Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2008 Febrúar

28.02.2008 09:09

Gull á Goðamóti Þórs.

Það voru stelpurnar úr Fjarðarbyggð sem unnu C-liðakeppni Goðamótsins. Þar urðu Völsungar frá Húsavík í 2. sæti og Valur í 3. sæti.

Þess má geta að C - liðið var skipað stelpum úr Austra og Val og okkar stelpur voru þær Sólrún Mjöll, Veiga Petra, Arndís Bára, Kristín Arna, Elma Valgerður og Karen Ósk.

Frétt og mynd tekin af síðu Austra.

Hægt er að skoða myndir frá mótinu hér.25.02.2008 21:37

Goðamót Þórs 2008.

Þessar ungu stelpur fóru á Goðamót Þórs um helgina. Þær stóðu sig vel og urðu í 2.sæti b liða. Til hamingju stelpur.5.flokkur kvk.

22.02.2008 12:00

Æfingaplan

Planið hjá meistaraflokki karla verður fyrst um sinn svona:

Mánudagar     19:00 - Fáskrúðsfjörður - lyftingar (innanhúsbolti)
Þriðjudagar     20:30 - Höllin Reyðarfirði (með KR-ingum)
Miðvikudagar  19:00 - Höllin Reyðarfirði
Fimmtudagar  19:00 - Fáskrúðsfjörður - lyftingar (innanhúsbolti)
Laugardagar   13:00 - Höllin Reyðarfirði

Páll Guðlaugsson


18.02.2008 17:45

Páll mættur

Páll Guðlaugsson þjálfari meistaraflokks karla er mættur á svæðið og tekinn til starfa.
Fyrsti leikurinn undir hans stjórn var í gærkvöldi við KR og var það sannkallaður vináttuleikur, enda lánuðu þeir okkur 2 stráka til að við hefðum í lið.  Mikið um forföll hjá okkur, enda loðnuvertíð í gangi með vöktum í frystihúsi og fiskimjölsverksmiðju, 3. flokkur var í Rvík að keppa í úrslitum, Vilberg frá vegna fegrunaraðgerðar osfrv.  Fyrir leik tilkynnti Páll að hann hefði aldrei tapað fyrir liði sem bæri skammstöfunina KR og hann ætlaði ekki að taka upp á því núna.  Það gekk eftir og endaði leikurinn 6-2 fyrir Leikni.  Þess má geta að Marínó skoraði 2 mörk í fyrsta sinn á ferlinum og er þetta sennilega í fyrsta sinn síðan Rush lagði skóna á hilluna að Liverpool-maður skorar tvö í leik.ps 3. flokkur stóð sig með sóma og aðeins dómaraskandall kom í veg fyrir að liðið kæmist í undanúrslit.  Þeir enduðu í 6. sæti og unnu ma Fylki 4-3 eftir að hafa verið undir 0-3 í hálfleik.

10.02.2008 18:06

Úrslit

Stelpurnar okkar í 5. flokki unnu öruggan sigur í austurlandsriðlinum í innanhúsbolta nú í dag.  Þær unnu Sindra 3-0, Þrótt 2-0 og gerðu jafntefli við Val/Austra 0-0.  Þær fengu því ekki á sig mark og unnu sér þátttökurétt í úrslitunum um aðra helgi sem fram fara í Reykjavík.  En...., þá er Goðamótið á Akureyri þannig að við verðum að sleppa úrslitakeppninni.
Strákarnir í 5. flokki fóru á Höfn í dag og kepptu við Sindra, en þetta voru einu liðin sem eftir voru í austurlandsriðlinum.  Sindri vann báða leikina og fara því í úrslit.
Þess má að lokum geta að úrslit dagsins í enska boltanum voru öll eftir bókinni.

 

09.02.2008 20:48

Riðlaskiptingin í 1. deild kvenna og 3. deild karla.

KSÍ hefur birt á heimasíðu sinni riðlana eins og þeir verða í 3. deild karla og 1. deild kvenna í sumar. http://ksi.is/mot/nr/5971
Ljóst er að ferðalög minnka til muna hjá körlunum, en óljóst hvernig það kemur út hjá konunum þar sem leikjaniðurröðunin er ekki komin og leikin verður þreföld umferð.

