Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Maí

31.05.2007 23:17

Bikarkeppnin

Föstudagurinn 1. júní kl. 20.00

Fáskrúðsfjarðarvöllur

Leiknir - BN

Mætum á völlinn og styðjum strákana til sigurs. Fyrsti heimaleikur sumarsins á Fáskrúðsfjarðarvelli.

28.05.2007 23:54

Baráttusigur.

    

                                                                   


                                       0             -          1
                                                              Stehpen Tupy  40 mínUmfjöllun um leikinn kemur síðar.


Jæja, það er ekki hægt að draga menn lengur á þessu..

Leikurinn á mánudaginn við Huginn var ágætur og sigurinn sætur. Virkilega sterkt að fara á Seyðisfjörð og sækja 3 stig.  Í fyrri hálfleik vorum við sterkari aðilinn án þess að skapa okkur mörg færi. Á fertugustu mínútu áttum við síðan góða sókn og kom sending fyrir af vinstri kanti á Villa sem lagði boltann út á Stephen sem tók hann á lofti og smellti honum í bláhornið á Huginsmarkinu, óverjandi fyrir Goran markvörð. Undir lok hálfleiksins fengu þeir tvö ágæt færi, í fyrra skiptið komst David fyrir skot á markteig en í seinna skiptið skaut Friðjón yfir í góðu færi. Seinni hálfleikurinn þróaðist þannig að við duttum aftar á völlinn og þeir sóttu því í sig veðrið og voru meira með boltann. Besta færi hálfleiksins kom þó í hlut Kenans en hann skaut yfir á markteig. Huginsmenn áttu nokkrar horn- og aukaspyrnur að okkar marki sem með réttu hefðu átt að skapa usla þar sem þeir eru með mun hávaxnara og líkamlega sterkara og þyngra lið, en ekkert varð úr þessum spyrnum. Þó áttu þeir einn skalla yfir úr þokkalegu færi. Loks má geta þess að Bjössi, þeirra aðalmarkaskorari á undirbúningtímabilinu átti hörkuskot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá stönginni - réttu megin.

Leiknisliðið;

                    Óðinn

Guðni - Kenan - David - Ellert

            Pálus - Stephen

            Rok - Viddi - Jói

                        Villi

Fljótlega í síðari hálfleik kom Marínó inn í vinstri bakvörðinn fyrir Ellert, en meiðslin tóku sig fljótlega upp hjá honum og kom Hilmar þá inn á hægri kantinn og Jói fór í bakvörðinn fyrir Marra. Um miðjan hálfleikinn þurfti Villi að fara útaf, sökum elli og stirðleika og kom Adnan inn á fyrir hann. Aðrir í hóp voru Maggi Andrésar og Björgvin Stefán.

Í kosningu um mann leiksins bar Pálus sigur úr bítum en hann barðist eins og ljón á miðjunni og sótti sér gult spjald af harðfylgi. Aðrir sem fengu atkvæði voru í þessari röð; Stephen, Kenan og Óðinn. En þetta var sigur liðsheildarinnar, vörnin stóð sig öll sérlega vel og gaf fá færi á sér.

Huginsliðið er ágætt og á væntanlega mikið inni en hjá þeim vantaði danska landsliðið, tvo sem eru í skólaferðalagi og amk einn eða svo serba.  Binni Skúla var þeirra besti maður en við vissum fyrirfram að ekki mætti gefa honum næði á miðjunni og tókst ágætlega að halda honum í skefjum.  Að auki eru ungu mennirnir þeir Bjössi og Friðjón hættulegir.

