Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2011 Júní

30.06.2011 09:03

Leiknir F - Einherji

Mfl.kk

Leiknir F - Einherji

Fjarðabyggðarhöllin

Föstudaginn 1.júlí kl. 20:00

27.06.2011 09:39

Sigur hjá stelpunum

Markaskorari dagsins, Nína Sasithorn Phungkaew
Nína skoraði sigurmarkið.

Stelpurnar mættu Álftanesi í gær á Búðagrund í botnslag en bæði liðin voru án stiga fyrir leikinn. Stelpurnar höfðu yfirhöndina í leiknum og vörn Álftnesinga gaf eftir á 39. mínútu þegar Nína skoraði glæsilegt mark utan úr teig, ofarlega í hornið fjær.  Mjög flott afgreiðsla hjá henni. Seinni hálfleikurinn þróaðist þannig að Álftnesingar voru meira með boltann en sköpuðu sér aðeins eitt færi sem Petra Lind varði vel þegar leikmaður Álftaness komst í gegn einn á móti henni og því fyrsti sigur sumarsins í deildinni staðreynd. Stelpurnar spila við Hött á Eskifirði á fimmtudaginn kl. 20:00.Af síðu KFF, örlítið breytt.

27.06.2011 08:36

Tækniskóli KSÍ

Á næstkomandi mánudag, 27. júní kemur Ívar Ingimarsson leikmaður IPSWICH TOWN í heimsókn í knattspyrnuskólann og afhendir Leikniskrökkum dvd-disk - Tækiskóla KSÍ.
Á diskinum eru sýndar fjölmargar æfingar sem krakkarnir geta nýtt sér við að efla boltatækni sína.
Í framhaldinu munu þjálfarar krakkanna geta lagt fyrir þau heimaverkefni; ,,Gerðu æfingu 19 tíu sinnum og æfingu 25 tuttugu sinnum"!
Diskurinn er gjöf frá Knattspyrnusambandi Íslands til allra barna á Íslandi sem æfa knattspyrnu.

Af þessu tilefni eru allir iðkenur í yngri flokkunum boðaðir á Búðagrund kl 11:30 á mánudaginn.  Þeir sem eru að vinna fyrir hádegi geta komið kl 12:00.
 

25.06.2011 16:24

Sigur í Boganum

Leiknir sótti 3 stig á Akureyri í dag og sigraði Draupni þar örugglega.
Þar sem heimildamaður síðunnar á staðnum er of hlutdrægur verður ekki fjallað um einstök atvik í leiknum.
Baldur kom okkur yfir á 13. mínútu og þannig stóð í tepásunni.
Draupnir jafnaði á 64. mínútu.
Villi skoraði á 73. mín, Svanur 76. og Almar á 81.
Lokatölur 1 - 4 og færin að sögn Denna 1 - 14.

Byrjunarliðið;
          Björgvin Snær,
Kjartan, Siggi, Björgvin, Marri,
        Svanur og Jói,
   Ævar      og      Baldur,
         Villi og Almar.

Arek kom inn fyrir Baldur sem tognaði í lok fyrri hálfleiks og síðan komu Ási, Beggi og Gummi inn fyrir Svan, Almar og Sigga.

Góður sigur hjá strákunum og hagstæð úrslit að undanförnu opna riðilinn upp á gátt.  Einherji sigraði Magna og því erum við aðeins 3 stigum á eftir þeim síðartöldu.
Næsti leikur er gegn Einherja á heimavelli föstudaginn 1. júlí.  Það er gríðarlega mikilvægur leikur eins og reyndar þeir allir.

