Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Janúar

31.01.2012 12:48

Síldarvinnslumót

Nú er hafið á vegum Knattspyrnudómarafélags Austurlands, æfingamót í knattspyrnu fyrir meistaraflokkslið karla, Síldarvinnslumótið.  
Leikjaniðurröðun er hægt að sjá á heimasíðu KSÍ;  http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24383
Mótið hófst á laugardaginn var, með leik Hattar og KFF, en að auki eru Leiknir og Sindri með í mótinu. Leikin verður tvöföld umferð og er fyrsti leikur okkar manna gegn Hetti miðvikudaginn 8. febrúar.

Strákarnir léku á föstudagskvöldið æfingaleik við KFF, en uppistaða liðs þeirra var 2. flokks strákar.
Leiknir sigraði 2-0, með mörkum frá Baldri Smára og Símoni Símonarsyni, nýjum leikmanni sem er að koma til okkar.  Kappinn er frá Akureyri og lék síðast með Magna, en sumarið 2010 lék hann með Draupni og var þá næst markahæstur í riðlinum á eftir Vilberg.  Setti 8 kvikindi. 
Velkominn í Leikni Símon.

Þá lék með okkur markmaður sem er á mála hjá Fjölni, Hrólfur Vilhjálmsson.  Hugsanlegt er að hann gangi til liðs við okkur fyrir sumarið.

29.01.2012 17:53

Sólarkaffi Leiknis

Margt var um manninn á Sólarkaffi Leiknis í dag. Sunddeild, blakdeild, fjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild veittu viðurkenningar fyrir afrakstur ársins 2011. Íþróttamaður ársins var Björgvin Stefán Pétursson en hann var líka valinn knattspyrnumaður ársins 2011.
Myndir í albúmi.

Við þetta má bæta að Fannar Bjarki Pétursson var valinn efnilegstur í fótboltanum og fékk Valþórsbikarinn.
Þá veitti knattspyrnudeildin nú í fyrsta sinn verðlaun leikmanni ársins í sex flokkum, þe 3. - 5. flokki stráka og stelpna.  Verðlaunin eru veitt þeim sem þóttu skara fram úr í ástundun og áhuga á síðasta ári. Einnig var litið til þess að krakkarnir hefðu sýnt af sér jákvæðni á æfingum og í keppni og væru þannig góðir liðsfélagar og til fyrirmyndar á sem flestum sviðum.
Þessir hlutu viðurkenningar:

3. fl stráka - Guðmundur Arnar Hjálmarsson,
3. fl stelpna - Sunna Valsdóttir og Freydís Guðnadóttir,
4. fl stráka - Kristófer Páll Viðarsson,
4. fl stúlkna - Brynja Steinþórsdóttir,
5. fl stráka - Dagur Ingi Valsson og Ásgeir Páll Magnússon,
5. fl stúlkna - Helga Marie Gunnarsdóttir
Knattspyrnu- og íþróttamaður ársins 2011 Björgvin Stefán Pétursson.Myndalegur hópur úr öllum deildum.

25.01.2012 14:33

Sólarkaffi

Sólarkaffi Leiknis verður haldið sunnudaginn 29. janúar eins og lög gera ráð fyrir.

Þar mun knattspyrnudeilin veita slatta af viðurkenningum eins og alltaf.  Í ár munum við brydda upp á nýjungum, sem þið getið beðið spennt eftir.

Umsjón með samkomunni verður í höndum sund- og blakdeildanna og verða veitingarnar án efa glæsilegar.  Ég hvet því alla til að mæta.

Svanur Freyr var kjörinn knattspyrnumaður Leiknis árið 2010.

Fannar Bjarki var valinn efnilegastur og fékk Valþórsbikarinn.

24.01.2012 17:27

Fjáraflanir

Knattspyrnudeilin hefur farið nokkuð mikinn í fjáröflunum síðasta rúma mánuðinn.

Í desember vorum við með dyravörslu og þrif í Skrúð á árshátíð Loðnuvinnslunnar og stelpurnar í 3ja og 4ða flokk seldu jólakort og WC-pappír. 

Milli hátíðanna sáum við um veitingar á athöfninni íþróttamaður Fjarðabyggðar og héldum okkar árlegu firmakeppni í innanússfótbolta.  

Nú í janúar unnum við allt mögulegt kringum hjónaballið eins og undanfarin ár, þar voru í eldlínunni; Almar Daði, Arek, Bergvin, Björgvin Snær, Björgvin Stefán, Daníel, Ellen Rós, Golli, Gummi, Ingimar Humar og Sunna.

12. janúar sóttu fulltrúar okkar kindur í Sultarrana, sem er inn af Villingadal í Fljótsdal og ber nafn með rentu.

Sl föstudagskvöld gengu stelpurnar í 5ta og 6ta flokki í hús og söfnuðu dósum.  Þær voru flottar og fengu helling af dósum, sem við þökkum bæjarbúum kærlega fyrir.  Stelpurnar voru það áræðnar að þær fóru um borð í Sigurbjörgu ÓF sem kom hér örsnöggt að bryggju og fengu þar tvo fulla ruslapoka af dósum.

Á laugardagskvöldið vorum við með dyravörslu á þorrablótinu á Eskifirði og redduðu þeir Svanur, Símon, Baldur Smári, Brynjar Ölla og Andri Turin því.

Kærar þakkir fyrir vinnuna öll þið!

18.01.2012 16:44

Íslandsmót

Knattspyrnusamband ÍslandsÁ föstudaginn rennur út skráningarfrestur í Íslandsmót.  Spennan er tölverð varðandi fjölda liða í neðstu deildum bæði kvenna- og karlaboltans.  Nokkur þrýstingur er frá ,,stærri" félögunum í þessum deildum að fjölga um eina landsdeild, bæta við C-deild í kvennaboltanum og E-deild í karlaboltanum.
Litlar líkur eru á að þetta nái fram að ganga í ár amk hjá körlunum.  
Ef af þessum hugmyndum yrði, eru líkur á að Leiknir yrði í nýrri landsdeild í karlabolta, en Fjarðabyggð/Leiknir í kvennaboltanum yrði áfram í neðstu deild, sem nota bene yrði einnig landsdeild.
 
Það smellpassar að taka 3 efstu liðin úr riðlum 3ju deildar frá síðasta sumri, mínus liðin sem fóru upp (KB og KFR) og plús liðin sem féllu (ÍH og Árborg) og skella í nýja deild.  Reyndar er spurning hvort ekki væri nóg að hafa nýja 3ju deild með 10 liðum og liðin léku 18 leiki, í stað þess að vera með 12 lið og 22 leiki.
Félögin sem að fóstra þessar hugmyndir vilja gjarnan losna við að leika við félög eins og Afríku, Stálúlf og Draupni heitinn.

Hvað um það, krafan fyrir sumarið er að við fáum alvöru riðil.  Ekki 5 liða riðil eins og upp var áteningnum eftir að Draupnir datt út.  7-8 liða riðill er lágmark, en það þýðir væntanlega ferðalög á vesturenda landsins, en so bee it!

03.01.2012 14:29

Nýr gervigrasvöllur!

Steinþór hafnarstjóri er að leita leiða til að splæsa nýjum gervigrasvelli á Leikni.
Þessi færeyska útfærsla gæti verið lausnin og ekki spurning að hafnarsjóður ætti að kosta völl sem þennan.
Hvernig lýst ykkur á?


Myndin er fengin frá Óa Magna.
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40