Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 20:09

Bikarleikur

Bikarkeppni - Valitor-bikar kvenna

Sindri - Fjarðabyggð/Leiknir

Miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00

Sindravelli

30.05.2011 11:32

Tap fyrir HK/Víkingi

 

Meistaraflokkur kvenna mætti HK/Víkingi á verulega blautum og þungum Eskifjarðarvelli í gær, sunnudag. Bar leikurinn þess öll merki að hann fór ekki fram við kjöraðstæður. Veðrið var hins vegar gott, örlítil rigning, milt og hægur vindur. Stelpurnar fengu tvö mjög góð marktækifæri í fyrri hálfleik en fóru samt sem áður einu marki undir inn í hálfleikinn því eina markið í hálfleiknum skoruðu HK/Víkings-stelpur og staðan 0-1 í hálfleik. Þær komust svo í 0-2 eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik. Það var síðan á 75. mínútu sem okkur tókst að minnka muninn en það var fyrirliðinn, Una Sigríður Jónsdóttir sem skoraði það mark og kveikti smá von um að við gætum náð stigi úr leiknum.

HK/Víkingsstelpur slökktu í þeirri von sex mínútum seinna þegar þær skoruðu sitt þriðja mark og þar við sat, úrslitin 1-3 og tap í fyrsta leik staðreynd.

Tekið af síðu KFF með smávægilegum breytingum.30.05.2011 09:53

Jafntefli

Siggi var mjög vel gíraður fyrir leikinn í gær
(mynd tekinn inní klefa rétt fyrir leik.)

Meistaraflokkur karla fór á Vopnafjörð í gær, sunnudag, og lék við Einherja í norðan nepju og kulda.
Leiknir lék undan vindi í fyrri hálfleik og réðum við ferðinni þrátt fyrir að leika ekki nógu vel. 
Það var síðan Sigurður Örn sem opnaði markareikning okkar á íslandsmótinu um miðjan hálfleikinn, með hörkuskalla eftir hornspyrnu.  Ævar fékk tvö góð færi í hálfleiknum, sem ekkert varð úr.  Síðan þvert gegn gangi leiksins náði Einherji að jafna með bogaskoti fyrir utan teig, yfir Óðinn sem var of framarlega í markinu.
Daði messaði ágætlega yfir mannskapnum í leikhléinu og það virtist hrífa ágætlega, amk var Leiknir mun sterkari aðilinn í upphafi seinni hálfleiks.  Þegar nokkuð var liðið af hálfleiknum braust Baldur upp vinstri kantinn og inn í teig.  Þar tók þjálfari Einherja, skaphundurinn David Hannah hann niður og víti dæmt.  Vilberg fór á punktinn og smellti boltanum í vinkilinn og staðan 1-2.  Eftir þetta fóru okkar menn í skotgrafirnar og þeir appelsínugulu komu meira inn í leikinn.  Það endaði auðvitað með því að þeir náðu að jafna með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf.  Þetta urðu lokatölur leiksins.  Svekkjandi, en okkar fyrsta stig í húsi í sumar. 

Liðið:
Óðinn,
Arek, Siggi, Svanur, Marri,
Björgvin og Almar djúpir á miðju, Baldur og Ævar á vængjunum,
Villi og Ingi Ben frammi.
Fannar kom inn á fyrir Marra, Ingimar gamli fyrir Ævar og Gummi fyrir Baldur.
Björgvin Snær var ónotaður varamaður.

Sigurður Örn var okkar besti maður þrátt fyrir að hafa lítið æft, Arek var líka fínn og aðrir áttu ágæta spretti.

Leiðinlegt atvik varð í lok leiksins þegar ungur Einherjamaður, Daði Petersson, varð fyrir því að fótbrotna.  Þeir Svanur áttust við úti á kanti og einhvernveginn steig strákurinn svo illa í fótinn að hann fór úr ökklalið og braut sperrilegginn.  Þetta var hreint slys og óskum við Daða skjóts bata.

Í lokin er rétt að benda öllum sem leggja leið sína á Vopnafjörð á að koma við í Ollasjoppu - N1 - þar er hægt að fá rauðkál á pylsurnar. 

27.05.2011 09:56

Þór - Leiknir

Leiknir sótti Þór heim í Boganum í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.  Norðanmenn reyndust full stór biti fyrir okkar menn án þess að um algjöran kjöldrátt væri að ræða. 
Lokatölur 5-0 fyrir Þór, sem er sami munur og Þór/KA tapaði með fyrir nýliðum ÍBV í úrvalsdeild kvenna um daginn á sama stað.

