Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Nóvember

28.11.2009 17:57

Futsal.

Það eru komnar myndir frá leik Leiknis og Hugins í Íslandsmótinu í Futsal sem fram fór í Ölvershöll í dag. Leiknir sigraði Huginn 18-1.
27.11.2009 15:19

Eimskipsmót!!!

Á morgun laugardaginn 28. nóvember stendur Fjarðabyggð/Leiknir,  í samvinnu við EIMSKIP - óskabarn þjóðarinnar - fyrir knattspyrnumóti fyrir 5. og 6. flokk stráka og stelpna og blandaðan 7. flokk, í Höllinni.
Mótið hefst kl 8:30 og lýkur um kl 15.  Fyrst verða 6. og 7. kláraðir frá, en 5. byrjar að spila nálægt hádeginu.
Skora á sem flesta að leggja leið sína í Höllina, en þar verður kaaaaalt.

27.11.2009 10:32

Íslandsmótið í Futsal

Leiknir - Huginn
Laugardaginn 28.nóv. kl. 14:00
í íþróttahöll Ölvers

26.11.2009 22:36

Íslandsmótið í Futsal

Leiknir vann Hött 12 - 7 í skemmtilegum leik í kvöld.  Fyrir leik söng Pétur Bögga þjóðsönginn og sá maður tár á hvarmi áhorfenda sem troðfylltu íþróttahús Ölvers enda rödd Péturs silkimjúk og hann mikil tilfinningavera.   Leiknismenn byrjuðu leikinn rólega og lentu fljótlega 0-3 undir aðallega vegna þess að Svanur hafði ekki bundið tvöfalda slaufu á skóþveng sinn.  Síðan komu 6 Leiknismörk og eftir það var þetta bara spurning hvað sigurinn yrði stór sérstaklega eftir að Óðinn  og Ingimar þurftu að fara heim þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.  Setti til gamans inn myndir af Pétri, sem hefur þverneitað að hann hafi nokkur tíma notað Nivea hrukkukrem.  Segist einungis borða hollan mat og synda reglulega.

25.11.2009 21:50

Leiknir F - Höttur

Hvar: Íþróttahúsi Ölvers.

Hvenær: Fimmtudaginn 26.nóvember kl. 20:00.

Pétur Bögga syngur þjóðsönginn fyrir leikinn og Gummi Kobba sýnir teygjustökk í hálfleik.

24.11.2009 11:35

Tengiliðir - uppfært

Knattspyrnuráð hefur skipað tengiliði fyrir komandi keppnistímabil í öllum flokkum.  Tengiliðirnir eru jafnframt fulltrúar í foreldraráð viðkomandi flokks hjá Fjarðabyggð/Leikni.

3. fl karla

Jóhanna Eiríksdóttir

johannae@skolar.fjardabyggd.is

475 12 60 / 691 12 62

Paulius Naucius

pofke@hive.is

849 11 60

3. fl kvenna

Elsa Elísdóttir

vsese@simnet.is

478 10 49 / 862 90 99

4. fl karla

Hans Óli Rafnsson

oli@lvf.is

588 42 51 / 696 18 17

Óskar Hallgrímsson

oskarth@hive.is

483 36 55 / 897 30 55

Jóna Ingunn Óskarsd

dalir1@simnet.is

475 13 44 / 868 8141

 

4. fl kvenna

Íris Valsdóttir

giris@simnet.is

899 89 81

Guðrún Gunnarsd

gunna@skolar.fjardabyggd.is

475 15 24 / 863 61 17

5. fl karla

Valur Sveinsson

valur.sveinsson@fjardabyggd.is

478 10 49 / 895 99 18

Ólafur Atli Sigurðsson

oliatli@vortex.is

894 64 34

5. fl kvenna

 

Guðný Elísdóttir

gesp@simnet.is

475 12 21 / 844 84 75

Guðni Ársælsson

narfi@simnet.is

897 56 37

6. fl karla

Líneik Sævarsdóttir

lineik@skolar.fjardabyggd.is

475 15 32 / 895 15 32

Hafdís Pálsdóttir

viddij@simnet.is

581 12 51 / 845 37 48

6. fl kvenna

Dagný Örnólfsdóttir

hjallisig@simnet.is

895 99 48

Vilberg og Tania Li

vilberg@skolar.fjardabyggd.is

475 11 33 / 868 91 03

7. fl karla og kvenna

Oddrún Pálsdóttir

arisv@simnet.is

426 79 70

Eyrún Elísdóttir

bogus@simnet.is

475 14 06 / 864 17 13

22.11.2009 19:50

Old boys æfing.