Magnús Ásgrímsson

     

26.05.2007 18:48

Leiknir - Hamrarnir 1 - 6

í dag mættust í Fjarðabyggðarhöllinni Leiknir og Hamrarnir í m.fl.kvk. Leikurinn byrjaði ágætlega og við héldum ágætri pressu á þeim en í sínu fyrsta færi skora Hamrarnir mark eftir einbeitingarleysi í vörninni. Eftir markið tóku Hamrarnir yfirhöndina í leiknum og áttum við afar erfitt uppdráttar og þó sérstaklega áttu bakverðir okkar í vandræðum með fljóta vængmenn Hamrana. Einnig áttum við í vandræðum á miðjunni þrátt fyrir að vera einum fleiri á miðjunni og fengu þær oft á tíðum nægan tíma til að senda boltann hvert sem þær vildu. Þetta kostaði okkur 3 mörk í viðbót og staðan 4-0 í hálfleik. Ég gerði nokkrar breytingar í hálfleik til að bæta þessa hluti og þær virkuðu mjög vel. Við vorum betri aðilinn í seinni hálfleik og byrjuðum á að minnka muninn í 4-1 er Una kláraði færi sitt af stakri príði. Við héldum pressu á þeim en þær náðu góðri skyndisókn og skoruðu glæsilegt mark. Undir lokin fékk Una dauðafæri en var óheppin og skaut framhjá. Þær læddu svo inn einu marki í viðbót og lokastaðan 6-1 fyrir Hömrunum. Slæmur fyrri hálfleikur en góður seinni.

Ég var virkilega ánægður með varamennina í dag og fannst mér þeir breyta leiknum til batnaðar. Það er reynar mjög ánægjulegt að geta gert 5 skiptingar og engin þeirra veikir liðið eins og stundum vill verða þegar hópurinn er lítill.

Liðið í dag var þannig skipað í markinu var Alma (Sigdís 45. mín). Í vörninni voru Elva (Tanja 45. mín), Bergdís (Gréta 75. mín), Ásta og Guðbjörg Rós. Á miðjunni voru Ásdís (Tania 45. mín), Freyja og Linda (Inga 60. mín). Á köntunum voru Ríkey og Ingiborg og frammi var Una.

Takk fyrir leikinn

Kv. ViddiMeistaraflokkur kvenna. Fleiri myndir komnar í albúmið.

25.05.2007 15:43

Frestun

Leiknum við Huginn hefur verið frestað til mánudags, annars í hvítasunnu. Hann verður klukkan 16:00 á Seyðisfirði. 
Æfing á Fáskrúðsfirði kl.11:00 í staðinn.

25.05.2007 11:46

1.deild kvk. Leiknir - Hamrarnir

Laugardaginn  26. maí kl. 16.00


Fjarðabyggðarhöllin


Leiknir - Hamrarnir

Mætum á völlinn og látum í okkur heyra!

Hópurinn fyrir leikinn: Alma, Elva, Bergdís, Guðbjörg Rós, Ásta Kristín, Gréta, Tania, Tanja, Freyja, Linda, Una, Sigdís, Ingiborg, Inga, Ríkey og Ásdís.

Kv. Viddi

24.05.2007 15:27

Huginn - Leiknir

Það verður hörku leikur á Seyðisfjarðarvelli annað kvöld, föstudagskvöldið 25. maí og skora ég á alla að skella sér bæjarleið og styðja Leikni.  Helstu spekingar landsins í 3ju deildar fótbolta spá Huginn og Dalvík efstu sætum riðilsins og þar með sæti í úrslitakeppninni og reyndar er Huginn almennt spáð 2. deildarsæti að ári.  Við erum því klárlega litla liðið og þurfum að afsanna þessa spádóma. 
Hópurinn er þannig skipaður:  Óðinn, Viðar, Vilberg, Hilmar, Kenan, Adnan, Stephen, Paulius, Roc, Jói, Guðni, Baldur, Ellert, Blaz, David og Maggi Andrésar.
Meiddir eða ekki klárir: Edin, Marinó, Egill, Halli, Vignir, Konni, Björgólfur og Bergvin
Áfram Leiknir!!
Magnús Ásgrímsson

22.05.2007 21:42

Stelpunum spáð

Samkvæmt spá fyrirliða og þjálfara í 1. deild kvk er okkur spáð neðsta sæti í b-riðli. Það kemur ekki á óvart miðað við síðustu tvær leiktíðir og raun eðlilegt. Þetta gerir ekkert annað en að koma okkur í gírinn og afsanna þessa spá og fyrsta skrefið er leikurinn gegn Hömrunum á laugardag/sunnudag?

