Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Ágúst

31.08.2007 10:06

Þá eru það Stólarnir

Meistaraflokkur karla leggur lönd undir hjól í kvöld og heldur norður í Öxnadal þar sem hvílst verður fyrir leik við Tindastól í úrslitakeppni 3ju deildar.  Leikið verður á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardag kl 14:00 og síðan koma Stólarnir austur og leika hér á Búðagrund á þriðjudaginn.  Sigurvegararnir úr þessum viðureignum há síðan úrslitaeinvígi við sigurvegara úr leikjum Hugins og BÍ/Bolungarvíkur.  Hópurinn er lítillega breittur, Blaz er farinn heim til Slóveníu og kemur Ellert inn í hópinn fyrir hann.  Þá kemur Bergvin inn í hópinn fyrir Vigni.
Tindastóll er með mjög sterkt lið og er ljóst að okkar menn þurfa toppleiki til að leggja þá, en ekkert er ómögulegt í knattspyrnunni og ef baráttan og samheldnin verða til staðar þá eigum við möguleika.

Áfram Leiknir!

Magnús Ásgrímsson

29.08.2007 13:33

TAP - PAT

Í gær tókum við Leiknismenn á móti Hamri úr Hveragerði í seinni leik liðanna í viðureigninni um sæti í 2. deild. Í stuttu máli sagt vorum við sterkari aðilinn í leiknum en gekk afleitlega að skora. Staðan í hálfleik var 0-0 og hafði þá góður markvörður Hamars bjargað vel í tvígang, frá Sigurjóni og Svani auk þess sem Sigurjón átti skot í stöng. Auk þess áttum við urmul af aukaspyrnum og löngum innköstum þar sem grimmd og ákveðni vantaði í teignum. Gestirnir börðust vel og fengu einhver hálffæri í hálfleiknum, en ekkert sem ástæða virtist til að hafa áhyggjur af. Fóru því allir þokkalega sáttir í te-ið. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar illa, eftir nokkurra mínútna leik missum við boltann illa á miðjunni og senterinn þeirra sleppur í gegn og skorar. Eftir þetta var enn bætt í sóknina án þess að uppskera opin færi. Fækkað var í vörninni, Blaz tekinn útaf, Stephen færður fram á miðjuna og Hafliði settur inn á sem senter við hliðina á Villa. Þetta leiddi þó fyrst í stað aðeins til þess að vörn okkar opnaðist, langur bolti kom fram völlinn og þar hitti Shawn ekki boltann og hann barst til sentersins þeirra sem aftur þakkaði gott boð og renndi boltanum í netið framhjá Óðni sem kom engum vörnum við. Þegar þarna var komið sögu voru um 20 mínútur eftir og við þurftum að skora 4 mörk til að komast áfram. Það hefði þó átt að vera hægt því að á næstu 10 mínútum brenndum við af þremur dauðafærum, fyrst skallaði Villi framhjá fjærstönginni úr ákjósanlegu færi. Síðan renndi Jói boltanum framhjá eftir að hafa fengið laglega stungusendingu frá Hafliða. Loks fékk Shawn opið færi eftir hornspyrnu en þrumaði yfir. Sóknin bar að lokum árangur á 80 mínútu þegar Villi skoraði af stuttu færi og á 90 mínútu skoraði Sigurjón síðan og jafnaði leikinn. Lengra komumst við ekki og sigur Hamars í einvíginu staðreynd.  Í heildina virtust liðin mjög jöfn, Hamar var sterkari aðilinn í fyrri leiknum en við í þeim seinni.  Sá munur sem var á liðunum í þessum leik hefði átt að duga okkur til að komast áfram, en knattspyrnuguðirnir er ekki alltaf þeir sanngjörnustu.

Liðið:

                    Óðinn

Rok - Shawn - Stephen - Marínó

             Pálus - Svanur

                    Blaz

      Sigurjón - Villi - Jói

Skiptingar: Hafliði fyrir Blaz, Vignir fyrir Jóa, Tobbi fyrir Pálus, Halli fyrir Marínó og Guðni fyrir Svan.

Nú er þessum kafla lokið og ekkert annað að gera en rífa sig upp fyrir einvígið við Tindastól. Tindstælingar eru verðugir mótherjar og verður spennandi að mæta lærisveinum Róberts Haraldssonar, (mig minnir að Robbi hafi fengið rautt síðast þegar hann spilaði á Fáskrúðsfjarðarvelli). Prógramið er það sama útileikur kl 14:00 á laugardag og heimaleikur á þriðjudag kl 17:30.

