Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 21:59

Leikur á Vopnafirði

Á morgun, fimmtudag förum við Leiknismenn á Vopnafjörð.  Tvær breytingar verða á hópnum Viddi og Dóri eru á N1 mótinu á Akureyri og verða ekki með, Pétur og Kjartan koma inn í staðinn.

Hópurinn:

Óðinn, Svanur, Siggi, Marri, Björgvin Stefán, Stephen, Ingimar Guðm., Villi, Ævar, Jói, Almar, Kjartan, Tadas, Humar, Björgvin Snær og Pétur.

Lagt verður af stað frá íþróttahúsinu kl. 16:00.

29.06.2010 23:17

Einherji - Leiknir

Fimmtudaginn 1. júlí mætum við Einherja á Vopnafirði, okkur hefur gengið ágætlega gegn Einherja og frá árinu 2003 hafa liðin mæst 9 sinnum og höfum við sigrað 5 leiki , 2 jafntefli og tapað 2.  Einherji er í 2. sæti riðilssins með 9 stig og getum við haft sætaskipti með sigri.

                                                    S     J     T

Leiknir F. 5 2 2 24-16
Einherji 2 2 5 16-24

26.06.2010 19:01

Jafntefli

Í dag mættum við Dalvík/Reyni í hörkuleik á Búðagrund. Fyrir leikinn voru gestirnir með fullt hús stiga eftir 5 leiki en við með 7 stig eftir 4 leiki. Fyrri hálfleikur var mjög góður af okkar hálfu og gáfum við gestunum hvergi eftir. Barátta og fínar sóknir sköpuðu nokkur ágæt færi og úr einu skoraði Jói gott mark. Undir lok hálfleiksins skorðum við annað mark sem var dæmt af vegna brots á markmanninum. Seinni hálfleikur byrjaði vel fyrir okkur og skoraði Villi eftir góða aukaspyrnu af kantinum. Eftir markið var leikurinn jafn og lítið um færi. Á 81 og 84 mínútu sofnuðum við á verðinum og fengum á okkur tvö mörk. Undir lokin fengum við víti sem við náðum ekki að nýta.

Líklega okkar besti leikur í sumar en súrt að fá aðeins 1 stig en það er þó betra en ekkert.

Liðið í dag var þannig:

                      Óðinn
Björgvin    Siggi       Svanur  Marii

               Stephen  Ingimar
Ævar                                   Jói
                      Villi
                 Almar

Næsti leikur er á Vopnafirði á fimmtudaginn.
Myndir í albúmi.
25.06.2010 17:24

Leiknir - Dalvík/Reynir kl.14

Á morgun, laugardag, mætum við Dalvík/Reyni í 3. deildinni. Gestirnir eru taplausir það sem af er en vonandi breytist það eftir morgundaginn. Leikurinn hefst kl. 14 á hinni beautiful Búðagrund.

Hópurinn á morgun: Óðinn, Svanur, Siggi, Marri, Björgvin Stefán, Stephen, Ingimar Guðm., Villi, Ævar, Jói, Almar, Viddi, Tadas, Humar, Björgvin Snær og Dóri.

Matur heima hjá Ingimari Harðar kl. 10.48, muna eftir kr. 1000 fyrir matnum. Mæting í leikinn kl. 12.45 í íþróttahús.

23.06.2010 13:49

Búningar

Vonandi verða keppnisbúningarnir sem pantaðir voru um síðustu mánaðarmót á krakkana, tilbúnir til afhendingar í næstu viku. Búningarnir eiga að koma til landsins fyrir helgi en þá er eftir að ná þeim austur og merkja þá.
Þetta átti ekki að taka svona langan tíma og biðjumst við velvirðingar á drættinum
.

23.06.2010 11:55

Happdrættið

Dregið var í happdrætti m.fl.kk. á leik okkar gegn Magna á Þjóðhátíðardaginn. Fjölbreyttir vinningar voru í boði, 45 talsins. Að sjálfsögðu þökkum við kærlega þeim fyrirtækjum/einstaklingum sem gáfu vinninga og ekki síður þeim fjölmörgu sem tóku þátt og keyptu miða.

Styrktaraðili

Vinningur

Miði

Vinningshafi

Húsasmiðjan Egilsstððum

Gjafavara

67

Óli Heiðar

Office One

Gjafavara

295

Jóna Kristín

Stjörnuhár Egilsstöðum

Gjafavara

18

Ívar Ingimars

Héraðsprent

Gjafavara

234

Linda Hrönn

Hárhöllin Egilsstöðum

Gjafabréf

257

Garðar Stefáns

Subway Egilsstöðum

Gjafabréf

540

Ómar Erlings

Shellskálinn Egilsstöðum

Gjafabréf

20

Ari Sveins

Snyrtistofan Alda Egilsst.