25.06.2011 16:10

Tap á Höfn

Enginn ritfær maður fór með meistaraflokki karla á Höfn um daginn og því hafa engar fregnir birst hér af þeim leik. 
En sem sagt, þunnskipaður hópur fór í leikinn en stóð sig mjög vel.  Kjúllarnir Fannar og Ingimar Humar réðu ríkjum á miðjunni og voru mjög góðir.  Vörnin og markmaðurinn stóðu einnig fyrir sínu en.  Við áttum besta færi fyrri hálfleiks þegar Villi skallaði í slá og niður á línuna en að mati línuvarðar ekki innfyrir.
Sindramenn sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og voru sterkari í honum.  Það var svo elsti maður vallarins Sinisa Kekic sem skoraði sigurmark Sindra um miðjan hálfleikinn.  Tap 1-0 staðreynd en einn besti leikur okkar manna í sumar engu að síður.
Liðið; 
            Björgvin Snær,  
Kjartan, Svanur, Björgvin, Marinó,
           Humar og Fannar,
   Ævar           og              Baldur,
         Vilberg  og  Almar,

Arek kom inná fyrir Baldur,
Ónotaðir varamenn Ingimar og Bergvin.   

Af þeim sem komu við sögu í leiknum eru allir utan Villi og Baldur Smári uppaldir hjá Leikni með smá aðstoð Vals á Reyðarfirði, en Ævar, Kjartan og Marri eru jú samstarfsverkefni Vals og Leiknis.

Maður leiksins var Fannar Bjarki.

25.06.2011 12:23

Myndband

Valitor Bikarinn 2011 32 lið úrslit Þór-Leiknir F.

http://www.youtube.com/watch?v=sQ9NsDuCd4A


24.06.2011 11:19

Leikur mfl. kvk - ATH BREYTTUR LEIKTÍMI

ATHUGIÐ BREYTTAN LEIKTÍMA HJÁ MFL. KVENNA UM HELGINA

Mfl. kvenna 1. deild a-riðill

Fjarðabyggð/Leiknir - Álftanes

Búðagrund

SUNNUDAGINN 26. JÚNÍ KL. 14.00

20.06.2011 23:05

Fannar í U17

Fannar Bjarki hefur verið valinn í 54 manna úrtak, ásamt þeim Bergsteini Pálssyni og Birki Einari Gunnlaugssyni, vegna undirbúnings fyrir Norðurlandamót U17.  
Mótið verður haldið á Íslandi, nánar tiltekið á norðurlandi, í byrjun ágúst og verður Ísland með tvö lið.  Þjálfari U17 er hinn ,,gamli" og góði þjálfari Leiknis, Gunnar Guðmundsson og mun hann væntanlega skera hópinn eitthvað niður fyrir mótið.
Hér er slóð á fréttina á ksi.is;
http://www.ksi.is/landslid/nr/9416
Gangi ykkur vel strákar!

Það er annars af 3ja flokki að frétta að hann er með fullt hús stiga eftir 3 leiki í C-deildinni.  Hafa þeir sigrað Aftureldingu 3-1 bæði heima og að heiman og burstað Val á Hlíðarenda 7-0.

20.06.2011 09:55

Leikjanámskeið látið berast

Leikjanámskeið vikuna 20-24.júní

  

Mánudagurinn 20. júní 

Leikir og Fjör á vellinum

  

Þriðjudagurinn 21. júní

 Fjallganga, klædd eftir veðri og með hollt og gott nesti.

 

Miðvikudagurinn 22. júní 

Veiðiferð, taka með sér björgunarvesti (ef að þið eigið) og veiðistöng. Og hollt og gott nesti.

 

Fimmtudagurinn 23. júní 

Hjólaferð, krakkarnir eiga að vera með hjálm og hollt og gott nesti.

 

Föstudagurinn 24.júní

 

Flöskurallý, taka með sér flösku og prik sem að er svona meters langt. Hollt og gott nesti. Og stígvél eru gáfuleg þar sem að við verðum við læk.

  

Kv. Björgvin Stefán, Ævar og Guðmundur Arnar


Allt þetta með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annara ástæðna.

19.06.2011 17:07

Leiknisgallar

...Hummelgallarnir, eru komnir!!
Þeir verða til afhendingar í íþróttahúsinu á morgun mánudag frá kl 17:00 - 19:00.
Munið að taka með ykkur aura eða ef þið eruð með upphæðina á hreinu að leggja inn á 0171-26-27753, kt 480589-2549.

