Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Júní

29.06.2009 08:21

Allt í gangi

Mikið hefur gengið á út um allt austurland á síðustu vikum og er eitthvað lið Fjarðabyggðar/Leiknis að spila á hverjum einasta degi því sem næst.

Á miðvikudaginn síðastliðinn var haldið Pollamót hérna á Fáskrúðsfirði. Á því voru fjögur lið frá okkur auk tveggja liða frá Sindra. Keppt var í tveimur styrktarflokkum og voru úrslitin þau að Fjarðabyggð var í 1. og 3. sæti í báðum riðlunum og Sindri í 2. sæti. Strákarnir stóðu sig virkilega vel og það var gaman að fylgjast með mótinu, þrátt fyrir sterka austanátt.

Mfl. kvenna gerði sér ferð á Höfn og spilaði við Sindra sama dag. Þær komust yfir með marki frá Ástu Kristínu en Sindramenn sigldu framúr og skoruðu þrjú mörk.

3. flokkur karla mætti svo Sindra á Búðagrund daginn eftir og vann öruggan 2-0 sigur.

Á fimmtudaginn spiluðu A-liðin í 5. fl. í Fjarðabyggðarhöllinni. A1 liðið sigraði Einherja 9-0 og A2 liðið tapaði naumt gegn Umf. Langaness 2-3.

Núna á Laugardaginn fór mfl. karla norður á Akureyri og spilaði við Draupni í Boganum. Leiknisliðið byrjaði ágætlega en svo fór að síga á ógæfuhliðina og á endanum skoruðu Draupnismenn eitt mark í hvorum hálfleik og hafði sigur. En núna hlýtur leiðin að liggja uppávið en þessi leikur var virkilega slakur. Leikskýrslu má sjá hér: http://ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=209351

Byrjunarliðið:
Óðinn

Björgvin-Ingvar-Svanur-Gísli

Hilmar-Viddi-Kalli-Hafliði-Daði

Villi

Ingimar Guðjón, Ingimar Guðmunds, Jóhann Atli og Kjartan Bragi komu allir inná.
---------------------------------

4. fl karla spilaði tvo leik við lið KA á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn var KA 2 lagt 5-2 hérna á Búðagrund og á sunnudeginum sigraði KA 1 á Eskifjarðavelli 2-1.

Næstu leikir:

3 fl. karla Höttur/Einherji-Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn á Fellavelli, þriðjudaginn kl. 16.
4. fl. kvenna Fjarðabyggð/Leinir-Völsungur á Norðfjarðavelli, þriðjudaginn kl. 16.
mfl. kvk. Höttur-Fjarðabyggð/Leiknir á Fellavelli, miðvikudaginn kl. 20.

Á þriðjudaginn er einnig Hnátumót KSÍ í 6. fl. á Sindravöllum á Höfn og N1 mót KA hefst á Akureyri á miðvikudaginn þar sem við sendum þrjú lið til leiks í styrktarflokkum A, C og E.

29.06.2009 00:25

Æfingar næstu viku (m.fl.kk.)

Mán - Búðagrund kl. 19.30
Þri - Frí
Mið - Búðagrund kl. 19.30
Fim - Búðagrund kl. 19.00
Fös. - Leiknir - Dalvík/Reynir kl. 19
Lau - Frí
Sun - Búðagrund kl. 19

Rífum af okkur slenið og mætum á æfingar ;)

24.06.2009 20:36

3. fl. á Búðagrund

Leikur Fjarðabyggðar/Leiknir/Hugins og Sindra verður
kl. 18:00 á Búðagrund fimmtudaginn 25. júní.

Allir á völlinn

Vítisengillinn Ölli verður með skemmtiatriði í hálfleik

23.06.2009 22:26

Ótitlað

Pollamót - 6. fl. karla

Miðvikudaginn 24. júní á
Búðagrund og hefst kl. 15:00


Mætum á völlinn og hvetjum yngstu kynslóðina!


23.06.2009 16:57

Keppnisbúningarnir

Hinir nýju Hummel-keppnisbúningar Fjarðabyggðar/Leiknis eru loksins tilbúnir, merktir og fínir.

Þeir sem pöntuðu búninga geta nálgast þá í íþróttahúsinu í dag til kl 19:00 og áfram á sama stað milli 15:00 og 19:00 næstu daga.

23.06.2009 08:56

Frestað

Leiknum hjá 5ta flokki drengja sem vera átti á Búðagrund í dag hefur verið frestað.

