Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Ágúst

31.08.2009 08:52

Frábær fótboltahelgi

Lokið er skemmtilegri fótboltahelgi hjá Fjarðabyggð/Leikni.
Á Búðagrund fóru fram æsispennandi úrslitakeppni í 5ta flokki karla og má sjá myndir frá herlegheitunum í albúmi.   Spennan í A-liða keppninni var reyfarakennd.
Að loknum tveim umferðum á laugardagskvöldið var staðan:
        Stjarnan ......... 4 stig
        Fjarðabyggð .. 3 stig
        Haukar ........... 2 stig 
        KA ................... 1 stig
Á sunnudagsmorgninum gerðu Haukarnir sitt þriðja 1-1 jafntefli og nú við okkar drengi á meðan KA vann Stjörnuna 1-0.  Lokastaðan:
        Stjarnan ............ 4 stig
        Fjarðabyggð .... 4 stig
        KA ..................... 4 stig
        Haukar ............. 3 stig 
Þar sem markatala er ekki látin ráða úrslitum í 5ta flokki og jafnt var í innbyrðis virðureignum félaganna þriggja, þurfti hlutkesti til að ákveða lokaröð liðanna og hvert þeirra færi í lokaúrslit um næstu helgi.  Fulltrúar félaganna drógu spil úr höndum þjálfara U17 og Hauka, Freys Sverrissonar.
Gummi ,,glaumgosi" Bjarnason dró tígulgosa (tilviljun?) en fulltrúi Stjörnunnar sýndi ekki sitt spil.
Þar sem KA-menn voru farnir dró fulltrúi Þórs fyrir þeirra hönd.. tíguldrottningu og KA-menn fögnuðu ákaft, við Shellið á Egilsstöðum....
Til hamingjum KA!  Niðurstaða mótsins er sú að liðin voru öll ákaflega jöfn og hefði hvert þeirra sem var getað farið áfram.  Haukarnir sem enduðu neðstir töpuðu ekki leik og hefðu unnið riðilinn ef þeir hefðu skorað eitt mark í viðbót í einhverjum leiknum...
Okkar menn stóðu sig mjög vel og voru að mati heimamanna með besta liðið!
B-liða keppnin var ekki nærri eins spennandi, Breiðablik hafði þar nokkra yfirburði, Haukar lentu í öðru sæti, Þór í þriðja og Fjarðabyggð í fjórða.  Úrslitin má sjá hér
Þess má geta að við hjá Fjarðabyggð/Leikni erum í nokkurri tilvistarkreppu í 5ta og 6ta flokki drengja, vegna stærðar okkar í samanburði við önnur félög hér á Austurlandi.  Við skráðum 4 lið í íslandsmót í báðum flokkum, 2 A-lið og 2 B-lið.  Það þýðir að A2 (sem er okkar B-lið) á engan séns á úrslitasæti en C-liðin okkar fara í úrslitakeppni og keppa þar við B-lið mun stærri félaga. 
En þetta var útúrdúr.  B-liðið okkar stóð sig með prýði og vann síðasta hálfleikinn sinn, á móti Haukum 3-2.  Blikar til hamingju með úrslitasætið!
Mig langar að þakka öllum sem komu að frábærlega vel heppnuðu móti.  Foreldraráði 5ta flokks og öðrum foreldrum í flokknum, dómurum og gestum okkar sem allir voru sínum félögum til sóma.   Þúsund þakkir.
Veðurguðirnir fá hins vegar engar þakkir, leiðinda belgingur var allan tímann sem mótið stóð og hægði ekki fyrr en megnið að aðkomuliðunum var horfið inn í göngin, á leið til síns heima.

30.08.2009 13:03

...meira af myndum.

Það eru komnar fleiri myndir inn í annað albúm frá deginum í dag á Búðagrund, endilega kíkið á flottu fótboltastrákana okkar.Leikur Fjarðabyggðar/Leiknis og Hauka A lið.Leikur Fjarðabyggðar/Leiknis og Hauka B lið.

29.08.2009 21:47

Myndir

Það eru komnar myndir í albúm frá leikjunum inn á Búðagrund í dag hjá 5.fl.kk. A og B lið.Leikur Fjarðabyggðar/Leiknis og Breiðabliks B lið.
Leikur Fjarðabyggðar/Leiknis og KA A lið.

29.08.2009 09:49

Fréttir af yngri flokkum

6. fl.kk A-lið spiluðu í úrslitakeppninni 15. ágúst og úrslit úr þeim leikjum má sjá hér.

6. fl.kk B-lið spiluðu í úrslitakeppninni 15. ágúst og úrslit úr þeim leikjum má sjá
hér.

6.fl.kvk A vann sinn riðil og spilaði í úrslitum 15. ágúst á Fellavelli. Úrslit úr þeim leikjum má sjá hér. B-liðið stóð sig með ágætum en komst ekki í úrslit.

5.fl.kk A og B lið spila í dag á Fáskrúðsfirði og leikjaplanið má nálgast
hér hjá A og hér hjá B.

5.fl.kvk A stóðu sig vel en eru ekki í úrslitum. 5.fl.kvk. B- spilar í úrslitum á Höfn í dag og leikjaplanið má nálgast
hér.

4.fl.kk endaði í 3. sæti í sínum riðli og 7 manna liðið í 7 sæti sínum riðli.

4.fl.kvk. vann sinn riðil og spilar í úrslitakeppninni á Akureyri næstu helgi. Leikjaplanið má nálgast
hér.  B-liðið endar í 2. sæti.