Rétt er að vekja athygli á því að ekki reyndist unnt að panta treyju og buxur hvort í sínu númeri og var treyjunúmerið látið ráða.  Hins vegar verður vonandi hægt að leysa úr málum flestra, einhverjar aukabuxur voru pantaðar og einhverjum tilvikum pöntuðu menn stærri treyjur en buxur þó hið gagnstæða væri mun algengara.

18.06.2011 18:32

Leiknir og Magni

Leiknir - Magni
Björgvin Stefán á fullri ferð.

Leiknir tók á móti Magna frá Grenivík í gær laugardaginn 18. júní.
Veðrið var ágætt til knattspyrnuiðkunar, en þó örlítill vindur.  Völlurinn var eins og tíðafarið gefur tilefni til, slakur þrátt fyrir að vera vel sleginn...
Okkar menn byrjuðu leikinn frábærlega og strax á fyrstu mínútu skoraði Villi mark eftir góða sókn, þegar hann stýrði fyrirgjöf frá hægri laglega í hornið.
Norðanmenn voru ekki sáttir við þetta og komust smám saman inní leikinn.  Á 17 mínútu var þeim fært mark á silfurfati.  Varnarmanni Leiknis datt á í hug að leggja fyrir sig boltann nánast á marklínunni í stað þess að hreinsa frá marki með öllum ráðum.  Fyrirliði Magna þakkaði fyrir sig og skoraði auðveldasta mark ferilsins.
Skömmu seinna slapp Norbert aleinn í gegn, eftir laglega sendingu Almars, en markvörður Magna gerði vel er hann náði að tækla hann utan teigs og ekkert varð úr færinu.
Rétt fyrir leikhlé skoraði Magni síðan mark eftir aukaspyrnu.  Óvaldaður maður fékk þá auðveldan skalla inn undir markteig og setti boltann beint yfir Óðinn sem ekki átti góðan dag í gær.
Ævar kom inn fyrir Norbert í hálfleik og blésu okkar menn til sóknar eftir hlé.  Áttu þeir mörg upphlaup en tókst ekki að skapa mörg færi og besti maður Magna, markvörðurinn, greip vel inn í þegar á þurfti að halda.
Á 65. mínútu kom síðan rothöggið, Magni fékk aukaspyrnu nokkuð utan teigs.  Spyrnan breytti stefnu á varnarmanni og var Óðinn varnarlaus enda lagður af stað í ,,vitlaust" horn.
Daði gerði þrefalda skiptingu á 75. mínútu og reyndi þannig að hressa upp á leik okkar manna en allt kom fyrir ekki.  Niðurstaðan 1 - 3 tap og forskot Sindra og Magna á toppnum orðið leiðinlega stórt.

Liðið:
Óðinn (Björgvin Sn ´75)
Ingi Ben (Arek ´75), Björgvin St, Svanur, Marri (Kjartan ´75)
Ingimar gamli og Fannar,
Almar,                                        Humar,
Villi og Norbert (Ævar ´46)

Leiknisliðið lék engan veginn nógu vel í gær, tvö fyrstu mörk Magna voru slíkar gjafir að við getum ekki vonast til að fá neitt út úr leikjum með slíkri spilamennsku.  Það er erfitt að taka nokkurn út sem betri en næsti maður í þessum leik og ég sleppi því bara. 
Það er ekki til nema eitt svar, bíta í skjaldarrendur og berjast fyrir stigunum í næstu leikjum!Markmaður Magna á réttum stað fyrir sitt lið.

Myndir komnar í albúm frá leik Leiknis og Magna.

16.06.2011 09:55

Leiknir - Magni

Búðagrund

Laugardaginn 18.júní

Klukkan 14:00

Toppslagur í 3.deild D-riðli

Leiknir - MagniAðgangseyrir: 700 krónur

!!Allir á völlinn!!