09.02.2008 14:38

FRESTAL

Enn er verið að færa innanhúsboltamótin vegna veðurs og spurning umað nefna þessa nýju grein boltans Frestal.  Á morgun sunnudag verðum við með 3. og 5. flokk kvenna hér á Búðum og hefst keppnin klukkan 13:00.  Liðum hefur fækkað og eru aðeins eftir 4 lið í 5. og 2 í 3ja.
Á sama tíma keppa á Höfn 5. flokkur Sindra og Leiknis um fararrétt í úrslitin í REI-vík um næstu helgi.
Mætum öll í Ölvershöll að hvetja stelpurnar.

08.02.2008 15:44

5.fl.kvk - mót á morgun á Fásk

Á morgun, laugardag, er ætlunin að keyra í gegn futsalmótið hjá 5.fl.kvk. Mótið hefst kl.13 í íþróttahúsinu og hvetjum við sem flesta til að mæta og fylgjast með stelpunum. Svo er bara að sjá hvort veðrið haldi áfram að stríða.

Allt um mótið hér

Kv. Viddi

03.02.2008 22:38

Sólarkaffi 2008

Sólarkaffi Leiknis 2008 var drukkið í Skrúð í dag, sunnudaginn 3. febrúar. Samkvæmt venju var þar jafnframt uppskeruhátíð félagsins. Knattspyrnudeildin veitti öllum iðkendum á aldrinum 6-11 ára viðurkenningar og voru það 40 börn. Útnefndir voru efnilegustu einstaklingarnir 2007 í karla- og kvennaflokki.  Hilmar Freyr Bjartþórsson og Tanja Rún Kristmannsdóttir voru valin efnilegust. Þau varðveita Valþórsbikarinn saman eða til skiptis næsta árið. Þá voru útnefnd knattaspyrnukarl og -kona Leiknis 2007. Það voru þau Óðinn Ómarsson markvörður og Una Sigríður Jónsdóttir markvarðarhrellir sem hlutu þá titla. Að lokum var útnefndur íþróttamaður Leiknis árið 2007 og var það Una Sigríður sem hlaut þann heiður. Innilega til hamingju öll þið sem fenguð viðurkenningar í dag!
Sólarkaffið var venju samkvæmt í umsjón sunddeildar Leiknis og voru pönnsurnar venju fremur ljúffengar.  Mæting var með besta móti og nánast húsfyllir í Skrúð.  Þess má geta að krakkar úr tónlistaskólanum sungu og léku fyrir gesti við góðar undirtektir.  Myndir frá samkomunni komnar í albúm.


Mynd númer 29
Hilmar, Tanja, Una og ÓðinnKnattspyrnuiðkendur LeiknisBlakiðkendur Leiknis

03.02.2008 22:05

Innanhúsbolti

Nokkuð settu veðurguðirnir strik í knattspyrnureikninginn her fyrir austan um helgina. Fresta varð tveimur mótum á laugardaginn, 5. flokki karla sem leika átti á Höfn og 3. flokki kvenna sem fram átti að fara á Neskaupstað. Í dag, sunnudag fór hins vegar fram hér á Búðum Austurlandsriðillinn í 3. flokki karla og komust öll liðin á staðinn. Mótið var geysilega spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta leik, en þá vann Leiknir Austra 1-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Strákarnir töpuðu ekki leik og héldu hreinu í mótinu! Austri varð í öðru sæti, Huginn í þriðja, Valur í fjórða og Neisti í fimmta. Til hamingju; Almar Daði, Björgvin Snær, Björgvin Stefán, Fannar Bjarki, Hilmar Freyr, Ingimar Guðjón og Óttar, já og Vilberg þjálfari.
Þess má geta að um næstu helgi fer fram á Akureyri Greifamót í 3. flokki og þar verða drengirnir í eldlínunni með Fjarðabyggð.
Það eru komnar myndir í albúmið.

Bara verið að gera armbeygjur.


Í léttri sveiflu.
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40