Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Janúar

31.01.2009 10:58

Stórsigur á Fellavelli

Leiknir vann auðveldan sigur á frændum okkar af héraði í gær.  Leikurinn endaði 8 - 3  markaskorarar voru Villi 3 , Hilmar 3, Ævar og Baldur 1.  3 strákar úr 3.fl.  voru í byrjunarliði Leiknis, þeir Almar, Tadas og Ingimar og eiga þeir hrós skilið fyrir góða frammistöðu.

29.01.2009 21:43

Leikur hjá mfl.kk.

Á morgunn föstud. verður leikur við Hött kl.18:00, mæting á Fásk. kl. 16:45 v/íþróttahús.  Leikurinn verður á Fellavelli þó með fyrirvara um að það verði þolanlegt knattspyrnuveður þar sem hárgreiðslan hjá yngri kynslóðinni má ekki ruglast um of.  Ef veðrið verður í verra lagi verður leikurinn færður inní Höll og hefst þá kl. 19:00.

Villi s:868-9103
Viddi s:845-3748

28.01.2009 16:22

Sólarkaffi

Sólarkaffi Leiknis verður í Skrúð á sunnudaginn, 1. febrúar, kl 15:00.  Þar verða veittar viðurkenningar; ma knattspyrnu- og íþróttamanni Leiknis 2008.  Knattspyrnumenn ársins 2007 voru Una Jónsdóttir og Óðinn Ómarsson.  Hver fær titilinn nú?
Skora á sem flesta að mæta í pönnsur og viðurkenningar.
 

26.01.2009 10:11

3.fl.kk.

3.fl.kk. lék við Sindra á laugardaginn, endaði leikurinn 6 - 0 fyrir okkur.  18 manna hópur var mættur í þennan leik og var leikið í 2x40 mín.  Allir fengu að spreyta sig í þessum leik einnig 2 4.fl. strákar þeir Beggi og Fannar.  3.fl. er  nú að undirbúa sig fyrir Greifamót sem haldið er á Akureyri þann 20 - 22 feb. 

26.01.2009 10:05

Góðamótið hjá 4.fl.kvk.

Um helgina fór Goðamót Þórs í 4.fl.kvk. fram í Boganum Akureyri. Fjarðabyggð sendi 3 lið til keppni og stóðu allir sig með sóma. A-liðið endaði í 6 sæti, B-liðið í 2. sæti og C-liðið í 3 sæti. Fararstjórar og þjálfarar voru sammála um að stelpurnar hefðu verið sér og sínum til sóma. Alls kepptu 25 stelpur frá Fjarðabyggð þar af 4 frá okkur hér á Fásk. 

Fjarðabyggð C-lið - 3. sæti
C-liðið með bronsið

Fjarðarbyggð B - 2. sæti
B-liðið með silfrið

23.01.2009 09:46

Leikur 3.fl.kk.

Á morgunn laugardag verður æfingaleikur hjá 3.fl.kk. við Sindra í Höllinni kl. 13:00.

21.01.2009 13:41

Tengiliðir

Tengiliðir Leiknis í hinum ýmsu flokkum eru eftirtaldir.  Bæti hér inn upplýsingum um þjálfara viðkomandi flokka á samæfingum, Viðar og Vilberg sjá saman um alla þjálfun á vegum Leiknis í Ölvershöll. 

3. flokkur karla ....... Jóhanna Eiríks .. 691 12 62 .. olihilla@simnet.is 
                        og Paulius Naucius .. 849 11 60 .. pofke@hive.is
Þjálfari: Vilberg Jónasson ... 868 91 03 ... villi@skolar.fjardabyggd.is

3. fl. kvenna ... Guðrún Gunnars .. 863 61 17 .. gunna@skolar.fjardabyggd.is
Þjálfari: Viðar Jónsson ... 845 37 48 ... viddij@simnet.is

4. flokkur karla .... Dagný Örnólfs ... 895 99 48 .. hjallisig@simnet.is
                          og Jóna Ingunn ... 868 81 41 .. dalir1@simnet.is
Þjálfarar: Páll Guðlaugsson ... 845 17 21 ... pall.gudlaugsson@yahoo.co.uk
                Bergvin Haraldsson .. 846 50 77 .. ahbh@simnet.is

