Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Nóvember

29.11.2010 13:12

Yngri flokkarnir!

Talsverð aukning hefur verið í vetur á þátttöku á knattspyrnuæfingum Leiknis í Ölvershöll.  Núna æfa 84 börn á grunnskólaaldri knattspyrnu að staðaldri.  Í GF eru 104 börn, þannig að rúm 80% þeirra eru í boltanum.
Vegna þessarar góðu þátttöku og bærilegrar afkomu knattspyrnudeildarinnar hefur verið ákveðið að gefa öllum 25% afslátt á æfingagjaldinu í haust.  Fullt gjald í 3. - 6. flokki verður því 6.000 kr í stað 8.000.  7undi flokkur eða 1. og 2. bekkur greiðir hálft gjald, enda helmingi færri æfingar hjá þeim.  3. - 6. flokkur æfa þrisvar í viku á hér á Búðum og síðan er vikuleg samæfing í Höllinni. 
Rétt er að halda því til haga að veittur er 25% systkinafsláttur, þe 1sta barn borgar 6.000, annað borgar 4.500 og þriðja 3.000 (mv að öll séu 3. - 6. flokki) og þannig áfram.
Innheimtuseðlar með æfingagjöldunum verða sendir út í þessari viku.  Ef einhver vill fá skýringar á gjöldunum, nú eða leiðréttingu, þá er um að gera að hafa samband.

                                                                Magnús Ásgrímsson

27.11.2010 20:46

Undirskrift

Í dag skrifuðu þeir Daði Dervic og Vilberg Jónasson undir samninga við Leikni.
Daði tekur við meistaraflokki karla um áramótin og Vilberg verður aðstoðarþjálfari.
Þetta er tvímælalaust heillaskref fyrir félagið og víst að ekki eru önnur félög í 3ju deild með öflugra þjálfarateimi.  Við setjum nú stefnuna ótrauðir á úrslitakeppnina næsta haust og sjáum svo til hvað þar gerist. 
Áfram Leiknir.Samningar undirritaðir.


... og handsalaðir.


Viktor Ívan Vilbergsson dvaldist hér á meðan undirritun stóð, ...og neitaði að fara.

26.11.2010 12:51

Eimskipsmót


Eimskipsmótinu hefur verið frestað til sunnudagsins 16. janúar!
Fjarðabyggð/Leiknir heldur í samvinnu við Eimskip, knattspyrnumót fyrir 5. - 6. og 7. flokk stráka og stelpna, laugardaginn 4. desember.  Mótið hefst væntanlega klukkan 10:00 og verður lokið um kaffileytið, en það ræðst af þátttöku. 
Leikinn verður 7 manna bolti á 1/4 vallar.

25.11.2010 21:40

Æfing hjá meistaraflokki karla!

Á laugardaginn, 27. nóvember, kl 12 á hádegi, verður æfing hjá meistaraflokki karla í Höllinni.
Fundur á eftir.
Daði Dervic mætir á svæðið.

23.11.2010 14:22

Þjálfaranámskeið

Helgina 5.-7. nóvember sóttu sex Leiknismenn þjálfaranámskeið, KSÍ I og luku því með glæsibrag.  Hluti af námskeiðinu var að dómaranámskeið og eftirtaldir því jafnframt orðnir unglingadómarar. Til hamingju krakkar:
        Una Sigríður Jónsdóttir,
        Ríkey Jónsdóttir,
        Inga Sæbjörg Magnúsdóttir,
        Björgvin Stefán Pétursson,
        Sunna Valsdóttir,
        Guðmundur Arnar Hjálmarsson

Með því að fara inn á ksi.is, smella á Fræðsla á stikunni efst og síðan á Þjálfarar á vallistanum sem þá birtist er hægt að sannreyna þetta.

Til gamans eru aðrir af þjálfurum Leiknis með eftirfarandi menntun:
    Vilberg Jónasson ... KSÍ A-gráða
    Izudin Daði Dervic ... 5. stig KSÍ 
    Viðar Jónsson ... 5. stig KSÍ 
    Ingimar Guðmundsson ... KSÍ B-gráða
    Jóhann Atli Hafliðason ... KSÍ B-gráða
    Svanur Freyr Árnason ... 2. stig KSÍ
    Bergvin Snær Andrésson ... 2. stig KSÍ

og þjálfarar Fjarðabyggðar/Leiknis
    Helgi Moli Ásgeirsson ... KSÍ A-gráða
    Páll Guðlaugsson ... KSÍ A-gráða    
    

21.11.2010 16:39

Tandrabergsakademían

Þá er lokið frábærri knattspyrnuakademíu - Tandrabergsakademíunni - á Reyðarfirði.  Helgin heppnaðist mjög vel, 180 krakkara af Austurlandi mættu og æfðu undir stjórn öflugs þjálfaraliðs og hlustuðu á fyrirlesara sem vissu hvað þeir sungu. 

