Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Apríl

30.04.2009 11:08

Æfingin í dag (m.fl.kk)

Ítrekum það að æfingin í dag er á sparkvellinum á Fásk kl.18!!!

Þjálfsar

29.04.2009 09:07

Fjarðaálsmót

Nú þegar tekist hefur að opna vefinn aftur er rétt að koma hér að fréttum.

Á föstudaginn - 1. maí - fer fram Fjarðaálsmót í 5. flokki drengja og stúlkna.  Hjá strákunum eru 9 lið skráð til leiks; 4 frá Fjarðabyggð, 2 frá Hetti, Sindri, Neisti og Langnesingar.  Keppt er í A -og B-liðum.
Í stúlknaflokki er 6 lið skráð; 3 frá KA, 2 frá Fjarðabyggð og Sindri.
Mótið hefst klukkan 11 og á því að ljúka klukkan 17 með verðlaunaafhendingu.

Á laugardaginn - 2. maí - verður síðan Fjarðaálsmót í 4. flokki stúlkna og drengja.  Keppt er á stóran völl (11 manna bolti) hjá báðum kynjum.  4 stúlknalið mæta; Fjarðabyggð I og II, Höttur og Sindri.
Hjá strákunum verður keppt í A- og B-liðum og þar eru skráð 7 lið.  Fjarðabyggð, KS, Höttur og Völsungur keppa í A-liðum og Fjarðabyggð, Völsungur og Sindri í B.
Fyrsti leikur á laugardaginn er klukkan 10 og verðlaunaafhending í mótslok er áætluð klukkan 18:30.

Semsagt; frábær helgi framundan og nóg af skemmtilegum fótbolta í Höllinni.

29.04.2009 07:28

Lokaleikur

Síðasti leikur Leiknis í Lengjubikarnum í ár fór fram á Fellavelli á kjördag.  Úrslit hans voru ekki síður sorgleg en kosninganna. Höttur sigraði 4-3.  Mörk okkar manna skoruðu Hilmar og Villi tvö.
Eftir slaka byrjun var Leiknir betra liðið á vellinum, einkum þó í síðari hálfleik.  En við höldum áfram að gefa andstæðingunum mörk og vinnum trauðla leiki þegar þeir gera 4 stykki.
Liðið:
                    Óðinn
Jóhann Atli - Ingólfur - Viðar - Ingimar
Hilmar - Björgvin - Vilberg - Hafliði
                Daði - Almar
Bekkur; Bergvin (Hafliði) og Hallgrímur (Jóhann)

28.04.2009 22:14

M.fl.kk - Æfingar

Á fimmtud. og föstud. verða æfingar á sparkvellinum kl. 18.

Ási og Sóli


22.04.2009 21:44

Æfingar og Leikur

Á laugardaginn etjum við kappi við Hött í Lengjubikarnum og fer leikurinn fram á Fellavelli.

Æfingin á morgun, fimmtudag, verður á sparkvellinum á Fásk kl.18 og svo erum við kl.19 í Hölllinni á föstudaginn.

AFAR og XELA

22.04.2009 10:09

Fimleikar

Allar æfingar falla niður í Höll Ölvers á föstudaginn - 24. apríl - vegna fimleikakynningar.  Hvet alla til að kynna sér málið og skella sér í fimleika.

Á morgun - sumardaginn fyrsta - verður æfingamót á vegum Hattar á Fellavelli.  Mótið er fyrir 6. og 7. flokk drengja og stúlkna.