10.06.2011 03:17

Boltapésinn

Í gær fimmtudag var Boltapésanum dreift í öll hús á Búðum.  Um er að ræða leik- eða leikjaskrá sumarsins hjá knattspyrnudeildinni. 
Þar má finna; æfingatöflu sumarsins hjá yngri flokkunum, yfirlit yfir knattspyrnu- og íþróttaskóla sumarsins, lista yfir alla leiki á Búðagrund í sumar, leikmannalista meistaraflokks karla og kvenna.  Einnig styrktarlínulista og lista yfir helstu stuðningsaðila deildarinnar.  Þökkum við öllum þessum aðilum sem og öðrum sem styðja af góðum hug uppbyggingu knattspyrnunnar hér á Búðum.

09.06.2011 11:23

Leiknir - Huginn

Drengirnir okkar mættu Huginn á Búðagrund í gærkvöld, miðvikudagskvöldið 8. júni.
Tiltölulega lítið snjóaði á meðan á leiknum stóð, vindurinn hófstilltur og hitastigið var nokkuð ofan við núllið.  Sem sagt ágætis fótboltaveður.
Okkar menn léku á móti norðankælunni í fyrri hálfleik og voru sterkari aðilinn, einkum framan af.  Á 15. mínútu skoraði Norbert fallegt mark.  Hann bjó sér til pláss rétt utan vítateigs og smellti boltanum síðan efst í markhornið hjá markverði gestanna.  Óverjandi.
Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.  Nema ef tilraunir Óðins til orsaka hjartastopp á bekk Leiknis eru taldar með.  Þær voru athyglisverðar.
Skömmu eftir hlé varð Daði að gera skiptingu, Ævar fór meiddur af velli og Ingimar gamli kom inn á. 
Á 54. mínútu náði Huginn að jafna eftir ágæta sókn.  Við þetta efldust okkar menn og fóru þeir aftur að skapa sér færi eftir þetta.
Ingimar Guðjón slapp í gegn nokkru síðar og reyndi að rífa netið með þeim afleiðingum að hann hitti markvörð gestanna en ekki markið.
Á 69. mínútu slapp Humar aftur í gegn eftir góðan undirbúning Norberts og nú brást honum ekki bogalistin, heldur smellti boltanum í netið. 
Okkar menn fengu nokkur tækifæri í viðbót og Villi hefði átt að fá vítaspyrnu þegar markvörður Hugins bögglaði löppunum í hann eftir klafs í markteignum.  Síðan átti Humar þrumuskot úr aukaspyrnu sem small í ofanverðum skeytunum.
Huginsmenn reyndu eins og þeir gátu að setja pressu á Leiknismarkið í lokin án þess að skapa sér alvöru færi þannig að sagan frá Vopnafjarðarvelli endurtók sig ekki, þó sumir væru farnir að óttast það.

Liðið:
Óðinn í hliðinu,
Fannar og Humar bakverðir, Björgvin og Svanur miðverðir,
Jói og Almar djúpir á miðjunni,
Ævar og Ingi Ben á vængjunum,
Villi aftan við Norbert frammi.
Ingimar, Kjartan, Arek og Bergvin komu inn á í þessari röð. 

Norbert og kjúklingarnir voru bestir í þessum leik; þe Björgvin Stefán, Ingimar Guðjón og Fannar Bjarki.  Arek og Kjartan komu vel stemmdir inn á og stóðu sig vel.  Þá var Svanur sterkur í loftinu eins og oft áður.
Dómaratríóið stóð sig í heildin ágætlega.

06.06.2011 11:08

Knattspyrnu- og leikjanámskeið

Næsta vika verður stutt hjá okkur. Þá er frí á mánudegi og föstudegi. Þ.e annar í hvítasunnu 13.júní og síðan 17.júní (hæ hó og jibbíjei). Vikan mun kosta 1.200 krónur. Endilega látið þetta berast.


Svo má einnig minna á:

Leiknir - Huginn

3ja deild karla

Búðagrund

Miðvikudaginn 8.júní

Kl: 20:00


Endilega mæta á völlinn!!


Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40