Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Júlí

30.07.2010 18:57

Æfingar mfl. kk. (UPPFÆRT)

Mánudagur 2. ágúst    kl. 19:00     Búðagrund
Þriðjudagur 3. ágúst     lyftingar
Miðvikudagur 4. ágúst  kl. 19:00     Höllin
Fimmtudagur 5. ágúst  kl. 19:00     Búðagrund

Laugardagur  7. ágúst   Magni - Leiknir  kl. 14:00

Með fyrirvara um breytingar

27.07.2010 20:11

Reycup

Um síðustu helgi fór fríður hópur frá okkur í Fjarðabyggð/Leikni á Reycup. Um 2000 keppendur voru mættir til leiks frá fjölmörgum félögum. Við sendum lið í 4.fl.kk - A og C, 4.fl.kvk 7 manna, 3.fl.kvk - A og 3.fl.kk - B.

Skemmst er frá því að segja að árangurinn var mjög góður. 4.fl.kk - A endaði í 3 sæti, 4.fl.kk - C í 5. sæti, 4.fl.kvk í öðru sæti, 3.fl.kk í því fyrsta og 3.fl.kvk í sjötta. Eins fengu strákarnir í 4.fl. háttvísiverðlaun sem mörgum fannst ansi sætt.

Frábær árangur á sterku móti.


4.fl.kvk með silfrið

4.fl.kk - A með bronsið

3.fl.kk með gullið

25.07.2010 22:30

FRÍÍÍ

ATH ATH ATH ATH ATH ATH ATH ATH

Fótboltanámskeið verður með hefðbundnum hætti mánudag, þriðjudag og miðvikudag en svo verður vikufrí og heldur námskeiðið áfram fimmtudag 5. ágúst.

Samæfing hjá 6. fl. verður á sínum stað á mánudaginn en svo er frí hjá hinum flokkunum út vikuna (og auðvitað frá á mánudag, frídag verslunarmanna) og byrja samæfingarnar svo aftur þriðjudag 3. ágúst.

24.07.2010 11:09

Mfl.kk. æfingar

Sunnudagur 24.júlí.  kl. 19:00     Búðagrund 
Leikur ungir/gamlir 

Mánudagur  25.júlí.  kl. 19:00     Búðagrund

Þriðjudagur  26.júlí.   Lyftingar

Fimmtudagur 28.júlí  kl. 19:00   Búðagrund


23.07.2010 13:07

Glens og grín.

Hitti nemendur og kennara úr leikjaskóla Leiknis á förnum vegi í morgun. Þið sjáið á myndunum hvað þau skemmtu sér vel. Fleiri myndir í albúmi.Flottir.Glens og grín.

22.07.2010 23:05

Vilberg rauf 200 marka múrinn!

Leiknir tók í kvöld á móti sprækum Seyðfirðingum í liði Hugins.  Leikurinn var frábær skemmtun og áhorfendur fjölmargir.  Trommusveitir beggja liða settu svip sinn á leikinn og eins Kenderísgöngufólk sem mætti um miðjan leik.
Leikurinn hófst með látum og fljótlega slapp Ali í gegn en rann til í teignum og varð að snúa við en náði að senda boltann fyrir markið þar sem Almar Daði var mættur og setti hann boltann í markið á meðan markvörður gestanna lauk skógarferð sinni.
Seyðfirðingar voru hins vegar ekki á því að gefast upp og jöfnuðu þegar um 15 mínútur voru liðnar.
Á 20 mínútu skoraði Svanur litli síðan skallamark og staðan 2-1.  Almari fannst það ekki nóg og skoraði glæsilegt mark með langskoti á slána, jörðina, slána og inn.  Þannig stóðu leikar í hléi 3-1.
Eftir 10 mín leik í seinni hálfleik gerðist umdeilt atvik, brotið var á Ali á endalínu okkar megin en dómarinn dæmdi hornspyrnu, en línuvörður hafi fyrst gefið merki um markspyrnu.  Leiknismenn voru alveg úti að aka á meðan Huginsmenn tóku snögga hornspyrnu og skoruðu gegn sofandi og óviðbúinn vörn.  Ótrúlegt einbeitingarleysi okkar manna.
En skömmu síðar slapp Almar í gegn en var tekinn niður aftan frá og dæmt víti og aðeins gult!!, en að vísu seinna gula spjaldið svo varnarmaðurinn fauk útaf. 
Á punktinn steig Vilberg nokkur Jónasson og skoraði sitt 200 deildamark.  Er hann annar maðurinn til að skora 200 mörk á Íslandsmótinu, aðeins Valdimar Kristmunds Sigurðsson, Borgnesingurinn og kjötskurðarmaðurinn knái, hefur skoraði fleiri, eða 204.
Ali slapp einn í gegn skömmu síðar en dómarinn flautaði á ótrúlegan hátt sóknarbrot.  Stórfurðulegur dómur.  Af ókunnum ástæðum virtist dómarinn horn í síðu Alis frá fyrstu mínútu og nýttu Huginsmenn sér það til hins ýtrasta, til að brjóta ítrekað á honum.
Þetta urðu sanngjarnar lokatölur leiksins, 4-2 fyrir Leikni og við einu skrefi nær úrslitakeppni 3ju deildar.  Leiknir tyllti sér með sigrinum á topp D-riðilsins, amk þangað til annað kvöld þegar Dalvíkingar taka á móti Einherja
Liðið í kvöld; Óðinn, Björgvin, Sigurður, Svanur, Marinó, Stephen, Ingimar, Vilberg, Alimamy, Jóhann og Almar. 
Varamenn; Ævar, Ingimar Guðjón, Pétur, Halldór og komu þeir allir við sögu.

