Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2008 Apríl

28.04.2008 16:34

Samningar

Í gær undirrituðu 6 leikmenn samninga við félagið og munu fleiri fylgja í kjölfarið.  Um er að ræða svokallaða sambandssamninga og eru þeir allir til tveggja ára. 
Þetta eru fyrstu samningarnir sem Umf Leiknir gerir við leikmenn utan samningsins sem við gerðum við Almir Cosic fyrir rétt rúmum 4 árum.
Þeir sem undirrituðu í gær voru 3ja flokks strákarnir, Hilmar Bjartþórsson, Björgvin Stefán Pétursson og Almar Daði Jónsson.  Einnig skrifuðu Baldur Einar Jónsson, Viðar Jónsson og Marinó Óli Sigurbjörnsson undir samning.
27.04.2008 21:21

Æfingaleikur

Meistaraflokkur karla lék æfingaleik við Fjarðabyggð nú síðdegis.  Þetta var hörkuleikur og lyktaði með 2-0 sigri Fjarðabyggðar.  Er það tölverð bæting frá deildarbikarleik um svipað leyti í fyrra sem lauk með sigri KFF 11-0.  Liðið í dag;
                    Óðinn,
Kenan - Viðar - Ingvar - Marinó
              Svanur - Gísli 
 Jóhann  -  Baldur  -  Hilmar
                    Adnan
Egill kom inná fyrir Adnan um miðjan fyrrihálfleik, eftir að Adnan var tæklaður illa.
Í síðari hálfleik komu Björgvin Stefán, Almar, Ingimar og Ævar allir við sögu og stóðu pjakkarnir sig með prýði.  Þess má geta að Vilberg skoraði seinna mark KFF (reyndar fullyrtu þeir Statler og Waldorff að það hefði komið upp úr rangstöðu og aðstoðardómari 2 hefði verið algerlega út á túni þá - sem oftar).  Hinn markaskorarinn fór fram hjá síðuritara.
27.04.2008 20:59

Fjör á Fjarðaálsmóti

Lokið er þriðja degi Fjarðaálsmótanna í ár.  Níu lið mættu til leiks í 7. flokki; þrjú frá Fjarðabyggð, þrjú frá Hetti, tvö frá Sindra og eitt frá Einherja.  Gríðarleg tilþrif sáust, mörg mörk og mörg bros, enda gleðin í fyrirrúmi og allir sigurvegarar.
í 5. flokki stúlkna mættu fimm lið; tvö frá Fjarðabyggð, Einherji, Höttur og Sindri.  Keppnin var gríðarlega spennandi og fóru leikar svo að fjögur lið enduð efst og jöfn með 7 stig.  Því þurfti markamun til að skera úr um sæti 1. til 4. Röðin var;
1. sæti Höttur ................. 6 mörk í plús
2. sæti Sindri ................. 3 mörk í plús
3. sæti Fjarðabyggð II ... 2 mörk í plús
4. sæti Einherji ...............1 mark í mínus
Umf Leiknir óskar öllum þátttakendum til hamingju með frammistöðuna og þakkar öllum komuna.
Myndir í albúmi.
26.04.2008 15:57

Fjarðaálsmót

Minni á Fjarðaálsmótið á morgun í Fjarðabyggðarhöllinni, 7.flokkur og 5.fl.kvenna. Sjá tímatöflu mótsins hér til hægri undir linknum Fjarðaálsmót tímatafla.


25.04.2008 14:55

Báðum leikjunum frestað

Leikjum morgundagsins hefur báðum verið frestað um viku.
Leik Fjarðabyggðar/Leiknis við Hött hefur verið frestað um viku og tvo tíma, til laugardagsins 3. maí kl 16:00, að beiðni okkar.
Leik Leiknis við Völsung hefur verið frestað um rétt tæpa viku, til 3. maí kl 14:00, að beiðni Völsungs.  Þannig er nú það.  Æfing á mætingartímanum kl 14:30 á morgun.

21.04.2008 16:04

Fjarðaálsmót 4. flokks

Í gær sunnudag fóru fram Fjarðaálsmótin í 4. flokki karla og kvenna. 
Strákarnir léku á undan og mættu 4 lið til leiks; Fjarðabyggð 1 og 2, Höttur og KS frá Siglufirði.  Við vorum sérlega ánægð með að fá Siglfirðingana alla þessa leið og vonum að þeir hafi haft gaman af.  Skemmst er frá því að sega að Fjarðabyggð 1 sigraði af öryggi í mótinu en KS og Höttur voru jöfn í öðru sæti.  Markamunur norðanmanna var hins vegar aðeins betri og höfnuðu þeir því í öðru sætinu en Höttur því þriðja.

