Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Ágúst

28.08.2010 11:23

Úrslitakeppnir!

Nú tími úrslitakeppnanna í yngri flokkunum og mikið framundan.
Nokkrum keppnum er einnig lokið:

A- og B-lið 6. flokks drengja keppti til úrslita í N/A-riðli Pollamóts KSÍ, 21. ágúst, á Fellavelli.
Veðrið var hundleiðinlegt en strákarnir stóðu sig frábærlega.
A-liðið sigraði Hött og KA örugglega, en tapaði naumlega fyrir öflugu liði Þórs 2-1.
B-liðið sigraði Hött, tapaði naumlega fyrri KA í hörkuleik og tapaði einnig fyrir hörðu liði Þórs.
 
B-lið 6. flokks kvenna lék til úrslita í hnátumóti KSÍ á Húsavík um síðustu helgi.  Þær stóðu sig frábærlega og urðu í öðru sæti.  Þær sigruðu Hött, gerðu jafntefli við Völsung, en töpuðu fyrir KA.

5. flokkur karla, A- og B-lið keppa í dag og á morgun, 28.-29. ágúst, á KR-velli í undanúrslitariðlum sínum.  Andstæðingar A-liðsins eru KR, Fylkir og Þór.  B-liðið etur kappi við KR, Þór og BÍ/Bolungarvík. 

4. flokkur karla A-lið, sem fór með fullt hús stiga í gegn um sinn riðil í sumar datt í lukkupottinn og verður þeirra undanúrslitariðill leikinn hér í Fjarðabyggð um næstu helgi.  Leikið verður á Búðagrund og Eskifjarðarvelli, föstudag, laugardag og sunnudag.  Andstæðingarnir eru Keflavík, HK og KA.
B-lið 4. flokks tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni sem fram fer helgina 11.-12. september, en staðsetning er óráðin. 

3. flokkur karla er í ágætum séns að komast í úrslitakeppni, en þarf að ná í stig til Blönduóss í dag, gegn KS/Tindastóli/Hvöt og síðan leggja KA á Akureyri á morgun.
Þá eru 3. flokkur karla og kvenna í úrslitum bikarkeppni N/A-lands.  Leiktími enn óákveðinn.

2. flokkur karla virðist vera búinn að missa af sigri í C-deildinni.  2. flokkur á eftir tvo leiki, gegn Snæfellsnesi/Skallagrím um næstu helgi og síðan gegn Sindra.  Strákarnir hafa unnið helstu keppinautana en tapað fyrir minni spámönnum og því virðist Leiknir Breiðholti ætla að klára riðilinn.

3. - 4. og 5. flokkur stúlkna misstu allir af sætum í úrslitakeppni Íslandsmótsins, með mismiklum naumindum.

22.08.2010 16:19

Lokahófið í gær

Í gær héldum við Leiknismenn lokahóf í góðu yfirlæti á Reyðarfirði. Flottur matur var á boðstólnum og allir í góðum gír. Viddi byrjaði á því að fara yfir tímabilið á hundavaði og hrósaði stuðningsmannaklúbbnum Marra fyrir þeirra framlag. Eins kom hann á framfæri úrslitum úr leik Magna og Huginn en sem betur fer vann Magni leikinn þannig að síðasti tapleikur okkar skipti ekki sköpum.

Leikmenn, makar, stuðningsmannaklúbburinn og velunnarar liðsins kusu svo besta leikmanninn, mesta huslerinn, loðnasta leikmanninn, efnilegasta leikmanninn, fallegsta leikmanninn og þann sem sýnt hefur mestu framfarirnar. Úrslitin urðu þessi

Besti leikmaðurinn - Siggi
Mestu framfarirnar - Björgvin Stefán
Loðnasti leikmaðurinn - Viddi
Fallegasti leikmaðurinn - Svanur
Mesti huslerinn - Jói
Efnilegasti leikmaðurinn - Humar

Eftir kosninguna var Denna sérstaklega þakkað hans framlag í sumar með lófataki. Denni hefur verið okkur mjög drjúgur í sumar, bæði á bekknum og með því að keyra rútuna í tíma og ótíma.

Denni þakkaði leikmönnum fyrir sumarið fyrir hönd stjórnar og afhenti leikmönnum flotta gjöf, nælu með Leiknismerkinu á. Vel gert.

Í lokin var sýnt myndband sem Svanur og Ingimar höfðu veg og vanda að og óhætt að segja að það hafi slegið í gegn.

