Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2008 Mars

27.03.2008 23:52

Af gefnu tilefni

Ég var beðinn a koma því á framfæri að Leikni hefði borist umtalsverður liðsauki frá Neista á Djúpavogi.  Það eru þeir Njáll Reynisson og Steinar Smári Hilmarsson sem á miðnætti verða löggiltir Leiknismenn.  Þeir koma til með að styrkja hópinn hjá okkur og auka breiddina.  Velkomnir drengir.

26.03.2008 14:44

FJARÐAÁLSMÓTINÞátttökugjöld eru eftirfarandi og greiðast fyrirfram:
15.000 í 11 manna bolta.
10.000 í 7 manna bolta.
Keppt verður í A- og B-liðum í þeim flokkum sem skráning gefur tilefni til.
Tímatafla fyrir hvert mót á að vera tilbúin ekki seinna en á fimmtudagskvöld fyrir mót.

24.03.2008 22:59

Spyrnir - Leiknir

Síðasti leikurinn í HEF-mótinu fór fram á Fellavelli í dag, þegar Spyrnir tók á móti Leikni.  Heimamönnum dugði jafntefli til að ná öðru sætinu en við þurftum sigur.  Leikurinn fór rólega af stað og fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik en norðannæðan og frostið voru í aðalhlutverki.  Fljótlega í seinnihálfleik þefaði Villi uppi færi og setti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Vigni og klafs í teignum.  Eftir þetta duttum við niður og smám saman tóku Spyrnismenn völdin og áttu mun hættulegri færi það sem eftir lifði leiks.  Eftir röð varnarmistaka náði Haffi sem er frægastur fyrir að vera mágur Guðna síðan að setj'ann og þar við sat. Úrslitin 1-1.
Byrjunarliðið:
Óðinn í markinu
Viðar sópaði, Kenan og Guðni voru miðverðir, Þorri og Vignir bakverðir, Baldur, Sigþór/Dengsi, Njáll og Adnan á miðjunni og Villi á topp.  Í seinnihálfleik kom Óli inná fyrir Þorra.  Að auki voru á bekknum Almar og Björgvin. 
Marínó var veikur, Hilmar hjá Reading, Svanurinn og Daði flognir enda mjööög erfið vinnuvika framundan, Bergvin og Halli að vinna osfrv.

24.03.2008 12:51

HEF-mótið

Leikurinn við Spyrni er á Fellavelli kl 16:00.

22.03.2008 20:36

Leiknir - Huginn

Leiknir og Huginn áttust við í Fjarðabyggðarhöllinni í HEF-mótinu í dag, laugardag. 
Byrjunarliðið:
                  Óðinn
Vignir - Kenan - Guðni - Þorri
Adnan - Svanur - Marínó - Njáll 
              Daði - Vilberg
Inná komu; Hilmar, Óli, Björgvin Stefán, Steinar og Viðar.  Einnig voru í hópnum Baldur Einar, Halli, Dengsi, Bergvin, Guðmundur og Sigurður Örn.
Þeir Njáll, Steinar og Guðmundur eru í Neista en við vonumst til að sjá þá í Leiknisbúningnum í sumar. Þá voru þeir Svanur og Daði að spila sinn fyrsta leik með Leikni í vetur og verða vonandi á heimaslóð í sumar.  Gaman var að sjá Sigga aftur í hópnum en hann missti alveg af síðast tímabili vegna hnémeiðsla.
Páll hvíldi nokkra af þeim sem mikið hafa spilað að undanförnu en liðið lék 3 leiki á fjórum dögum - sunnudag til miðvikudags. 
Staðan í hálfleik var markalaus þrátt fyrir mörg ágæt tækifæri.  Leiknismenn áttu mun fleiri færi en skorti grimmdina í teignum.  Í byrjun seinni hálfleiks skoraði svo þriðjaflokkspeyjinn Óli (hann var nýkominn inná fyrir Villa) með skalla eftir góðan undirbúning Daða.  Daði bætti svo öðru marki við skömmu síðar eftir að hann slapp innfyrir vörn Hugins.  Við hleyptum Huginsmönnum síðan aftur inní leikinn þegar þeir fengu að skora ódýrt mark.  Áfram hélt baráttan og vildu Leiknismenn fá víti þegar Svanur féll í teignum, en ekkert dæmt.  Nokkru síðar slapp Óli í gegn um vörn þeirra og lék fram hjá markverðinum en virtist vera búin að missa sénsinn þegar varnarmaður hljóp hann niður og réttmætt víti dæmt.  Hilmar steig á punktinn - fimmtán ára guttinn - og setti hann af öryggi.  Huginn náði aftur að minnka muninn eftir varnarmistök en lengra komust þeir ekki.  Mörkin hefðu auðveldlega getað orðið fleiri td átti Daði tvö sláarskot í seinni hálfleik.  Huginn fékk líka nokkur færi sem þeir nýttu ekki en niðurstaðan var sanngjarn sigur Leiknis.

