Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 09:50

Leiknisbolir

Leiknisbolir verða til mátunar í íþróttahúsinu, fimmtudag og föstudag frá klukkan 17:00 - 19:00 báða daga.

                                             Verð:  Sanngjarntemoticon

27.03.2009 22:08

Æfingin á morgun í höllinni!!

Athugið að æfingin á morgun hjá okkur í m.fl.kk. verður í Höllinni kl. 11 en ekki hér í lyftingasalnum. Mæting hjá Fáskurum kl. 10.30 hér á Fásk.

Snúður og Snælda

27.03.2009 09:24

M.fl.kk.

Í kvöld er bootcamp í litla salnum við sundlaugina. Í kjölfarið ætlum við í sund og svo er hugmyndin að fara í söluherferðina. Byrjum kl.18 í geðku stuði.

Koma svo!!

25.03.2009 16:37

Ólöglegur leikmaður

KSÍ hefur breytt úrslitum í leik Leiknis og Völsung úr 4-3 í 3-0 sigur okkar manna vegna ólöglegs leikmanns hjá Völsungi.  Athygli vekur hins vegar að KSÍ breytti einnig úrslitum í leik KFF og Völsungs að sögn vegna sama leikmanns, en sá er ekki skráður sem leikmaður á skýrslu þess leiks eins og hún er skráð á netinu.

Þetta kostar okkur efsta sæti riðilsins - í bili, vegna þess að við vorum ofan við KFF vegna fleiri skoraðra marka.

24.03.2009 22:10

M.fl.kk - Dagskrá næstu daga

Mið. 25. mars - Frí
Fim. 26. mars - Höllin kl.19
Fös. 27. mars - Stefnan á Bootcamp kl. 18.00. Sund og fjáröflun í kjölfarið.
Lau. 28. mars - Útihlaup og lyftingar kl. 10.30
Sun. 29. mars - Frí
Mán. 30. mars - Útihlaup og lyftingar kl.19.00
Þri. 31. mars - Höllin kl. 19
Mið. 1. apríl - Frí en muna snjómokstur á Búðagrund kl.19.00
Fim. 2. apríl - Höllin kl. 19
Fös. 3. apríl - Frí
Lau. 4. apríl - Magni - Leiknir kl. 15 í Boganum Ak.
Sun. 5. apríl - Frí Pálmasunnudagur
Mán. 6. apríl - Útihlaup og lyftingar kl. 19Páskadagskráin verður kynnt fljótlega en ljóst að við komum til með að spila 1 - 2 leiki og æfa af krafti. 

Alex F. and Rafa B.

23.03.2009 08:29

Námskeið

Um næstu helgi kemur Luka Kostic í heimsókn til okkar á Norðfjörð. Hann verður með fyrirlestur um matarræði, innanfótarsendingar, skottækni og klára færi og vörn maður á mann auk verklegrar kennslu. Þetta námskeið verður föstudag og laugardag 27. og 28. mars og byrjar kl:16:00 á föstudeginum og lýkur um 16:45 á laugardeginum.
 
Námskeiðið stendur öllum leikmönnum í meistarflokki og 2. flokki karla og kvenna í Fjarðabyggð til boða og afrekshóps sem stundar nám við íþróttaakademíuna í Verkmenntaskólanum.  
Námskeiðið kostar 3.600 kr. á mann og þarf að vera búið að borga það í síðasta lagi fimmtudaginn 26. mars. Arnar Guðmundsson tekur á móti skráningum á netfangið sirarnar@simnet.is  og greiða á skráningargjaldið inn á 1106-26-213, kt. 540290-1219 og setja í skýringu Luka.
 
Staðsetning:
Bókleg kensla fer fram í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað.
Verkleg kennsla fer fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað.
Boðið verður upp á drykki og ávexti á námskeiðinu.
 
Dagskrá:

Föstudagur:    
16:00   Klára færi & vörn maður á mann - bókl. - m.fl + 2. fl. + afrekshópur.
                  

Laugardagur: 
10:15    Innanfótarsendingar & skottækni bóklegt - afrekshópur
12:00    Innanfótarsendingar & skottækni verklegt - afrekshópur
13:30    Klára færi & vörn maður á mann - verkl. - m.fl. + 2 flokkur + afrekshópur
15:15    Fyrirlestur um hæfileikamótun - allir saman
16:00    Fyrirlestur um matarræði - allir saman
16:40    Námskeiðinu lokið.

21.03.2009 18:49

Jafntefli = jafnræði ?

