Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Desember

29.12.2010 23:02

Nýir meistarar!

Jólamóti UMF Leiknis í innanhússknattspyrnu er lokið, en mótið hefur nú farið fram í fjórtán ár í röð.
Mótið fór hið besta fram eins og ævinlega og var jafnt og spennandi og hin besta skemmtun.
Níu lið mættu til leiks og þökkum við sponsorum (er kostunaraðili fullgild íslenska?) kærlega.  Eftirtalin lið kepptu; Ferro-Zink, KFFB, KPMG, Launafl, Loðnuvinnslan, Loft & raftæki, Metal, Mikkarar og Narfi.
Eftir hörkubaráttu enduðu leikar þannig að Loft & raftæki unnu sinn riðil á markamun og spiluðu um gullið við lið KFFB sem vann alla sína leiki í riðlinum.
Fyrst spiluðu þó Loðnuvinnslan sem missti naumlega af sæti í úrslitaleiknum og Mikkarar um bronsið.  Þeirri hörkuviðureign lauk með sigri Mikkara 2-1.
Leikurinn um gullið var ekki síður spennandi, en Loft & raftæki vann 2-1.  Liðsmenn Loft & og raf koma víðsvegar að úr Fjarðabyggð og hafa allir leikið með Leikni utan sá sem ættaður er héðan af Búðaströndinni.
Til hamingju Kjartan Bragi, Ævar, Ingvar, Konni, Óli og Sigurvin.

Rétt er að geta þess að samkvæmt lauslegri, en mjög áreiðanlegri talningu Ölvers, varð hann markahæstur í mótinu, kominn hátt á sextugsaldur og skoraði 9 mörk.

Mjög margar myndir í albúmum á síðunni.1. sæti Loft & raftæki2. sæti KFFB.

3. sæti Mikkarar.

24.12.2010 12:31

Jólakveðja

Knattspyrnudeild UMF Leiknis sendir íbúum Fjarðabyggðar og Íslendingum öllum óskir um

gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum liðið.

22.12.2010 22:57

Æfingaleikur

Leiknir lék æfingaleik við Hött í frostinu í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld.  Þetta er orðinn árlegur viðburður, leikið við Hött 22. des og síðan er árlegi Sindraleikurinn áætlaður 28. des.
Skemmst er frá því að segja að okkar menn unnu 1-0.  Þeir þurftu að vísu aðstoð því Reyðfirðingurinn í Hattarliðinu, Stefán Ingi Björnsson lék síðustu mínúturnar sem lánsmaður og setti markið.
Þessir voru i Leiknisliðinu í kvöld:
Björgvin Snær, Björgvin Stefán, Svanur, Ingimar, Ingimar Guðjón, Jóhann Örn, Adnan, Sigurður Örn, Marinó, Lexi, Ævar, Fannar Bjarki, Guðmundur Arnar, Arek, Mateusz, og Egill norski Steingrímsson.
Flott strákar.
Skyldu þessir hafa mætt á leikinn í kvöld?

21.12.2010 14:38

Jólamótið!

Hið árlega Jólamót Leiknis í innanhússknattspyrnu verður haldið miðvikudaginn 29. desember í höll Ölvers og hefst klukkan 17:00.  

Sömu reglur og vanalega:
Í hverju liði mega vera að hámarki 3 leikmenn með skráðan leik í meistaraflokki Íslandsmótsins sl sumar (Íslensk knattspyrna 2010 eftir Víði Sig. sker úr).  Reglur KSÍ um innanhúsknattspyrnu gilda, eins og þær voru fyrir daga futsalsins.

Þátttökugjald er 15.000 kr á lið. 
Tekið er við skráningum í síma 894 71 99 eða magnus@lvf.is til hádegis mótsdaginn, 29. desember.Narfamenn unnu í fyrra.

18.12.2010 17:16

Meira um yngri flokkana

Eftir þessa viku verður komið jólafrí frá samæfingum í Höllinni.  Þær munu ekki hefjast aftur fyrr en mánudaginn 10. janúar.
Við munum halda æfingum í Ölvershöll áfram til 22. desember og hefja þær aftur 5. janúar um leið og skóli hefst á nýju ári.  Æfingatímarnir 21. og 22. desember verða ekki hefðbundnir, allir flokkarnir fá æfingu þá daga (venjulega er bara æfing hjá einum hóp hvorn dag).

Ég biðst velvirðingar á að dráttur hefur orðið á útsendingu greiðsluseðla vegna æfingagjaldanna, en þeir ættu að detta inn strax eftir helgi.

Gaman er að geta þess að Leiknismenn eru alltaf að standa sig vel.  Fannar Bjarki Pétursson var á sinni fjórðu úrtaksæfingu vegna U17 í höfuðborginni um síðustu helgi.  Þá var Freydís Guðnadóttir valin á æfingu sem landsliðsþjálfari U16 kvenna, Þorlákur Árnason, hélt í Fjarðabyggðarhöllinni snemma í nóvember.

Æfingarnar í vikunni verða allar á morgun þriðjudag, 21 desember:

Kl 13:00  Yngsta stig

Kl 14:00  3.-5. bekkur stúlkur

Kl 15:00  3.-5. bekkur strákar

Kl 16:00  6.-10. bekkur stúlkur

Kl 17:00  6.-10. bekkur strákar

16.12.2010 14:36

Lengjubikar

Birt hefur verið riðlaskipting og leikjaniðurröðun í Lengjubikar karla og kvenna.
Strákarnir okkar leika í B-deilinni í vetur í riðli 1 með Dalvík, Draupni, Völsungi, Hetti og KFF.
Stelpurnar í Fjarðabyggð/Leikni leika í C-deild, riðli 3, með Tindastóli, Draupni, Völsungi og Hetti. 
Sjá nánar á ksi.is

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40