Á miðvikudaginn áttust Leiknir og KR við í sama æfingamóti og lyktaði þeim leik með jafntefli 3-3.  Við tefldum þá fram ungu og þreyttu liði, ma spilaði fermingardrengurinn Ingimar í markinu í fjarveru Óðins. Reyðfirðingarnir, sem styrktir voru af 5 eða 6 leikmönnum frá KFF, komust í 3 - 0, en okkar menn náðu að jafna og lauk leiknum með jafntefli 3-3.  Mörk Leiknis gerðu Njáll, Steinar og Björgvin. 

Síðasti leikur okkar í HEF-mótinu er á mánudaginn, annan í Páskum, gegn spútnikliðiSpyrnis og er það útslitaleikur um hið sívinsæla annað sæti í mótinu.  Leikurinn verður á Fellavelli og hefst klukkan 17:00.

19.03.2008 10:19

Tveir ósigrar

Á sunnudaginn mættum við Tindastól í Boganum Akureyri. Í stuttu máli þá töpuðum við þeim leik 2-0. Þetta var mjög slakur leikur að okkar hálfu og alla orku virtist vanta í liðið og spurning hvort erfiðar æfingar undanfarið hafi setið í mannskapnum. Við vorum mjög bitlausir í sókninni og fengum engin opin færi.

Liðið fyrir norðan

                        Óðinn

                        Guðni
Hilmar    Þorri        Kenan    Beggi

Dengsi    Viddi    Baldur        Marri        

                        Adnan

Óli og Bergsteinn komu báðir inn í seinni hálfleik.


Í gærkvöldi spiluðum við gegn Hetti í páskamóti þeirra Héraðsmanna. Eins og leiknum á sunnudaginn vorum við ekki að gera neinar rósir og þurtu Hattarmenn lítið að hafa fyrir 7-1 sigri.

Liðið í gær

                        Óðinn

                        Guðni
Dengsi    Óli           Þorri         Beggi

Hilmar    Viddi        Baldur    Marri

                      Adnan

Þorleifur, Björgvin, Vignir og fleiri komu einnig inn í gær.

Í kvöld er annar leikur okkar í æfingamótinu og þá mætum við liði KR í Höllinni.

13.03.2008 11:40

Hraðmót

Hið unga og spræka knattspyrnufélag, Spyrnir stendur fyrir hraðmóti, HEF-mótinu nú um páskana.  Leiknir tekur þátt í því ásamt Spyrni, Hetti, Huginn og KR, sjá heimasíðu Hattar;  http://hottur.tk/
En fyrst á dagskránni hjá meistaraflokki Leiknis er leikur við Tindastól í Lengjubikarnum á Akureyri. Leikurinn er strax að loknu Goðamótinu í 6. flokki nú á sunnudaginn, eða kl 16:00.  Ég hvet alla áhangendur Leiknis á Eyjafjarðarsvæðinu til að fjölmenna á leikinn.
Leikmannamálin hjá okkur eru tekin að skýrast.  Við höfum fengið til liðs við okkur þá Baldur Jónsson sem okkur er að góðu kunnur og Þorleif Þorleifsson sem við vitum minna um en hann skipti úr því fornfræga félagi Markaregn.   Þá hafa þeir Þorri Guðmundarson og Bergsteinn Ingólfsson fundið knattspyrnskóna aftur eftir talsverða leit.  Eins hafa tveir baneitraðir 16 ára drengir úr Austra skipt til okkar, þeir heita Ólafur Guðbjörnsson og Sigþór Grétarsson.  Bjóðum við þessa kappa alla velkomna til æfinga og afreka hjá félaginu.
Við eigum síðan von á liðstyrk frá KFF þegar nær líður sumri, en þeir eru með stóran og öflugan hóp og vonandi verður samstarf í leikmannamálum báðum félögum til góðs.

10.03.2008 18:05

Greifamót

Þá er lokið Greifamóti KA í 4. flokki karla.  Fjarðabyggðarliðin stóðu sig ágætlega, A-liðið varð í 9 sæti en B-liðið tapaði úrslitaleiknum um gullið og höfnuðu því í öðru sæti.  Til hamingju strákar.
Um næstu helgi er Goðamót í 6. flokki og fara þangað sex lið frá Fjarðabyggð, fjögur strákalið og tvö stúlknalið.

A lið FjarðabyggðarB lið Fjarðabyggðar

08.03.2008 17:48

Æfingaleikur í dag

Kl. 10 í morgun áttust við sameiginlegt lið KFF-B og Leiknis og HK. Leikurinn var nokkuð fjörugur framan af og fengu bæði lið ágætis sjensa. Við nýttum einn okkar og þar var að verki Pétur. 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik kom í ljós munurinn á forminu hjá liðunum og átti HK allt og alla á vellinum, skoruðu þrjú mörk og lokatölur 3-1.