Ég vil fyrir hönd okkar þjálfara þakka öllum fyrir skemmtilegt season og ekki síst Svansa og Ingó fyrir vel skipulagt lokahóf. Eins öllum þeim sem mættu á leiki hjá okkur í sumar og fylgdu okkur hvert á land sem er.

Viddi

21.08.2010 17:00

Sigur.

Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn sigraði Gróttu í 2.fl.kk í dag á Búðagrund. Þeir unnu 3-2 sem var snilld.
Myndir komnar í albúm.Skalli, skalli, skalli.

20.08.2010 22:54

Lokahófið

Sælir Leiknismenn

Dagskráin er svona á morgun á Rf.

Mæting er 19:30 þá er fordrykkur.
Matur
Verðlaunaafhending
Video
Drukkið og leikir með Ingó og Svansa..;)
Ball

Verð:
Leikmenn + Denni með fordrykk 2.200
Leikmenn + Denni án fordrykk 1.800
Aðrir með fordrykk 5.600
Aðrir án fordrykks 5.200

19.08.2010 21:31

Tap á heimavelli

Í kvöld mættum við Einherja í síðasta leik okkar í d-riðli 3. deildar. Í stuttu máli gekk þetta ekki upp og fyrsta tap okkar á heimavelli í sumar staðreynd, 1-2. Siggi skoraði mark okkar í kvöld. Þar með ljóst að Magnamenn taka annað sætið í riðlinum og eru vel að því komnir.

Liðið í kvöld var þannig að Óðinn var í markinu og í vörninni Marri, Siggi, Alí og Björgvin. Á miðjunni Stephen, Ingimar og Villi. Á vængjunum Jói og Humar og uppi Almar. Tadas og Ingi komu báðir við sögu í leiknum.

Framundan hjá okkur er lokahóf sem verður á laugardagskvöldið.

Myndir í albúmi.Leiknir og Einherji,

17.08.2010 23:01

Síðasti leikur sumarsins?

Á fimmtudaginn mætum við í m.fl.kk Einherja á Búðagrund kl. 19.00. Möguleikar okkar á að komast í úrslitakeppnina dvínuðu mjög eftir tapið gegn Dalvík/Reyni. Það sem þarf að gerast er að við þurfum að vinna Einherja og Magni og Huginn að gera jafntefli eða Huginn sigri. Ekki erfitt að þurfa að treysta á sjálfan sig en verra að þurfa að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leik.

Hópurinn á fimmtudaginn: Óðinn, Björgvin, Svanur, Siggi, Marri, Stephen, Ingimar, Villi, Almar, Jói, Alí, Tadas, Humar, Ingi, Kjartan og Björgvin Snær.

Mæting kl. 17.45. Koma svo!

16.08.2010 16:22

Búningar

Nú eru fyrirliggjandi hjá Pex / System umboðsaðila Hummel, keppningsbúningar á krakkana í yngri flokkunum.
Þeir sem hug hafa á að kaupa slíka verða að snúa sér til undirritaðs sem fyrst.
Verðið er það sama og fyrr í sumar;
8.000 kr fyrir stuttbuxur, sokka og merkta treyju (númer og nafn á bak).
4.000 kr fyrir merkta treyju eina.

Magnús Ásgrímsson, s: 894 7199, netfang: magnus@lvf.is

15.08.2010 21:20

Næstu æfingar (M.fl.kk)

Næstu æfingar í m.fl.kk eru sem hér segir;

Mánud. 16. ágúst - Búðagrund kl. 19
Þriðjud. 17. ágúst - Höllin kl. 19
Miðvikud. 18. ágúst - Frí
Fimmtud. 19. ágúst - Leiknir - Einherji


14.08.2010 23:27

Tap á Dalvík - draumurinn úti?

Í dag mættum við Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli í rigningu og vel blautum velli. Við vorum með bakið upp við vegg því tap gerði vonir okkar um sæti í úrslitakeppninni nánast að engu. Við byrjuðum leikinn mjög vel en Humar skoraði snemma leiks eftir frábæra skyndisókn. Stuttu síðar fengum við gott færi eftir horn enn heimamenn vörðu tvívegis vel á línu. Þegar leið á hálfleikinn fengu heimamenn fleiri færi og jöfnuðu leikinn. Við sýndum góðan karakter og settum annað stuttu seinna en þar var að verki Jói með góðu skoti úr aukaspyrnu. 2-1 í hálfeik í hörkuleik. Við duttum full aftarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik og það nýttu heimamenn vel og áttu fín færi m.a. skot í stöng. Eitthvað varð að láta undan og jöfnunarmarkið kom stuttu síðar. Eftir markið komum við framar á völlinn og við það opnaðist leikurinn meira. Heimamenn nýttu sér það og settu tvö mörk og lokatölur 2-4.