Gjafabréf

497

Halla Björg

Myndsmiðjan Egilsstöðum

Gjafabréf

509

Helgi Snævar

Hársnyrtistofan Herta Reyf.

Gjafabréf

534

Grétar Arnþórs

Veiðiflugan Reyðarfirði

Gjafabréf

520

Hallgrímur Ingi

Byko Reyðarfirði

Gjafabréf 10þús

112

Alberta

Byko Reyðarfirði

Gjafabréf 15þús

423

Lúðvík Daníels

Samkaup Egilsst./Fásk

Gjafabréf 5þús.

72

Helga Jóna

Samkaup Egilsst./Fásk

Gjafabréf 5þús.

389

Vilberg Marinó

Samkaup Egilsst./Fásk

Gjafabréf 5þús.

360

Grétar Helgi

Samkaup Egilsst./Fásk

Gjafabréf 5þús.

363

Tinna Hrönn

Samkaup Egilsst./Fásk

Gjafabréf 5þús.

401

Magnús Aðils

N1

Topplyklasett

3

Sigþóra Odds

N1

Topplyklasett

113

Sigrún Guðjóns

N1

Topplyklasett

473

Hrefna Guðný

N1

Blandari

361

Þorsteinn Harald

Subway Egilsstöðum

Gjafabréf

352

Björgvin Hansson

Subway Egilsstöðum

Gjafabréf

380

Jón Jónasson

Söluskáli S.J. Fáskrúðsfirði

Gjafabréf

433

Ölver Jakobs

Pex Reyðarfirði

Gjafabréf

487

Björn Guðmunds

Shell Reyðarfirði

Gjafabréf

510

Helgi Snævar

Perlusól Egilsstöðum

Gjafabréf

118

Tanja Rún

Sundlaugar Fjarðabyggðar

10 miðar

29

Jón Grétar

Sundlaugar Fjarðabyggðar

10 miðar

538

Óðinn og Svava

Sundlaugar Fjarðabyggðar

10 miðar

243

Héðinn Ingvi

Líkamsrækt Fáskrúðsfirði

Mánaðarkort

158

Jón Brynjar

Líkamsrækt Fáskrúðsfirði

Mánaðarkort

250

Marta Stefanía

Líkamsrækt Fáskrúðsfirði

Mánaðarkort

13

Hafdís Rut

Sumarlína Fáskrúðsfirði

Gjafabréf 3þús.

162

Bryndís Hilmars

Sumarlína Fáskrúðsfirði

Gjafabréf 3þús.

34

Rakel Lilja

Sumarlína Fáskrúðsfirði

Gjafabréf 3þús.

282

Edda Reyðarf.

Jói

Golfkennsla

264

Stefán Garðars

Ferðaskrifstofa Austurlands

Gjafabréf

108

Sigdís Telma

Ívar Ingimars

Reading treyja

439

Steinunn Elísd.

FKS Borgarfirði

Harðfiskur

415

Árni Gunnarsson

Tærgesen Reyðarfirði

Pizza og kók

270

Garðar Stefáns

Launafl

20.000 kr.

9

Kristófer Páll

Hárstofa Sigríðar Reyðarf.

Gjafabréf

419

Björgvin Hansson

Húsasmiðjan Egilsstöðum

Gjafavara

481

Ólafur Hallgr.


Alls seldust 418 miðar og vonandi gerum við enn betur næsta sumar ;)

23.06.2010 11:44

Tveir leikir framundan hjá mfl. kvk

1.deild kvenna

Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur


í dag miðvikudag 23. júní kl: 20:00


á Eskifjarðarvelli.Mætum og styðjum við bakið á stelpunum!VISA-bikar kvenna 16 liða úrslit 

Þór/KA - Fjarðabyggð/Leiknir


föstudag 25. júní kl: 18:45


á Þórsvelli.

