Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Apríl

29.04.2010 15:47

Hlutverk í m.fl.kk.

Fyrsti leikur okkar í m.fl.kk. verður 22. maí á Akureyri gegn Draupni. Eftir ferð okkar til Akureyrar um síðustu helgi erum við komnir í undanúrslit Lengjubikarsins en leiktími hefur ekki verið ákveðinn. Eins er ekki alveg ljóst hvenær bikarleikurinn við Hött verður spilaður en hann á að fara fram 8. maí.

Í ferð okkar um síðustu helgi héldum við fund þar sem við settum okkur markmið fyrir komandi tímabil. Eins fórum við yfir þau hlutverk sem leikmenn skipta á milli sín komandi tímabil.  Þau eru sem hér segir.

Ingimar og Svanur: Ingimar er fyrirliði og Svanur varafyrirliði. Eru tengiliðir okkar utanvallar við aðra leikmenn. Verða einnig í leikmannaráði/skemmtinefnd með 2 öðrum leikmönnum utan Fásk. Marri, Siggi og Jói koma sterklega til greina ;) 
Björgvin stefán og Stephen: Sjá um búninga fyrir og eftir leiki.
Ingimar Guðjón og Almar:  Sjá um bolta fyrir æfingar og leiki.
Tadas og Gummi: Sjá um vatn á öllum æfingum.
Fannar og Arek: Sjá um vatn og fleira á heimaleikjum.
Viddi og Villi:  Sjá um sjúkratöskuna og allt sem viðkemur þjálfun og ferðum.
Björgvin Snær og Arnar: Sjá til þess að heimaleikir verði teknir upp á video.
Óðinn og Ómar: Sjá um tónlist á heimaleikjum.
DJ Swan: Tónlist í klefa.

Aðrir leikmenn utan Fásk eru að sjálfsögðu með það hlutverk að koma á sem flestar æfinginar hér á Fásk. Svo ef fleiri Fáskarar mæta fá þeir að sjálfsögðu hlutverk.

Þessi hlutverk taka gildi þegar í stað!!

Mjög mikilvægt að hver og einn sýni ábyrgð og geri þetta vel. Ef menn komast ekki á æfingar og geta ekki sinnt sínu hlutverki verða menn að redda öðrum í verkefnið. Þetta er allt partur af því að koma klúbbnum á hærra plan.

Einnig töluðum við um að æfa a.m.k. einu sinni í viku í höllinni og mikilvægi þess að láta vita ef menn komast ekki á æfingar eða verði seinir fyrir. Refsikerfi var rætt og vonandi verður það komið á koppinn sem fyrst. 3.fl. strákarnir eru allir í æfingahópnum og leggjum við mikla áherslu á að þeir mæti með m.fl. þegar þeir eru ekki á 3.fl. æfingum.

Einnig voru kynnt almenn markmið fyrir meistaraflokk karla og þar ber helst að markmið okkar er að láta frekar láta unga og efnilega stráka spila en þá sem mæta illa og geta lítið verið með.

 

28.04.2010 23:48

Fjarðabyggð/Leiknir - Sindri

Nú er nýlokið leik Fjarðabyggðar/Leiknis og Sindra í C-deild Lengjubikars kvenna. Sindri átti góðan leik í kvöld og var 2-0 yfir í hálfleik en Fjarðabyggð/Leiknir pressaði stíft í seinni hálfleik en hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir nokkur ágæt færi. Sindri bætti við þriðja markinu eftir hornspyrnu undir lok leiksins og lokatölur því 3-0 fyrir Sindra. Á sunnudaginn leikur svo Fjarðabyggð/Leiknir sinn síðasta leik í Lengjubikarnum gegn Tindastól/Neista í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn kl. 17.

Tekið af heimasíðu KFF

28.04.2010 20:56

Næstu æfingar og happdrættið

Næstu æfingar eru sem hér segir hjá m.fl.kk.

Það eiga allir að fara í ræktina fimmtudag eða föstudag og ekkert undanskot!!!!

Svo erum við á Sparkvellinum á Fásk kl. 17.00 á laugardaginn. Þar ætlum við einnig að skipuleggja komandi happdrætti þannig að mikilvægt er að allir mæti.

