Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Október

29.10.2007 09:39

Æfingar í m.fl.kvk

Æfingar hjá m.fl.kvk. eru nú formlega hafnar í höllinni. Um er að ræða tvær æfingar á viku í samstarfi við KFF og eru æfingatímar sem hér segir:

Sunnudagar kl. 18.00 - mæting við íþróttahús á Fásk kl. 17.30.
Fimmtudagar kl. 19.45 - mæting við íþróttahús á Fásk kl. 19.15

Með von um góða æfingasókn

Viddi

24.10.2007 14:48

FRÉTT

Í framhaldi af ,,ekkifréttinni" hér fyrir neðan langar mig að koma eftirfarandi á framfæri.

Meistaraflokkur kvenna.

Fulltrúar knattspyrnuráðs hafa rætt við stjórnarmenn í KFF og höfum við orðið ásátt um að skoða sameiningu meistaraflokkanna fyrir komandi keppnistímabil, vandlega. Fyrsta skrefið er það að Viðar Jónsson kemur til með að halda utan um sameiginlegar æfingar í Höllinni, amk fram að áramótum. Ég vil biðja alla að skoða þetta mál með opnum huga og ekki ákveða fyrirfram að þetta sé röng stefna. En, málið er enn á umræðustigi og ekki búið að undirrita neitt. Leikmannamál í meistaraflokknum sameinuðum eða ekki verða væntanlega skoðuð af þeim sem ráðinn verður til að stýra skútunni á komandi keppnistímabili. Mér er ekki kunnugt um að neinar af okkar stelpum séu hættar en það kemur í ljós.

Meistaraflokkur karla.

Engar meiriháttar breitingar eru fyrirséðar hvað varðar meistaraflokk karla. Við erum þó að leita að nýjum þjálfara. Vilberg (og Óðinn) axla ábyrgð öfugt við Eyjólf og stíga til hliðar.

Varðandi leikmannamál þá reikna ég með að við höldum meginþorra leikmanna en þau mál verða auðvitað skoðuð með tilvonandi þjálfara. Líkur eru á að Stephen og Rok komi aftur. Ég reikna með að Ingimar og Sigurður Örn verði heilir af meiðslum og verði með. Væntanlega verða Svanur og Ellert fyrir austan og vonandi einnig Daði. Varðandi gömlu kallana þá á ég ekki von á öðru en Óðinn, Villi og Viddi verði með. Síðan vona ég að þeir Jóhann Örn, Marínó, Guðni, Sigurjón Egils og Þorbergur verði áfram, sem og Halli, Kenan, Edin og Pálus. Síðan verða drengir eins og Hilmar og Konni árinu eldri. Þannig að þetta er hörku hópur sem pottþétt á eftir að bætast við.

ps. þeir sem ekki eru taldir upp móðgast vonandi bara lítið.


Magnús Ásgrímsson

24.10.2007 13:15

Ámundi þjálfar m.fl.kkNú í hádeginu voru undirritaðir samningar þess efnis að Ámundi Þóruson taki við þjálfun m.fl.kk næsta sumar. Meira síðar.

05.10.2007 16:34

Vetrarstarfið

Þá eru æfingar hafnar hjá yngri flokkunum bæði í Höllinni og húsi Ölvers.  Rútuferðir eru á Reyðarfjörð og er mæting við íþróttahús Ölvers 30 mínútum fyrir hverja æfingu.  Foreldrar athugið að senda ekki börnin á aðrar æfingar en í þeirra rétta flokki nema þjálfararnir hafi sérstaklega leift það.  Mætingin er það góð td í 5ta flokki að rútan okkar með 17 farþegasætum dugir ekki til og þarf einn fólksbíl að auki, þannig að foreldrar verða að skiptast á að aka.  En, ef yngri eða eldri krakkar eru að ,,troðast" með, þá dugir það einu sinni ekki og á fimmtudaginn urðu 2 börn eftir á Fásk þrátt fyrir að einkabíll færi yfir ásamt rútunni.  
Ég vil biðja foreldra að koma því á framfæri við börn sín að óheimilt er að borða og drekka í rútunni í þessum ferðum. 
Einnig verður það að vera alveg skýrt gagnvart bílstjóranum ef börn af einhverjum ástæðum fara ekki báðar leiðir með rútunni.

Við bíðum hins vegar enn eftir viðbrögðum frá sveitarstjórninni varðandi það að sveitarfélagið sjái til þess að börn komist þó ekki væri nema einu sinni í viku á æfingar í Höllinni úr öllum byggðakjörnunum Fjarðabyggðar.  Á meðan Fljótsdalshérað tekur upp frítímastyrki (niðurgreiðir æfingagjöld um allt að 20 þúsund á ári per barn) þá dregur Fjarðabyggð lappirnar.  Hér virðast yfirvöld halda að nóg sé að fá fyrirtæki til að aðstoða við það sem sveitarfélagsins er með réttu, eða uppbyggingu íþróttamannvirkja. Samanber Alcoa og Höllina og SÚN og Norðfjarðarvöll.  Síðan berja menn sér á brjóst og tala um glæsilega uppbyggingu en engu máli skiptir hvort börnunum sé gert kleift að nýta herlegheitin.  Nú er hafinn annar veturinn sem Leiknir stendur fyrir rútuferðum á æfingarnar og væri það alls ekki hægt nema með miklum og dyggum stuðningi Loðnuvinnslunnar sem lætur okkur í té rútuna endurgjaldslaust en við þurfum að útvega bílstjóra sem vissulega er talsverður handleggur.  Aksturinn á milli staðanna er enn meira vandamál annarsstaðar og nýtti Þróttur Höllina td nánast ekki neitt í fyrravetur enda stórmál að aka börnunum á einkabílum á tímum sem gjarnan er vinnutími foreldranna.
Þar er kominn tími til að yfirvöld hér í Fjarðabyggð taki sér tak og átti sig á því að börnin eru framtíðin og þeim peningum sem varið er til íþrótta- og æskulýðsmála er ekki kastað á glæ.   Ég skora á bæjaryfirvöld að bjarga eigin skinni og gera eitthvað í málinu - núna.

Magnús Ásgrímsson
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40