Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 September

30.09.2010 11:32

Foreldrafundur

Í gærkvöldi, miðvikudagskvöldið 29. september, var haldinn hörku foreldrafundur á vegum knattspyrnudeildarinnar.  19 manns mættu á fundinn, foreldrar ca 30 knattspyrnukrakka, sem er um helmingurinn af þeim sem eru að æfa í 3ja - 7unda flokki.

Farið var yfir síðasta keppnistímabil og rætt um það næsta.  Farið var yfir þjálfaramál vetrarins og sagt frá ráðningu Helga Mola Ásgeirssonar sem yfirþjálfara Fjarðabyggðar/Leiknis.

Þjálfarar einstakra flokka verða eftirtaldir;

3ji karla ...Vilberg Jónasson,

3ji kvenna ... ??,

4ði kvenna ... Helgi Ásgeirsson,

4ði karla ... Ingimar Guðmundsson,

5ti karla ... Helgi Ásgeirsson - Bergvin Andrésson aðstoðarþjálfari,

5ti kvenna ... Viðar Jónsson (í vetur),

6ti kvenna ... Inga Magnúsdóttir (til jóla),

6ti karla ... Jóhann Hafliðason,

7undi karla og kvenna .. Helgi Ásgeirsson og félagsþjálfarar.


Áberandi var að foreldrar stelpnanna voru ósáttir með liðið tímabil en foreldrar strákanna ánægðir.  Var formaðurinn skammaður fyrir linkind og aumingjaskap gagnvart yfirgangi Norðfirðinga í stelpnaflokkunum.  Er það skýr krafa foreldra og þar með fundarins að samæfingar fari annað tveggja, alltaf fram í Höllinni eða færist ella jafnt á milli aðal vallanna fjögurra.

Ánægja var með samræmda stundatöflu barnanna sem búið er að dreifa, hvar fram koma knattspyrnuæfingar og aðrar æfingar, allt tómstundastarf, kórar og kirkjustarf.

Valdir voru nýir tengiliðir í flokkunum og eru þeir eftirtaldir;

3. flokkur karla ...... Guðfinna Stefánsdóttir og Jóna Ingunn Óskarsdóttir,
3. flokkur kvenna ... Elsa Elísdóttir og Guðni Ársælsson,
4. flokkur karla ...... Hans Óli Rafnsson og Ólafur Atli Sigurðsson,
4. flokkur kvenna ... Oddrún Pálsdóttir og Guðný Elísdóttir,
5. flokkur karla ...... Valur Sveinsson og Líneik Sævarsdóttir,
5. flokkur kvenna ... Eyrún Elísdóttir og Hulda Guðmundsdóttir,
6. flokkur karla ...... Hafdís Pálsdóttir og Óskar Hallgrímsson,
6. flokkur kvenna ... Ingibjörg Halldórsdóttir og Bjartþór Jóhannsson,
7. flokkur karla ...... Heiða Gunnlaugsdóttir og Helga Valbjörnsdóttir
7. flokkur kvenna ... Svava Gerður Magnúsdóttir og Elsa Elísdóttir

Ég óska nýjum tengiliðum góðs gengis og þakka fundinn.

                                                    Magnús Ásgrímsson

22.09.2010 08:36

Upp um deild!

Það bar helst til tíðinda á meðan starfsmenn Loðnuvinnslunnar hf spókuðu sig í Tyrklandi að veik von 2. flokks Fjarðabyggðar/Leiknis/Hugins rættist og liðið sigraði í C-deild Íslandsmótsins.  Nágrannar okkar í Hetti gerðu okkur greiða og náðu jafntefli við keppinauta okkar í Leikni/KB á útivelli og síðan töpuðu hinir síðarnefndu fyrir Gróttu.
En okkar menn héldu dampi og sigruðu Sindra á útivelli 0-2, með mörkum frá þeim frændum Björgvini Stefáni og Hilmari Frey.
Þeir enduðu því með 35 stig tveimur meira en Leiknir og Grótta. 
Til hamingju strákar!

12.09.2010 10:46

Visa-bikar3.fl.kk.  Visa-bikarmeistarar NL/AL 2010

3.fl.kk. unnu Visa-bikarkeppnina 2010 fyrir norður og austurland, strákarnir unnu Þór Akureyri 4-1 í úrslitaleik.  

Mörk Fjarðabyggðar/Leiknis skoruðu Tadas 2, Birkir og Bergsteinn. 


Efri röð: Denni (kom í staðinn fyrir Arek), Ingimar, Elvar Ingi, Ásbjörn Huldar, Húnbogi, Rúnar, Ásbjörn Þ, Tadas, Vilberg
Neðri:  Haraldur, Bergsteinn, Fannar, Björgvin Snær, Guðmundur, Birkir, Matheuz
04.09.2010 23:46

Bikar!

3ji flokkur karla og kvenna léku til úrslita í birkarkeppni N/A-lands og er skemmst frá því að strákarnir unnu en stelpurnar töpuðu.
Leikirnir fóru báðir fram á Akureyri á heimavelli andstæðinganna, sem var Þór í báðum flokkum.
Lokatölur: Þór - Fjarðabyggð/Leiknir 1-4, mörk okkar manna; Birkir Einar, Bergsteinn og Tadas 2.
Þór - Fjarðabyggð/Leiknir 3-0.

2. flokkur lék sinn síðasta heimaleik í dag og burstaði Snæfellsnes/Skallagrím 8-1, þrátt fyrir mikil forföll í okkar megin.  Liðið heldur enn í veika von að sigra riðilinn.  Þeir verða að vinna Sindra úti, helst með nokkrum mun og Leiknir/KB má ekki fá meira en 3 stig úr seinustu tveimur leikjum sínum.

Úrslitakeppnin í 4ða flokki er í fullum gangi og unnu okkar menn KA 5-4 í hörkuleik á Eskifirði í dag.
HK stendur best að vígi fyrir lokaumferðina og dugir stig á móti KA á Búðagrund til að tryggja sér sæti í leiknum um íslandsmeistaratitilinn.  Möguleiki okkar manna liggur í því að vinna Keflavík á Eskifirði - helst með meira en eins marks mun - og vona að KA leggi Kópavogspilta á sama tíma.

03.09.2010 21:30

Fjarðabyggð/Leiknir og HK

Myndir komnar inn í albúm frá leik Leiknis og HK í 4 fl. kk í dag á Búðagrund.


Í loftinu.Á hlaupum.

02.09.2010 07:34

Úrslitakeppni 4.fl. A

Leikið verður í úrslitakeppni 4.fl.kk í Fjarðabyggð um helgina. Leikirnir eru sem hér segir:

Fös. 03. sep.  16:30 HK - Fjarðabyggð/Leiknir Búðagrund        

Fös. 03. sep.  16:30 Keflavík - KA Eskifjarðarvöllur        

Lau. 04. sep.  14:00 Keflavík - HK Búðagrund        

Lau. 04. sep.  14:00 KA - Fjarðabyggð/Leiknir Eskifjarðarvöllur        

Sun. 05. sep.  12:00 Fjarðabyggð/Leiknir - Keflavík Eskifjarðarvöllur        

Sun. 05. sep.  12:00 HK - KA Búðagrund

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40