VJ

27.04.2010 22:22

Lengjubikar kvenna

Þá er komið að fjórða leik m.fl.kvk í Lengjubikarnum.

Miðvikudaginn 28. apríl kl. 19.00

Fjarðabyggðarhöllin


Fjarðabyggð/Leiknir - Sindri


Eins og sést á færslunni hér að neðan þá lögðu stelpurnar Hött sl. sunnudag 3-1. Þær gerðu jafntefli 2-2 á móti Draupni þ. 11.04. Í hálfleik voru tölur 1-0 fyrir Draupni en mörk okkar skoruðu norðfirðingarnig og frænkurnar Petra Lind Sigurðardóttir og Andrea Magnúsdóttir. Þetta er betri byrjun en oft áður og allir hvattir til að fara á völlinn og styðja stelpurnar. Það er nóg að gera hjá kvennaliðinu þessa daga því Sunnudaginn 2. maí fara stúlkurnar síðan norður og spila við Tindastól/Neista í Boganum kl. 15.

26.04.2010 16:59

Lengjubikar kvenna

Fjarðabyggð/Leiknir vann í dag góðan sigur á Hetti í C-deild Lengjubikarsins. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni og urðu lokatölur 3-1 eftir að Fjarðabyggð/Leiknir var 3-0 yfir í hálfleik. Það var Una Sigríður Jónsdóttir sem skoraði fyrsta markið og síðan bætti Berglind Lilja Guðlaugsdóttir við tveimur mörkum. Höttur skoraði síðan mark í síðari hálfleik og flottur 3-1 sigur í höfn.

Tekið af heimasíðu KFF

26.04.2010 11:38

Næstu æfingar (m.fl.kk)

Þri - Höllin kl. 19
Mið - Sparkvöllur Fásk kl. 19

Læt vita með framhaldið á miðvikudaginn. Gæti verið að við verðum í höllinni fimmtud.

VJ

26.04.2010 09:41

Jafntefli

Seinni leikur okkar í Akureyrarferðinni var gegn Samherjum í Boganum í gær. Við vorum slakir í fyrri hálfleik og gekk illa að skapa okkur færi. Þrátt fyrir það var 0-0 í hálfleik og við staðráðnir í að gera í betur í seinni hálfleik. Það gekk ekki alveg eftir í byrjun því þá skoruðu Samherjamenn og stuttu seinna fékk Ingimar G. sitt annað gula spjald og þurfti að yfirgefa völlinn. Einum færri fórum við í gang og síðustu 20 mínúturnar vorum við sterkari aðilinn og Jóhann Örn jafnaði leikinn með góðu skoti yfir markmann heimamanna. Lokatölur 1-1.

Liðið í gær var þannig að Óðinn var í marki og í vörninni Björgvin, Siggi, Svanur og Ingimar smái. Á miðjunni Ingimar stóri, Stephen og Tadas. Á vængjunum Ævar og Jói og uppi Villi jálkur.

Á bekknum voru Dóri, Pétur, Almar, Fannar, Matti og Björgvin Snær. Dóri kom inn fyrir Tadas í hálfleik og Matti fyrir Sigga fljótlega í seinni. Pétur kom svo inn fyrir Ævar.

Fín ferð norður og vil ég nota tækifærið og þakka öllum fyrir skemmtilega ferð. Úrslitin um helgina gera það að verkum að við erum komnir í undanúrslit en ekki er komið í ljós hverjir mótherjar okkar verða.

24.04.2010 09:03

Flottur sigur í gærkvöldi

Í gær spilðum við gegn Draupni í Lengjubikarnum en leikurinn fór fram í Boganum. Tveir nýir leikmenn voru í leikmannahóp okkar í gær en Stephen Tuby lenti á Akureyrarflugvelli eftir langt ferðalag frá Bandaríkjunum og svo skipti Jóhann Örn úr KFF í vikunni. Við bjóðum þá velkomna til félagsins.

