Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Október

31.10.2009 12:46

Tandrabergsakademían

Um næstu helgi, 6. og 7. nóvember stöndum við hjá Fjarðabyggð/Leikni fyrir knattspyrnuakademíu fyrir börn í samvinnu við Tandraberg og KSÍ.  Boðið verður upp á þrjár æfingar og fyrirlestur fyrir 3. - 5. flokk, en eina æfingu fyrir 6. og 7. flokk.  Verðið 3.500 fyrir eldri hópinn, en 1.000 kr fyrir 6. og 7. flokk.

Leiðbeinendur auk þjálfaranna okkar verða;
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna,
Bjarni Jóhannsson, þjálfari mfl karla hjá Stjörnunni,
Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari mfl kvenna hjá HK/Víkingi,
Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ,
Helgi Ásgeirsson, yfirþjálfari yngri flokka Hattar,
Halldór Hermann Jónsson, leikmaður Fram,
Sonja Björk Jóhannsdóttir, leikmaður KR,

Föstudagur 6. nóvember

    5. flokkur - æfing  kl 16:00 - 17:00 - kvöldmatur kl 18:30

    4. flokkur - æfing  kl 17:10 - 18:10 - kvöldmatur kl 19:00
    
3. flokkur - æfing  kl 18:20 - 19:20 - kvöldmatur kl 19:40

Laugardagur 7. nóvember

5. flokkur - æfing kl 09:00-10:00 og kl 13:20-14:20 - hádegismatur kl 12:00

4. flokkur - æfing kl 10:05-11:05 og kl 14:25-15:25 - hádegismatur kl 12:30

3. flokkur - æfing kl 11:10-12:10 og kl 15:30-16:30 - hádegismatur kl 13:00
6. og 7. flokkur - æfing kl 12:15-13:15

                                   

Fyrirlestrar í Grunnskóla Reyðarfjarðar laugardag 7. nóvember 

    5. flokkur    11:15 - 11:55            

    4. flokkur    13:00 - 13:40                                 

    3. flokkur    14:00 - 14:40


Skráningar sendist á sirarnar@simnet.is sem fyrst, en í síðasta lagi miðvikudaginn 4.

28.10.2009 13:22

Gemsar og tölvudót!

Knattspyrnudeildin safnar tölvum og gemsum!


Við hjá knattspyrnudeild Leiknis hyggjumst hefja nýstárlega fjáröflun, sem felst í því að safna gömlum fartölvum og GSM símum sem ekki eru lengur í notkun á heimilum og hjá fyrirtækjum.  Félagið fær greitt fyrir þau tæki sem safnast en þau eru flutt út í endurnýtingu.  Þau tæki sem við getum tekið á móti eru ma; GSM-símar, tölvur, prentarar, lyklaborð, myndavélar, upptökuvélar og MP3 spilarar!

Fyrirtækið Græn framtíð annast flutning á tækjunum  til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja erlendis sem tryggja endurnýtingu á þeim með ábyrgum hætti.  Heilir símar og fartölvur verða nýttir áfram í þróunarlöndum og íhlutir úr ónýtum tækjum verða nýttir í annan búnað.  Þá verður spilliefnum úr þeim eytt með löglegum hætti.

Félagar í Leikni munu á mánudagskvöldið - 2. nóvember -  ganga í hús á Búðum og slá margar flugur í einu höggi, safna gemsum og tölvudóti og einnig dósum og flöskum.  Vonum við að viðtökurnar verði góðar eins og alltaf og menn styrki deildina og stuðli jafnframt að því að gömul raftæki öðlist framhaldslíf og spilliefni komist rétta leið í eyðingu.  Dósa- og flöskupoka (og poka með GSM og þh) má skilja eftir við útidyr ef enginn verður heima.

Einnig munum við halda áfram að taka á móti símum og tölvudóti, þegar þessu söfnunarátaki lýkur.

Minnum á sölu deildarinnar á WC-pappír! 
Magnús gsm 894 71 99

20.10.2009 10:58

Pistlingur

Vetrarstarfið er nú komið í fullan gang hjá Leikni og Fjarðabyggð/Leikni.  Svipað kerfi er á innahússæfingunum knattspyrnunni, yngstu börnin fá tvær æfingar á viku en þau eldri þrjár.  Rétt að fagna þeirri nýbreytni að boðið er upp á fimleika í höll Ölvers, auk blaks og frjálsra íþrótta.  Eins stendur Leiknir fyrir sundæfingum, þannig að í boði eru 5 íþróttagreinar og nóg að gera hjá mörgum!

Stjórn Fjarðabyggðar/Leiknis er búin að ráða þjálfara til ársins í flestum flokkum;
Vilberg Jónasson þjálfar 3ja flokk karla, eins og áður og núna á að taka N/A-riðillinn!
Ingimar Guðmundsson er nýr þjálfari 4ða flokks karla og bjóðum við hann sérstaklega velkominn til starfa en Ingimar hefur verið duglegur að taka þjálfaranámskeið undanfarin ár og er kominn með fjórða stig KSÍ.
Guðmundur Andri Bjarnason þjálfar 5ta flokk áfram, en hann náði flottum árangri með strákana sl sumar.  Hann þarf aðeins að bæta sig í spiladrætti en það kemur örugglega núna enda er Gummi á fullu á þjálfaranámskeiðum.
Jóhann Atli Hafliðason verður áfram með 6ta flokk og heldur áfram sínu fína starfi.
Srjdan Rajkovic þjálfar 3ja flokk kvenna sem verður skráður til leiks í Íslandsmótið í 11 manna bolta (búið að ganga frá ráðningu Rajko í vetur og vonandi verður hann einnig með liðið næsta sumar en það kemur í ljós).
Viðar Jónsson þjálfar 4ða kvenna áfram.
Ævar Valgeirsson verður sömuleiðs áfram með 5ta kvenna.
Inga Sæbjörg Magnúsdóttir verður með 6ta kvenna, amk fyrst um sinn.
Ekki hefur verið gengið frá hver þjálfar 7. flokk, en ekki eru samæfingar í þeim flokki.

Framundan er fótbolti og fjör.
Væntanlega verður svokölluð knattspyrnuakademia Tandrabergs haldin í Fjarðabyggðarhöllinni helgina 6.-7. nóvember næstkomandi.  Akademían er hugsuð fyrir börn á öllum aldri, þó sérstaklega fyrir 3.-5. flokk.  Nánar auglýst fljótlega ma í Dagskránni í næstu viku. Fylgist með!

Einnig er stefnt að því að halda opið mót í Höllinni síðustu helgina í nóvember fyrir 5.-7. flokk stráka og stelpna. Mótið verður auglýst fljótlega!

01.10.2009 18:54

Innanhúsbolti m.fl.kk.

Jæja jæja

Þá erum við að spá í að byrja á léttum innanhúsbolta á föstudögum kl. 20.30 eða strax á eftir old boys. Látið þetta endilega ganga, bara bolti og stuð.

Sjáumst á morgun

Þjálfsar
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40