Magnús Ásgrímsson

27.08.2007 17:37

Frítt á völlinn í boði N1 og Landsbankans!

Seinni úrslitaleikur Leiknis og Hamars frá Hveragerði um sæti í 2. deild ári verður háður á Fáskrúðsfjarðarvelli á morgun, þriðjudag, kl 17:30. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Hamars, þannig að við þurfum að vinna síðari leikinn 1-0 eða með tveggja marka mun vegna reglna um mörk á útivelli.
Fjölmennum því á Búðagrund og hvetjum Leikni til sigurs.

26.08.2007 10:37

Hamar - Leiknir

Við spiluðum í gær við Hamar í Hveragerði.  Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki eins og best verður á kosið, mikill vindur og stóð hann á annað markið.   Við byrjuðum undan vindi og skorðuðum beint úr hornspyrnu á 24.mín.  nokkru síðar björguðu Hamarsmenn á línu eftir hornspyrnu.  Í síðari halfleik voru Hamarsmenn mun sterkari og náðu að jafna leikinn eftir hornspyrnu.  Siðara mark Hamars var skot fyrir utan teig sem Óðinn hefði tekið ef vindhraðinn hefði verið undir 20m/s.
Okkar Leiknismanna bíður verðugt verkefni, að leggja lið Hamars að velli hér á Búðagrund.  Með góðum stuðningi íbúa Fáskrúðsfjarðar og nágrennis er ekki spurning að við eigum góða möguleika

Allir á völlinn.

23.08.2007 21:06

Þá er komið að því!!

Á laugardaginn kl. 14.00 spilum við gegn Hamri á Grýluvelli í Hveragerði í úrslitakeppni 3. deildar. Úrslitakeppnin er í raun nýtt mót og ef við höldum rétt á spöðunum eigum við ágæta möguleika en ljóst að við þurfum að eiga toppleik. Við skorum á alla Leiknismenn á suðvesturhorninu að fjölmenna á völlinn og auðvitað líka alla Búðinga að gera sér ferð suður og hvetja okkur áfram.

Ferðaáætlun okkar  er sú að við förum akandi á Vík í Mýrdal á morgun og tökum þar létta æfingu og gistum þar í nágrenninu. Á laugardagsmorgun brunum við svo í Hveragerði og þar hefst fyrsti hluti baráttunnar en sá síðari verður hér á Fáskrúðsfjarðarvelli á þriðjudag kl. 17.30.

Áfram Leiknir!!!!!!

23.08.2007 09:45

Úrslitakeppnin í 5.fl.kk um helgina

Íslandsmót  5. flokkur karla  

Úrslitakeppni 2007 - riðlar R3 og R4

 

Keppni í riðlum R3 og R4  fer fram á Akureyri

 

Riðlaskipting:

 

Riðill 3                                                Riðill 4

                                                Fylkir (A2)                                Fjölnir (B1)      

                                                KA (E1)                                   Völsungur (E2)

                                                Firðir(F2 í stað D1)                   Þróttur N (F1)

 

Leikjaskrá:

                       

Föstudagur 24. ágúst             KA-völlur                          KA-völlur

kl. 18.00            A-lið                 KA -  Fylkir                  Fjölnir - Völsungur        

kl. 18.50            B-lið                 KA -  Fylkir                      Fjölnir - Völsungur

 

Laugardagur 25. ágúst                        KA-völlur             KA-völlur

kl. 11.00            A-lið                 Firðir - KA                   Þróttur  N - Fjölnir         

kl. 11.50            B-lið                 Firðir - KA                        Þróttur  N - Fjölnir

 

kl. 16.30            A-lið                 Fylkir - Firðir                     Völsungur - Þróttur N

kl. 17.20            B-lið                 Fylkir - Firðir                     Völsungur - Þróttur N

 

Sunnudagur 26. ágúst             KA-völlur                          KA-völlur

kl. 10.00            B-lið                1R3-2R4                             2R3-1R4

kl. 11.00            A-lið                 1R3-2R4                             2R3-1R4

                                                                KA-völlur

kl. 15.00            B-lið                Sigurv.1R3/2R4 - 2R3/1R4 

kl. 15.50            A-lið                 Sigurv.1R3/2R4 - 2R3/1R4

 