Spáin í heild
 
1. Völsungur 106 stig
2. Hamrarnir 99 stig
3, Tindastóll 86 stig
4. Höttur 84 stig
5. Fjarðabyggð 81 stig
6. Sindri 73 stig
7. Leiknir 38 stig

Nánari umfjöllun á www.fotbolti.net


Kv. Viddi

22.05.2007 08:32

Ekki missa af þessu

Frábær fyrirlestur sem ekkert foreldri má missa af.
Viðar Halldórsson sviðsstjóri íþróttasviðs Háskólans í Reykjavík, heldur fyrirlestur m.a. um gildi og áherslur í áherslur í íþróttastarfi fyrir börn og ungt fólk og Af hverju á barnið mitt að stunda íþróttir? ásamt fleiru góðu um mikilvægi íþróttastarfsins.
Staður Grunnskóli Reyðarfjarðar.
Þriðjudaginn 22.maí kl: 20:00

Allir velkomnir
Íþróttafélögin í Fjarðabyggð

21.05.2007 11:44

Myndir

Það eru komin 2 myndaalbúm frá leik Leiknis og Hamranna sem var í gær í Fjarðabyggðarhöllinni.
Njótið vel.

20.05.2007 22:12

Ágætis byrjun...

Meistaraflokkur karla hóf Íslandsmótið af krafti í dag, Hamrarnir voru teknir í bakaríið í Fjarðabyggðarhöllinni, 8 - 1.
Ég held að hvorki áhorfendur né leikmenn hafi vitað hvaðan á þá stóð veðrið í byrjun, því eftir tæpar 15 mínútur var staðan orðin 3 - 0 og í leikhléi stóð 5 - 0.  Í seinni hálfleik kom fljótlega eitt í viðbót, en þá misstu Hamrarnir mann útaf og við fengum víti sem Villi nýtti þokkalega. Eftir það var jafnræði með liðunum og skoruðu þeir ágætis mark með einu af afar fáum skotum sem rötuðu á Leiknismarkið.  Í uppbótartíma skoraði svo hinn 14 ára gamli Hilmar Freyr áttunda markið og fínn sigur í höfn.
Byrjunarliðið:
                    Óðinn
Guðni  - Edin - Kenan - Marínó
    Pálus - Stephen - Viðar
    Rok  - Vilberg - Jóhann Örn

Inná komu: Baldur (Guðni), Konráð (Viðar), Bergvin (Marínó), Hilmar (Rok), Björgólfur (Edin).
Mörkin: Villi 3, Rok 2, Jói, Pálus og Hilmar.

Magnús Ásgrímsson
20.05.2007 14:07

Leiknir - Hamrarnir

Þá er það alvaran, fyrsti leikur sumarsins.  Klukkan 16:15 í dag, sunnudaginn 20. maí, mæta okkar menn gegn Hömrunum frá Akureyri í Fjarðabyggðarhöllinni.  Leikmannahópurinn; Óðinn, Viðar, Kenan, Edin, Marínó, Jói, Baldur, Konni, Stephen, Rok, Bergvin, Hilmar, Guðni, Pálus, Björgólfur og Vilberg.
Egill og Ellert eru meiddir og Vignir kemst ekki í leikinn.
Hamrarnir eru sýnd veiði en ekki gefin, í síðustu viku slóu þeir Hvöt út úr bikarnum, en Blöndósingum hefur verið spáð mjög góðu gengi í sumar og unnu C-deild Lengjubikarsins á dögunum.  Leikir okkar við Hamrana voru mjög skemmtilegir í fyrra.  Þetta eru prúðir piltar sem reyna að spila knattspyrnu en leggja ekki höfuðáherslu á að stöðva andstæðingana með öllum tiltækum ráðum.
Okkar menn hafa verið á uppleið undanfarið eftir harkalega niðursveiflu í lok deildarbikarsins og núna náum við að stilla upp sterku liði.  Það verður spennandi að sjá nýju mennina, Rok og Stephen, í sínum fyrsta alvöru leik.
Áfram Leiknir!!
Magnús Ásgrímsson