Fjarðabyggð/Leiknir 2 gerði jafntefli við baráttuglaða Neistamenn í gær hér á Búðagrund. Neisti sótti 3-3 jafntefli rétt í lokin.

22.06.2009 14:48

Mikið um að vera

Það er allt á fullu í boltanum þessa dagana; 
5. flokkur drengja - A2 - spilar við Neista hér á Búðagrund í dag kl 18:00 og á morgun spilar A1 við Einherja hér á Búðagrund - kl 17:00.  Leikurinn fór 3-3.
4. flokkur kvenna - A- og B-lið - er á leiðinni á Akureyri að spila við KA í dag. A-liðið sigraði 7-0 en B-liðið gerði 3-3 jafntefli.
2. flokkur karla spilar við Grindavík/Njarðvík á Eskifirði kl 16:00 í dag. 3-1 fyrir suðurnesjamenn.
4. flokkur karla - A-lið - spilar við Hött á morgun kl 17:00 á Fellavelli.
Á miðvikudaginn verður Pollamót KSÍ í 6. flokki háð hér á Búðagrund og hefst kl 15:00.
Meistaraflokkur kvenna spilar á Höfn á miðvikudagskvöldið og svo mætti lengi halda áfram.....

Allir yngri flokkarnir okkar fara glæsilega af stað og allt bendir til þess að nóg verði um að vera í útslitakeppnum í seinnipart sumars!

Meistaraflokkur karla lék á Húsavík á laugardaginn og mátti láta í minni pokann fyrir Völsungi 2-1.
Vonandi sér einhver þeirra sem voru á staðnum sér fært að skrifa smá umfjöllun.

22.06.2009 12:52

Leikur á Búðagrund

Fjarðabyggð/Leiknir 2 taka á móti Neista á Búðagrund í kvöld, 22. júní kl. 18:00. Leikurinn er í F-riðli 5. flokks karla, A-lið. 

Mætum á völlinn og hvetjum yngstu kynslóðina.

 

 

22.06.2009 11:13

Fréttir af 3.fl.kk.

3.fl. kk. er búinn að spila 3 leiki í sumar.  Fyrsti leikurinn var við Dalvík sem vannst 6-1, næst var spilað við Völsung fór sá leikur 3-2 fyrir okkar menn.  3.fl. tekur þátt í bikarkeppni ksi og var fyrsti leikurinn í gær (sunnud.).  Leikið var við Hött á Fellavelli, strákarnir unnu 7-1 og eru komnir í 2.umferð í bikarnum og mæta þar KA.  Næsti  leikur hjá 3.fl.  er við Sindra á fimmtudaginn kl.20:00 á Búðagrund.

21.06.2009 23:09

Æfingar næstu viku (m.fl.kk)

Mánudagur - Búðagrund kl. 19
Þriðjudagur - Búðagrund kl. 19.30
Miðvikudagur - Frí
Fimmtudagur - Höllin kl. 19
Föstudagur - Höllin kl. 19
Laugardagur - Draupnir - Leiknir kl. 14
Sunnudagur - Frí

Þjálfsar

18.06.2009 12:24

Ótitlað

Æfingatafla fyrir sumarið 2009


  Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstdagur
09:30-12:00 Íþróttaskóli 6-7. fl. Íþróttaskóli 6-7. fl. Íþróttaskóli 6-7. fl. Íþróttaskóli 6-7. fl. Íþróttaskóli 6-7. fl.
12:00-13:00 M A T U R


16:00-17:15  
5. fl. Karla
5. fl. Karla
16:30-17:45 Samæfing 6.fl (rey)    Samæfing 4. fl. kvk (nesk) Samæfing 5.fl kk/kvk 4. fl.kvk Samæfing 5.fl kk/kv 4. fl og 5. fl kvk
17:45-19:00 Samæfing 4.fl kk 4.fl. Karla Samæfing 4. fl kk 4. fl. Karla  

Þjálfarar hjá Leikni F:

(Samæfingar í Höllinni)
Hilmar Freyr Bjartþórsson s. 8458936Björgvin Stefán Pétursson s. 8447779Jóhann Atli Hafliðason s. 8446485Inga Sæbjörg Magnúsdóttir s. 8466216

5. flokkur karla er meira en velkominn að mæta á æfingar hjá 4. fl þegar þeir koma með rútunni frá Reyðarfirði. Einnig skal hafa það í huga að 6. fl. má einnig mæta á 5. flokks æfingar.

