Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2008 Júní

28.06.2008 22:19

Loksins

Loksins landaði Leiknir sigri í þriðju deildinni, Dalvíkingar lágu 2-0 á Búðagrund í dag.
Leikurinn var merkilega líkur þeim sem félögin léku á Árskógströnd í vor, að því undanskildu að í dag nýttum við tvö af færunum okkar og þeim voru ekki gefin tvö mörk eins og þar.
Leikurinn byrjaði ágætlega og á 11. mínútu tók Marinó aukaspyrnu á hægri kantinum. Boltinn barst til Uche eftir að Svani mistókst að hitta hann í góðu færi.  Uche urðu ekki á nein mistök og afgreiddi hann tuðruna í netið.  Skömmu síðar prjónaði Uche sig í gegn um vörn Dalvíkinga að endalínu við markteig, þar renndi hann boltanum út á Adnan sem var í miðjum markteig en tókst með undarverðum hætti að setja boltann framhjá.  Nokkur fleiri færi fengum við í hálfleiknum, ma 4 hornspyrnur í röð, en ekki fleiri mörk.  Á 3. mínútu síðari hálfleiks fékk Uche fyrirgjöf frá vinstri og misstu varnarmenn norðanmanna boltann yfir sig með þeim afleiðingum að Uche slapp einn gegn markverði þeirra og átti hann ekki í vandræðum með að þruma boltanum í fjærhornið.
Eftir þetta duttu Leiknismenn smám saman aftar á völlinn og pressuðu Dalvíkingar nokkuð síðustu mínútur leiksins án þess að skapa verulega hættu.  Þó þurfti Viðar að bjarga á línu eftir að Óðinn missti skallabolta yfir sig.  En sanngjarn sigur staðreynd.
Liðið:
                    Óðinn,
Halli, Guðni, Viddi, Siggi, Marri,
Uche, Baldur, Svanur, Hilmar,
                   Adnan
Inná komu; Kjartan (Halli), Ingimar (Hilmar), Ævar (Adnan), Nad (Baldur)þ
Vörnin var öflug í þessum leik og steig varla feilspor.  Viðar stjórnaði henni af festu og Siggi dreif menn áfram með baráttuvilja sínum.  Uche átti einnig fínan leik sem og allt liðið.  Sigur liðsheildarinnar.  Hallgrímur digri sýndi fína takta og er sjálfsagt að skrifa á hans reikning að loks nú skuli vinnast leikur.
Dómaratríóið var flott, gaman að sýna Dalvíkingum hvernig hlutlaus dómaratríó eru!
Næsti leikur er úti gegn Sindra á fimmtudaginn kemur.
Komnar myndir í albúm.Viddi bjargar á línu.


Uche að fagna öðru marki sínu í leiknum.

27.06.2008 16:02

Helgin framundan!!

Mikið framundan í boltanum!  Þriðji flokkur er farinn í suðurveg að keppa við Þrótt R í kvöld, föstudagskvöld og Njarðvík á sunnudag.  
Á morgun laugardag, kl 16:00 tekur meistaraflokkur karla á móti Dalvík/Reyni á Búðagrund.
Á sunnudag verður mikið um að vera, meistaraflokkur kvenna fer á Húsavík og leikur við Völsung kl 16:30.
Á Búðagrund eigast við í fjórða flokki drengja, Fjarðabyggð/Leiknir og Tindastóll/Hvöt kl 14:00.
Og á Egilsstöðum keppa 6. og 7. flokkur á Arkís- og Húsasmiðjumótum á laugardag og sunnudag.

25.06.2008 22:44

4.FL. KARLA

4. fl. karla spilar á Búðagrund sunnudaginn 29 júní.  Leikurinn hefst kl. 14:00 og er andstæðingurinn sameiginlegt lið Tindastóls og Hvatar.  Allir á völlinn.