 

Fimmtudagur 30. ágúst          

            Úrslitaleikur      Ú1/Ú2 - Ú3/Ú4   Valbjarnarvöllur   

 

 

20.08.2007 23:18

Rúmlega helmingur með sameiningu

Á að sameina Fjarðabyggðarliðin í kvennaboltanum?52,46%

Nei

32,79%

Hlutlaus

14,75%

61 hafa kosið

Samkvæmt skoðanakönnuninni er rúmlega helmingur lesenda sem telur æskilegt að sameina liðin í Fjarðabyggð í kvennaboltanum. Það er mín persónulega skoðun og liggja margar ástæður þar að baki. Þetta þarf þó allt að fara í gegnum málefnalega umræðu og nægur tími til stefnu að ræða þau mál. Hvað finnst þér??

20.08.2007 08:12

Tindastóll - Leiknir 4 - 1

Í gær spiluðu stelpurnar síðasta leik sinn í sumar gegn Stólunum á heimavelli þeirra síðarnefndu. Nokkrar stelpur vantaði í liðið okkar en þær gáfu ekki kost á sér í leikinn. Nokkuð vindasamt var á vellinum og gekk okkur erfiðlega að hemja mótvindinn í fyrri hálfleik. Stólarnir voru mun sterkari aðilinn og þeirra besti leikmaður skoraði 3 mörk á 25., 43. og 45. mínútu. Í seinni hálfleik reyndum við að nýta vindinn og pressa þær hátt upp en það skilaði ekki miklu en þó einu marki sem Telma skoraði á 74. mínútu. Á 90. mínútu skoraði svo leikmaður Tindastóls sitt fjórða mark og lokatölur 4-1.

Ekki alveg eins og við ætluðum okkur en sigurinn þó sanngjarn miðað við gang leiksins.

Liðið í gær

                            Arna

Ríkey      Telma        Guðbjörg  Gréta

                            Tanja

                Freyja        Ásta
Elva                                         Ingiborg
                            Una

Á bekknum voru Sigdís, Inga og Selma og komu þær allar við sögu í leiknum.

Þá eru þessu knattspyrnusumari lokið hjá stelpunum og spurning hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég þakka fyrir sumarið og vonandi höldum við heljarinnar lokahóf en það kemur í ljós síðar.

Þegar ég skrifaði þessa grein upphaflega skaut ég kannski yfir markið en það var engan veginn gegn einhverjum einum. Ég tók kommentin út enda ekki ætlunin að ræða málefni einstakra leikmanna hér á síðunni. En ég er til í að ræða þessi mál almennt ef því er að skipta.

Viddi

19.08.2007 18:55

Hnátumót

Úrslitkeppni í Hnátumóti KSÍ - 6. fl kvenna - fyrir Norður- og Austurland fór fram á Búðagrund í dag í blíðskaparveðri.  Mætt voru til leiks tvö efstu lið Norðurlandsriðilsins; KS og Þór og efstu liðin í Austurlandsriðlinum; Höttur og Fjarðabyggð (Firðir). Skemmst er frá því að segja að norðanstúlkurnur voru mun öflugri en heimavarnarliðið.  Þór og KS gerðu jafntefli í innbirðisviðureign og unnu örugga sigra gegn Hetti og Fjarðabyggð.  Því skar markamunur úr og höfðu þær Siglfirsku betur með 18 mörkum fleiri skoruð en fengin á sig.  Fjarðabyggð sigraði síðan Hött örugglega og tryggði sér þriðja sætið. Okkar stelpur stóðu sig vel í tveimur leikjum en voru dálítið út á þekju á móti KS.  Það eru komnar myndir frá mótinu inn í albúm. 
Svo eru komið annað albúm með myndum frá Króksmótinu sem var á Sauðárkróki um síðustu helgi en Erla Björk Pálsdóttir sendi okkur þær myndir.
Í gær laugardag voru úrslit í Pollamóti KSÍ fyrir Norður- og Austurland leikin á Akureyri, og áttum við þar bæði A- og B-lið.  Skemmst er frá því að segja að bæði lið stóðu sig vel og enduðu í þriðja sæti, A-liðið á einu marki lakari markamun en Völsungur og var mjög óheppið að ná ekki öðru sætinu.6.flokkur kvk Austfirðir að fagna sigri á móti Hetti.