Lið Leiknis:

Óðinn,
Fannar, Björgvin, Svanur, Arek,
Jói og Ingimar Guðjón og Villi fyrir framan þá á miðjunni,
Baldur og Ingi Ben á vængjunum og Almar frammi.
Inná komu Ingimar gamli fyrir nafna sinn, Gummi fyrir Baldur og Arnar Sær fyrir Villa.
Ónotaðir varamenn: Björgvin Snær, Ævar, Sigþór og Bergvin.

Björgvin Stefán var yfirburðamaður í okkar liði og virðist líða mun betur eftir að hann tók niður grímuna.  En hann leit nú skárr út með grímuna.
Aðrir stóðu sig flestir ágætlega, Óðinn verður ekki sakaður um mörkin og greip oft vel inn í, en óskaplega væri gaman ef hann gæti sparkað út.  Fannar og Svanur stóðu einnig fyrir sínu.

Þórsar tefldu fram sínu sterkasta liði nema Rækó fékk frí. 

Dómaratríóið komst þokkalega frá sínu, nema kannski Sverrir Gunnar Pálmason aðstoðardómari sem lét gefa okkar mönnum enn eitt spjaldið í gegn um tíðina fyrir það sem hann kallar;  ,,ertu að saka okkur um svindl" þegar menn mótmæla dómum og spyrja hvort það sama gildi ekki um bæði liðin. 
Reyndar var alveg ljóst að það átti ekki að íþyngja Þórsurum með spjöldum í þessum leik ,,enda veitir þeim ekki af öllum sínum mannskap í úrvalsdeildinni".


25.05.2011 15:35

Bikarkeppnin!

Á morgun, fimmtudag, á Leiknir að spila sinn stærsta leik í mörg ár.  Þá mætum við úrvalsdeildarliði Þórs í 32 liða úrslitum í Bikarkeppni KSÍ í Boganum á Akureyri.

Þórsarar ættu að mæta til leiks úthvíldir og hressir, en leik þeirra við FH í 5tu umferð úrvalsdeildarinnar var frestað um helgina.  Þeir hafa leikið 4 leiki í deildinni, unnið einn og tapað þrem. 

Hjá okkur eru flestir sprækir en þó verða Marri og Ævar ekki með vegna smávægilegra meiðsla og Ingimar gamli og Ási eru enn á skaðalistanum. 

Áfram Leiknir!

25.05.2011 11:36

Tækniskóli KSÍ og æfingar hjá yngri flokkum

Allar æfingar fimmtudagsins 26. maí falla niður, ma vegna ferðar miðstig og yngsta stig grunnskólans upp í Fljótsdal.  Athugið samæfingar falla ekki niður!
Eins falla allar æfingar föstudagsins eftir klukkan 16:00 niður vegna skólaslita.

Æfingar vikuna 30. maí - 3. júni verða með sama sniði og í vetur, en sumarplanið tekur gildi 6. júní!
Fófbolta- og íþróttaskóli og botnlaust fjör!!


Ekkert varð af því að DVD-diskurinn - Tækniskóli KSÍ - væri afhentur í dag.  Eggert Gunnþór Jónsson landsliðskapi frá Eskifirði átti að koma með diskana með sér með flugi frá Reykjavík í dag og afhenda þá í Höllinni, en öllu flugi í Egilsstaði var aflýst.
Auglýst verður síðar hvernig afhendingunni verður háttað.

25.05.2011 09:40

Leikir meistaraflokkanna næstu helgi

3.deild karla D-riðill
Einherji - Leiknir

Sunnudaginn 29. maí

Vopnafjarðarvelli
Kl: 14:00


1. deild kvenna A-riðill
KFF/Leiknir - HK/Víkingur
Sunnudaginn 29. maí
Eskifjarðarvelli
kl. 14:00

Áfram Leiknir!!!

21.05.2011 12:03

Slæm byrjun

Fyrsti leikur Leiknis í Íslandsmótinu í knattspyrnu fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni í gærkvöldi, föstudagskvöld, þegar við tókum á móti Sindra.
Skemmst er frá því að segja ð okkar menn voru mjög slakir og Sindri sigrað sannfærandi 0-3.
Sindri var sterkari á öllum sviðum í gær og skoruðu þeir að auki tvö falleg mörk.
Í okkar liði voru farþegar sem greinilega voru ekki tilbúnir í þennan leik.  
Okkar menn byrjuðu reyndar ágætlega og voru sterkari aðilinn fyrstu 5-10 mínúturnar, en síðan fjaraði leikur okkar út.
Sindri komst yfir á 30 mínútu, en rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var ranglega dæmt af okkur mark þegar Norbert skallaði aukaspyrnu Jóa í netið. Að auki átti Ævar skot í stöng á lokamínutum hálfleiksins.
Leikur okkar skánaði í upphafi síðari hálfleiks en Sindri náði aftur yfirhöndinniog skoruð þeir tvö mörk um miðjan hálfleikin og gerðu út um leikinn.  Á síðasta stundarfjórðungnum áttum við nokkrar tilraunir og ma skallaði Villi aukaspyrnu Areks í stöng.  En inn vildi boltinn ekki.
Liðið:
Björgvin Snær,
Ingi Ben, Svanur, Björgvin Stefán, Baldur,
Almar og Jóhann Örn djúpir á miðjunni og Villi framan við þá,
Adnan og Ævar á köntunum og Norbert á topp.
Baldur meiddist eftir korter og Arek kom inn á fyrir hann.
Fannar, Sigurður Örn og Kjartan komu inná fyrir Jóa, Björgvin og Adnan.