18.06.2010 21:40

ÍBV mættu sterkar til leiks í meistaraflokki kvenna og sigrðuðu 1 - 4

Í gær 17.júní spiluðu meistaraflokkar kvenna KFF/Leiknis og ÍBV á Eskifirði og lauk leiknum 1 - 4  fyrir ÍBV. ÍBV er með mjög sterkt lið og gáfu þær ekkert eftir í þessum leik. KFF/Leiknir náði þó forystunni á 28. mínútu þegar Steina Gunnarsdóttir setti boltann í markið eftir nokkuð klafs í teignum. ÍBV jöfnuðu leikinn á 35. mínútu og bættu síðan einu marki við mínútu seinna og staðan í leikhléi 1 - 2 fyrir ÍBV.  Í síðari hálfleik var á brattan að sækja þar sem ÍBV hafði þá sterkan meðvind með sér en stelpunar okkar stóðu í þeim og gátu allt eins skorað eitt til tvö mörk þar sem þær áttu bara nokkuð baráttuglaðan síðari hálfleik. Það varð hins vegar ekki raunin en ÍBV skoraði hins vegar tvö mörk í seinni hálfleik, á 57. og 88. mínútu og  eru greinilega verðskuldað í fyrsta sæti b-riðils 1. deildar með 15 stig eftir 5 leiki en KFF/Leiknir í 4 sæti með 6 stig eftir 4 leiki.

Frétt af
www.kff.isLiðið var þannig skipað:
                    Petra
                     Una
Klara - Rakel - Sara - Ástrós
Ragga - Hafrún - Alexandra - Steina        
                   Sigrún

Nína kom inn á fyrir Sigrúnu, Lovísa kom inn á fyrir Hafrúnu, Tanja Rún kom inn á fyrir Steinu og Sunna kom inn á fyrir Klöru. Ragnhildur kom ekki inn á.

18.06.2010 17:22

Fjarðabyggð/Leiknir Völsungur

3.fl.kk.
Fjarðabyggð/Leiknir -  Völsungur Sunnudaginn  20. júní kl. 14:00

 Búðagrund.

17.06.2010 21:33

Leiknir - Magni

Leiknir hélt upp á þjóðhátíðardaginn með öruggum sigri á liði Magna frá Grenivík í dag.
Okkar menn léku undan nokkurri golu í fyrri hálfleik og sóttu stíft.Strax á annarri mínútu skoraði Almar Daði eftir hornspyrnu.Norðanmenn veittu þó nokkra mótspyrnu og jöfnuðu með góðu langskoti á níundu mínútu.  Okkar menn sóttu áfram og fengu nokkur ágæt færi.  Um miðjan hálfleikinn fékk Ævar góða sendingu innfyrir vörnina frá Vilberg og sett´ann.Ævar var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar og skoraði með ágætu skoti eftir klafs í teignum.Nokkrum mínútum fyrir hlé fékk Ævar fína sendingu frá óeigingjörnum Jóhanni Erni og komst í gott færi en markvörðurinn varði.Boltinn hrökk aftur til Ævars, en þá braut markvöruðurinn klaufalega á honum og víti dæmt.Vilberg fór á punktinn og skoraði örugglega.  4-1 í hléi.
Minna fjör var í síðari hálfleiknum en fljótlega eftir hlé fengum við aðra vítaspyrnu og Vilberg skoraði einnig úr henni.  Það sem helst bar til tíðinda eftir þetta var að Mitsa fór hamförum með flautuna og gula spjaldið.Sýndi hann sex Leiknismönnum og fjórum Magnamönnum slíkt, þrátt fyrir að leikurinn væri prúðmannlega leikinn.
En öruggur sigur í höfn 5-1 og annað sætið í riðlinum, amk í bili. 
Liðið í dag:
                    Óðinn,
Björgvin, Svanur, Siguður, Marinó,
         Stephen og Ingimar,
  Jóhann,     Vilberg,     Ævar,
            Almar
Bekkurinn: Tadas, Ingimar Guðjón, Halldór, Viðar og Björgvin Snær.  Þeir fjórir fyrsttöldu komu við sögu.

Laugardaginn 26. fáum við síðan topplið Dalvíkur í heimsókn.
Words: 234   Characters: 1501
Fullt af myndum í albúmi....og það var mark...þetta eru meiri lætin......hver á þennan fót???Leiknisliðið eftir sigurinn á Magna.

17.06.2010 17:32

Nýtt samæfingaplan

Nýtt samæfingaplan tók í gildi þriðjudaginn 15. júní, en hitt æfingaplanið var ekki samþykkt af sveitarfélaginu vegna rútukostnaðar.

Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur
16:30 - 17:45 6. fl. Kk & kvk Höllin      
16:30 - 18:00   4. fl. Kk Höllin 4. fl. Kvk Höllin 5. fl. Kk Höllin                5. fl. Kvk Nesk
17:30 - 19:00     3. fl kvk Nesk  
18:00 - 19:30   3. fl kk Höllin    
Rúta fer á allar æfingar frá íþróttahúsinu á fásk. Lagt er af stað 30 mín. fyrir æfingar sem eru á Reyðarfirði en 70 mín. fyrir æfingar á Neskaupstað.