Við byrjuðum leikinn ekki vel og á 4 mínútu skoruðu heimamenn eftir misskiling í vörn okkar manna. Á 20. mínútu skoraði svo Jóhann Örn gott mark eftir langt innkast frá Bögga og góðan skalla Svansa. Hálfleikstölur 1-1. Seinni hálfleikur var vel leikinn af okkar hálfu. Fljótlega kom Stephen inn fyrir Tadas og Mateusz inn fyrir Sigga. Stepehn skoraði sigurmark okkar þegar um 10 mínútur lifðu leiks með góðu marki eftir góða fyrirgjöf Jóa. 2-1 sigur staðreynd.

Liðið í gær var þannig að Óðinn var í marki. Í vörninni Siggi, Dóri, Svanur og Ingimar dúlla. Á miðjunni Tadas, Ingimar gamli og Böggi. Á vængjunum Jói og  Ævar og uppi Villi jálkur. Á bekknum Stephen (inn fyrir Tadas á 51 mín), Mateusz (inn fyrir Sigga á 56. mín), Björgvin Snær, Fannar ( inn fyrir Ævar á 90. mín.) og Pétur (inn fyrir Bögga á 67. mín).

Á morgun mætum við svo Samherja kl. 15 í Boganum.

20.04.2010 22:13

Ferðin norður

Þá fer þetta nú allt að skýrast varðandi ferðina norður í land um helgina. Böggi ætlar á bíl og svo förum við á einum bílaleigubíl. Dóri og Pétur eru fyrir norðan, Marri og Stephen koma að sunnan og Ingimar G, Svanur, Villi og Siggi fara á eigin vegum.

Hópurinn sem fer í ferðina; Óðinn, Björgvin Stefán, Dóri, Svanur, Ingimar ungi, Tadas, Ingimar eldri, Villi, Almar, Ævar, Marri, Matteuz, Siggi, Stephen, Sjoliaresk, Pétur og Viðar.

Ljóst er að þeir sem gista í Hamri þurfa að hafa með sér sæng/svefnpoka og kodda.

Fyrstu drög að dagskrá eru sem hér segir;

Föstudagur 23. apríl

 

Kl. 14.00 - Brottför frá Fásk

Kl. 20.00 - Mæting í Bogann

Kl. 21.15 - Draupnir - Leiknir

Kl. 00.00 - 3.00 - Pottur hjá Svansa og Ingó

 

Laugardagur 24. apríl

 

Kl. 10.30 - Sund í þelamörk

Kl. 11.35 - Man. Utd. - Tottenham fyrir þá sem vilja

Kl. 14.00 - Fundur

Kl. 16.15 - Arsenal - Man. City fyrir þá sem vilja

Kl. 19.30 - Sameiginlegur matur

Kl. 21.00 - Keila

 

Sunnudagur 25. apríl

 

Kl. 11.30 - Sameiginlegur matur

Kl. 12.30 - Einstaklingsviðtöl

Kl. 13.45 - Mæting í Bogann

Kl. 15.00 - Samherji - Leiknir

Endilega commentið ef þið eruð með hugmyndir og eitthvað skemmtilegra en þetta ;)

18.04.2010 17:46

Öruggur sigur í Lengjubikarnum í dag

Leiknir lagði Einherja með 9 mörkum gegn 2 í Lengjubikarnum í dag. Staðan í hálfleik var 3-0 og svo komu 6 mörk í þeim seinni og gestirnir settu tvö. Villi jálkur skoraði 4, Almar ungi 4 og Dóri nýi 1.

Liðið í dag var þannig að Óðinn var í markinu og í vörninni Ingimar litli, Svanur, Dóri og Björgvin stóri. Á miðjunni Tadas, Ingimar stóri og Villi jálkur. Á vængjunum Ævar og Marri og uppi Almar.

Á bekknum voru Pétur, Fannar, Arek og Björgvin Snær og komu þeir allir við sögu.

Flottur sigur og vonandi gengur eins vel um næstu helgi þegar við förum norður í land og etjum kappi við Draupni og Samherja. Fyrri leikurinn er  föstudaginn 23. apríl kl. 21.15 og sá seinni sunnudaginn 25. apríl kl. 15. Leikirnir eru báðir leiknir í Boganum.