19.04.2009 17:37

Fyrsta Fjarðaálsmótinu lokið

Í dag fór fram Fjarðaálsmót í 3ja flokki karla og kvenna.  Vanhöld voru á liðum í kvennaflokki og mættu aðeins Fjarðabyggð og Höttur til leiks.  Léku liðin tvo leiki og lauk hvorumtveggja með sigri Fjarðabyggðar og hömpuðu þær því bikar í mótslok.  Stelpurnar sýndu frábær tilþrif á köflum.
Í drengjaflokki var betri mæting, því auk Hattar og Fjarðabyggðar (Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn) voru mætt lið frá Völsungi og sameiginlegt lið KS, Tindastóls og Hvatar. 
Mótið var mjög skemmtilegt og lauk með hreinum úrslitaleik Fjarðabyggðar og Völsungs en félögin voru með fullt hús stiga þegar þau mættust í lokaleiknum.  Fjarðabyggð hafði sigur í fjörugum leik, 3-2 og sýndu strákarnir því lágmarks gestrisni rétt eins og stelpurnar. 

Við þökkum öllum komuna og fyrir skemmtilegt mót.  Næst er það 5. flokkur föstudaginn 1. maí og 4. flokkur laugardaginn 2. maí.3.fl.kk. Fjarðabyggð (Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn).3.fl.kvk. Fjarðabyggð.3.fl.kvk. Höttur

17.04.2009 10:49

Fjarðaálsmót

Á sunnudaginn fer fram hið frestaða Fjarðaálsmót í 3. flokki karla og kvenna.
5. lið mæta í 3. flokki karla; Höttur, KS, Sindri, Völsungur og Fjarðabyggð.  Í 3ja kvenna eru aðeins tvö lið Höttur og Fjarðabyggð.  Hópumst í Höllina og styðjum okkar lið.

Á morgun, laugardag, er æfingaleikur hjá 3ja karla við KA. Sá hefst kl 11:30.
Að auki er á morgun samæfing í 6. karla kl 10:00.

17.04.2009 09:48

Æfingar næstu daga hjá m.fl.kk.

Föstud. 17. apríl - Frjálst
Laugard. 18. apríl - Hlaup og lyftingar kl. 10.30
Sunnud. 19. apríl - Frí
Mánud. 20. apríl - Hlaup úti kl. 19
Þriðjud. 21. apríl - Höllin kl. 19
Miðvikud. 22. apríl - Frí
Fimmtud. 23. apríl - ?
Föstud. 24. apríl - Höllin kl. 19
Laugard. 25. apríl - Höttur - Leiknir kl. 14 (Fellavöllur)

16.04.2009 10:16

Meira af aðalfundum

Aðalfundur Leiknis var haldinn í kaffistofu slökkvistöðvarinnar á þriðjudagskvöldið.
Þokkaleg mæting var á fundinn og góður andi.  Enda full ástæða til, allar deildir félagsins og aðalstjórn skiluðu rekstrarhagnaði á síðasta ári og starfið hefur ekki verið jafn gott lengi. 
Búið er að endurvekja frjálsíþróttadeildina og vonadi verður mikið líf í henni í framtíðinni.  Blakdeildin blómstrar og tútnar út. 
Sunddeildin er besta viðskiptahugmynd seinni ára og jafnframt sú best varðveitta.  
Á fundinum ánafnaði stjórn sunddeildarinnar knattspyrnudeildinni sínum hlut af styrk Fjarðabyggðar til félagsins á árinu 2009.  Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir - takk - takk.

Áfram Leiknir

14.04.2009 13:32

Aðalfundur

Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis var haldinn í slökkvistöðinni í gærkvöldi.  Mæting var heldur dræm, hálfur annar tugur. 
Fundurinn fór vel fram og fluttu formaður og gjaldkeri skýrslur sínar og voru þær ræddar.
Velta síðasta árs var um 10,4 milljónir og nam rekstrarafgangur um 350 þúsund krónum en árið áður var 130 þús króna tap.
Klöppuðu fundarmenn sérstaklega fyrir stærsta styrktaraðila deildarinnar, Loðnuvinnslunni hf.  LVF, ásamt móðurfélaginu KFFB, styrkti deildina í formi nýrra keppnisbúninga og nánast frjálsum afnotum af rútu og 10 manna bíl, um nálægt 1,3 milljónir á síðasta ári.
Eins kom fram í skýrslu formanns að sveitarfélagið Fjarðabyggð styður vel við íþróttastarfið, bæði með beinum styrkjum og verkefnaúthlutun. Einnig með áætlunarferðum á samæfingar og með endurgjaldslausum og nánast frjálsum afnotum að íþróttahúsinu hér á Búðum og Höllinni á Reyðarfirði.  Takk fyrir það.
Á fundinum gekk Bjartþór Jóhannsson úr stjórninni eftir rúmlega áratugar setu.   Jens Hjelm var kjörinn nýr í stjórn og er hann hér með boðinn velkominn til starfa.Hilmar sonur Bjartþórs í leik.