18.08.2007 20:53

Leiknir og Snörtur

Í gær, laugardag lék meistarflokkur karla sinn síðasta leik í D-riðli 3ju deildar. Þrátt fyrir bestu hugsanlegar aðstæður í kálgarðinum okkar og hagstætt veður varð leikurinn aldrei augnayndi. Lið gestanna frá Kópaskeri var ekki mikil fyrirstaða og gerðu okkar menn sig seka um það á löngum köflum að detta niður á svipað plan. Þó brá fyrir fallegum samleiksrispum og nokkur lagleg mörk litu dagsins ljós.  Sennilega var Svenni markvörður Snartar maður leiksins, en hann í bjargaði oft vel og það sama má segja um tréverkið. Mörkin gerðu: Villi 3, Sigurjón 2 og þeir Rok, Blaz, Stephen, Hafliði og Óðinn (víti) 1 hver.  Lokatölur 10-0.  Þau skemmtilegu tíðindi urðu á Dalvík á sama tíma að Dalvík/Reynir og Huginn gerðu markalaust jafntefli og efsta sæti riðilsins því okkar.  Það þýðir að andstæðingur okkar í 8 liða úrslitum er Hamar frá Hveragerði og fer fyrri leikurinn fram á Grýluvelli, laugardaginn 25. ágúst og sá seinni hér á Búðagrund þriðjudaginn 28. ágúst, kl 17:30.
Annars var liðið þannig skipað í dag:
                Óðinn
Guðni - Tobbi - Shawn - Halli
               Stephen
           Blaz - Sigurjón
   Rok      - Villi -        Marri
Inná komu; Viddi fyrir Blaz, Kenan fyrir Tobba, Hafliði fyrir Guðna, Vignir fyrir Halla og Björgvin Stefán fyrir Marínó.  Gaman að sjá Kenan aftur eftir að hann hefur verið frá á annan mánuð.  Þá lék Björgvin Stefán sinn fyrsta alvöru meistaraflokksleik í gær, til hamingju Björgvin.
Það eru komnar myndir frá leiknum í albúm.
18.08.2007 10:09

Úrslitakeppni 6.fl.kk

Í dag fer úrslitakeppnin í 6.fl.kk fram á Akureyri. Drengirnir unnu Austurlandsriðilinn með miklum yfirburðum og en nú spila þeir við sterkari lið. A-liðið er í riðli með Völsung, Þór og Hetti en B-liði í riðli með Hetti, KA og Þór.

Á morgun, sunnudag, fer úrslitakeppni í 6.fl.kvk. fram hér á Fáskrúðsfirði. Liðin sem keppa eru Þór, KS, Höttur og Fjarðabyggð. Leikjaplanið er eftirfarandi og hvetjum við fólk til að fjölmenna á völlinn og hvetja stelpurnar.

1 12:00 Firðir - Þór      
2 12:00 Höttur - KS      
3 13:15 Þór - KS      
4 13:15 Firðir - Höttur      
5 14:30 Höttur - Þór      
6 14:30 KS - Firðir      

17.08.2007 20:31

Leiknir - Snörtur

Á morgun, laugardag, er síðasti leikur m.fl.kk. í riðlakeppni 3.deildar. Mótherjar okkar eru Snartarmenn frá Kópaskeri. Þeim hefur ekki gengið vel í sumar en það er samt ekki hægt að bóka sigur gegn neinum eins og dæmið um Hamrana sannar.

Leikurinn hefst kl.14 og skora ég hér með á alla að mæta á völlinn með trommur og alles og hafa alvöru generalprufu fyrir heimaleiki okkar í úrslitakeppninni.

Áfram Leiknir

16.08.2007 21:42

Úrslitakeppnin framundan!