24.06.2008 23:50

Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur

Leikur FL og Hattar fór fram við fínar aðstæður á Búðagrund í gærkvöldi, blankalogn og völlur eins góður og hann verður (hmm..).  Höttur byrjaði af krafti og setti mark eftir fimm mínútur og voru nálægt því að skora fleiri.  Eftir það jafnaðist leikurinn og gerðist fátt markvert seinni hluta fyrri hálfleiks.  Mikil barátta var í leiknum og fátt um færi.  Á síðustu 10 mínútum leiksins tókst Hattarstelpum síðan að bæta við tveim mörkum og lokatölur 0-3.  Eins og svo oft áður var Þórdís best í liði Fjarðabyggðar, en annars átti vörnin öll ágætan dag; Guðbjargirnar, Ríkey og Hafrún.  Fátt var um fína drætti í sóknarleik okkar en þó má greina batamerki á leik liðsins, enda vörnin grunnurinn.
Liðið:
Þórdís (Alma 82´)
Hafrún, Guðbjörg, Guðbjörg Rós, Ríkey (Rannveig 70´),
Bergey, Ásta Kristín, Gerður (Inga Sæbjörg 59´), Tanja (Sigurveig 41´), Salóme (Sólveig Lára 46´), Stefanía.
Næst er það Völsungur úti á sunnudaginn næsta.  Stelpur þið takið þær....
Annars eru komnar myndir inn í 2 albúm frá leik Fjarðabyggðar/Leiknis og Hattar nú í kvöld. Njótið.
24.06.2008 07:11

Leikur í kvöld

Og allir á völlinn í kvöld að
hvetja meistaraflokk kvenna.


Búðagrund,

þriðjudaginn 24. júní, kl 20:00

Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur

18.06.2008 09:01

Meistaraflokkur kvenna

Mikil törn er að hefjast hjá meistaraflokki kvenna;

Norðfjarðarvöllur,
þriðjudaginn 18. júní, kl 20:00

Fjarðabyggð/Leiknir - Sindri


Fjarðabyggðarhöllin,
laugardaginn 21. júní, kl 14:00

Fjarðabyggð/Leiknir - Völsungur

Búðagrund,
þriðjudaginn 25. júní, kl 20:00

Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur

Nú er um að gera að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar!

15.06.2008 09:19

Glópska í Grindavík

Þriðji flokkur, Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn, heimstótti Suðurnesin í gær laugardag og lék við innfædda í Grindavík.  Þar suðurfrá er körfuknattleikur aðalíþróttin og vegna misskilnings var það körfuknattsleiksdeild Ungmennafélagsins sem sá um framkvæmd leiksins.  Þeir settu að sjálfsögðu tvo dómara með flautur á leikinn en enga aðstoðardómara.  Dómarar þessir kunnu góð skil á skotklukkum og tæknivillum en vissu minna um rangstöðu og hagnaðarreglu.
Okkar menn byrjuðu mun betur og komust í 0-3.  Þeir hleyptu hins vegar andstæðingunum inn í leikinn og enduðu með því að tapa 5-4.  Mörk okkar manna skoruðu Hilmar 2, Almar og Kristján.
Við höfum ekki stöðu til að kæra framkvæmd leiksins, til þess hefðum við þurft að bera fram formleg mótmæli fyrir leik, sem ekki var gert.  Formleg kvörtun verður hins vegar send KSÍ.

14.06.2008 00:00

Sárt tap

Spyrnir bar sigurorð af Leikni á Búðagrund í kvöld, 2-3.   Leiksins verður ekki minnst fyrir gæði, en jafn var hann og gat sigurinn dottið hvoru megin sem var.  Mörk okkar manna gerðu Marinó og Vignir.  Mark Marinó var sérlega glæsilegt, hann lagði boltann með hægri upp í sammann vel fyrir utan teig.  Að öðrum ólöstuðum var Marri maður leiksins.
Liðið:
Óðinn, Viddi, Guðni, Siggi, Vignir, Marri, Svanur, Baldur, Adnan, Uche og Egill.  Hilmar kom inn fyrir Baldur og Steinar fyrir Adnan.  Aðrir í hóp, Edin, Bergvin og Nad.
Nú er 2 vikna bið í næsta leik hjá strákunum og vonandi nýtist sá tími vel.
Myndir komnar í albúm.
12.06.2008 09:36

LEIKNIR - SPYRNIR

Fyrsti leikur meistaraflokks á Búðagrund í ár,
3. deild karla, D-riðill;


Leiknir - Spyrnir

Föstudagskvöld kl 20:00

Mætum og hvetjum strákana okkar

08.06.2008 22:55

Landsbankamót Vals og Austra

Landsbankamót Vals og Austra í 6. og 7. flokki fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.  Við Leiknismenn fengum tækifæri til að vígja nýja búninga á 7. flokk og gerðum það með glæsibrag.  Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar gaf búningana sem eru sérlega glæsilegir, enda af Hummel-ætt.
Mótið fór hið besta fram og allir þátttakendur sigurvegarar.