Það er óhætt að segja að okkar menn hafi lagt sig fram og gert sitt besta en það er ekki alltaf nóg. Síðasti leikur okkar í riðlinum er á fimmtudaginn en þá fáum við Einherja í heimsókn.

Liðið í dag var þannig að í markinu var Óðinn og í vörninni Björgvin, Alí, Siggi, Marri. Á miðjunni Stephen, Ingimar og Villi. Á köntunum Humar og Jói og uppi Almar. Ingi og Kjartan komu báðir við sögu í leiknum.

13.08.2010 19:12

Dalvík/Reynir - Leiknir

Næsti leikur m.fl.kk er á Dalvík á laugardaginn kl. 15:30. Farið verður með rútu og brottför frá íþróttahúsinu Fásk kl. 9.00. Aðrir pikkaðir upp í Olís Reyðarfirði kl. 9.20.

Hópurinn á laugardaginn: Óðinn, Björgvin Stefán, Siggi, Viddi, Marri, Stephen, Ingimar, Villi, Jói, Alí, Almar, Björgvin Snær, Humar, Tadas, Kjartan og Ingi.

Villi, Ingimar,  eru á eigin vegum í þessari ferð.

13.08.2010 12:39

Æfing mfl.kk.

Æfingin hjá mfl.kk. er kl. 17:00 í dag.

12.08.2010 16:16

3.flokkur

Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur/Einherji 12.ágúst kl 18:00

Mæta og styðja strákana okkar!

10.08.2010 10:20

Síðasta námskeið knattspyrnuskólans

Sumarstarfi knattspyrnuskóla Leiknis lýkur á föstudaginn í næstu viku.  Ég vil hvetja alla til að vera duglegir að mæta til Björgvins, Alis og Stephens.  11 ára krökkum (fæddum 1999) er boðið að vera með á þessu síðasta námskeiði. 
Við endum á grilli og smá hátíð á föstudaginn kemur!!

09.08.2010 11:30

Bikarar sóttir!

Lokið er í norðlendingafjórðungi Pæjumóti og Króksmóti.  Við Fjarðabyggðarmenn sendum öflugar sveitir á bæði mótin og komu þær heim með tvo bikara hvor.  Flestir voru mjög sáttir enda lék veðrið við þátttakendur og aðstandendur einkum á Siglufirði.   Mótin gengu vel fyrir sig og var framkvæmd Pæjumótsins til fyrirmyndar en Króksmótið var nokkru verr lukkað af hálfu framkvæmdaraðila.  Þar voru ma krossspilsreglur í gangi sem þeir skildu ekki sjálfir og þar fram eftir götunum
Samtals sendum við 7 lið á hvort mót og greiddu foreldrar í Fjarðabyggð á aðra milljón krónur í þátttökugjöld á þessum mótum.  Frá okkur í Leikni fóru 35 flottir krakkar á mótin.
Helstu afrekin voru þessi:
4ði flokkur kvenna sigraði í keppni B-liða á Pæjumótinu.
7undi flokkjur kvenna varð í öðru sæti í keppni B-liða og tapaði bara einum leik (sigurmarkið skoruðu andstæðingarnir á með allt okkar lið var að kanna meiðsl einnar pæjunnar sem hafði fengið spark - en dómarinn sá ekki ástæðu til að stöðva leikinn).
5ti flokkur karla varð í öðru sæti í keppni A-liða.
B-lið 6ta flokks drengja varð í 3ja sæti.

Rétt er að biðjast hér velvirðingar á utanumhaldi um 7unda flokk hjá Fjarðabyggð/Leikni í sumar.  Ekki var ráðinn þjálfari til að halda utan um sameiginleg lið og engin raunveruleg samvinna í gangi milli gömlu félaganna.  Foreldrar hafa verið fengnir til að stýra einstökum liðum og síðan voru gerð leiðinleg mistök með skráningu tveggja B-liða í Króksmótið.  Annað þeirra var að stórum hluta skipað krökkum drengjum sem enn eru 8unda flokki og lentu þau á móti alltof sterkum andstæðingum á mótinu.  En reyndar mættu ekki allir sem skráðir voru til leiks og munaði um þá sem sátu heima.
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40