Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2008 Júlí

31.07.2008 22:00

3.fl.kk Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn og Völsungur

Myndir komnar í albúm frá leik Fjarðabyggðar/Leiknis/Hugins og Völsungs í 3.flokki karla.Bræður berjast.
....og það var mark.

30.07.2008 23:43

Öruggur sigur

Leiknir sigraði Dalvík/Reyni 3-0 á Búðagrund í kvöld.  Mörk Leiknis gerðu Uche 2 og Marinó.
Byrjunarliðið;
Óðinn,
Halli (Ingvar), Guðni, Viddi, Siggi, Marri,
Uche, Svanur, Gísli (Baldur), Hilmar (Jói),
Egill (Ævar)
Mörkin voru öll flott.  Egill átti glæsilega stungu á Uche í því fyrsta, sem skoraði af öryggi, einn á móti markmanni.  Þannig stóð í hléi. 
Fljótlega í síðari hálfleik slapp Marinó einn inn í teig eftir hælsendingu Egils og sett´ann snyrtilega.  Síðasta markið var einstaklingsframtak Uche, sem reif sig fram hjá varnarmanni í teignum og skoraði.
Mörkin hefðu auðveldlega getað orðið fleiri, td átti Uche fastan skalla í þverslá og niður.
Dalvíkingar voru líka nálægt því að skora þegar þeir áttu bylmingsskot í slá af löngu færi.  Einnig var dæmt af þeim mark vegna rangstöðu.  Dalvíkurliðið er öflugt og það er sterkt að hafa að náð 6 stigum gegn þeim, í þremur viðureignum.
Að mati síðuritara voru Marri og Egill bestir í jöfnu og sterku Leiknisliði, en einnig voru Svanur og Uche öflugir.  ,,Nýju" mennirnir; Jói og Ingvar, komu báðir inná og sýndu að þeir eru góð viðbót við hópinn, en það er nú engin frétt.
Myndir komnar í albúm.Leiknir.Barátta.

30.07.2008 16:31

Ingvar og Jói komnir aftur

Ingvar og Jói skiptu í gær yfir í Leikni frá Fjarðabyggð eftir að hafa verið í láni hjá Hvöt. Við bjóðum þá velkomna en þess má geta að nú erum við með þrjá lánsleikmenn frá Fjarðabyggð en Gísli kom fyrir leikinn gegn Spyrni um daginn. 

Nú er bara að skella sér á leikinn á Búðagrund kl. 20 í kvöld og láta í sér heyra. Fyrri leikir þessara liða hafa verið skemmtilegir og hvort lið fyrir sig unnið 2-0.

Áfram Leiknir!!

30.07.2008 00:51

Tap hjá stelpunum

Stelpurnar töpuðu í kvöld með 8 mörkum gegn engu gegn Hetti. Samkvæmt leikskýrslu skoruðu heimastúlkur 7 mörk í fyrri hálfleik og eitt í seinni. Greinilegt að Hattarliðið er á góðri siglingu og á góða möguleika á að koma sér í efstu deild.

Strákarnir leika gegn Dalvík/Reyni á Búðagrund á morgun, miðvikudag, kl. 20.00.

17.07.2008 22:48

5.fl.kk Fjarðabyggð/Leiknir og Sindri

Strákarnir í 5.flokki voru að keppa á Fáskrúðsfirði í dag við Sindra frá Höfn og veit ég ekki betur en að A liðið hafi unnið 7-1 og B liðið var yfir þegar ég yfirgaf samkvæmið. Það eru komnar myndir af þessum duglegu strákum í albúm.Mikil barátta.


Á sprettinum.

16.07.2008 23:35

Kærkomin sigur á Fellavelli

Í kvöld mættum við Spyrni á Fellavelli í hörkuleik. Veðrið var frábært og þó nokkuð margir áhorfendur. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel og áttum í vandræðum með að skapa eitthvað í sókninni og helst vorum við hættulegir í aukaspyrnum og hornum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks slapp svo Egill einn í gegn en setti boltann rétt framhjá. Heimamenn fengu líka sín færi a.m.k. tvö dauðafæri og máttum við teljast heppnir að sleppa með núllið inn í hálfleik og þurfti Viddi m.a. að bjarga línu eftir gott úthlaup hjá Óðni. Kannski mætti segja að Óðinn hafi haldið okkur inn í leiknum. Í hálfleik ræddum við hvað þyrfti að laga og það virtist hafa góð áhrif á liðið og á 6. mín. seinni hálfleiks slapp Egill einn inn frá hægri og setti boltann skemmtilega í fjærhornið. Frábær byrjun á seinni hálfleik og eftir þetta gerðist fátt markvert en þó fengum við tvö til þrjú hálffæri. Besta færi heimamanna var sannakallað dauðafæri er Njáll slapp einn í gegn en enn og aftur bjargaði Óðinn með góðu úthlaupi. Lokatölur 0-1.