Erfitt er að hæla nokkrum fyrir þenna leik en Björgvin Snær  verður ekki sakaður um mörkin og var nokkuð traustur, þá léku Arek og Fannar ágætlega eftir að hann komu inná.  Villi og Jói reyndu á miðjunni en áttu erfitt uppdráttar.
Björgvin Stefán sem nefbrotnaði í bikarleiknum við Sindra um daginn lék með grímu og átti í nokkrum erfiðleikum þar sem hann sér illa niður fyrir tærnar á sér.

Dómarinn átti ekki góðan dag þó honum verði engan veginn kennt um tapið. HIns vegar var leiðinlegt að sjá að það plan Sindramanna að brjóta með öllum ráðum á Norbert þegar hann fékk boltann ganga fullkomlega upp.  Eins var merkilegt að sjá dómarann flauta innkast án þess að vel staðsettur aðstoðardómari lyfti flaggi.

Nú er ekkert annað fyrir okkur að gera en þjappa sér saman og mæta tilbúnir til að berjast og þess vegna æla lifur og lungum í bikarleiknum við Þór á fimmtudaginn.
Áfram Leiknir!!

21.05.2011 12:00

Af nafngiftum

Í Fjarðabyggð starfa 5 íþrótta- og ungmennafélög sem hafa knattspyrnu á dagskrá og 4 knattspyrnubandalög eða skástriksfélög.

Íþrótta- og ungmennafélögin eru talin frá norðri; Þróttur Neskaupstað, Austri Eskifirði, Valur Reyðarfirði, Leiknir Fáskrúðsfirði og Súlan Stöðvarfirði.

Bandalögin eru;

KFF - meistaraflokkur karla

Elsta bandalagið er samstarf Vals, Austra og Þróttar og nú Súlunnar, um meistaraflokk karla.  Bandalagið heitir á pappírnum KFF en gengur í daglegu tali undir nafninu Fjarðabyggð.

Fjarðabyggð/Leiknir - Meistaraflokkur kvenna

KFF og Leiknir eru með sameiginlegt lið í meistaraflokki kvenna, það heitir  Fjarðabyggð/Leiknir, þó sumir kalli það KFF/Leikni til aðgreingar frá yngri flokkunum. 

Sérstakt meistaraflokksráð kvenna heldur utan um flokkinn; Stefán Már Guðmundsson, Ingibjörg Þoraðrdóttir, Þorvarður Sigurbjörnsson, Þórdís Beneditsdóttir, Elsa Elísdóttir (Leikni) og Jóna Petra Magnúsdóttir (Leikni). 

Fjarðabyggð/Leiknir - yngri flokkar (3.-7. flokkur)

Öll ungmenna- og íþróttafélögin í Fjarðabyggð; Súlan, Leiknir, Valur, Austri og Þróttur standa saman að yngri flokkastarfinu.  Hvert félag á einn fulltrúa í stjórn bandalagsins; Jósef  Friðriksson, Magnús Ásgrímsson, Jóhann Eðvald Benediktsson, Jóna Mekkin Jónsdóttir og Sigurjón Kristinsson frá suðri til norðurs. 


Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn - 2. flokkur karla

KFF og Leiknir ásamt Huginn á Seyðisfirði eru með sameiginlegt 2. flokks lið.  Það heitir Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn.  KFF heldur utan um stjórn flokksins og greiðir þjálfaralaunin en aðildarfélögin 6 greiða ferðakostnað.

Margir hnjóta um nafn yngri flokkanna, og spyrja; ,,Er Fáskrúðsfjörður ekki hluti af sveitarfélaginu Fjarðabyggð"?  ,,Hversvegna að tilgreina nafn eins félags af fimm í nafninu"?
Svarið er eftirfarandi. 