Sama liðafjöldi var í stelpnaflokknum, Fjarðabyggð 1 og 2, Höttur og Sindri í stað KS.  Meira jafnræði var með stúlknaliðunum og fleiri jafnir leikir.  Höttur stóð uppi sem sigurvegari, Fjarðabyggð 1 í öðru og Sindri í þriðja sæti.

Ég vil fyrir hönd Leiknis þakka keppendum, foreldrum, þjálfurum, dómurum og öðrum sem mættu á svæðið eða lögðu hönd á plóg. Til hamingju með sigurinn, Höttur og Fjarðabyggð 1.

Næsta sunnudag 27. apríl keppa 7. flokkur (blandaður) og  5. flokkur stúlkna - í þeirri röð.  Keppni hefst á bilinu 10-11:00 eftir þátttöku.

21.04.2008 14:58

Lengjubikarinn

Fréttaflutningur hefur verið með versta móti hér á síðunni upp á síðkastið.  Skal nú reynt að bæta aðeins þar úr.

Meistaraflokkur karla brá sér í Hérað á föstudagskvöld og tapaði þar fyrir Hetti 1-0 í jöfnum og ágætlega leiknum leik.  Eiga strákarnir nú aðeins einn leik eftir í Lengjubikarnum gegn Völsungi á laugardaginn, kl 16:00.  Síðan hefst alvaran 24. maí með fyrst leiknum í D-riðli 3ju deildar, gegn Dalvík fyrir norðan.  KSÍ staðfesti leikjaniðurröðun í meistarflokkum fyrir helgi þannig að dagskrá sumarsins er ljós. Str

Meistaraflokkur kvenna brá sér síðan á Akureyri í gær og lék við Tindastól.  Lauk leiknum með jafntefli 1-1 og skoraði Tinna Rut mark okkar stúlkna.  Tinna var að spila sinn fyrsta leik síðan sl. sumar og er mikill fengur í henni. 
Stelpurnar eiga einn leik eftir í Lengjubikarnum, gegn Hetti í Höllinni á laugardaginn kl 14:00.  Deildin hjá þeim hefst síðan 19. maí með leik á Vilhjálmsvelli við Hattarstelpur.

19.04.2008 15:17

4. flokks mótin

Planið á morgun er þannig að strákarnir byrja kl 11:00 með leik Fjarðabyggðar 1 og Hattar.  Leiknir verða 30 mínútna leikir, ekkert leikhlé.
Klukkan 14:40 byrja svo stelpurnar, með leik Sindra og Hattar.  Síðasti leikurinn hjá stúlkunum á að vera búinn upp úr klukkan 18:00, en leiktíminn verður sá sami hjá þeim og strákunum.

15.04.2008 14:07

FRAMUNDAN

Minni á Fjarðaálsmótin á sunnudaginn.  4. flokkur stráka og stelpna.  Tímatafla verður tilbúin á fimmtudaginn.
Á föstudagskvöld fer meistaraflokkur karla í Hérað og leikur við Hött á Fellavelli kl 20:00 í Lengjubikarnum.  Ég skora á fólk að renna uppeftir í vorblíðunni, skoða nýja völlinn og styðja Leikni til sigurs.
Á sunnudag kl 15:00 á síðan meistaraflokkur kvenna að leika við Tindastól á Akureyri. 

 

12.04.2008 01:13

Magni - Leiknir

Í kvöld áttust við í Boganum Leiknir og Magni, í B-deild Lengjubikarsins.  Skemmst er frá því að segja að við fórum með sigur af hólmi 2-1, eftir að staðan hafði verið 2-0 í hálfleik.  Mörk okkar manna gerðu Jóhann Örn og Viðar úr víti.
Byrjunarliðið:
Mark: Óðinn
Miðverðir: Viðar, Guðni og Ingvar
Bakverðir: Marínó og Vignir
Miðjan: Svanur, Gísli, Baldur og Jóhann
Toppur: Egill

09.04.2008 22:58

Af leikmannamálum

Það er helst í fréttum að við Leiknismenn vorum að taka upp glænýja sendingu af Eskfirðingum sem verða vonandi löglegir með okkur á föstudaginn gegn Magna.  Um er að ræða þá Jóhann Örn Jónsson, Gísla Má Magnússon og Ingvar Rafn Stefánsson.  Jói er okkur að góðu kunnur enda hefur hann leikið með Leikni undanfarin 2 sumur. Hann er 22 ára teknískur miðju- eða vængmaður og eins og flestir vita bróðir Baldurs.  Jói skoraði 5 mörk fyrir okkur í fyrra í 17 leikjum.  
Gísli er 19 ára eitilharður varnarsinnaður miðjumaður og á einnig bróður í herbúðum okkar, glókollinn hann Guðna. Gísli lék 5 leiki með KFF í fyrra. 
Ingvar er tvítugur og getur leikið allar stöður í vörninni.  Hann á 43 leiki að baki með KFF í öllum deildum...., nema úrvalsdeild.  
Þessi þrenning er góð viðbót við hinn fallega leikmannahóp okkar og gefur okkur vonandi byr undir báða vængi. 
Drengirnir koma allir á láni frá KFF og hugsanlega gætu fleiri komið í framhaldinu.  Vonandi er þetta upphafið að farsælu samstarfi Leiknis og KFF, sem getur ekki annað en komið báðum félögum vel.
Þá er rétt að geta þess að Egill Steingrímsson skipti til okkar úr Austra um daginn og er þegar byrjaður að hrella markverði andstæðinganna. 
Gárungarnir eru farnir að tala um Leikni Eskifirði.....