Gunnar Jarl spjallaði við alla þátttakendur um dómgæslu og dómarann.  Krakkarnir koma til með að muna það þegar Jarlinn verður farinn að dæma í meistaradeildinni.
Þorvaldur Örlygsson og Ólafur Jóhannesson voru gestir sunnudagsins og héldu fyrirlestra og stjórnuðu æfingum.  Eysteinn Húni stjórnaði æfingum báða dagana og spjallaði við krakkana.
Allir þjálfarar F/L og aðildarfélaganna, samtals 13 manns, tóku þátt og að auki hjálpuðu Hattarþjálfaranir Goradz Mihalov og Sigríður Baxter.
Úrvalið af góðum þjálfurum var glæsilegt og heildarfjöldinn 19 manns.  Moli stjórnaði því sem að þjálfuninni laut eins og herforingi, en reyndar frekar smávaxinn herforingi.

En takk, takk allir þjálfarar.

Allir þeir sem komu að vinnu í kring um akademíuna, þúsund þakkir, þetta var glæsilegt og verður enn flottara á næsta ári.

Einar Tandri - takk fyrir okkur! 
Einnig þakkir til Fellabakarís, Samkaups á Eskifirði, Lostætis og starfsfólks Grunnskóla Reyðarfjarðar og allra annara sem lögðu hönd á plóg og styrktu okkur!

ps ef einhver á myndir af akademíunni þá væri gaman að fá þær sendar á
magnus@lvf.is

12.11.2010 11:37

Knattspyrnuakademía

Knattspyrnuakademía Tandrabergs

og Fjarðabyggðar/Leiknis fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni dagana 20. og 21. nóvember og er opin öllum krökkum á grunnskólaaldri.

Þjálfarar yngriflokka Fjarðabyggðar/Leiknis munu ásamt, Ólafi Jóhannessyni landsliðsþjálfara karla, Þorvaldi Örlygssyni þjálfara mfl karla hjá Fram, Viðari Sigurjónssyni þjálfara mfl kvenna hjá KA/Þór og Eysteini Haukssyni þjálfara mfl karla hjá Hetti og etv fleiri gestaþjálfurum, sjá um þjálfun.

Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins í Pepsídeild karla kemur frá KSÍ og heldur erindi fyrir krakkana.

Dagskráin hefst um kl.11 á laugardag og er stefnt að því að henni ljúki upp úr hádegi á sunnudag.

Gisting er í boði fyrir krakka í 3., 4. og 5. flokki með morgunmat og hádegismat á sunnudeginum. Kvöldmatur og kvöldvaka á laugardagskvöldið

Æfingarnar fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni en fyrirlestrar, matur og gisting verða í grunnskólanum á Reyðarfirði.

Námskeiðsgjald

6. og 7. flokkur           1.500 kr.

Tvær æfingar á laugardag, hressing og létt spjall.

5., 4. og 3. flokkur      4.000 kr.

Þrjár æfingar laugardag og sunnudag, fyrirlestur frá KSÍ, hressing, kvöldmatur, kvöldvaka og gisting á laugardegi, morgunmatur og hádegismatur á sunnudegi,

Skráningarfrestur er til kl. 12:00 miðvikudaginn 17. nóvember.

Skráning fer fram á netfanginu sirarnar@simnet.is

Námskeiðisgjaldið greiðist inn á 1106-26-5885 kt: 660109-0210
í síðasta lagi miðvikudaginn 17. nóvember.
Muna að senda kvittun með nafn þátttakanda sem skýringu.
Systkinaafsláttur.

11.11.2010 18:06

Þjálfari

Stjórn knattspyrndeildarinnar hefur náð samningum við nýjan þjálfara meistaraflokks karla.  Sá heitir Izudin Daði Dervic og hefur komið víða við hérlendis bæði sem leikmaður og þjálfari.

Daði lék á sínum tíma með eftirfarandi félögum í efstu deild; KR, Val, Leiftri og Þrótti R. og auk þess FH í fyrstu deild.  Í efstu deild á hann að baki 127 leiki og 14 mörk.

Daði hefur ma þjálfað 2. flokk karla og meistaraflokk karla hjá Haukum og meistaraflokk karla hjá Aftureldingu.

Daði er bróðir Dags Dervic sem þjálfaði og lék með Leikni einhvern tímann um 1990, eða fyrir minni undirritaðs. 

Daði mun flytja með fjölskyldu sína hingað um áramótin og hefja störf frá og með þeim tíma.
Stefnt er að formlegri undirritun um aðra helgi, þe 20. nóvember.Knattspyrnudeild Leiknis býður Daða velkominn til starfa og velkominn austur í sæluna.  

                                                                        Magnús Ásgrímsson

01.11.2010 16:19

Dómaramál!

Unglingadómaranámskeið á Reyðarfirði sunnudaginn 7. nóvember

Fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og hefst kl. 14:30

Unglingadómaranámskeið verður haldið  í  Grunnskólanum á Reyðarfirði sunnudaginn  7. nóvember kl. 14:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna.   Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Sá sem lýkur þessu námskeiði öðlast réttindi til þess að dæma í 4. flokki og neðar og getur einnig verið aðstoðardómari í 2. flokki.

Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Námskeiðið er ókeypis.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40