Menn leiksins; Villi 200, Almar og Ali, en allt liðið barðist geysilega vel, líka þeir sem komu inná af bekknum.

Myndir komnar í albúm.Vilberg í vígahug.Almar Daði að fagna glæsilegu marki sínu.

21.07.2010 09:57

ATH BREYTTUR LEIKTÍMI!

Leiknir - Huginn

á Búðagrund

Fimmtudaginn 22. júlí

kl 20:30

Allir á völlinn og látum almennilega í okkur heyra!!

...hver ætlar að mæta með trommurnar?

Ath hækkað miðaverð! Verðið það sama í kvöld og á Seyðisfjarðarvelli!  1.000 krónur.

20.07.2010 18:26

Sigur á Hetti!

2. flokkur Fjarðabyggðar/Leiknis/Hugins vann öruggan 2 - 0 sigur á nágrönnunum úr Hetti/Einherja á Búðagrund í gær, mánudagskvöld.
Okkar mönnum gekk þó illa að skora og komu mörkin ekki fyrr en seint í leiknum.  Bæði voru mörkin eftir sömu uppskrift.  Hilmar Freyr kom upp vinstri megin og stakk boltanum inn í teig á Almar Daða sem gaf fyrir á Björgvin Stefán sem var í því óvenjulega hlutverki að renna boltanum í netið. 
F/L/H eiga ágætan séns í riðlinum, en berjast um sigurinn við nafna okkar úr Leikni/KB og Gróttu.  Liðið á þó ma eftir fjóra erfiða leiki á höfuðborgarsvæðinu.

19.07.2010 22:14

Samæfingar- frí

ATH

Frí verður á samæfingum þri 27. júlí - mán 2. ágúst. Samæfingar á mánudaginn 26. júl og þri 3. ágú verða á sínum stað.


17.07.2010 16:28

Sigur fyrir norðan

Leiknir sigraði Samherja á Hrafnagilsvelli 0-2 í dag.  Mörkin gerðu Vilberg úr víti og Jóhann Örn.
Leikurinn var einstefna á mark heimamanna, en illa gekk að nýta færin.  Ali spilaði þarna sinn fyrsta leik og stóð sig vel.
Byrjunarliðið var svona:
Óðinn,
Björgvin St, Siggi, Svanur og Marri,
Stephen og Ingimar,
Jói, Villi, Almar og Ali,
Inná komu amk Ingimar Guðjón fyrir Marra, Tadas fyrir Almar og nn fyrir Ingimar eldri (ég tippa á að nn hafi verið Pétur).
Huginn tók sig til og vann Dalvík á sama tíma og því er ljóst að stórleikur verður á Búðagrund á fimmtudagskvöldið þegar við tökum á móti Seyðfirðingum. 

16.07.2010 15:57

Norðurferð á morgun

Á morgun, laugardag, er ferðinni heitið í Eyjafjörðinn fagra en þar etjum við kappi við Samherja á Hrafnagilsvelli kl. 14. Fyrr í sumar fengum við þá í heimsókn og endaði sá leikur með jafntefli 1-1.

Af hópnum er það að frétta að Dóri er meiddur og Ævar fjarverandi en aðrir sprækir. Alí er kominn á svæðið og verður í hópnum á morgun. Spennandi að sjá hvort hann styrki ekki hópinn.

