Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2008 Desember

30.12.2008 23:14

Myndir frá Jólamótinu.

Það eru komnar margar myndir inn í tvö albúm frá Jólamótinu í dag.1. sæti Mikkarar.2. sæti Launafl.

30.12.2008 23:12

Óvænt!

Þá er lokið tólfta Jólamóti Leiknis í innanhússknattpyrnu, og einu því alskemmtilegasta.
Átta lið mættu og var þeim skipt í tvo riðla, þar sem leikið var 2x 8 mínútur.  Keppendur voru allstaðar að úr Fjarðabyggð (nema Mjóafirði og Norðfirði) og frá Egilsstöðum. Í A-riðli sigraði lið Michelsenfjölskyldunnar af öryggi og í öðru sæti varð Loðnuvinnslan.  Í B-riðli var spennan meiri og þar sigraði Launafl en Metal-Sigrún og KFFB urðu jöfn í öðru sæti. Í leik um þriðja sætið ,,mörðu" Daladrengirnir í Metal Loðnuvinnsluna.
Úrslitaleikurinn bauð upp á gífurlega háspennu og stóðu leikar 2-2 eftir tilskildar 16 mínútur.  Var þá gripið til þess að spila upp á gullmark. Það var svo enginn annar en Svanur Árnason Michelsen sem sett´an framhjá Sigurði Erni og tryggði Ölla þannig fyrsta bikarinn síðan á áttunda áratugnum þegar Pólarsíld vann innanfélagsmót Leiknis eins og frægt er.
Í silfurliðinu spiluðu Sigurður Örn, Marinó, Snær Seljan, Baldur Einar, Hilmar og Karl. 
En sigurvegaranir eru; Ölver Jakobsson, Björgvin Stefán, Rafal Ulatowski, Svanur Freyr, Héðinn Ingvi, Óskar Þór og feðgarnir Adnan og Ifet Mesetovic-Michelsen.  Hibb, hibb,húrra fyrir þeim og stuðningsmönnum þeirra.
Að lokum þakkar Leiknir stuðningsaðilunum sem ,,sponsuðu" liðin; Svarthamrar ehf Neskaupstað, Þorskeldi ehf Djúpavogi, Launafl ehf Reyðarfirði, Lukka ehf Stöðvarfirði vegna Narfa SU, Metal Reykjavík, Loðnuvinnslan og Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga.  Takk, takk.

29.12.2008 20:20

Jólamótið!!!!

Reglugerðarbreyting.
Vegna þess að knattspyrnumenn eru takmörkuð auðlind og mikið hefur borið á því nú í kreppunni að verið sé að hamstra leikmenn, hefur mótsstjórn Jólamótsins ákveðið eftirfarandi reglugerðarbreytingu;

Í hverju liði mega að hámarki vera 8 leikmenn og skal mótsstjórn Jólamótsins tilkynnt um hádegi á mótsdegi leikmannaskipan hvers liðs. 

ps þetta er ekki spaug.

29.12.2008 12:39

Æfingar og leikur við Huginn

Æfingar verða sem hér segir hjá m.fl.kk í jan og feb.

Mánudagar - Hlaupa  og lyfta kl. 19
Þriðjudagar - Höllin kl. 19
Fimmtudagar - Höllin kl. 19
Föstudagar - Höllin kl. 19
Laugardagar - Hlaupa og lyfta kl. 11.30

Fyrsta lyftingaæfingin verður mánudaginn 5. jan. og fyrsta æfingin í höllinni verður þriðjudaginn 6. jan. Fáskarar mæta við íþróttahús 30 mín fyrir æfingu í höllinni og sameinast þar í bíla.

Laugardaginn 3. jan spilum við æfingaleik við Huginn kl. 11. Allir að vera mættir í höllina kl.10.15.28.12.2008 20:54

Leiknir - Sindri

Við hjá Leikni erum mikið fyrir hefðir enda klúbburinn að nálgast sjötugt.  Því munum við halda áfram að fjalla hér á síðunni um sigurleiki en þegja um tapleiki.
Leiknir tók á móti Sindra í æfingaleik í Höllinni áðan.  Leikurinn var fjörlegur og þokkalega leikinn.  Leiknir sigraði 4-3, með 2 mörkum frá Agli Steingríms og einu frá Svani Árnasyni og Almari Daða Jónssyni.  Eftirtaldir spiluðu leikinn; Óðinn, Ingólfur, Sigurður Örn, Marinó, Viðar, Vilberg, Egill, Björgvin Stefán, Hilmar, Baldur Smári, Tadas, Ingimar Guðjón, Ingimar Guðmunds, Hallgrímur, Jóhann Örn, Kjartan Bragi og Almar Daði.  Þetta var fyrsti leikurinn undir stjórn V&V og lofar bara góðu.  Kjúllarnir stóðu fyrir sínu en Almar, Ingimar og Tadas, sem allir eru í þriðja flokki spiluðu allir talsvert og gerðu fína hluti.
Á laugardaginn, 3. janúar, er áformað að spila æfingaleik við Huginn.