3. fl.kk eru komnir í úrsliti í bikarkeppninni á norðausturlandi og fer úrslitaleikurinn fram 5. sept og eru mótherjar þeirra Völsungur eða Þór. Á Íslandsmótinu eiga þeir enn möguleika á að vinna sinn riðil en stöðuna í riðlinum má sjá
hér.

Stöðuna hjá 2.fl.kk má sjá
hér.

Flottur árangur hjá okkar krökkum í sumar.

17.08.2009 12:25

Æfingar mfl.kk.

Mán 17.ágúst kl. 19:30  Búðagrund
Þri. 18. ágúst.  FRÍ
Mið. 19. ágúst  kl. 19:30  Búðagrund
Fim.  20. ágúst kl. 19:30  Búðagrund
Fös. 21. ágúst   FRÍ
Lau.  22. ágúst   Völsungur -  Leiknir  kl. 14:00

17.08.2009 09:17

4. fl. kk

Fjarðabyggð/Leiknir - Dalvík

4. flokkur karla, E-riðill, 7 manna lið

Mánudagur kl. 18:00 á Búðagrund, þar sem hlutirnir gerast

14.08.2009 11:52

Leikur í kvöld

Síðasti heimaleikurinn í dag föstudag

Leiknir-Einherji

3. deild karla, D-riðill

Búðagrund kl. 19:00

13.08.2009 11:16

Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur mfl. kvk

Síðasti leikur sumarsins hjá meistara flokki kvenna.

Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur

Fimmtudag 13.08.09

Kl. 19.00 Eskifjarðavelli

Allir að mæta og styða stelpurnar til sigurs í þessum lokaleik sumarsins.

12.08.2009 13:04

Knattspyrnunámskeið Leiknis

Vikuna 17. - 21. ágúst fer fram síðasta knattspyrnunámskeið sumarsins og viljum við hvetja sem flesta til að mæta á það!

 

Þessa viku ætlum við einnig að bjóða velkomin krakkana sem eru 5 ára á árinu (fædd 2004).

 

 

Námskeiðin hefjast kl 9:30 og eru til 12:00. Vikan kostar 2000 kr. og er ætlast til þess að borgað sé í byrjun vikunnar!


- Þjálfarar

12.08.2009 09:58

Leikur á eftir

Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur

4. flokkur kvenna.

kl. 16:00 á Búðagrund

11.08.2009 11:14

Naumt tap

Leiknir tók á móti Huginn á Búðagrund í gær, þriðjudaginn 11. ágúst. Leikurinn fór fram á iðagrænum vellinum sem hefur notið rigninganna síðustu vikur.

Byrjunarlið Leiknis var svona:

                        Óðinn
Björn Ágúst - Ingvar - Svanur - Vignir

Ævar - Jói - Ingimar - Hafliði - Almar
                   Vilberg

Bekkur: Ingimar Guðjón(Almar), Tadas(Vignir), Jóhann Atli, Baldur(Hafliði), Kjartan.

Leiknismenn byrjuðu leikinn vel og áttu nokkur skot að marki sem ógnuðu þó ekki mikið. Huginsmenn virkuðu stressaðir en þeir fóru að vinna sig inní leikinn og fengu eitt dauðafærði þegar u.þ.b. 10 mínútur voru til hálfleiks sem vinstri kantmaður þeirra náði að klúðra alveg ótrúlega. Leiknismenn héldu áfram að eiga sínar sóknir og var það mjög oft sem boltann vannst á miðjunni sem var virkilega sterk í leiknum með Ingimar í broddi fylkingar.

Seinni hálfleikur hófst með látum af hálfu Huginsmanna en þeir pressuðu mjög stíft og við það opnaðist leikurinn. Huginsmenn byrjuðu að fá hálffæri og seinna í leiknum opin færi sem þeir klúðruðu eins og þeir fengju borgað fyrir það. Leiknir hélt áfram að eiga upphlaup af og til og vantaði bara smá upp á að það myndi opna dauðafæri. En þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum fengu Leiknismenn vítaspyrnu eftir að varnmaður Hugins traðkaði á höfði Jóhanns. Villi tók vítaspyrnuna sem flaug leiðinlega langt í átt að Sumarlínu. Við þetta efldust Huginsmenn enn meira og náðu að skora á 86 mínútu skv. leikskýrslu. Sending kom frá vinstri og boltinn var skallaður inn af markteig.

Leikurinn endaði þar með 1-0 fyrir Huginn og ótrúleg óheppni að tapa síðustu þremur leikjum 0-1 á heimavelli.

Mikið var af áhorfendum á vellinum sem að vonandi nutu skemmtunarinnar.

10.08.2009 09:06

Æfingar mfl.kk.

Mánud. 10 ágúst  kl. 19:00    Búðagrund
Þriðjud. 11. ágúst kl. 19:00  Leiknir - Huginn  Búðagrund
Miðvikud. 12. ágúst. FRÍ
Fimmtud. 13. ágúst.  kl. 19:00 Búðagrund
Föstud. 14. ágúst. kl. 19:00  Leiknir - Einherji


09.08.2009 23:49

Ótitlað

Við viljum vekja athygli á því að vikurnar 10.-14. ágúst og 17.-21. ágúst verður knattspyrnunámskeið í íþróttaskóla Leiknis. Við hvetjum krakkana til að mæta og klára sumarið með stæl!

Í síðustu viku var leikjanámskeið sem var fámennt en virkilega skemmtilegt. Mjög vel veiddist í veiðiferðinni auk þess sem að golfferðin breyttist í Mini-golf í íþróttahúsinu sem var virkilega skemmtilegt.  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40