Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2011 Desember

30.12.2011 10:50

BREITING Á RÚTUFERÐUM


Stjórn knattspyrnudeildar minnir á að frá og með deginum í dag er akstursplan rútunnar á æfingar í Höllinni breytt.  Nýtt plan hefur verið sent í öll hús í Fjarðabyggð og má auk þess finna á vef sveitarfélagsins http://fjardabyggd.is/media/PDF/Samgongur_A3.pdf
Í stuttu máli eru breytingarnar í því fólgnar að rútan stoppar ekki lengur í íþróttahúsinu heldur á fimm stoppistöðvum í bænum; við Þór, við ráðhúsið, við læknislækinn á Skólavegi, við Hótel Bjarg og ofan við kirkjugarð. 
Á Reyðarfirði skilar rútan börnunum áfram í Höllina og tekur þau þar aftur en rétt er að brýna fyrir börnunum að rútan hefur lítið svigrúm og bíður ekki eftir þeim á Reyðarfirði ef eitthvað vesen er þar.

28.12.2011 22:28

Launafl var það heillin

Jólamót Leiknis fór fram í kvöld, 28. desember.  Þátttakan var hefðbundin 9 lið, skipt var í tvo riðla.
Báðir riðlarnir voru æsispennandi og enduðu þrjú lið efst og jöfn í A-riði og tvö í B.
Lokastaðan efstu liða í A:
KFFB ......... 9 stig og markatalan 21-10
LVF ........... 9 stig og markatalan 19-8
Narfi ........... 9 stig og markatalan 10-9
Þar sem markamunur KFFB og LVF var jafn réð innbyrðisviðureign því að KFFB lék um gullið en LVF um bronsið.

Í B-riðli var allt jafnt milli KPMG og Launafls, markamunur og skoruð mörk og jafntefli í innbyrðisviðureign.  Því var varpað hlutkesti og hafði Launafl betur.

Í leiknum um bronsið, lagði KPMG með Daníel í Dölum í hörkuformi, LVF 3-1.

Leikurinn um gullið náði ekki að verða spennandi, Launafl með Marra í farabroddi tók leikinn í sínar hendur og vann 6-2, og setti Marinó 4 kvikindi.

Knattspyrnudeildin þakkar leikmönnum, dómurum og öðrum starfsmönnum, áhorfendum og sponsorum kærlega fyrir mótið.
Eftirtalin fyrirtæki sponsoruðu lið:
Ferro-Zink, KPMG, KFFB, LVF - tvö lið, Launafl, Lukka ehf (Narfi), Loft- og raftæki, Metal og VHE. 
Myndir komnar í albúm.1.sæti, Launafl; Ævar, Viktor, Marinó, Jói og Snær.  Þeir kláruðu þetta án varamanna.2. sæti, KFFB; Sólmundur, Magnús, Vilberg, Örvar og Anton Bragi.  3ji flokkur og þjálfarinn þeirra.  Strákarnir spiluðu stórskemmtilegan bolta.3. sæti, KPMG; Kristófer, Hilmar, Elís, Almar, Daníel og Ingimar gamli.24.12.2011 10:45

Jólakveðja

Knattspyrnudeild UMF Leiknis óskar öllum lesendum síðunnar, iðkendum, foreldrum, starfsmönnum, stuðningsaðilum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla!
Þökkum liðið knattspyrnuár og megi það næsta færa ykkur frið og farsæld og góðan bolta á eftir, eins og sérann sagði!

                Stjórn knattspyrnudeildar; Guðbjörg Rós, Hans Óli, Ingimar, Jóhanna Sjöfn, Magnús, Oddrún og Óskar Þór


Piparkökukarlarnir heita frá vinstri; Mark Noble, Kevin Nolan, Robert Green og Carlton Cole og eru leikmenn West Ham United.

22.12.2011 22:27

Mfl. kk. Leiknir - Huginn

Í kvöld fékk mfl. Leiknis Huginsmenn í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina og voru spilaðar 2*45 mín. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af algjöru áhugaleysi og vanmati okkar manna sem kom í hausinn á okkur, en eftir um hálftíma leik var staðan orðin 0 - 4 fyrir Huginn sem þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum.

Í síðari hálfleik kom síðan allt annað Leiknislið inná völlinn og greinilegt að menn voru ekki búnir að játa sig sigraða. Þegar rétt nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum kom fyrsta mark okkar manna og þar var á ferðinni enginn annar en Kristófer Páll Viðarsson sem var að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik, ekki amalegt það. Það leið síðan ekki á löngu þar til annað markið leit dagsins ljós en þar var að verki Baldur Smári eftir nokkra pressu að marki Huginsmanna. Eftir annað markið áttu Huginsmenn nokkrar hættulegar skyndisóknir en náðu ekki að nýta sér þær. Þriðja markið kom síðan þegar um 10 mín. voru eftir af leiknum og þar var Baldur aftur á ferðinni. Eftir þetta settu okkar menn allt kapp á að jafna leikinn og jöfnunarmarkið kom 2 mínútum fyrir leikslok þegar Alexander (eða Lexi eins og kappinn vill láta kalla sig) kom boltanum yfir marklínuna og þar við sat.

Þrátt fyrir mörg mörk var leikurinn ekki mikið fyrir augað og greinilegt að leikmenn og þjálfarinn eiga mikið verk fyrir höndum næstu tvo mánuði ef við ætlum okkur að gera eitthvað í deildarbikarnum.