KSÍ hefur ekki samþykkt að liðin í yngri flokkunum megi einfaldlega heita Fjarðabyggð, eins og hugur þeirra sem stjórna því samstarfi stóð til.  Ástæða KSÍ fyrir neituninni er sú að þeir segja að KFF gangi í daglegu tali undir nafninu Fjarðabyggð og samkvæmt reglum KSÍ mega tvö bandalög, sem ekki hafa nákvæmlega sömu aðildarfélög, ekki heita eða ganga undir sama nafninu. 

Af framangreindum ástæðum var ákveðið að lið yngri flokkanna skyldi heita Fjarðabyggð/Leiknir og þannig væri það aðgreint frá KFF.  En jafnframt voru menn sammála um að liðið muni ganga undir nafninu Fjarðabyggð og þegar menn hvetja liðið þá kalla allir áfram Fjarðabyggð!  

Enda vísar nafnið eins og að framan er rakið, aðeins í sveitarfélagið okkar.

19.05.2011 14:39

Sigur í Valitor-bikar í gær

Lið KFF/Leiknis mætti Hetti í Valitor-bikar kvenna í gærkvöldi í blíðviðrinu í Fjarðabyggðarhöllinni en þangað hafði leikurinn verið færður vegna úrkomu og mikillar bleytu á Eskifjarðarvelli. Stelpurnar lönduðu sigri 2-1. Afmælisbarnið Andrea Magnúsdóttir, sem hélt upp á 16 ára afmælið með frábærri frammistöðu í leiknum, skoraði fyrsta markið á 32. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Höttur jafnaði síðan leikinn á 67. mínútu eftir misskilning í vörn KFF/Leiknis. Á 84. mínútu var það síðan nýjasti leikmaður liðsins, Sara Atladóttir sem tryggði okkur sigur með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og lokastaðan 2-1 og stelpurnar komnar í næstu umferð bikarsins en þar mæta þær Sindra á útivelli þann 1. júní.

Frétt af síðu www.kff.is


19.05.2011 13:20

Fyrsti deildarleikur sumarsins!

Fjarðabyggðarhöllin

3.deild karla D-riðill

Föstudagurinn 20.maí

Kl: 20:00

Fyrsti leikur í deildinni


Leiknir - Sindri


Mætum á völlinn og styðjum strákana okkar!!

16.05.2011 16:19

Breyttur leikstaður!!!

Valitor - bikar kvenna
Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur
Miðvikudaginn 18. maí kl. 20.00
Fjarðabyggðarhöllin

10.05.2011 12:23

32 liða úrslit!

Við Leiknismenn drógumst gegn Þór á Akureyri í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ. 
Sem sagt útileikur við lið úr Pepsí-deildinni.   Bara flott.
Leikurinn verður 25. eða 26. maí.

10.05.2011 11:04

Fjarðaálsmót

Sl laugardag fór fram Fjarðaálsmót í 3ja flokki stráka í Höllinni.  Fjögur lið mættu til leiks; Völsungur, KF (Knattspfélag Fjallabyggðar (KS+Leiftur)), Höttur og Fjarðabyggð.
Mótið var mjög spennandi, enda liðin jöfn og niðurstaðan mörg jafntefli.
Lokastaðan:  
    1.  Fjarðabyggð
    2.  KF  
    3.  Höttur
    4.  Völsungur

Á sunnudeginum var síðan Fjarðaálsmót í 3ja flokki kvenna á sama stað.  Þar mættu Sindri, Höttur, Einherji og Fjarðabyggð.  
Lokastaðan:
    1.  Fjarðabyggð
    2.  Höttur 
    3.  Sindri 
    4.  Einherji

Mótin fóru bæði mjög vel fram undir öruggri stjórn Mola mótsstjóra.  F/L þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg og ekki síður gestunum.

Næsta laugardag, 14 maí, eru Fjarðaálsmót í 6ta og 7unda flokki karla og kvenna.  Sjáumst þar.

09.05.2011 17:51

Mátun og útsöludagar!

UMF Leiknir stendur fyrir alsherjar mátunardögum á morgun og hinn, þriðjudag og miðvikudag.
Þar verða til mátunar nýir Leiknisgallar frá Hummel og nýir keppnisbúningar Fjarðabyggðar/Leiknis frá Puma, fyrir yngri flokkana. 

Einnig ætlum við að selja á vægu verði eldri keppnisbúninga Leiknis og bjóða fólki að koma með nothæfa íþróttaskó og -fatnað og selja í umboðssölu fyrir viðkomandi.

Staður og stund; Slökkvistöðin 10. og 11. maí frá 18:00 - 20:00, báða dagana.  Tekið við íþróttavörum í sölu milli 17 og 18 á morgun þriðjudag á sama stað, einnig er hægt að koma söluvörum til stjórnarmanna knattspyrnudeildar fyrir kl 18 á morgun.

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40