17.04.2010 10:45

Pétur og Halldór í Leikni

Frétt af kff.is:

Tveir framtíðarleikmanna Fjarðabyggðar skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið. Þetta eru þeir Pétur Aron Atlason og Halldór B Bjarneyjarson. Þeir eru báðir fæddir árið 1993 og verða því 17 ára á árinu. Ásamt því að leika með 2. flokki félagsins verða þeir lánaðir til Leiknis F. þar sem þeir fá góða reynslu í sumar.

Við bjóðum strákana velkomna í Leikni.


16.04.2010 15:50

Aðalfundir

Nú er lokið aðalfundahrinu hjá UMF Leikni.  Aðalfundur félagsins var haldinn sl miðvikudagskvöld að Grímseyri 7 og var mæting með ágætum.  Áður höfðu allar deildir haldið sína fundi, þe auk knattspyrnudeildarinnar, blakdeild, sunddeild og frálsíþróttadeild. 
Á aðalfundinum kom margt fróðlegt fram, ma að rekstur félagsins er með sömu ágætum og undanfarin ár.  Aðalstjórn og allar deildir nema frjálsíþróttadeild skiluðu ágætum hagnaði árið 2009.  Tap frjálsíþr.deildar var óverulegt og ekkert ef deildin fær endurgreitt frá sveitarfélaginu kostnað við að sauma utan um hástökksdýnur sem notaðar hafa verið við kennslu í íþróttahúsinu frá upphafi.
Á fundinum gekk Ingólfur Hjaltason úr stjórn Leiknis eftir að hafa verið í stjórn félagsins og knattspyrnudeildarinnar talsvert á fjórða áratug.  Ingólfi var þakkað með lófataki og Ólafur Atli Sigurðsson kjörinn í hans stað.  Í aðalstjórn eru;
Steinn Jónasson formaður, Hafdís Pálsdóttir, Gunnar Geirsson, Bylgja Þráinsdóttir og Ólafur Atli.

Rekstur knattspyrnudeildarinnar gekk þokkalega 2009, rekstrarafgangur ársins var tæpar 400 þúsund krónur.  Þess ber að geta að við skárum mikið niður vegna kreppu, veltan minnkaði um rúmar 2 milljónir.  Einnig gáfum við foreldrum verulega afslætti af æfingagjöldum vegna árferðisins.  Að auki afhentum við Fjarðabyggð/Leikni eina af fjáröflunum okkar, þe Fjarðaálsmótin.
Á aðalfundi knattspyrnudeildar gekk Jens Hjelm úr stjórn, en Óskar Þór Hallgrímsson var kjörinn í hans stað.
Ráðið skipti með sér verkum;
Formaður ......... Magnús Ásgrímsson,
Gjaldkeri ........... Hans Óli Rafnsson,
Ritari ................. Erla Björk Pálsdóttir,
Varaformaður ... Óskar Þór Hallgrímsson,
Meðstjórnandi .. Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir,
Meðstjórnandi .. Paulius Naucius.

16.04.2010 14:18

Lengjubikarinn

Leiknir F - Einherji
Fjarðabyggðarhöllinni
Sunnudaginn 18. apríl
 kl. 13:0012.04.2010 16:07

Næstu æfingar m.fl.kk

Mán. 12. apríl - Lyftingar
Þri. 13. apríl - Höllin kl. 19
Mið. 14. apríl - Sparkavöllur Fásk kl. 19
Fim. 15. apríl - frí
Fös. 16. apríl - Höllin kl. 19
Lau. 17. apríl - frí
Sun. 18. apríl - Leiknir - Einherji kl. 14

VJ

10.04.2010 22:27

Fjarðaálsmót helgarinnar!

Fjarðaálsmót dagsins í 3ja og 4ða flokki drengja er lokið.  Mótin tókust vel og vonandi fóru allir þokkalega ánægðir heim.

Lokastaðan varð sem hér segir.
4. flokkur:
1. sæti Fjarðabyggð II
2. sæti Völsungur
3. sæti Fjarðabyggð I

3. flokkur:
1. sæti Fjarðabyggð
2. sæti Völsungur I
3. sæti Höttur
4. sæti Sindri
5. sæti Völsungur II
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40