17.06.2010 09:50

KFF/Leiknir - ÍBV 1. deild kvk B riðill

1.deild kvenna

Fjarðabyggð/Leiknir - ÍBV


í dag fimmtudag kl: 12:00


á Eskifjarðarvelli.


Stelpurnar mæta í dag efsta liðinu í riðlinum en okkar stelpur eru í 4. sæti í riðilinum eftir 3 leiki með 6 stig, 2 unna leiki og 1 tap.


Félag L U J T Mörk Net Stig
1 ÍBV 4 4 0 0 28  -    1 27 12
2 ÍR 6 4 0 2 14  -  15 -1 12
3 Selfoss 3 3 0 0 20  -    3 17 9
4 Fjarðabyggð/Leiknir 3 2 0 1   7  -    8 -1 6
5 Sindri 4 2 0 2   9  -  11 -2 6
6 Fjölnir 4 1 1 2   2  -  12 -10 4
7 Fram 6 0 2 4   5  -  19 -14 2
8 Höttur 6 0 1 5   5  -  21 -16 1

12. júní spiluðu þær gegn Fram á Eskifirði og unnu 3-2. Fram hafði yfir í hálfleik en Andrea Magnúsdóttir skoraði 2 mörk í seinni hálfleik og Berglind Lilja Guðlaugsdóttir eitt ásamt því að Fram setti eitt líka og lokatölur því 3-2.


15.06.2010 11:54

3.deild karla Leiknir - Magni

Á Þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 14 mætum við Magna í 3. deildinni. Leikurinn fer fram á Búðagrund og er fyrsti alvöru leikurinn sem spilaður er þar í sumar. Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja við bakið á okkur enda sumarblíða og jákvæðni um allan fjórðunginn.

Hópurinn á fimmtudaginn: Óðinn, Björgvin Péturs, Björgvin Snær, Svanur, Dóri, Siggi, Marri, Humar, Ingimar, Ævar, Jói, Almar, Villi, Tadas, Viddi og Stephen.

Mæting heim til Humars kl. 11 um morguninn en þar verður etið og í framhaldinu fá leikmenn gallana sína og annan fatnað. Mæting í leikinn sjálfan kl. 12.45.

14.06.2010 17:20

Lukkuleikur ;)

Þessa dagana eru leikmenn í m.fl.kk að selja happdrættismiða. Miðinn kostar kr. 1000 og margir flottir vinningar í boði, m.a. utanlandsferð. Áhugasamir geta haft samband við einhvern leikmann m.fl.kk. og þeir selja ykkur miða um hæl.

Dregið verður fimmtudaginn 17. júní á leik Leiknis og Magna á Búðagrund en leikurinn hefst kl. 14.00.

10.06.2010 08:54

Tap í úrslitaleik

í gær fórum við á Akureyri og spiluðum úrslitaleikinn í C-deild Lengjubikarsins. Andinn í hópnum var virkilega góður og allir staðráðnir í að vinna fyrsta bikarinn fyrir félagið í heil 26 ár. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en lítið um færi. Við lágum til baka og nokkur góð tækifæri á hröðum sóknum sem við nýttum ekki nægilega vel. 0-0 í hálfleik í jöfnum leik. Í seinni hálfleik voru KB mun sterkari og áttum við í vandræðum fram á við. Um miðjan seinni hálfleik slapp leikmaður KB inn fyrir skoraði eina mark leiksins. Eftir markið reyndum við allt sem við gátum og settum  smá pressu á þá en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-0.

Að sjálfsögðu voru þetta vonbrigði en þetta fer allt í reynslubankann. Við höfum ekki spilað marga úrslitaleiki á síðustu árum þannig að þetta er hluti af því að koma okkur á hærra plan. Næsti leikur okkar er í 3. deildinni á Þjóðhátíðardaginn en þá fáum við Magna í heimsókn á Búðagrund en sá leikur hefst kl. 14.

Liðið í gær var þannig að í markinum var Óðinn og í vörninni Siggi, Dóri, Svanur og Marri. Á miðjunni Ingimar, Stephen og Jói og á köntunum Björgvin og Ævar. Almar var einn uppi.

Á bekknum voru Tadas, Humar, Viddi, Villi og Björgvin Snær. Tadas og Ingimar komu inn fyrir Almar og Björgvin um miðjan seinni hálfleik og Villi fyrir Sigga þegar um 10 mín voru eftir.

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40