Liðið í kvöld

                    Óðinn

                    Viddi
Halli     Siggi       Guðni (fitubolla)   Marri

Hilmar    Svanur    Gísli (fitubolla)  Uche

                       Egill

Á bekknum voru Gummi Úlfars, Kjartan, Ævar, Almar og Ingimar en engin þeirra kom við sögu í leiknum.

Nú er langt frí framundan hjá okkur og næsti leikur ekki fyrr en 30. júlí þegar Dalvík/Reynir koma í heimsókn í annað sinn í sumar.


Svo langar mig einnig að koma því á framfæri að stelpurnar í KFF/Leikni unnu Sindrastelpur með einu marki gegn engu og skoraði Una markið með hjólhestaspyrnu. Frábært hjá þeim og vonandi er þetta aðeins byrjunin á einhverju meira hjá þeim. Pistlahöfundur var ekki staddur á þeim leik en ef einhver sem var á leiknum nennir að henda nokkrum línum um leikinn væri það fínt.
2 albúm komin inn.Egill skorar....Í loftinu...Þetta eru meiri lætin.


Sigur-Gleði í lokin.

16.07.2008 00:08

Leikur á morgun

Á morgun, miðvikudag, liggur leið okkar í m.fl.kk í Héraðið en þar bíður okkar leikur gegn sprækum Spyrnismönnum. Leikur hefst kl.20 að staðartíma sem er kl. 21 að eskfirskum tíma þannig að Eskfirðingar þurfa að leggja af stað klukkustund fyrr. Þetta verður eflaust baráttu leikur enda toppbaráttan í húfi. Gísli Magg er í hópnum á morgun en hann kom frá KFF í dag. Bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn en rétt að koma því á framfæri að hann bað mig sérstaklega að setja þetta inn í fréttina . Heyrst hefur að Marri skori beint úr aukaspyrnu og Baldur verði í Norge.

Stelpurnar í KFF/Leikni spila einnig kl. 20 annað kvöld gegn Sindra en leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni. Nú er tækifæri fyrir stelpurnar að snúa við blaðinu og kæpa fyrsta sigri sumarsins.

Svo er bara að koma sér á völlinn og hvetja knattspyrnufólkið til sigurs.

p.s. Þetta var púra víti á fimmtudaginn gegn Huginn!!!

15.07.2008 10:34

Víti eða ekki víti

Mikið hefur verið talað um vítið í leik okkar gegn Huginn um daginn og voru gestirnir afar óhressir með dóminn. Nú verður bara hver að dæma fyrir sig en þessa skemmtilegu mynd tók Jóhanna Hauks af atvikinu.

13.07.2008 12:36

Tap hjá stelpunum

Stelpurnar öttu kappi við Tindstól í gær í hægu veðri og rigningu. Gestirnir skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og staðan 2-0 í hálfleik. Undir lokin minnkaði Sigurveig muninn en á lokamínútu leiksins settu gestirnir þriðja markið og sigruðu með þremur mörkum gegn einu.

Næsti leikur hjá stelpunum er svo eftir 11 daga er þær sækja Sindra heim.

12.07.2008 10:49

Hörkuleikur á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn mættum við Huginn í D-riðli 3. deildar karla hér að Búðum. Fyrir leikinn áttum við með sigri möguleika á koma okkur í baráttuna aftur eftir frekar lélega byrjun í mótinu. Einnig var okkur mikið í mun að hefna fyrir 6-0 leikinn fyrr í sumar og sýna fótboltaáhugamönnum að við værum engir pappakarlar. Leikurinn hófst í ágætis veðri og vallaraðstæður eins og þær eru þó engin kartöflugrös. Við vorum ekki mjög sterkir til að byrja með enn fljótlega áttum við þó skot í stöng eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu. Á 17. mínútu skoruðu gestirnir svo ótrúlegt mark, trúlega fyrirgjöf sem endaði í markhorninu. Eftir þetta vöknuðum við aðeins og átti Siggi m.a. skot í stöng eftir að hafa prjónað sig í gegn frá miðju. Huginsmenn voru alltaf hættulegir enn fengu engin opin færi fyrir utan mark sem þeir skoruðu sem dæmt var af vegna hendi. Gestirnir leiddu í hálfleik 1-0 enn í seinni hálfleik komum við miklu grimmari til leiks og uppskárum víti á 51. mínútu eftir að markvörður gestana braut á Uche eftir að hann var kominn einn í gegn. Einhverjar vangaveltur voru um hvort brotið hefði verið utan eða innan teigs en víti dæmt og skoraði Viddi og jafnaði leikinn. Stuttu áður skoraði Viddi reyndar næstum sjálfsmark eftir skot gestana enn Óðinn náði að bjarga í slá. Eftir vítið reyndum við að klára dæmið og fengum nokkur færi til þess og líklega besta færið eftir horn þegar Svanur átti skalla en varnarmaður gestanna bjargaði á línu og í kjölfarið átti Marri skot rétt yfir. Lokatölur 1-1.