Að lokum minni ég á Jólamótið sem verður á þriðjudaginn 30. des.

26.12.2008 23:07

Seinkun á leiknum

Leiknum gegn Sindra og fundinu á sunnudaginn er seinkað um 1 klst. Fundurinn hefst s.s. kl.17.00 og svo leikurinn kl. 18.00. Allir að mæta tímanlega á fundinn kl.17 en hann fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

23.12.2008 13:21

Leikur og fundur

Sunnudaginn 28. des. kl. 16 verður fundur vegna komandi tímabils hjá m.fl.kk.  í höllinni Reyðarf. 

Kl. 17 sama dag verður svo æfingaleikur við Sindra.

Sjáumst hressir og kátir :)
 

21.12.2008 14:50

Jólamótið!

Hið árlega Jólamót Leiknis í innanhússknattspyrnu verður haldið þriðjudaginn 30. desember í höll Ölvers og hefst klukkan 17:00.  Athugið að röng tíma- og dagsetning er í Sundinu, blaði sunddeildar Leiknis. 
Að vel yfirlögðu ráði hefur verið ákveðið að breyta reglum um fjölda meistaraflokksmanna í fyrra horf, þe eins og reglurnar voru fyrstu 5 árin, 1999-2004. Í hverju liði mega vera að hámarki 3 leikmenn með skráðan leik í meistaraflokki Íslandsmótsins sl sumar (Íslensk knattspyrna 2008 eftir Víði Sig. sker úr).  Þátttökugjald er 10.000 kr á lið.  Reglur KSÍ um innanhúsknattspyrnu gilda, eins og þær voru fyrir daga futsalsins.
Tekið er við skráningum í síma 894 71 99 (Magnús) til hádegis mótsdaginn, þann 30. desember.


15.12.2008 14:35

Meistarflokkur karla

Ekki verða skipulagðar æfingar milli jóla og nýárs hjá m.fl.kk en ætlunin er þó að spila tvo leiki og halda fund með leikmönnum varðandi komandi tímabil. Tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur.

Viddi og Villi

11.12.2008 10:30

Samningar undirritaðir.

Í gær undirrituðu fulltrúar Leiknis og KFF samning um samstarf um rekstur á meistaraflokki kvenna og 2. flokki drengja. Samstarf verður milli félaganna um æfingar mfl og 2. fl karla í vetur enda Páll Guðlaugsson að starfa fyrir bæði félögin.  Páll sem er nýráðinn knattspyrnustjóri KFF verður aðalþjálfari 2. flokks en Viðar og Vilberg þjálfarar Leiknis og Heimir þjálfari KFF munu aðstoða hann.  Páll mun einnig halda utan um æfingar meistaraflokks kvenna í vetur og er stúlkunum bent á að hafa samband við Pál um upphaf æfinga. 
Þá var undirritaður samningur milli Þróttar, Austra, Vals, Leiknis, Súlunnar og KFF um rekstur á 2. flokki drengja. Stefnt er fullum fetum að því að fara með 2. flokkinn í Íslandsmót. 
Einnig skrifaði Viðar Jónsson undir samning um þjálfun 4. flokks kvenna hjá Fjarðabyggð/Leikni árið 2009, en hann hefur þjálfað þessar þrælefnilegu stelpur frá því í haust.
06.12.2008 14:41

Jólafrí og Goðamót

Jólafrí frá samæfingum og Leiknisæfingum er frá 19. desember til 5. janúar.
Eftir jólafrí tekur við 70% mætingarskylda á samæfingar til að fá þátttökurétt á Goða- og Greifamótum.

Goðamót Þórs og Greifamót KA á Akureyri verða eftirfarandi helgar á nýja árinu;
23. - 25. janúar ... 4. flokkur kvenna
20. -  22. febrúar ... 3. flokkur karla
27. feb. - 1. marz .. 5. flokkur karla
6. - 8. marz ...... 4. flokkur karla
13. - 15. marz ... 5. flokkur kvenna

27. - 29. marz ... 6. flokkur karla

Skráð hafa verið lið á öll mótin, með fyrirvara um breytingar.

Athugið að vitleysa slæddist inn í tímasetningu Greifamóts 3ja flokks - mótið er í febrúar en ekki marz.

02.12.2008 13:01

Æfingaleikir

Fresta varð æfingaleik sem mfl karla átti að spila við Hött sl fimmtudag.  Leikurinn mun fara fram á morgun, miðvikudag kl 19:15.  Á föstudagskvöldið á síðan að leika við KFF.
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40