Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2008 Janúar

31.01.2008 16:06

Innanhúsbolti og Sólarkaffi

Á laugardaginn fer 5. flokkur karla á Höfn en þar verður austurlandsriðillinn í Íslandsmótinu í futsal spilaður.
Þá fer 3. flokkur kvenna á Neskaupstað á laugardaginn til að spila við Þrótt og Sindra í sínum austurlandsriðli.

Austurlandsriðillinn í 3ja flokki karla hefur verið færður til okkar og verður leikinn hér á sunnudaginn og hefst kl 12:00. Síðan klukkan 15:00 á sunnudaginn er Sólarkaffi Leiknis. Ég vil hvetja allt Leiknisfólk til að mæta, jafnvel þó hátt í vika verði liðin frá sólardeginum. Ekki þannig að við höfum haft frekar lítið af henni að segja þessa vikuna.

Spennan er í hámarki hverjir fá viðurkenningar og fullyrði ég að sitthvað munu koma á óvart á kaffinu.


Rjómapönnukaka.

27.01.2008 11:27

Mót í dag

Í keppa stelpurnar í 4.fl. í Íslandsmótinu í futsal í íþróttahúsinu hér á Fásk. Mótið hefst kl. 14.

23.01.2008 13:57

ÞJÁLFARI

Búið er að ganga frá þjálfaramálum meistaraflokks karla fyrir komandi keppnistímabil. Páll H. Guðlaugsson mun þjálfa liðið og kemur hann til starfa um miðjan febrúar. Þangað til munu leikmenn æfa með KFF eða á eigin vegum eins og þeir hafa gert í nú í janúar.

Páll Guðlaugsson er kunnur og sigursæll þjálfari með mikla og fjölbreytta reynslu. Hérlendis hefur hann meðal annars þjálfað Keflavík og Leiftur í efstu deild. Í Færeyjum hefur hann þjálfað lið í öllum deildum og meðal annars í ,,vinabæjum" Fáskrúðsfjarðar, Götu og Fuglafirði. Þá hefur hann þjálfað A-landslið Færeyja og yngri landslið eyjanna. Páll hefur hlotið silfurmerki Íþróttasambands Færeyja fyrir starf sitt fyrir færeyska knattspyrnu.

Við bjóðum Pál að sjálfsögðu velkominn til starfa hjá Leikni og óskum honum og meistaraflokki góðs gengis á komandi tímabili.

Formleg undirskrift verður þegar Páll kemur til landsins í febrúar en hann býr nú og starfar í Englandi.Páll

21.01.2008 19:53

Æfingaleikir í vikunni

Á morgun, þriðjudag, spila stelpurnar í 4.fl. Fjarðabyggðar við Hött á æfingatíma 4.fl.kvk og hefst sú æfing kl.17.45. Á fimmtudaginn eigast við stelpurnar í m.fl. Leiknis/Fjarðabyggðar og strákarnir í 4.fl. Fjarðabyggðar og verður sá leikur spilaður á æfingatíma 3. og 4. fl. kk og kvenna en sú æfing hefst kl. 17.45.

Kv. Viddi

14.01.2008 15:49

Hjónaballið

..er búið.  Og tókst vel.  Ég færi öllum þakkir sem unnu fyrir Leikni og stóðu sig frábærlega.  Annars engar stórar fréttir í dag, en styttist vonandi í þær.

07.01.2008 23:09

Boot Camp

Við Boot Camp liðið höfum ákveðið að auglýsa hér á síðu Knattspyrnudeildar Leiknis eftir þremur einstaklingum til að koma í Boot Camp en það er allt í lagi að þessir einstaklingar verði fleiri, bara meira fjör. En námskeiðið féll niður hér á Fáskrúðsfirði vegna lélegrar þátttöku. Við verðum að vera 12 en erum bara 9. Endilega skráið ykkur hér í þessu e-mali. austurland@bootcamp.is

Hluti hópsins á útiæfing í Oddskarði.

04.01.2008 16:20

Dósir og dagatöl!

Nú um helgina verða krakkar á ferðinni á vegum knattspyrnudeildarinnar ef veður leyfir, annarsvegar að selja dagatal deildarinnar en hins vegar að safna dósum og flöskum.
Á laugardagseftirmiðdag verður gengið með dagatalið í hús, það er jafn glæsilegt og í fyrra enda tók Jóhanna Hauks flestar myndirnar. Ómissandi á öllum Leiknisheimilum og kostar aðeins 2.000 krónur!
Á sunnudag, stax eftir hádegi verður síðan dósasöfnun.  Fólki er bent á að það getur sett dóspoka við útidyr ef það verður að heiman og veður bíður upp á slíkt.

04.01.2008 10:35

Fjarðabyggð/Leiknir

Í gærkvöld, fimmtudagskvöld, lék sameiginlegt kvennalið KFF og Leiknis æfingaleik við Hött í Fjarðabyggðarhöllinni.  Þrátt fyrir að leiktíminn væri aðeins 2x 30 mínútur gafst tími til að skora 8 mörk, lokatölur 3 - 5 fyrir Hött.  Mörk F/L skoruðu Ingiborg, Sigurveig og Petra. Leikurinn var skemmtilegur og ágætri knattspyrnu sást bregða fyrir hjá liðunum.  
Fyrir leikinn var stuttur fundur forráðamanna KFF og Leiknis með stelpunum þar sem staðfestur var vilji félaganna til að standa myndarlega að samstarfinu og vinna að uppgangi kvennaknattspyrnunnar í Fjarðabyggð.  Einnig að Viðar Jónsson verði þjálfari liðsins, þó enn hafi ekki verið skrifað undir samning við hann.  Fyrsta verkefni stelpnanna er deildarbikarkeppnin sem hefst í byrjun apríl.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40