08.06.2008 00:28

Skellur í Fellum

Leiknir fékk ærlegan skell gegn Huginn á gervigrasinu á Fellavelli í dag.
Á 20 mínútna kafla í fyrrihálfleik skoruðu Huginsmenn 6 mörk í öllum regnbogans litum með dyggri aðstoð Leiknisliðsins.  Við afhentum þeim boltann ýmist í teignum eða við hann og þeir þökkuðu gott boð.  Þessi hálfleikur var ótrúlega dapur af okkar hálfu og langt fyrir neðan það sem liðið hefur sýnt í undanförnum leikjum.
Huginsliðið er ágætt, en síst betra en Sindri eða Dalvík.
Við verðum að fara rækilega naflaskoðun og mæta betur stefndir í næsta leik sem er heima gegn Spyrni eftir tæpa viku. 
Yfir og út.

06.06.2008 17:09

Huginn - Leiknir

Breyttur leiktími og leikvöllur í viðureigninni við Huginn. 

3. deild karla,
Huginn - Leiknir
Fellavöllur, laugardaginn 7. júní kl 17:45.

Áfram Leiknir!!!

Mönnum er velkomið að giska á úrslit leiksins í athugasemd hér neðar.

06.06.2008 16:28

Fréttir af yngri flokkunum

Þá eru yngri flokkarnir hjá Fjarðabyggð/Leikni komnir á fullt.
Eftirfarandi úrslit liggja fyrir:
5. flokkur stúlkna:
4. júní, Búðagrund; Fjarðabyggð/Leiknir A2 - Höttur ......... 0-9
5. flokkur drengja:
29. maí, Sindravellir; Sindri - Fjarðabyggð/Leiknir A2 ...... 3-3
4. júní, Búðagrund; Fjarðabyggð/Leiknir A2 - Höttur ......... 0-4
5. júní, Sindravellir; Sindri - Fjarðabyggð/Leiknir A1 ......... 0-6
5. júní, Sindravellir; Sindri - Fjarðabyggð/Leiknir B ........... 1-4
4. flokkur stúlkna:
31. maí, Norðfj.völlur; Fjarðabyggð/Leiknir - Völsungur .... 2-1
3. flokkur drengja:
4. júní, Búðagrund; Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn - Tindastóll ... 2-3

Í fimmta flokki drengja og stúlkna erum við með 3 lið í hvorum flokki; A1 og A2 sem eru A- og B-lið og B-lið sem er þá í raun C-lið.

Tímabilið byrjaðar misvel hjá flokkunum, 5. flokkur drengja byrjar vel, þó lið 2,. hafi tapað illa fyrir Hetti þrátt fyrir að vera síst lakara lið.
5. flokkur kvenna byrjar ekki vel, lið tvö tapaði stórt fyrir sterku liði Hattar og hjá A1 þurfti að fresta leik á síðustu stundu vegna forfalla.  Í framtíðinni verða stúlkurnar og forráðamenn þeirra að standa sig betur við að upplýsa þjálfara og framkvæmdastjóra um fjarvistir og leggja sig betur fram um að mæta í leiki ef þess er nokkur kostur.
4. flokkur stúlkna byrjar vel í sínum fyrsta ,,alvöru" leik á stórum velli.
3. flokkur drengja tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli og þurfa að spýta í lófana.  Þeir eiga mikið inni eftir að hafa fengið góðan liðstyrk frá Seyðisfirði en liðið heitir því þjála nafni Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn.

Að lokum er rétt að upplýsa að Austri, Valur og Leiknir hafa ráðið sameiginlegan framkvæmdastjóra yfir yngriflokkasamstarf félaganna.  Er það Stefán Már Guðmundsson, sem flestum er að góðu kunnur eftir ötult starf að málefnum knattspyrnunnar hér í Fjarðabyggð í vetur.  Við Leiknismenn bjóðum Stefán velkominn til starfa. 
Netfang Stefáns er stefanm@skolar.fjardabyggd.is og síminn 864 16 25.

03.06.2008 14:24

Leikir á Búðagrund á miðvikudag!!

Fyrstu leikirnir á Búðagrund í ár verða á morgun miðvikudaginn 4. júní;

Kl 16:00 - Fjarðabyggð/Leiknir 2 - Höttur - 5. fl. kvk A-lið                    
Kl 17:00 - Fjarðarbyggð/Leiknir 2 - Höttur - 5. fl. kk A-lið
                    
Kl 20:00 - Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn - Tindastóll - 3. fl. kk 
       

Mætum öll og hvetjum krakkana. 
Áfram Fjarðabyggð!! 
           

           

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40