19.05.2007 21:11

Fjarðaálsmót laugardaginn 19.maí

´Fjarðaálsmótinu var að ljúka í kvöld. Í dag spiluðu 7.flokkur blandað stelpur og strákar, 5.flokkur kvenna og 4.flokkur karla.
Lokastaðan í 5.flokki kvk:

                                    A-lið: Þróttur 1.sæti
                                            Höttur 2.sæti
                                            Fjarðabyggð 3.sæti
                                
                                    B-lið: Einherji 1.sæti
                                            Þróttur 2.sæti
                                            Fjarðabyggð 3.sæti

4.flokkur karla:
                                            Fjarðabyggð 1.sæti
                                            Völsungur 2.sæti
                                            Höttur 3.sæti

Í 7.flokki tóku 5 A-lið og 5 B-lið þátt og fengu allir verðlaunapening fyrir frammistöðu sína.
Takk fyrir frábæra þátttöku.
Knattspyrnudeild Leiknis.
Það eru komin 3 albúm inn frá deginum í dag í Höllinni.4.flokkur Fjarðabyggð 1.sæti7.flokkur Leiknir-Valur

18.05.2007 23:43

Hugvekja

Þá er boltinn loksins að fara að rúlla hér á Búðagrund. Meistaraflokkur karla byrjar á móti Hömrunum frá Akureyri sunnudaginn 20. maí. Leikurinn verður leikinn í Fjarðarbyggðarhöllinni kl. 16:00. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum milli ára hjá okkur rétt eins og á síðasta ári. Við höfum misst nokkra sterka leikmenn, ýmist vegna meiðsla eða þeir hafa farið í önnur lið. En í staðinn höfum við fengið sex nýja leikmenn, þar af þrjá erlendis frá. Viðar ákvað að taka fram skóna aftur eftir árs frí og sömuleiðis Kenan Mesetovic. Ellert Hafsteinsson kemur frá Haukum en hann er ættaður frá Dölum. Ungir strákar eru að banka á dyrnar hjá meistaraflokknum og það verður gaman að fylgjast með þeim taka sín fyrstu skref í meistaraflokk í sumar. Það sem skiptir samt mestu máli er íbúar Fáskrúðsfjarðar styðji við bakið á okkur þ.e. yngri flokkum þegar þeir eru að spila og meistaraflokkum karla og kvenna. Það er eftir því tekið hversu öflugt starf er hér unnið af ekki stærra bæjarfélagi að halda úti bæði karla og kvennaliði.

Svo vonum við að sem flestir sjái sér fært að mætta í höllina og styðja strákana á sunnudaginn.

Kveðja Villi.

17.05.2007 20:01

Fjarðaálsmót - uppstigningardagur

Jæja, þá er annari lotu Fjarðaálsmótanna lokið.  Í dag spiluðu 5. flokkur drengja og 4. og 6. flokkur stúlkna.  Lokastaðan í 5ta flokki:
A-lið:        Þróttur             10 stig
                 Austri/Leiknir    7 stig   +6 mörk
                 Höttur                7 stig   +3 mörk
                 Sindri                4 stig    
                 Valur                 0 stig

B-lið:        Höttur               10 stig   +11 mörk
                 Sindri               10 stig     +8 mörk
                 Einherji/Huginn  6 stig
                 Austri/Leiknir     3 stig
                 Þróttur                0 stig

Í 4ða flokki kvenna voru þrjú lið:

                Þróttur             4 stig
                Höttur              3 stig
                Fjarðabyggð  1 stig

í 6. flokki stúlkna voru fjögur lið og stóðu sig öll vel og allir fengu þátttökupening.  Einherjastelpurnar voru samt sprækastar af þeim spræku.
Takk fyrir fínt mót og sjáumst sem flest á laugardaginn!
Magnús Ásgrímsson
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40