13.04.2009 16:44

Aðalfundur

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMF Leiknis verður haldinn í kaffistofu slökkvistöðvarinnar hér á Búðum annan í páskum - 13. apríl - kl 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Hvetjum alla áhugamenn um knattspyrnu til að mæta og ræða hvert skuli halda.

                Stjórn knattspyrnudeildar UMF Leiknis

ps Aðalfundur Leiknis verður haldinn á sama stað þriðjudaginn 14. april kl 20:00.

11.04.2009 21:04

Leiknir - Fjarðabyggð

Í gær, föstudaginn langa, tókum við á móti nágrönnum okkar í KFF í okkar næst síðasta leik í Lengjubikarnum í ár.
Byrjunarliðið:
                              Óðinn
 Björgvin Stefán - Viðar - Almar - Ingimar Guðjón
           Hilmar - Svanur - Vilberg - Jóhann Örn
                         Egill - Daði

Bekkur: Ingimar Guðm (Egill '68), Tadas (Ingimar '75), Bergvin (Jóhann Örn ´82), Jóhann Atli (Björgvin '87) og Hafliði (legubekkur).

Leikurinn var þokkalega jafn en KFF var líklegri aðilinn allan fyrrihálfleikinn og skoruðu ódýrt mark eftir aukaspyrnu þegar Svanur varð fyrir því að setja hann í eigið mark.  Ágúst Arnarson skoraði fyrir KFF eftir miðjan hálfleikinn og staðan var 0 - 2 í leikhléi.  Leiknismenn komu ákveðnari til leiks eftir hlé og var jafnræði með liðunum.  Okkar menn skoruðu mark beint úr aukaspyrnu, en það var réttilega dæmt af enda spyrnan óbein.  Nokkru síðar fékk Svanur sitt seinna gula spjald og varð að fara í ótímabæra sturtu.  Leiknismenn efldust heldur við að verða færri og áttu nokkur ágæt færi það sem eftir lifði leiks.  KFF menn björguðu á línu eftir þunga pressu og Hilmar slapp í gegn en lét verja frá sér. 
Í uppbótatíma tókst Haraldi Bergvinssyni að skora fyrir KFF og lokstaðan 0 - 3.  Var það sanngjarn sigur en of stór mv gang leiksins.
Við stilltum upp einni yngstu vörn sem sést hefur í meistaraflokksleik, tveir 16 ára guttar, einn 17 og einn fullorðinn. 
Okkar menn báru of mikla virðingu fyrir nágrönnunum, einkum í fyrri hálfleik.  Sama má segja um dómarann sem hefði mátt láta amk einn miðjumann þeirra fjúka útaf.  Leikur KFF var ekki sannfærandi en ljósu punktarnir að tveir 2. flokks strákar skoruðu mörkin fyrir þá.  Ljóst að framtíðin er í Fjarðabyggð.

08.04.2009 11:37

Föstudagurinn langi!

Föstudagurinn langi verður óvenju fljótur að líða í ár:

Leiknir - KFF
Fjarðabyggðarhöllin
kl 12:00

Mætum æðrulaus og sjáum stórslaginn.  Síðast þegar liðin mættust í deildarbikar vann KFF 11-0.
Hvað gerist núna? Verður þetta jafnari leikur eða bætir KFF skorið?

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40