Leiknir og Huginn átturst við í Lengjubikarnum í Höllinni nú í dag, laugardag.  Niðurstaðan jafntefli í leik þar sem Leiknir var mun betri aðilinn frá fyrstu til 95 mínútu. 
Leikurinn hófst fjörlega og fljótlega sköpuðu okkar menn sér góoð færi.  Markvörður Hugins náði að verja skalla Villa í stöng og horn og örstuttu síðar slapp Hilmar inn í teig og átti stangarskot.  Þvert gegn gangi leiksins náði Huginn forustunni eftir hornspyrnu og einbeitingarleysi okkar manna í teignum.
Vilberg jafnaði um hæl með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá Daða.  Leiknir hélt áfram að sækja og fá færi en inn vildi boltinn ekki.  Rétt fyrir hlé fengu Leiknismenn ískalda vatnsgusu í andlitið þegar gamli refurinn Brynjar Skúlason skoraði fyrir Huginn, og aftur eftir hornspyrnu.
Staðan 1-2 fyrir Huginn í hálfleik, án þess að þeir hefðu náð að skapa sér eitt einasta færi nema eftir hornspyrnur!
Í leikhléi fór Vilberg útaf og Egill Steingríms kom inn á.  Sóknarþunginn hélt áfram og fljótlega fékk Daði fallega stungusendingu og slapp í gegn.  Góður markvörður Hugins náði að verja skot hans en Egill fylgdi vel eftir og sett boltann í netið. 2-2 og mörkin urðu ekki fleiri, þrátt fyrir mýmörg færi okkar manna.  Almar og Hilmar fengu fría skalla á markteig, Bergvin fékk gott skotfæri í teignum og Hilmar slapp í gegn og vippaði yfir markvörðinn, en í slána.
Egill og varnarmaður Hugins lentu í tuski og fengu báðir rautt spjald í leiknum og verður Egill því í banni í eina leiknum á hans heimavelli á Akureyri.

Liðið var þannig skipað:
Óðinn,
Björgvin, Ingólfur, Sigurður Örn, Almar,
Jóhann Örn (Adnan 65´), Viðar (Baldur Einar 60´), Svanur (Bergvin 80'), Hilmar,
Vilberg (Egill 45´), Daði (Hafliði 65´)
Aðrir á bekk; Ingimar og Tadas

Fínn leikur og skemmtilegur, liðið á allt hrós skilið nema þá fyrir dekkingar í föstum leikatriðum.  Næsti leikur í deildarbikarnum er gegn Magna á Akureyri eftir hálfan mánuð.

20.03.2009 10:56

Allir á völlinn!!

Laugard. 21. mars kl. 16.00
Fjarðabyggðarhöllin

M.fl.kk.
Leiknir - Huginn

Deildarbikar karla

Í hálfleik segir Ölli ferðasögu sína og hvernig hann hélt ró sinni þrátt fyrir tap sinna manna. Pétur Bögga syngur ekki þjóðsönginn fyrir leik en kannski eftir leik.
    

18.03.2009 09:46

Æfingar og leikur í deildarbikar

Á laugardaginn spilum við í m.fl.kk. við Huginn í Höllinni og hefst sá leikur kl.16.

Æfingar á fimmtud. og föstud. í höllinni kl. 19. Endilega látið vita ef þið komist ekki á æfingar.

Geir og Grani

16.03.2009 17:02

Goðamót og úrtaksæfing

5. flokkur kvenna keppti um liðna helgi á Goðamóti Þórs á Akureyri.  Þau mistök urðu að við skráðum liðin tvö í A og C, en hefðu að réttu lagi átt að vera B og C.  Biðst ég velvirðingar á því fyrir hönd okkar sem erum í forsvari fyrir yngri flokka Fjarðabyggðar.
A-liðinu gekk ekki nógu vel og tapaði öllum sínum leikjum.  Þær börðust þó til loka og létu ekki mótlætið á sig fá.
C-liðinu gekk vel og vann flesta sína leiki, en ekki var spilað um sæti hjá þeim.
Áfram stelpur þið rúllið þessu upp á Fjarðaálsmótinu.

Úrtaksæfing fyrir U16 og U17 ára landslið fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni sl sunnudag.  Þar voru Gunnar Guðmundsson og Freyr Sverrisson þjálfarar mættir til að skoða stráka af austanverðu landinu og sjá vonandi ástæðu til að velja einhverja af okkar stórefnilegu strákum á áframhaldandi landsliðsæfingar.  Nánar hér  http://www.ksi.is/landslid/nr/7193

16.03.2009 16:28

Búningar

Foreldrar athugið!

Fjarðabyggð/Leiknir áformar að selja öllum börnum fæddum 1997-2002, sem æfa og keppa með félaginu niðurgreidda keppnisbúninga fyrir sumarið. Mátun í íþróttahúsi Ölvers í dag mánudag kl 18-19 og á morgun þriðjudag 18-19.