4. fl. kv. Elsa Elísd . 862 90 99 . elsa@skolar.fjardabyggd.is / vsese@simnet.is
Þjálfarar: Viðar Jónsson ... 845 37 48 ... viddij@simnet.is 
            Srjdan Rajkovic ... 847 79087 .. rajko@skolar.fjardabyggd.is

5. flokkur karla ....... Hans Óli ... 696 18 17 .. oli@lvf.is
                og Óskar Hallgríms .. 897 30 55 .. oskarth@hive.is 
Þjálfarar: Guðmundur Bjarnason .. 695 73 61 .. gummibj81@gmail.com 
              og Arnar Guðlaugsson .. 847 82 08 .. sirarnar@simnet.is
 
5. flokkur kvenna .. Guðný Elísd .. 844 84 75 .. gesp@simnet.is
                       og Íris Valsdóttir .. 899 89 81 .. giris@skolar.fjardabyggd.is
Þjálfarar: Ævar Valgeirsson ... 844 75 12 .. aevarinn@hotmail.com 
           og Bergey Stefánsdóttir ..848 19 64 .. sirarnar@simnet.is 
              
6. flokkur karla .....Líneik Anna .. 895 15 32 .. lineik@eldhorn.is 
          og Valur Sveins .. 895 99 15 .. valur@fjardabyggd.is / vsese@simnet.is 
Þjálfari: Guðmundur Bjarnason ............... gummibj81@gmail.com

6. fl. kvenna .. Lulu Munk Andersen .. 476 12 30 .. lulu.munk@fjardabyggd.is
                              og Eyrún Elísd .. 864 17 13 .. bogus@simnet.is
Æfa með 6. fl karla - en hafa því miður mætt mjög lítið.

7. flokkur ka og kv ..... Hafdís og Viðar .. 845 37 48 .. viddij@simnet.is
                                og Jens Hjelm ..... 436 11 89 .. jens.hjelm@alcoa.com 
                           og Tania og Vilberg ... 868 91 03 .. villi@skolar.fjardabyggd.is 
7. flokkur með 6. flokki á æfingum í Höllinni fyrsta laugardag hvers mánaðar - þjálfari Guðmundur Bjarna


Komið endilega því á framfæri við undirritaðan ef villur er í þessum lista.
magnus@lvf.is

20.01.2009 10:44

Fjarðabyggð/Leiknir

Sunnudaginn 18. janúar sl var haldinn formlegur stofnfundur Fjarðabyggðar/Leiknis, félags sem ætlað er að halda utan um rekstur sameiginlegra yngri flokka knattspyrnudeildanna í Fjarðabyggð.  Í fyrra sendum félögin í fyrst sinn sameiginleg lið í öllum yngri flokkum í Íslandsmót og opin mót sumarsins.  Almenn ánægja er með þetta fyrirkomulag og er ætlunin með stofnun rekstrarfélagsins að festa fyrirkomulagið í sessi og byggja upp bakland fyrir sameiginlegu liðin.
Stjórn félagsins er skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarfélaganna;

Jósef Auðunn Friðriksson, Súlunni Stöðvarfirði
Magnús Ásgrímsson, Leikni Fáskrúðsfirði
Jóhann Eðvald Benediktsson, Val Reyðarfirði
Jóna Mekkín Jónsdóttir, Austra Eskifirði
Sigurjón Kristinsson, Þrótti Neskaupstað

Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum.
Mæting á stofnfundinn var ágæt um 35 manns.  Einkum var stefnt á fundinn tengiliðum félaganna í hverjum flokki fyrir sig, en tengiliðirnir eru nú orðnir foreldraráð viðkomandi flokks.
"Gömlu félögin" verða áfram með rekstur á æfingum heima í hverfum sínum á móti samæfingum sem fara fram í okkar glæsilegu íþróttahöll á Reyðarfriði.
Nafnið á rekstrarfélaginu er það sama og við komum til með að skrá liðin undir.  Reglur KSÍ hindra að við getum skráð liðin einfaldlega sem "Fjarðabyggð" og skeytum við því Leiknishalanum aftan við á pappír.  Liðin okkar heita samt í hugum okkar Fjarðabyggð. 

Áfram Fjarðabyggð.