Ég rakst inn á Old boys æfingu í fótbolta á föstudagskvöldið og voru menn að leggja sig alla fram með tuðruna. Tók nokkrar myndir og setti í albúmið. Njótið vel.Hart barist.

18.11.2009 13:35

U17

Ingimar Guðjón Harðarson hefur verið valinn í æfingahóp fyrir U17 ára landslið.  Þá eigum við tvo stráka sem æfa með U17,  spennandi verður að fylgjast með þessum strákum og hvernig þeim gengur í framtíðinni.  Báðir hafa þeir spilað töluvert með mfl. karla og eru lykilmenn í liði 3.fl. Fjarðabyggðar/Leiknis.

16.11.2009 09:23

Af meistaraflokki karla

Þetta er helst að frétta af körlunum;
Viðar og Vilberg gerðu tveggja ára samning fyrir síðasta tímabil og verða því áfram með liðið.
Hilmar Bjartþórsson gerði samning við KFF á dögunum. 
Hið sama gerði Adnan Mesetovic.
Björgvin Stefán hafnaði því að að skrifa undir hjá KFF og verður áfram í heimahögum.
Marinó hefur ákveðið að snúa heim í Leikni.
Stephen Tupy mun einnig koma til okkar í vor.
Sigurður Örn var orðinn sprækur, en ku hafa tekið hjólhestaspyrnu á Alcoa-æfingu....
Óðinn þarf væntanlega í aðgerð á öxl og er óvíst með þátttöku hans á næsta tímabili.

Strákarnir eru skráðir í Íslandsmót í Futsal sem fer fram nú fyrir jólin, þeir eru í riðli með Huginn og Hetti.
Í janúar verður haldið einskonar Austurlandsmót í Höllinni, hliðstætt Powerade-mótinu sem spilað er í Boganum á sama tíma.  Nýstofnað dómarafélag Austurlands mun standa að mótinu.

Æfingar hefjast fyrir alvöru hjá körlunum í janúar, en núna eru þeir með eina spilæfingu inni á viku og eiga þess kost að mæta á eina í Höllinni með KFF.  Að auki geta þeir mætt í Oldboys 3x í viku, en fæstir þeirra treysta sér til þess.  Stefnt er að sameiginlegum æfingum með KFF í janúar og febrúar, enda æfingahópðar félaganna litlir á svæðinu.

Milli hátíðanna mun verða leikmannafundur og málin skoðuð, auk árlegs jólaleiks við Sindra.

Amen

11.11.2009 16:21

Tandrabergsakademían

Mjög vel tókst til með akademíuna sem haldin var um síðustu helgi.  Yfir 140 börn tóku þátt í henni og komu þau viðsvegar að af Austurlandi, af svæðinu frá Djúpavogi til Vopnafjarðar.
Þeir þátttakendur sem undirritaður talaði við, sögðust hafa haft bæði gagn og gaman æfingum og fyrirlestrum.
Fjarðabyggð/Leiknir vill senda öllum sem hönd lögðu á plóg; í eldhúsi, við gæslu, við þrif, við þjálfun og annað bestu þakkir.  Einnig fyritækjum sem styrktu okkur, og þá fyrst og fremst Tandrabergi.  Takk Einar.  Síðast en ekki síst þökkum við gestaþjálfurnum sem lögðu fram frábæra vinnu - allir án endurgjalds.  Frábært.  Takk kærleg; Bjarni, Halldóra Björk, Helgi, Sigurður Ragnar, Magnús Már, Sonja Björk og Halldór Hermann.
Og síðan þökkum við þátttakendunum fyrir mætinguna og vonumst til að sjá þá aftur að ári, því Akademían er komin til að vera.
Tekið í Höllinni apríl 2008.

06.11.2009 11:35

Úrtaksæfingar U17 karla

Tadas Jocys hefur verið valinn á úrtaksæfingar fyrir u17 ára landslið.  36 strákar víðsvegar af landinu voru valdir.  Æfingarnar fara fram um helgina (7-8. nóv.).  Þjálfari u17 ára landsliðs Íslands er Gunnar Guðmundsson sem var þjálfari hjá Leikni.  3. fl. kk. eftir sigur á Fjarðaálsmótinu. 


03.11.2009 15:38

Eimskipsmót

Þá er það loksins klappað og klárt; Fjarðabyggð/Leiknir mun halda mót í Höllinni fyrir 5. - 7. flokk stráka og stelpna síðustu helgina í nóvember, EIMSKIPSMÓTIÐ.
Takið helgina frá!

Skráningar í Tandrabergsakademíuna ganga vel, komnar um 90 skráningar og von á fleirum.  Drífið í að skrá, fresturinn rennur út á morgun, miðvikudag.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40