Liðið í dag

                                Óðinn   
  
       Guðni    Kenan    Þorri    Marri

       Hilmar    Viddi      Gísli    Stefán          

                  Adnan       Pétur

Í seinni hálfleik komu Fannar, Sævar, Almar, Edin, Jói  og Baldur allir við sögu. Almír spilaði ekki leikinn í dag en Gunni hvíldi 5 leikmenn fyrir átökin á morgun en þá leika þeir gegn KFF. 

Myndir í albúmi!!
 


Úr leik Leiknis og HK.

07.03.2008 10:32

Leiknir - HK

Þá er allt komið á hreint með æfingaleikinn við HK á morgun, laugardag.  Leikurinn hefst kl 10:30 í Höllinni.  Þetta verður leikur Leiknis, en við fáum 4 lánsmenn frá KFF.  Við verðum mun fjölmennari en á miðvikudaginn, en minna er um að vera í loðnuhrognunum núna auk þess sem von er á nýjum andlitum í þennan leik. 

Lengjubikarinn hefst síðan um næstu helgi, sunnudag 16. marz kl 16:00, með leik í Boganum við Tindastælinga.  Skemmtileg tilviljun - því síðasti mótsleikur Leiknis var einmitt gegn Tindastóli, sællar minningar...
Gunnar                         Almír

06.03.2008 10:51

Æfingarleikur

Mfl karla lék í gær æfingaleik við austurlandsdeild Hattar.  Fór leikurinn fram í Höllinni. Það sem vekur mesta athygli við lið okkar er að allir leikmennirnir báru alíslensk nöfn og voru frekar ungir og óreyndir.  Liðið leit svona út;
                           Óðinn
Bergsteinn - Þorri - Agnar Logi - Bergvin
    Hilmar - Viðar - Marinó - Ingimar
       Björgvin Stefán - Almar Daði

Einnig kom Kjartan Bragi, eigandi KR, inná hjá okkur.
Af þessum hóp voru einungis Óðinn, Marri og Viddi í byrjunarliði í fyrrasumar.   Þarna spiluðu allan leikinn þrír 3ja flokks strákar og einn  úr 4ða!
Leikurinn var ekkert sérstakt augnakonfekt en Hattarar voru sterkari aðilinn og sigruðu verðskuldað 5-3.  Mörk okkar manna skoruðu Hilmar (15 ára), Almar (14 ára) og Marinó (22 ára).
Um helgina verða leikir í Höllinni sem vert er að kíkja á.  Gunnar Guðmunds kemur austur með lærisveina sína í HK (ma Almír Cosic) og etja þeir kappi við KFF á sunnudaginn kl 14:00.  En á laugardaginn kl 18:00 spilar B-lið HK við sameiginlegt lið Leiknis og KFF - þe B-lið KFF + Leiknir.

06.03.2008 09:16

Fjórði flokkur

Spennandi ár er framundan hjá 4. flokki karla hér í Fjarðabyggð. Núna um helgina eru þeir á leiðinni á Greifamót á Akureyri og erum við með lið bæði í A- og B-liðum, 11 manna bolta.  Mótið hefst á föstudag og lýkur á sunnudag.  Hægt er að fylgjast með mótinu hér http://www.ka-sport.is/greifamot/4fl/?page_id=2
Í byrjun júlí fara þeir síðan í viku ferð til Danmerkur og keppa á Tivolí-Cup.  Strákarnir standa ásamt foreldrum í fjáröflun vegna Danmerkurferðarinnar og eru allir beðnir að taka vel á móti þeim þegar þeir bjóða til sölu frábært heimabakað rúgbrauð og ekki síður frábæra maríneraða síld frá LVF, eða eitthvað annað sem alla vantar.  Þess má geta að við köllum öll sameiginlegu liðin í yngri flokkunum, Fjarðabyggð, en þau eru skráð á Íslandsmót undir nafninu Fjarðabyggð/Leiknir, þar sem Leiknir er ekki aðili að KFF.
Þjálfari strákanna er Vilberg Jónasson. 

02.03.2008 16:58

Fjör á Goðamóti

Ekki náðu strákarnir að landa bikar í dag en stóðu sig eins og hetjur. A-liðið keppti til úrslita við KA og komust yfir snemma leiks en KA jafnaði rétt fyrir hálfleik. KA strákar bættu svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik. C-liðið spilaði til úrslita við Þrótt R. og endaði sá leikur með 1-0 sigri Þróttara. D-liðið spilaði við Leikni R um 7. sæti og unnu drengirnir 2-1.

Það má með sanni segja að strákarnir hafi staðið sig vel. Það er ekki á hverjum degi sem við eigum lið í úrslitum meðal þeirra bestu á Goðamótinu.

Albúm frá Goðamóti Þórs

Myndir teknar úr Goðamóts albúmi

02.03.2008 10:22

Fjarðabyggð í úrslitum í A og C

Strákarnir í 5.fl. Fjarðabyggðar eru að gera góða hluti á Goðamótinu sem nú stendur yfir. A-liðið vann Breiðablik í undanúrslitum og leikur til úrslita seinna í dag við KA. C-lið strákarnir eru einnig komnir í úrslit.

Sjá nánar á www.thorsport.is
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40