17.01.2009 13:37

Leikurinn og æfingar

Í gær spiluðum við æfingaleik við Hött en fengum aðstoð frá Fjarðabyggð þar sem hópurinn var þunnskipaður. Leikurinn var ágætur og endaði 1-1 og mark okkar skoraði Ævar.

Næsta vika er hefðbundin nema að á föstudaginn er frí.

V&V

13.01.2009 21:42

Æfingaleikur á föstudaginn

Á föstudaginn kl. 19 er æfingaleikur í höllinni við Hattardrengi. Allir að mæta a.m.k. 30 mín fyrir leik. Mæting hjá Fáskurum kl.18 við Ölvershöll. 

Sjáumst hressir á föstudaginn og ekki gleyma æfingunni í höllinni á fimmtudaginn kl.19.

V&V 

11.01.2009 17:45

Stofnfundur

Á sunnudaginn kemur, 18. janúar kl 20:00, verður haldinn stofnfundur rekstrarfélagsins Fjarðarbyggð/Leiknir ehf, á Reyðarfirði.  Fundarstaðurinn auglýstur síðar.
Allir þeir sem eru áhugasamir um rekstur og skipulag yngriflokkastarfsins í Fjarðabyggð eru hvattir til að mæta.  Tengiliðir í einstökum flokkum og þar með verðandi foreldraráðsmeðlimir (fyrir viðkomandi flokk), eru sérstaklega hvattir til að mæta og hitta tengiliði hinna félaganna. 
Sjáumst á fundinum.

11.01.2009 17:38

Hjónaball

Knattspyrnudeildin þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg við dyravörslu, framreiðslu, uppvask, tiltekt og þrif á og eftir hjónaballið, kærlega fyrir.  Einnig hjónaballsnefndinni fyrir samstarfið.  Aldrei hefur gengið eins vel að þrifa húsið og núna, enda einvala lið mætt. Takk, takk.

07.01.2009 08:46

Daði til frænda vorra Færeyinga

Íslendingur skal styrkja MB
Miðvágs Bóltfelag hevur í dag gjørt avtalu við íslendskan offensiv-spælara

MB, sum komandi árið skal spæla í næst bestu mansdeildini í fótbólti, hevur í dag gjørt sáttmála við íslendska Dáði Már Steinsson. Dáði, sum er íslendingur, er 25 ára gamal, og í fjør var hann partur av liðnum hjá Afturelding, har fyrrverandi KÍ-spælarin, Paul Clapson, taldist millum liðfelagarnar.
Sagt verður, at nýggi spælarin vanliga spælir í álopinum ella sum framrættaður miðvallari.

© Jákup Mørk - Sosialurin

03.01.2009 15:12

Leiknir - Huginn

Núna klukkan 11, laugardaginn 3. jan léku Leiknir og Huginn æfingaleik í Höllinni.  Leiknir sigraði 3-0.  Mörkin gerðu Hilmar Bjartþórsson 16 ára 2 stk og Tadas Jocys 14 ára.  Fyrsta meistaraflokksmark Tadasar - í öðrum leiknum.  Eftirtaldir spiluðu fyrir Leikni: Óðinn, Marinó, Guðni, Sigurður Örn, Björgvin Stefán, Svanur, Vilberg, Ingimar Guðjón, Hilmar, Almar Daði, Baldur Smári, Viðar og tveir nýliðar Björn Ágúst og Gummi Hall yngri.
Huginn tefldi fram ungu liði eins og við og áttu ágæta spretti.  Senilega átti dómarinn, Ingólfur Hjalta, besta leikinn.  Óðinn þurfti einu sinni ekki að segja honum til við dómgæsluna, svo óaðfinnanleg var hún.

02.01.2009 00:37

Leikur við Huginn

Á laugardaginn kl.11 verður leikur við Huginn í höllinni. Allir að vera mættir kl.10.15. Sjáumst hressir og kátir drengir!!!

Svo hefjast æfingar að fullu eftir helgi en þær eru sem hér segir:

Mán - Hlaup og lyftingar kl. 19
Þri - Höllin (með KFF) kl. 19
Fim - Höllin (með KFF) kl. 19
Fös - Höllin kl. 19 (stefnt að því að spila æfingaleiki á þessum æfingum)
Lau - Hlaup og lyftingar kl. 11.30
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40