Liðið gegn Sindra

                        Óðinn

                        Viddi
Halli  Siggi            Guðni     Marri

Hilmar    Baldur    Svanur     Uche

                        Ævar

Á bekknum voru Egill sem kom inn fyrir Ævar í hálfleik, Almar sem kom inn fyrir Uche á 80. mín., Kjartan sem kom inn fyrir Guðna á 62. mín og Björgvin Stefán.

Nokkur meiðsli komu upp í leiknum m.a. meiddist Guðni illa á ökkla en er þó ekki brotinn. Einnig fékk Marri gott högg á andlitið og var blóðgaður all svakalega. Uche þurfti einnig að fara af velli vegna meiðsla.

Næsti leikur okkar er svo á miðvikudaginn en þá heimsækjum við Spyrni.

11.07.2008 00:05

Leiknir - Huginn

Myndir komnar í albúm frá leik Leiknis og Hugins í kvöld á Fáskrúðsfjarðarvelli.
09.07.2008 23:08

Leiknir - Huginn

Á morgun, fimmtudaginn 10. júlí, tekur Leiknir á móti Huginn á Búðagrund.  Við Leiknismenn eigum harma að hefna á móti Huginn frá í fyrstu umferðinni, en þá mættum við ekki til leiks og Seyðfirðingar unnu 6-0.  Óhætt er hvetja fólk til að mæta; leikurinn verður skemmtilegur, verðrið fínt til knattspyrnuiðkunar og áhorfs og einnig verður óvænt uppákoma í tengslum við leikinn.
Flykkjumst því á Grundina og styðjum Leikni sem teflir fram sama liði og gerði jafntefli úti við Sindra og lagði Dalvík í tveim síðustu leikjum.  Með sigri á morgun erum við komnir á fullt í baráttunni um úrslitasæti, áfram Leiknir!

04.07.2008 10:04

Sindri - Leiknir 2 - 2

Í gær spiluðum við í m.fl.kk gegn Sindra á frábærum, spegilsléttum velli þeirra að Sindravöllum. Við vorum slakir í byrjun og vorum kannski heppnir að sleppa fyrstu mínúturnar en fengum þó eina og eina sókn. Á 23. mín sendi Marri boltann inn í teig og fékk varnarmaður boltann í hendina og dæmdi Hjalti, ágætur dómari leiksins, réttilega víti. Viddi steig á punktinn og kom okkur yfir. Eftir þetta héldum við áfram á hælunum sem skilaði sér í marki eftir horn hjá heimamönnum. Eftir þetta kom smá líf í okkur og átti Uche m.a. gott skot rétt framhjá. Sindri fékk engin opin færi en áttu þó 2-3 skot sem hittu ekki á markið. Reyndar skoruðu þeir mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Á 43 mín fengu þeir svo víti eftir að Marri fékk boltann í hendina innan teigs og nýttu það vel. Heimamenn leiddu í hálfleik 2-1. Það var ljóst að við þurftu að rífa okkur upp í seinni hálfleik og allt annað lið sem kom til leiks. Við vorum öruggir í öllum okkar aðgerðum og boltinn fór að ganga betur manna á milli. Við áttum nokkrar góðar sóknir en ekki nægilega hættulegar þó. Þeir áttu engin opin færi og náðum við að halda vel aftur af þeim varnarlega. Á 80 mínútu fékk Siggi boltann rétt utan við teig og fór að krafti inn í teigin og var sparkaður niður og víti dæmt. Viddi steig aftur á punkitinn og jafnaði leikinn. Í uppbótartíma fékk Egill svo boltann innfyrir og fékk ágætis tækifæri til að klára leikinn en markmaður þeirra kom vel út á móti og varði. Spurning um víti þar en líklega ekki. Lokatölur 2-2.

Liðið í gær

                    Óðinn
Halli  Guðni Viddi Siggi Marri

Uche  Baldur Svanur  Hilmar
                 Ævar

Á bekknum vorum voru Nat, Kjartan, Egill og Almar. Egill kom inn fyrir Ævar á 60 mín. Í heildina held ég að við getum verið sáttir með stigið miðað við leik okkar í fyrri hálfleik.

Annars var þulur vallarins frábær - nr. 6 Maríus Sigurbjörnsson

 

03.07.2008 22:18

Jafnt á Höfn

Leiknir og Sindri gerðu jafn tefli á Sindravöllum á Höfn í kvöld, 2-2.
Viðar Jónsson gerði bæði mörk okkar manna úr vítaspyrnum.
Viðar, má ekki bjóða þér að skrifa smávegis um leikinn i tilefni af því?
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40