Hópurinn á morgun; Óðinn, Björgvin Snær, Björgvin Stefán, Svanur, Siggi, Marri, Ingimar, Humar, Stephen, Villi, Viddi, Jói, Alí, Pétur, Almar og Tadas.

Brottför frá íþróttahúsinu á Fásk kl. 8.00 og frá Olís Reyðarfirði kl. 8.20.

Villi, Viddi, Siggi og Ingimar eru á eigin vegum í þessari ferð.

15.07.2010 09:54

Leikjanámskeið vikuna 19.- 23. júlí

Mánudagurinn 19.júlí

Leikir og stuð á vellinum.

Þriðjudagurinn 20. júlí

Veiðiferð. Þeir sem geta mæta með veiðistöng og björgunarvesti.

Miðvikudagurinn 21.júlí

Ólympíuleikar á vellinum.


Fimmtudagurinn 22.júlí

Flöskurallí. Vel klædd, pollaföt æskileg og ekki verra að vera með þurr föt (fyrir þá sem þurfa alltaf að sulla). Mæta með flösku og u.þ.b meters langt prik. (Féll niður síðast vegna veðurs - vonandi gengur það upp núna)


Föstudagurinn 23.júlí

Gönguferð um bæinn, fallegi bærinn okkar skoðaður í aðdraganda Franskra daga. Mæta í skrautlegum fötum eða búningum, verðlaun í boði fyrir besta búninginn.


....Með fyrirvara um breytingar.


Eins og áður hefur verið auglýst býðst 2005 árgangnum að vera með á þessu leikjanámskeiði.


Mæting við Leiknishús alla dagana og að sjálfsögðu á að mæta með hollt og gott nesti og klædd og eftir veðri
J.

ATH. Frí verður á fótbolta- og leikjanámskeiðum í kringum verslunarmannahelgina, eða frá 29. júlí - 4. ágúst. Mánud. 26. júl - mið 28. júl + fim  5. ágú. og föst 6. ágú. verður því eitt fótboltanámskeið og greiðist fyrir sem slíkt.


- Björgvin, Inga og Stephen

14.07.2010 11:38

Baráttan um austurland

Fjarðabyggð/Leiknir-Höttur/Einherji
3.flokkur kvenna

Er í dag þann 14.júlí kl 18:00 á
Búðagrund

Allir á völlinn!!

(heyrst hefur að magnað dómaratríó hafi tekið að sér að dæma þennan stórleik)

09.07.2010 22:43

Erfið fæðing - lá við keisara

Í kvöld mættum við Draupni í 3. deildinni á Búðagrundinni góðu. Satt best að segja vorum við afar slappir framan af og gerðum okkur sekir um nokkur mistök og eitt þeirra kostaði mark snemma leiks. Humar var ekki sáttur og stuttu síðar jafnaði hann leikinn með góðu skoti í fjærhornið. Þannig var staðan í hálfleik. Við vorum staðráðnir í að koma sterkir til leiks í seinni hálfleik en samt gekk brösulega frama af og gestirnir komust aftur yfir. Siggi var ekki sáttur með það og jafnaði leikinn með góðum skalla eftir horn. Eftir jöfnunarmarkið losnaði belgurinn og allt fór í gang. 3 glæsileg mörk komu í kjölfarið. Fyrst Villi með góðu skoti beint úr aukaspyrnu, svo Jói með góðu poti inn í teig og loks Ævar eftir að hafa komist einn í gegn. Góður sigur en mjög erfið fæðing. Hefði verið gaman að telja saman dauðafærin en þau voru ansi mörg. Gestirnir fengu einnig sín færi en þó ekki eins hættuleg.

Liðið í kvöld var þannig að í markinu var Óðinn og í vörninni Bjöggi, Svanur, Siggi og Marri. Aftastur á miðjunni Stephen og fyrir framan hann Villi og Jói. Á vængjunum Humar og Ævar og uppi Almar. Á bekknum voru Viddi, Pétur, Viggi, Fannar og Björgvin. Pétur, Viggi, Fannar og Björgvin Snær komu allir við sögu í leiknum.

Næsti leikur okkar er gegn Samherja á Hrafnagilsvelli næstkomandi laugardag kl. 14. Næsta æfing er í höllinni á mánudaginn kl. 19.

Snorri Sturlu

Myndir í albúmi.


Á leið.....


...í markið.

09.07.2010 17:05

Færsla á kvennaleik

Búið er að breyta staðsetningunni á kvennaleiknum. Hann verður spilaður á Norðfjarðarvelli en ekki á Eskifjarðarvell í dag kl. 20.00
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40