Ástæðan fyrir því að aðeins er ein æfing fyrir 4-5 fl. kv er að það er hreinlega ekki hægt að koma henni fyrir.


16.06.2009 23:17

Breyting á æfingatíma

Vegna fjölda áskorana hefur þjálfarateymi m.fl.kk. ákveðið, eftir 2 klst fund, að breyta æfingatíma í þessari viku. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og var hún m.a. borin undir fulltrúaráð knattpyrnudeildarinnar. Þar fór atkvæðagreiðslan þannig að 3 samþykktu breytingu og 2 voru á móti.


Þannig að æfingin á morgun 17. júni verður á fimmtudaginn kl. 19:30 á Búðagrund.

Þjálfsarnir tveir

15.06.2009 14:19

Leiknir - Draupnir

Leiknir tók á móti Draupni, nýja Akureyrarliðinu í gær sunnudag, við ágætar aðstæður á Búðagrund. 
Leikurinn hófst fjörlega og strax á annari mínútu skoraði Hilmar ágætt mark eftir að hafa sloppið í gegn um vörn norðanmanna.  Hilmar var svo aftur á ferðinni á 20 mínútu þegar hann fékk háa sendingu í gegn um vörn Draupnis.  Drengurinn tók boltann niður með vinstri og skaut með hægri í einni hreifingu framhjá dolföllnum markverði Draupnis.  Mjög skemmtileg afgreiðsla.
Á 36 mín lyfti Vilberg boltanum snyrtilega yfir markvörð Draupnis og forystan orðin 3 mörk.  Villi fékk kjörið færi til að skora annað mark í hálfleiknum en skallaði í slána og niður, fyrir auðu marki og mátti ekki vera að því að klára færið vegna anna við að fagna markinu.  Stórskondið atvik.
Á lokamínútum hálfleiksins komu bestu færi norðanmanna.  Þeir áttu skot ofan á þverslána og fengu síðan vítaspyrnu eftir að boltinn hrökk í hönd á varnarmanni, sem renndi sér fyrir skot sem var á leiðinni í netið.  Viðkomandi slapp án spjalds, enda náðu dómararnir ekki númerinu á honum í atganginum í teignum.
Hlynur Birgisson, þjálfari norðanmanna og fyrrverandi atvinnumaður fór á punktinn, en Óðinn gerði sér lítið fyrir og varði frá honum.
Staðan 3-0 í hálfleik.
Fimm mínútum eftir hlé bætti Villi við marki af stuttu færi eftir að Hilmar renndi óeigingjarnt á hann eftir að hafa sloppið í gegn.  Á 72 mínútu bætti Daði við marki eftir skemmtilega sókn.
Á lokamínutunum slapp Vilberg í gegn og fiskaði víti.  Hann tók spyrnuna sjálfur en Steinar Pálmi varði, boltinn hrökk aftur til Villa sem þakkaði fyrir sig og fullkomnaði þrennuna.
6-0 sigur, en þess ber að geta að Draupnir tók tvo leiki í ferðinni og spilaði kvöldið áður við Huginn á Seyðisfirði og voru því væntanlega ekki alveg 100% ferskir.

Leiknisliðið:
                Óðinn
Björgvin - Svanur - Siggi - Almar
        Viddi - Kalli - Jói
        Daði - Villi - Hilmar
Bekkur: Jóhann Atli (Björgvin 65'), Hafliði (Almar 70'), Bergvin (Viðar 83'), Gísli Páll.

Loksins héldum við hreinu, spurning hvenær það gerððist síðast?
Hilmar átti mjög góðan leik, sem og Vilberg og Daði.  Þá áttu Óðinn og Siggi fínan dag. 

14.06.2009 19:50

Næstu æfingar (m.fl.kk.)

Mánudagur 15. júní - Skokka 20 mín. og lyfta (Hver á sínum tíma)
Þriðjudagur 16. júní - Búðagrund kl. 19
Miðvikudagur 17. júní - Búðagrund kl. 19
Fimmtudagur 18. júní - Frí
Föstudagur 19. júní - Búðagrund kl. 19
Laugardagur 20. júní - Völsungur - Leiknir

Þjálfsar

14.06.2009 09:46

Ótitlað

Leiknir - DraupnirBúðagrund
Sunnudaginn 14. júní kl. 14:00Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40