundarefnið var að ræða samstarfið í yngri flokkunum í sumar og undirrita samstarfsamning. Meðal þess sem ákveðið var, er að halda foreldrafundi í öllum flokkum samhliða Fjarðaálsmótunum. Einnig var rætt um nafnið á barninu. Eining var um að skrá hjá KSÍ skammstöfun en stefna að því að kalla liðin Fjarðabyggð, áfram Fjarðabyggð. Líka þegar keppt er við Þrótt. Einnig kom fram áhugi á að hafa samstarf við Þrótt þátttöku í stóru opnu mótunum, td N1-mótið, Símamót Breiðabliks (eða Pæjumót á Siglufirði), Goða- og Greifamótin og etv fleiri.  Þess má geta að Súlan er nú einnig þátttakandi í skástriksfélaginu sem við köllum þá á pappírnum SVAL og nær yfir 5. og 6. fl karla og 3. 4. 5. og 6. flokki kvenna.  Það sér víst enginn eftir nafninu Firðir.

Magnús Ásgrímsson

23.04.2007 14:11

Frá þjálfara

Æfingin á morgun þriðjudag verður kl. 17:30 á Fáskrúðsfirði eftir æfingu verður  farið á Sumarlínu og horft á leik Man Utd gegn ac milan.

22.04.2007 16:36

Fjarðaálsmót 

Fjarðaálsmót

Umf Leiknir mun nú í maí í samvinnu við Fjarðaál og með stuðningi Fjarðabyggðar standa fyrir opnum knattspyrnumótum - Fjarðaálsmótum - fyrir 3. flokk karla og kvenna og alla flokka niður í blandaðan 7. flokk.

Tímasetningar mótanna verða sem hér segir:

Laugardaginn 5. maí - síðasti skráningardagur 2. maí.

3. fl ka - 11 manna 1/1 völlur

3. fl kv - 7 manna ½ völlur

6. fl ka - 7 manna ¼ völlur

Fimmtudaginn 17. maí - uppstigningardag - síðasti skráningardagur 14. maí:

4. fl kv - 7 manna ½ völlur

5. fl ka - 7 manna ½ völlur

6. fl kv - 7 manna ¼ völlur

Laugardaginn 19. maí - síðasti skráningardagur 14. maí:

4. fl ka - 11 manna 1/1 völlur

5. fl kv - 7 manna ¼ völlur

7. fl stráka og stelpna - 7 manna ¼ völlur

Keppt verður í A- og B-liðum eftir því sem skráningar leyfa.

Þátttökugjöld eru 10.000 krónur á lið. Verðlaun í eldri flokkunum fyrir 3 efstu sætin en þátttökupeningar í yngstu flokkunum.

Reiknað er með að öll mótin hefjist klukkan 12:00, en tímatafla verður gefin út þegar nær dregur og skráningarfrestur er úti.

Þátttökutilkynningar berist til Magnúsar í síma 894 71 99 eða lvf-magnus@simnet.is

Nánari upplýsingar á heimasíðunni þegar nær dregur.

22.04.2007 15:00

5.fl. kk
Í marsmánuði var haldinn keppni í að halda á lofti svo kölluð bronskeppni, þá þurfa leikmenn að halda boltanum 25 sinnum  á lofti til að hljóta verðlaun. Fjórir strákar gátu þetta þeir Fannar, Gummi, Dagur og Guðmar(vantar á mynd).  Silfurkeppnin verður í þessari viku en þá þurfa strákarnir að ná að halda boltanum 50 sinnum á lofti og einnig geta þeir sem ekki náðu bronsinu nælt sér í verðlaun.

21.04.2007 17:18

Tap

Leiknir var rétt í þessu að tapa 2 - 0 fyrir Dalvíkingum í Lengjubikarnum.  Veit ekki margt um leikinn utan það að Ellert meiddist á 1. mínútu og varð að fara út af og Svanur fékk rautt í síðari hálfleik. Þeir skoruðu bæði mörkin í blábyrjun seinni hálfleiksins, á meðan Leiknismenn voru að reyna að meðtaka hálfleiksræðu Villa.  Meira um leikinn síðar, vonandi.

