Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Nóvember

28.11.2007 15:52

Græna tunna ofl

Knattspyrnudeild Leiknis tók að sér að bjóða íbúum á Búðum ,,grænu tunnuna" svokölluðu frá Íslenska Gámafélaginu, http://www.gamur.is/index.php?option=com_frontpage&Itemid=1.  Fær deildin í sinn hlut sem nemur 3 mánaða gjaldi hvers þess sem fær sér tunnu eða 3 sinnum 950 krónur.  Munu fulltrúar knattspyrnudeildar koma að máli við fólk nú næstu daga og vonumst eftir góðum undirtektum.  Fólk sem ekki fær heimsókn eða haft er samband við vegna tunnunnar en hefur áhuga er bent á að hafa samband við; Steinu í síma 867 13 63 eða Óla í síma 696 18 17.
Önnur fjáröflun sem er í gangi hjá deildinni er að við fáum að sækja og hirða dósir og flöskur sem til falla í vinnubúðum Becktel á Haga við Reyðarfjörð.  Þó talsvert sé farið að fækka starfsmönnum í búðunum er þetta dálítið sem kemur og vantar okkur aðstoð við talningu annað slagið.  Þeir sem tilbúnir eru að hjálpa til við að flokka og telja mega gjarnan hafa samband við undirritaðan í síma 894 71 99.

Magnús Ásgrímsson

ps enn hefur ekki verið ráðinn þjálfari fyrir meistaraflokk karla - en unnið er að því.

19.11.2007 09:31

Futsal

Fyrsti opinberi Futsalleikurinn fór fram í Ölvershöll í gærkvöldi.  Þar sigraði Valur Reyðarfirði (eða var það KR) Leikni í æsispennandi leik 9-8.  Tilgangurinn með leiknum var ekki síst að gefa dómurum tækifæri til að dæma eftir þessum nýju reglum en munurinn á okkar gamla innanhússbolta og Futsal er talsvert mikill.  Dómgæslan gekk ágætlega og lofaði leikurinn góðu fyrir framhaldið.  Á komandi vikum mun Leiknir sjá um undanriðla Íslandsmótsins í Futsal í 2. - 4. og 5. flokki kvenna og 2. flokki karla, auk þess sem laugardaginn 15. des verður önnur af tveimur turneringum í meistaraflokki karla á austurlandi.  Dagsetningar á hinum mótunum eru ekki frágengnar en verða það fljótlega.

Magnús Ásgrímsson

14.11.2007 09:13

Foreldrar

Vegna rútuferðanna nýhöfnu á vegum Fjarðabyggðar langar mig að koma eftirfarandi á framfæri.  Viðkomustöðum rútunnar hér á Búðum var breytt frá því sem fyrst var auglýst.  Hún mun ekki fara lengra en að Söluskála SJ eða íþróttahúsi Ölvers.   Við reynum að fá Austfjarðaleið til að koma að íþróttahúsinu þannig að börnin geti beðið þar.  Eins er það með tímasetningarnar, brottfarir frá Búðum eru 16:00 og 17:10 (ekki 17:15).
Vonandi verða börnin dugleg að nýta þessar ferðir og hef ég sérstakan áhuga á að 6. flokks krakkarnir mæti. Búið er að færa til í töflunni í íþróttahúsinu til að þar stangist ekki á.  Minni loks á laugardagstímana fyrir 6. og 7. flokk.

Magnús Ásgrímsson 

13.11.2007 15:38

Ámundi hættur

Book Jacket: "Broken Contract" by R.D. KahlenbergVegna samskiptaerfiðleika hafa knattspyrnudeildin og Ámundi Þóruson komist að samkomulagi um að Ámundi þjálfi ekki m.fl.kk. komandi tímabil. Samkvæmt áræðanlegum heimildum var eitthvað óhreint í pokahorninu og Ámundi neitaði ekki að hann hafi verið einn af skipsverjum á skútunni um daginn. Ámundi fékk félaga sinn Richard til að skrifa bók um brot knattspyrnudeildarinnar á samningi sínum. Bókin er væntanleg inn í jólabókarflóðið.

Pressan....

10.11.2007 09:18

Rútuferðir!!!!!!!!!!!!!!!

Á mánudaginn, þann 12. nóvember 2007, verður brotið blað í sögu Fjarðabyggðar. Þá hefjast áætlunarferðir á vegum sveitarfélagsins, sniðnar að þörfum knattspyrnukrakka sem æfa í Höllinni okkar!  Æfingataflan breytist lítilsháttar til að þetta gangi upp.

1. Æfingar í Höllinni á virkum dögum færast aftur um 30 mínútur.

2. Æfing 4. flokks karla sem verið hefur í Höllinni á þriðjudögum kl 18:30 færist yfir á mánudaga kl 17:45.

Nýrri æfingatöflu verður dreift á mánudaginn, ásamt nánari upplýsingum, td hvar rútan stoppar bæði hér og á Reyðarfirði. Verið viðbúin. Rútan kemur þó aðeins til með að ganga á virkum dögum. 
Fulltrúar í bæjarstjórn; þakka ykkur.

