Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Október

27.10.2010 15:27

3.fl.kk 1987.3.fl. kk 1987.

26.10.2010 00:51

Fjölskylduþríþraut

Í tilefni af 70 ára afmæli UMF Leiknis sl. laugardag var haldin keppni í fjölskylduþríþraut. Þríþrautin samanstóð af 2,5 km hlaupi, 8 km hjólreiðum og 400 m sundi. Bæði var í boði einstaklings- og hópakeppni. Góð þátttaka var. Myndir komnar í albúm.


Hlauparar að leggja í hann


Öngþveiti í sundlauginni25.10.2010 19:41

Visabikarinn 2010 3.fl. kk.

3.fl.kk.  Visa-bikarmeistarar NL/AL 2010

3.fl.kk. unnu Visa-bikarkeppnina 2010 fyrir norður og austurland, strákarnir unnu Þór Akureyri 4-1 í úrslitaleik.   
Mörk Fjarðabyggðar/Leiknis skoruðu Tadas 2, Birkir og Bergsteinn.
Fengum þessar fínu myndir frá úrslitaleiknum frá Björgvini Baldurssyni og eru þær komnar inn í albúm. Njótið þeirra.
Fagnað með stæl.Verðlaunaafhending.Bikarinn í höfn.

24.10.2010 15:04

Afmælismyndir

Nú eru komnar afmælismyndir inn í albúm og fleiri eiga eftir að koma. Njótið.Steinn Björgvin Jónasson formaður Leiknis.Afmælistertan góða.

23.10.2010 18:45

Afmælishátíð

Í dag, 23. nóvember, var mikið um dýrðir hér á Búðum.  Haldið var upp á 70 ára afmæli UMF Leiknis en félagið var stofnað 25. desember 1940.
Dagurinn hófst með afmælisþríþraut; 2,5 km hlaupi, 7,5 km hjólreiðum og 400 metra sundi.  Það var frjálsíþróttadeildin undir forystu Grétu Bjargar sem skipulagði keppnina.
Þátttakan var fín og stemmningin sömuleiðis.  Óopinberir sigurvegarar í liðakeppni voru feðgarnir Kristófer Páll, Sæþór Ívan og Viðar.  Af einstaklingum kom Guðbjörg Rós fyrst í mark.
Mjög góð þátttaka var í hátíðasamkomunni sem fram fór í skólamiðstöðinni en þar er fín aðstaða og pláss fyrir svona uppákomur.  Dagskráin hófst með því að Steinn Jónasson formaður setti samkomuna og fól Berglindi Agnarsdóttur stjórnina og síðan hófst dagskráin. 
Magnús Stefánsson rakti í grófum dráttum sögu félagsins allt frá stofnun til dagsins í dag. 
Gestir ávörpuðu samkomuna;
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, færði félaginu góðar kveðjur og blóm.
Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, færði félaginu einnig kveðjur og blóm.
Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri LVF og KFFB færði félaginu glæsilega afmælisgjöf, 700 þúsund krónur.
Jakob Skúlason, stjórnarmaður í KSÍ, færði félaginu kveðjur stjórnar sambandsins og sæmdi þau Stein Björgvin Jónasson og Steinunni Björgu Elísdóttur silfurmerki KSÍ fyrir mikið og gott starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar.
Yngstu krakkarnir sungu fyrir gesti sem og Sigurbjörg Sigurðardóttir og lék Dagný Elísdóttir undir hjá hvorum tveggja.
Allir þátttakendur í þríþrautinni voru kallaðir á svið og fengu viðurkenningar og lófaklapp.
Loks sæmdi Steinn formaður, Gísla Jónatansson gullmerki UMF Leiknis vegna mikils og dyggs stuðnings hans og fyrirtækjanna sem hann stýrir, Loðnuvinnslunnar og Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar, við félagið í gegn um tíðina.
Að þessu loknu buðu Leikniskonur, undir forystu blakdeildarinnar, til glæsilegrar kaffiveislu á meðan skemmtileg myndasýning af sögu félagsins rúllaði á stóra tjaldinu.
Það var sérstök afmælisnefnd Leiknis sem skipulagði herlegheitin. Í henni voru; Jóna Björg Jónsdóttir á Hlíðargötunni, Jóna Björg Jónsdóttir á Túngötunni, Anders Kjartansson, Eygló Aðalsteinsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir.
Kærar þakkir allir sem lögðu hönd á plóg og eins þeir sem mættu.  Og til hamingju öll!


Steinunn Björg Elísdóttir, Jakob Skúlason og Steinn Björgvin Jónasson.

      Magnús Ásgrímsson og Jóhanna Hauksdóttir yfirhirðljósmyndari knattspyrnudeildar.

19.10.2010 17:31

Þríþraut og afmæli

Þríþraut Leiknis

 

Í tilefni af 70 ára afmæli UMF Leiknis verður haldin fjölskyldu-þríþraut, þar sem:

1. Hlaupnir verða 2,5 km.

2. Hjólað 8-10 km.

3. Synt 400 m. 

Keppendur geta verið á öllum aldri. Bæði er hægt að keppa sem einstaklingur og í 3 manna liði þar sem hver tekur þá eina grein.

 Keppnin fer fram laugardaginn

23. október 2010 kl. 11:00 og er ræst frá Sundlauginni.

 

Allir keppendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna.

  

Skráning fer fram hjá Grétu Björgu í síma 860-2908 eða á netfangið

gretabo@simnet.is skráningarfrestur er til 20. október.

 

Hvetjum við alla til að taka þátt og virkja sem flesta í fjölskyldunni.

Afmælishátíð í skólamiðstöðinni kl 15:00 sama dag. 

 

19.10.2010 08:34

Frá formanni knattspyrnudeildar

Vegna pistilsins hér fyrir neðan og viðbragða við honum vil ég taka eftirfarandi fram.

Það er ekki mín upplifun að Norðfirðingar sýni yfirgang, heldur er það túlkun mín því sem ég fékk að heyra á fundinum.

Í umræddum pistli stendur jú; ,,Var formaðurinn skammaður fyrir linkind og aumingjaskap gagnvart yfirgangi Norðfirðinga í stelpnaflokkunum".

Sem sagt ég var skammaður fyrir aumingjaskap og linkind, sem mér sárnaði.  Það leiddi síðan til þess að ég var ekki alveg í sem bestu jafnvægi þegar ég skrifaði pistilinn.

Mín upplifun er sú að foreldrar á Norðfirði standi vel við bakið á sínum knattspyrnustelpum, og væntanlega er það ekki síst þess vegna eru þær jafn margar, virkar og góðar og raun ber vitni.  Ég skil það vel að Norðfirðingar berist fyrir rétti og hagsmunum sinna krakka og vilji að flokkur þar sem kannski 80% af hópnum er þaðan vilji að viðkomandi flokkur æfi á Neskaupstað.  Þá kemur til kasta okkar í stjórn Fjarðabyggðar/Leiknis að sætta sjónarmið og finna leiðir til að sem flestir geti verið sáttir.

Ég biðst velvirðingar á því ef skrif mín um fundinn góða hafa komið illa við Norðfirðinga og þeim er misboðið.  Tilgangurinn var síst af öllu spilla því góða samstarfi sem þrátt fyrir allt hefur verið í yngri flokkunum hér í Fjarðabyggð.  

                                                                Magnús Ásgrímsson

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40