19 leikmenn komu við sögu í leiknum og erfitt er að pikka einhverja út sem stóðu sig betur en aðrir.

Næsti æfingaleikur verður síðan 29. eða 30. desember í Fjarðabyggðahöllinni á móti Sindra.


Þessir komu allir við sögu í gær - nema Jóhann Atli, Baldur setti tvö og fiskaði víti sem Lexi skaut upp í stúku og Svanurinn stóð vaktina í vörninni.

20.12.2011 08:17

Jólamótið

Jólamótið!

Hið árlega Jólamót Leiknis í innanhússknattspyrnu verður haldið miðvikudaginn 28. desember í höll Ölvers og hefst klukkan 17:00.  

Að mestu sömu reglur og vanalega:
Í hverju liði mega vera að hámarki 3 leikmenn með skráðan leik í meistaraflokki Íslandsmótsins sl sumar (Íslensk knattspyrna 2011 eftir Víði Sig. sker úr). 
Að auki mega að hámarki vera 8 leikmenn í hverju liði. 
Reglur KSÍ um innanhúsknattspyrnu gilda, eins og þær voru fyrir daga futsalsins.

Þátttökugjald er 15.000 kr á lið. 
Tekið er við skráningum í síma 894 71 99 eða
magnus@lvf.is til kl 14. mótsdaginn, 28. desember.Kjartan Bragi, Ævar og félagar sem léku undir nafni Loft- og raftækja sigruðu í fyrra.

16.12.2011 14:33

Lengjubikarinn


Drög að leikjaniðurröðun í Lengjubikarnum eru komin á vef KSÍ.
Hjá körlunum er Leiknir í B-deild, riðli 3.  Riðillinn:
    Dalvík/Reynir,
    Völsungur, 
    KF,
    KFF,
    Magni,
    Leiknir,
Fyrsti leikurinn er settur á 10. marz og sá síðasti 21. apríl.
KSÍ menn hafa hugsað hlýtt til okkar þegar þeir röðuðu upp mótinu, við fáum 4 leiki í Fjarðabyggðarhöllinni og leikum aðeins einn leik fyrir norðan, þe í Boganum.

Stelpurnar okkar í Fjarðabyggð/Leikni leika í 3ja riðli C-deildar, ásamt Hetti, Völsungi og Tindastóli.
Þær eiga að hefja leik 31. marz og síðasti leikurinn er 28. apríl.
Þær leika einn leik í Höllinni, einn í Boganum og einn á Fellavelli.

Þess má geta að Leiknir og Huginn leika æfingaleik í Höllinni, fimmtudagskvöldið 22. desember.

15.12.2011 08:52

Jólafrí!!!

Í dag, fimmtudaginn 15. desember, eru síðustu samæfingar ársins í Höllinni.
Þær hefjast aftur
mánudaginn 2. janúar.

Síðustu Leiknis-æfingarnar fyrir jól verða í Ölvershöll þriðjudaginn 20. desember.
Þær hefjast aftur um leið og samæfingarnar, mánudaginn 2. janúar.

09.12.2011 15:14

Bréf til KSÍ

Bréf til Þóris Hákonarsonar framkvæmdastjóra KSÍ.

Sæll Þórir,

Ég mótmæli harðlega þeirri sögufölsun sem Víðir Sigurðsson hefur upp í bók sinni Íslensk knattspyrna 2011, með því að fella niður árangur leikmanna í leikjum við Draupni í D-riðli 3ju deildar sl sumar.  Samkvæmt úrskurði KSÍ stendur einstaklingsárangur leikmanna í leikjum gegn Draupni óhaggaður, þrátt fyrir að liðið drægi sig úr móti. Enda vandséð hvernig annað getur gengið upp. Sem dæmi fengu leikmenn spjöld; bæði gul og rauð í leikjum við Draupni og þau héldu gildi sínu, enda leikmenn í sumum tilvikum búnir að taka út leikbönn þegar liðið var dregið úr mótinu.   Ég hef tölvupóst frá KSÍ upp á það að árangur einstakra leikmanna standi; spjöld, mörk og spilaðir leikir.

Það er grafalvarlegt ef Víðir er með eigin túlkun á árangri og tölum í mótum á vegum KSÍ, á meðan KSÍ styður útgáfu bókanna og nánast gerir hana að sinni túlkun á tölfræði knattspyrnunnar á Íslandi.  Það hlýtur að vera krafa KSÍ að Víðir túlki tölurnar með sama hætti og KSÍ eða samstarfi verði slitið við hann ella.

Ég dreg ekki úr því að bækur Víðis eru flott framtak hjá honum og hafa hingað til verið í mínum huga nánast óskeikult yfirlit yfir knattspyrnuna á Íslandi.  Þetta segi ég þrátt fyrir uppákomuna með bókina 2007, þegar Blikinn Magnús Páll Gunnarsson varð skyndilega skólaus þrátt fyrir að KSÍ væri nýbúið að úthluta bronsskónum til hans.  Enda hélt ég að sú uppákoma væri bara vegna rígsins ógurlega í Kópavoginum.  En nú þegar hann ætlar að falsa árangur leikmanna uppeldisfélags síns (og leikmanna fleiri félaga auðvitað), þá erum við Leiknismenn ekki sáttir.

Með knattspyrnukveðju,

Magnús Ásgrímsson,

Formaður knattspyrnudeildar UMF Leiknis

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40