Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2008 Október

26.10.2008 11:47

Meistaraflokkur karla

Í framhaldi af þessari grafalvarlegu uppákomu með Hilmar er hér auglýsing:
Í dag, sunnudaginn 26. október, er stutt æfing í Höllinni hjá mfl karla og fundur á eftir.  Mæting 17:30.
Vonandi getum við á næstunni blásið smá lífi í þessa síðu á nýjan leik.  Endilega hafa samband við Viðar Jónsson eða Magnús Ásgrímsson ef þið viljið koma einhverju á framfæri hér.

Fyrst um sinn verða æfingar í Höllinni sem hér segir;
Fimmtudaga kl 19:00
Sunnudaga kl 17:00
Auk þess fá menn einstaklingsmiðuð lyftingaprógrömm hjá Páli Guðlaugssyni þjálfara og lyfta 2-3 í viku.

22.10.2008 10:38

Hilmar Bin Laden

England - bannað innan átján


Hilmar Freyr framvísar vegabréfinu

við komuna til London

 


Starfsmaður í vegabréfaeftirliti á Heathrow-flugvelli í London meinaði Hilmari Frey Bjartþórssyni, 16 ára knattspyrnumanni frá Fáskrúðsfirði, inngöngu í England 12. október sl. Hilmar var að fara þangað til að æfa með unglingaliði knattspyrnuliðsins Reading.

 

"Hann sagði að ég væri ekki orðinn nógu gamall - væri ekki orðinn átján," sagði Hilmar um þessa óskemmtilegu lífsreynslu. Hann var með gilt íslenskt vegabréf í höndunum. "Hann spurði hvort ég væri í fylgd einhvers sem væri eldri en ég. Þegar ég svaraði því neitandi ætlaði hann ekki að hleypa mér í gegn."

 

Fulltrúi frá knattspyrnufélaginu beið eftir Hilmari í flugstöðinni. Hilmar segir að þessi tiltekni starfsmaður hafi farið að leita að þeim manni en ekki fundið í fyrstu tilraun. Eins hringdi hann einhver símtöl. Lögregla var ekki kölluð til.

 

Sá sem var að taka á móti Hilmari var farinn að halda að hann hefði ekki komið með flugvélinni. Hilmar kvaðst hafa þurft að bíða í um 45 mínútur við vegabréfaeftirlitið meðan á þessu stóð. Loks náðist samband við fulltrúa knattspyrnufélagsins og þá var Hilmari hleypt inn í England í fylgd öryggisvarðar.

 

Hilmari gekk greiðlega að yfirgefa England eftir níu daga dvöl og þótti þá ekki of ungur til að snúa aftur heim einn síns liðs.


Eitthvað að lokum Hilmar "allah akbar"

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40