Magnús Ásgrímsson

ps æfingataflan kemur síðar hér inn á síðuna...

07.11.2007 15:43

WC

Jæja, gott fólk.  Pússið nú sparibrosið og takið vel á móti stelpunum í 3. og 4. flokki sem ganga í hús í kvöld, 8. nóvember og bjóða forláta salernispappír á kostakjörum.  Ef einhver missir af stelpunum, en vill styðja Leikni og eignast þennan frábæra pappír þá getur hann snúið sér til undirritaðs. 
Pappírssölunni er frestað til mánudagskvölds 12. nóvember.

Magnús Ásgrímsson

07.11.2007 15:32

Rafal að gera það gott

Rafal Ulatowski, tengdasonur Gunnars Skarp og Dandýar, sá hinn sami og þjálfaði og lék með meistaraflokki karla sumarið 2000, þjálfar í dag Póllandsmeistara Zaglebie Lubin. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta tímabili, en tók nýverið við sem aðalþjálfari eftir að hinn fyrri skipti um starf. Sá er nú venjari hjá LA-Galaxy og er þar að ma reyna að kenna David nokkrum Beckham, eiginmanni einnar af kryddpíunum vinsælu.

Rafal aftur á móti á verðugt verkefni fyrir höndum að verja titilinn en liðið er í sjöunda sæti í 16 liða deild eftir 13 umferðir. Hér er linkur fyrir þá sem eru sleipir í pólskunni http://www.zaglebie-lubin.pl/www/index.php og annar fyrir þá sem vilja halda sig við íslenskuna http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=54489

Magnús Ásgrímsson05.11.2007 14:48

Æfingar

Engar æfingar eru í íþróttahúsi Ölvers í dag og á morgunn.  Æfingar samkvæmt áætlun í Fjarðabyggðarhöllinni.

02.11.2007 13:14

Knattspyrnudeild Leiknis hefur keypt rútu.  Aðspurður sagði Magnús Ásgrímsson formaður knattspyrnudeildar, að knattspyrnudeildin hefði ákveðið þetta í kjölfarið á því að LVF-rútan  er oft biluð.   "Hún er ekki keyrð nema 350 þús mílur og lítur mjög vel út, það var góðvinur okkar Aurinas Ivaskevicius sem kom okkur í samband við söluaðila í Litháen" sagði Magnús kampakátur að lokum.Nýja Leiknisrútan

01.11.2007 13:34

Pistill

Ýmislegt er á döfinni nú á næstunni í knattspyrnunni hér í kring um okkur.

Rútuferðir
Fyrst ber að nefna að það skýrist nú í þessari viku hvort tillögur þær að rútuferðum og breyttri æfingatöflu í Höllinni sem verið hafa í vinnslu verða samþykktar af bæjarapparatinu. Ef svo fer þá gætu rútuferðir á vegum sveitarfélagsins hafist á æfingarnar í næstu viku. Og þá frá öllum þéttbýliskjörnunum í Fjarðabyggð!
En fylgist með, ef þetta gengur í gegn þá breytist æfingataflan í húsi Ölvers líka.


6. og 7. flokkur

Rétt að láta þess getið að allir í 6. og 7. flokki eru velkomnir á æfingar í Höllinni alla laugardag kl 13:00-14:00.  (Nema þegar mót eða annað kemur í veg fyrir æfinguna.)  En það er ekki og verða ekki rútuferðir um helgar, þannig að foreldrar verða að aka. Talið nú saman...

Futsal
Nú í ár verður Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu leikið samkvæmt nýjum reglum, handboltamörkum og mjúkum bolta. Semsagt Futsal. KSÍ heldur námskeið í reglum Futsal, laugardaginn 3.november kl. 9:30 í Grunnskóla Reyðarfjarðar og íþróttasal skólans. Námskeiðið er ætlað þjálfurum, dómurum, leikmönnum og áhugamönnum um þessi mót. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ annast kynninguna. Hér er hægt að kynna sér reglurnar: http://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/knattspyrnulogin/Futsal_knattapyrnulogin_Drog_5(sept_2007).doc

Knattspyrnuakademía
Helgina 9.-11. nóvember verður haldin akademía fyrir 5.-3. flokk stráka og stelpna hér í Fjarðabyggð. Um verður að ræða æfingar, fróðleik og skemmtun. Takið helgina frá. Akademían verður auðvitað á Reyðarfirði í Höllinni og grunnskolanum. Nánar síðar - annars er rétt að hafa auga með heimasíðu Vals á Reyðarfirði þar birtist örugglega eitthvað um akademíuna fljótlega. http://www.123.is/umfv/

Þjálfaranámskeið
KSÍ I verður haldið á Reyðarfirði helgina 16.-18. nóvember. Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á þjálfun og eru fæddir ekki síðar en 1992. Reyðarfjörður er heitasti staðurinn! Áhugasamir geta haft samband við undirritaðan í síma 894 71 99.

Magnús Ásgrímsson

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40