21.04.2007 00:39

Lengjubikarinn á laugardaginn!!!

Þá er komið að því að spila síðasta leikinn í Lengjubikarnum í ár. En þá taka Dalvík/Reynir á móti okkur Leiknismönnum kl 15:00 í Boganum á Akureyri. Mikið er í húfi því bæði lið eru stigalaus í b deild 4. riðils. Þó svo að við Leiknismenn séum búnir að landa tveim sigrum á vellinum telja þeir ekki þar sem við stilltum upp ólöglegum leikmönnum í þessum tveim sigurleikum. Við erum staðráðnir í að ná í þessi 3 stig sem eru í boði og enda þetta mót með sigri.

Hópurinn sem fer norður; Villi, Viddi, Óðinn, Kenan, Adnan, Paulius, Hilmar, Björgvin, Konni, Lexi, Jói, Baldur, Egill, Vignir, Kalli, Guðni, Ellert og Svanur.

Þeir sem eru meiddir eða í leikbanni: Halli, Marinó, Siggi, Bergvin og Edin sem er í leikbanni.

Svo að lokum vil ég skora á alla Fáskrúðsfirðinga og velunnara okkar fyrir norðan að mæta í Bogann og styðja okkur Leiknismenn.

Kv Óðinn

19.04.2007 22:17

Aðalfundurinn

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf Leiknis fyrir árið 2006, var haldinn í gær, síðasta vetrardag. Mæting á fundinn var fín á nútímamælikvarða, 18 fullorðnir einstaklingar. Meðal þess helsta sem kom fram var að halli var á rekstrinum upp á 165 þúsund krónur.  Skýrslu formanns er hægt að finna hér til hliðar, en þar er tæpt á því helsta í starfseminni á síðasta ári. Knattspyrnuráðið gaf allt kost á sér til áframhaldandi setu og engin mótframboð komu þannig að skipanin er óbreytt; Steinunn Elísdóttir, Bjartþór Jóhannsson, Jóhanna Eiríksdóttir, Hans Óli Rafnsson, Jóhanna Hauksdóttir og Magnús Ásgrímsson og að auki heiðursfélaginn burtflutti Jón Kjerúlf, en hann er ólaunaður verktaki við launaútreikning og ársuppgjör.
Undir
liðnum önnur mál var margt rætt, ekki síst yngri flokkarnir og samstarfið við Val og Austra, en einnig aðkoma sveitarfélagsins að starfi Leiknis og meint mismunun milli félaga, knattspyrnuhöllin og notkunin á henni, búningamál ofl ofl. Hægt er að skoða skýrslu stjórnar með því að fara í krækju hér til hægri sem heitir ýmiss skjöl.

Þakkir til allra sem mættu og ekki síður þeirra sem bökuðu og lögðu þannig til ómissandi tertu- og pönnukökuáts-stemmningu.

Magnús Ásgrímsson, endurkjörinn eitt skelfilega skiptið enn.....Þessi sem var kjörinn eitt skiptið enn...:-)Þarna eru Bakkabræður.

18.04.2007 11:39

Afsökunarbeiðni

Fyrir hönd knattspyrnudeildar Leiknis bið ég leikmenn meistaraflokks karla og alla Leiknismenn afsökunar á þeim mistökum mínum og annarra sem leiddu til þess að við lékum með ólöglega leikmenn gegn Hetti og Magna í deildarbikarnum. Auðvitað er grátlegt að tapa þessum leikjum útaf ,,tæknilegum mistökum? eftir að hafa unnið þá vellinum. Eina huggunin er að þetta er deildarbikarinn, ekki deildin. Svona mistök verða ekki gerð í sumar.

Magnús Ásgrímsson

18.04.2007 11:30

Aðalfundur

Aðalfundur


knattspyrnudeildar Umf Leiknis verður haldinn næstkomandi miðvikudag, síðasta vetrardag,

18. apríl 2007, kl: 21:00

í nýju slökkvistöðinni.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Önnur mál, ma samstarfið við Val, Austra og Þrótt í yngri flokkunum

Mætum og sýnum starfinu áhuga, ræðum sumarið, opin mót, æfingagjöldin, notkunina á Fjarðabyggðarhöllinni, meistaraflokkana og yngri flokkana.