Þá er fyrsta markmiði meistaraflokks karla náð í sumar, sæti í úrslitakeppninni er tryggt. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni varðandi mótherja. Það er hinsvegar á hreinu að við mætum liði sem stjórnað er af fyrrum KVA manni. Sigurlið riðilsins, Huginn eða Leiknir, fær Hamar í Hveragerði sem endar í öðru sæti A-riðils. Þjálfari Hamars er Boban Ristic sem spilaði með KVA í annarri deildinni sumarið ´98. Liðið í öðru sæti okkar riðils fær sigurvegara C-riðils sem verður annað hvort Hvöt eða Tindastóll. Hvöt þjálfar Dragoslav Stojanovic sem í mörg ár spilaði hér fyrir austan, fyrst með KVA, síðan með Þrótti og loks með KFF. Þjálfari Tindastóls er Róbert Jóhann Haraldsson sem lengi lék með KVA og síðan Fjarðabyggð. Fyrir okkur skiptir andstæðingurinn litlu máli, þetta eru allt góð lið sem við getum tapað fyrir en við getum líka vissulega unnið þau og það ætlum við að gera. Það sem etv skiptir mestu máli er að ef við náum að vinna riðilinn þá fáum við útileik á undan, á laugardegi og höfum þá betra tækifæri til að ferðast á þægilegan máta og eins er gjarnan talið sterkara að eiga seinni leikinn heima, td ef til framlengingar kemur. En allt eru þetta bollaleggingar, næsta verkefni er að leggja Snört á laugardaginn.  Allir á völlinn!!!

Magnús Ásgrímsson

15.08.2007 21:09

Öryggir í úrslit

Í gær unnu strákarnir Neista með þremur mörkum gegn engu á Djúpavogsvelli í frekar köldu og hvössu veðri. Sigurinn var mjög sanngjarn en Villi, Sigurjón og Vignir skoruðu mörk okkar manna. Með sigrinu tryggðum við sæti okkar í úrslitum 3.deildar þó enn sé einn leikur eftir í riðlinum. Staðan í deildinni eftir leikinn í gær er þá svona.

Sæti Lið Leikir Sigrar Jafntefli Töp Markatala Mismunur Stig
1 Huginn 11 8 1 2 52  -  10 42 25
2 Leiknir F. 11 7 3 1 37  -  12 25 24
3 Dalvík/Reynir 11 5 3 3 27  -  17 10 18
4 Hamrarnir 11 5 2 4 34  -  25 9 17
5 Vinir 11 5 2 4 25  -  24 1 17
6 Neisti D. 11 2 1 8 15  -  37 -22 7
7 Snörtur 10 0 0 10   4  -  69 -65 0

Eins og er eigum við möguleika á fyrsta sætinu í riðlinum en þá verða Huginsmenn að tapa stigum gegn Dalvík/Reyni í sínum síðasta leik og við að sama skapi að vinna Snört hér heima á laugardaginn. Miðað við stöðuna í dag mætum við Tindastól eða Hvöt ef við lendum í öðru sæti en Hamar Hveragerði ef við vinnum riðilinn. Leikirnir fara fram laugardaginn 25. ágúst og þriðjudaginn 28. ágúst.

Nú er tækifærið og aðeins spurning um að grípa gæsina!!

13.08.2007 16:17

Allir á völlinn!!

Mikið er framundan á mörgum vígstöðvum í boltanum, og ætla ég að telja það helsta hér:

5. flokkur karla leikur þrjá leiki í vikunni, í dag kl 17:00 leikur A-liðið við Huginn/Einherja á Fáskrúðsfjarðarvelli og á fimmtudaginn leika A- og B-liðin við Hött á Egilsstöðum.

5. flokkur kvenna leikur við Sindra hér á Fáskrúðsfjarðarvelli á morgun kl 17:00 og síðan við Hött á Vilhjálmsvelli á sama tíma á föstudaginn - og þá verða bæði A- og B-lið á ferðinni.

Meistaraflokkur karla fer annað kvöld á Djúpavog og getur tryggt úrslitasætið með sigri á Neista, leikurinn hefst kl 19:00. Á laugardaginn kl 14:00 tökum við síðan á móti Snerti í síðasta leik okkar í riðlakeppninni.

4. flokkur karla hefur í nógu að snúast en, þeir fara norður á Akureyri og Dalvík í vikunni og spila við Þór og Dalvík í sömu ferðinni. Strákarnir eru í hörkubaráttu um að komast í úrslitakeppnina.

3. flokkur tekur á móti Hetti á Eskifjarðarvelli á fimmtudaginn.

6. flokkur drengja fer um næstu helgi norður á Akureyri og keppir þar á laugardag og sunnudag í A- og B-lið í úrslitum Pollamóts KSÍ fyrir norður- og austurland.

6. flokkur stúlkna keppir í úrslitum Hnátumóts KSÍ hér á Fáskrúðsfirði á sunnudaginn kemur.

Meistaraflokkur kvenna fer á sunnudaginn á Sauðárkrók og keppir við Tindastól í sínum síðasta leik í Íslandsmótinu í ár.

Magnús Ásgrímsson

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40