Niðurgreitt verð; 4.500 kr fyrir peysu með númeri að eigin vali og nafni barns, stuttbuxur og sokkar. Vandaður og fallegur búningur frá Hummel.

Aðrir geta keypt búninginn á 6.500 kr eða merkta treyju á 4.500 kr.

Athugið að þau börn sem ætla að keppa fyrir Fjarðabyggð í sumar þurfa að eiga búning!

Að lokum biðjum við alla að sýna Ölver fulla samúð og sleppa því að minnast á England, enskan bolta eða utanlandsferðir.  Einelti er glæpur!


 

14.03.2009 18:20

Heppnisstimpill

Leiknir sigraði Völsung 4-3 í fyrsta leik 2 riðils í B-deild Lengjubikars (deildarbikars) KSÍ.
Gangur leiksins:
1-0 Egill Steingrímsson fylgdi eftir aukaspyrnu og skoraði.
1-1 nn (nafnlaus norðanmaður) jafnar með skoti fyrir utan teig.
2-1 Hilmar Bjartþórsson skorar eftir góða sendingu frá baráttuhundinum Sigurði Erni.
2-2 nn skorar eftir sofandahátt í vörn okkar og þannig var staðan í hálfleik.
3-2 Daði Steinsson skorar fallegt mark eftir stungusendingu.
4-2 Adnan Mesetovic skorar eftir góða sendingu frá Hafliða Bjarka.
4-3 nn skorar enn, nú rétt undir lok venjulegs leiktíma eftir vandræðagang í vörn okkar.
Völsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu vel getað skorað 3-4 mörk áður en við komumst á blað.  Leikurinn jafnaðist er á leið og í síðari hálfleik var Leiknir lengst af sterkari aðilinn.  Spenna hljóp í leikinn í lokin og Völsungar pressuðu nokkuð eftir að þeir minnkuðu muninn í eitt mark.
Liðið:
Óðinn
Björgvin Stefán, Viðar, Sigurður Örn (Bergvin 81´), Ingimar (Almar 45´),
Svanur, Daði (Tadas 70´), Vilberg,
Jóhann Örn, Egill (Hafliði 60´), Hilmar (Adnan 55´)
Liðið lék þokkalega, þó var losarabragur á vörninni á köflum og vildi slitna milli varnar og miðju.  Það lagaðist eftir því sem á leikinn leið.
Maður leiksins; Sigurður Örn.
Völsungarnir eru með ungt, smávaxið en vel spilandi lið og verða án efa erfiðir viðureignar í sumar.  Þeim finnst örugglega að þeir hafi átt skilið meira út úr leiknum, en svona er þetta - menn verða að nýta færin.

13.03.2009 16:11

Seinkun

Vegna slæmrar færðar á Möðrudalsöræfum seinkar leiknum - stefnt er að því að hann hefjist laust fyrir kl 15:30

Leiknir - Völsungur
 
Laugardaginn kl. ca 15:20

Pétur Bögga pumpar í boltann og syngur þjóðsönginn.
Maggi býður uppá Hreindýrapaté í hálfleik.

Allir á völlinn
Áfram Leiknir

13.03.2009 13:15

Æfingar

Engar æfingar í Ölvershöll í dag 13. mars.

12.03.2009 15:43

Fjarðaálsmót

Fjarðaálsmót

Fjarðaálsmótin nálgast, einkum í 3ja flokki karla og kvenna:

3. flokkur karla og kvenna - sunnudaginn 29. mars

5. flokkur karla og kvenna - föstudaginn 1. maí

4. flokkur karla og kvenna - laugardaginn 2. maí

6. og 7. flokkur karla og kvenna - laugardaginn 16. maí

Frekari upplýsingar:
Þátttökugjald er óbreytt frá því í fyrra 15.000 kr í 11 manna bolta (3ji og 4ði flokkur) og 10.000 kr í 7 manna. 
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í 3. - 5. flokki en þátttökupeningar í 6. og 7. flokki.
Stefnt er að því að mótin hefjist kl 11:00 og verði lokið fyrir kvöldmat í síðasta lagi.  Þetta veltur á þátttöku.  Tímatafla verður birt ekki seinna en á miðvikudegi fyrir mót - skráningarfrestur rennur út á mánudegi.

Á móti skráningum taka og svara fyrirspurnum:
Arnar Guðmundsson .. 847 82 08 .. sirarnar@simnet.is
Magnús Ásgrímsson .. 894 71 99 .. magnus@lvf.is

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40