Stjórn knattspyrnudeildar

15.04.2007 01:13

Leiknir - Þór

Við byrjuðum vel og Viddi fiskaði víti sem Villi skoraði úr.  Þórsarar jöfnuðu um miðjan hálfleikinn úr hraðri sókn eftir hornspyrnu okkar manna ,,á hættulegum stað". Í næstu sókn Leiknis átti Viddi síðan skot í slá úr dauðafæri.  Norðanmenn náðu forystunni fyrir hlé með skalla eftir hornspyrnu.  Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og áttu bæði lið nokkur færi.
Í síðari hálfleik náðu Þórsarar yfirhöndinni og bættu fljótlega við marki.  Um miðjan hálfleikinn fékk Edin sitt seinna gula spjald fyrir að slá boltan viljandi með hendi á miðjum velli og ekkert um að vera, ákaflega heimskulegt af honum.  Fátt bar til tíðinda fyrr en skömmu fyrir leikslok að Egill slapp í gegn og markvörður Þórs tók hann niður rétt utan teigs.  Markvörðurinn fékk réttilega rautt, en ekkert varð úr aukaspyrnunni.
Þetta urðu lokatölur, 1-3 tap. Leikur Leiknisliðsins var miklum mun betri en í síðustu leikjum og var ekki að sjá að tveggja deilda munur væri á þessum liðum.
Liðið var svona skipað;
                Óðinn
Marínó - Kenan - Edin - Ellert
        Svanur - Baldur
    Konni - Viddi - Jói
                Villi
Marínó fann fyrir meiðslunum sem hafa verið að hrjá hann og fór útaf eftir korter, Egill kom inn á í hans stað og fór Konni þá í bakvörðinn en Egill á vænginn.  Í síðari hálfleik komu síðan þeir Kjartan, Hilmar og Lexi inn á.
Nú er einn leikur eftir í Lengjubikarnum, við Dalvík í Boganum á laugardaginn kemur.
Magnús Ásgrímsson

13.04.2007 19:06

Lengjubikarinn á laugardaginn!!!

Lengjubikarinn

Leiknir - Þór Ak

Laugardaginn 14. apríl kl 13 í Fjarðarbyggðarhöllinni.

Allir í höllina að styðja strákana.

11.04.2007 16:58

Aðalfundur

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf Leiknis verður haldinn miðvikudagskvöldið 18. apríl, kl 21:00 í kaffistofu slökkvistöðvarinnar á Búðum.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Hvetjum alla til að mæta og tjá sig um starf knattspyrnudeildarinnar og framtíð.

Stjórn knattspyrnudeildar

05.04.2007 00:03

Niðurlæging á almannafæri

Í kvöld mættum við ofjörlum okkar í Lengjubikarnum í höllinni. Í stuttu máli sagt þá töpuðum við með 11 mörkum gegn engu og hefur enginn okkar lent í öðru eins. Fjarðabyggð er með sterkt og vel spilandi lið og niðurlægðu okkur á almannafæri. Það voru margir feilar og margt sem aflaga fór en sem betur fer tími til að laga hitt og þetta. Við verðum að girða okkur í brók og horfa fram á veginn og vonandi fáum við tækifæri fljótlega aftur til að spila við félaga okkur í Fjarðabyggð og sýna þeim úr hverju við erum gerðir. Ég ætla að byðja alla að gleyma þessu sem fyrst og ég veit að það er erfitt (sértaklega fyrir þá sem búa á Eskifirði og umgangast KFF daglega). 

Gleðilega páska

Kv. Cap Viddi  

04.04.2007 00:25

Ótitlað

Lengjubikarinn

Leiknir - Fjarðabyggð


Miðvikudagskvöldið 4. apríl kl. 21 í Fjarðabyggðarhöllinni

Sjáumst á vellinum!!!

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40