09.04.2008 11:13

Myndir

Halló.
Allar myndir frá laugardegi
og sunnudegi í Fjarðabyggðarhöllinni
komnar í nokkur albúm.
Njótið vel.

08.04.2008 08:57

Dapur leikur

Meistaraflokkur karla tapaði 3-0 fyrir Hetti/Spyrni á Fellavelli í gærkvöld.  Leikurinn var dapur og fátt um hann að segja. 
Liðið:
Mark: Óðinn
Vörn: Halli, Viddi, Edin
Miðja: Baldur, Vignir, Marínó, Adnan, Steinar
Sókn: Egill, Ævar 
Þriðjaflokksstrákarnir hvíldir og sunnanmennirnir fyrir sunnan, Kenan í fríi.

06.04.2008 19:07

Fyrstu Fjarðaálsmótunum lokið

Í dag fóru fram tvö fyrstu Fjarðaálsmótin 2008.  Fyrst á dagskránni var 3. flokkur karla og tóku fjögur lið þátt í þeirri keppni.  Er skemmst frá því að segja að Höttur fór með sigur af hólmi vann alla 3 leiki sína.  Fjarðabyggð A varð í öðru sæti, Sindri í þriðja og B-lið Fjarðabyggðar í því fjórða.  Strákarnir sýndu fín tilþrif og augljóst að efniviðurinn hér fyrir austan er til staðar.
Seinna mót dagsins var í 6. flokki drengja ogvoru þar mætt 9 lið, fjögur frá Fjarðbyggð, tvö frá Hetti og lið frá Neista, Huginn og Einherja.  Mótið fór vel fram og lauk með sigri allra.  Við Leiknismenn nutum aðstoðar stráka úr 3ja flokki frá Eskifirði við dómgæsluna en þeir eru nýkomnir af dómaranámskeiði og á leiðinni í unglingadómarapróf eftir helgina.  Kunnum við þeim og öðrum sem aðstoðuðu við mótin í dag bestu þakkir.3.fl.kk Fjarðabyggð 1, 2.sætið.Huginsmaður einbeittur á svip.

05.04.2008 19:21

Sigur

Fyrsti sigurinn hjá Leikni í Lengjubikarnum kom í dag gegn Dalvík/Reyni í Fjarðabyggðarhöllinni.
Okkar menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi.  Þó fékk Adnan gott færi eftir undirbúning Marínós en skaut yfir.  Á markamínútunni fékk Egill langa sendingu og eftir baráttu við varnarmann norðanmanna slapp hann inn í teig og setti hann glæsilega fram hjá markverðinum.  1-0 í hálfleik.  Við héldum áfram góðu taki á leiknum fyrst eftir hlé og á 59. mín skoraði Adnan með skoti frá vítateig.  Eftir þetta datt leikur okkar niður og hleyptum við Dalvíkingum inn í leikinn.  Þeir settu tvö mörk með stuttu millibili á 71. og 74. mínútu og jöfnuðu leikinn.  Fyrst eftir þetta voru þeir líklegri og við urðum fyrir öðru áfalli þegar Adnan var rekinn af velli þegar um 10 mínútur voru eftir.  Strákarnir lögðu þó ekki árar í bát og í uppbótartíma fengum við vítaspyrnu eftir að brotið var á Marínó í teignum.  Dalvíkingar voru ekki sáttir og fékk einn þeirra rautt fyrir mótmæli og einhver gul fóru líka á loft.
Viðar fyrirliði steig á punktinn og settann af öryggi og 3-2 sigur staðreynd!
Leiknisliðið (3-5-3 / 5-4-1):
                    Óðinn
        Guðni - Viðar - Hallgrímur
Vignir -  Svanur - Baldur - Marínó
      Adnan -  Egill - Hilmar
Inná komu:  Njáll og Ævar
Aðrir á bekk:  Bergvin, Björgvin Stefán, Sigþór, Almar og Ingimar.

Á morgun FjarðaálsmótLeiknir og Dalvík/Reynir, Marino í loftinu.
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40