Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Mars

24.03.2012 20:50

Töpuð stig

Leiknir og Dalvík áttust við Höllinni í kvöld og lyktaði leiknum með markalausu jafntefli.
Leiknir var mun sterkari aðilinn allan tíman en þó sérstaklega í siðari hálfleik þegar okkar menn lágu á norðanmönnum.  En í netið vildi boltinn ekki og jafntefli því niðurstaðan.
Byrjunarlið Leiknis:
Björgvin Snær,
Arek, Björgvin St, Svanur, Marri,
Arnar Sær og Gummi á vængjunum,
Fannar, Humar og Símon,
Ævar á topp.

Baldur og Ingimar gamli komu inn á í hléi fyrir Arnar og Humar.  Kristófer kom síðan eldsprækur inn fyrir Símon um miðjan seinni hálfleikinn.
Lítið var um færi í fyrri hálfleik en Ævar fékk það besta og en besti maður Dalvíkur, markvörður þeirra sá við honum.  Síðan gerðu Leiknismenn tilkall til vítaspyrnu þegar greinilega var ýtt á bakið á Ævari þegar hann fór upp í skallabolta, en ekkert dæmt.
Í seinni hálfleik fékk Björgvin Stefán dauðafæri en skaut í markvörðinn, bjargað var á línu frá Baldri, Ævar skaut yfir úr teignum og varið frá Fannari í góðu færi.  Auk þess var urmull hálffæra.

Minnstu munaði að Dalvík stæli öllum stigunum en Björgvin Snær varði skalla frá sóknarmanni þeirra í stöngina og skot af löngu færi varði hann í slána, en þetta voru einu tilraunir þeirra í hálfleiknum.

Hjá okkur átti liðið í heild fínan leik.  Gummi og Fannar börðust vel, Marri steig ekki feilspor og Björgvin St og Svanur voru öruggir. Arek stóð fyrir sínu og er í hörku formi, vantar bara örlítið meira sjálfstraust. Lítið reyndi á Björgvin í markinu en hann slapp mjög vel frá verkefninu. 3ja flokks kjúllarnir börðust vel og Kristó olli þó nokkrum usla og klobbaði amk tvo.  Símon er að komast í form og átti ágæta spretti. Ævar barðist vel en vantar svolítið upp á hraðann sem hann á að hafa.
Baldur og Ingimararnir slupp frá sínu en vantar alla betra leikform, einkum þó Baldur.

Dalvíkinga vegna vona ég að marga hafi vantað í hópinn því þetta lið gerir varla mikinn usla í 2. deildinni.

Leikurinn var í heildina vel dæmdur af Jóhanni Atla, Arnari og Varða.

23.03.2012 11:35

Lengjubikar!


Leiknir - Dalvík/Reynir 

laugardaginn 24. marz kl 18:00
í Fjarðabyggðarhöllinni.

Áfram Leiknir!

17.03.2012 18:25

Tap fyrir KFF

Okkar menn spiluðu sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í gærkvöldi og voru andstæðingarnir grannarnir í KFF.
Niðurstaðan var 2-1 ósigur, og skoraði Villi mark Leiknis en hann jafnaði í síðari hálfleik eftir að KFF hafði komist yfir á lokaandartökum fyrri hálfleiks.
Mörk KFF gerðu Ingi Steinn Freysteinsson og Stefán Þór Eysteinsson.

Byrjunarliðið:
Björgvin Snær,
Arek, Svanur, Björgvin St, Marinó,
Leifur, Áskell, Fannar, Vilberg,
Norbert, Almar

Á bekknum: Símon, Sigurður Örn, Baldur Smári, Guðmundur Arnar, Arnar Sær og Ingimar gamli.
Þeir komu allir við sögu.
Næsti leikur okkar í keppninni er við Dalvík/Reyni á laugardaginn kemur í Höllinni. 

11.03.2012 21:36

Lengjubikar karla að hefjast

Nú styttist í að meistaraflokkur karla hefji leik í Lengjubikarnum þetta árið. Þeir leika í riðli 3 í B-deild ásamt Fjarðabyggð (KFF), Dalvík/Reyni, KF  (Knattspyrnufélag Fjallabyggðar), Völsungi og Magna. Einn leikur hefur þegar farið fram í riðlinum en Fjarðabyggð lagði Magna sl. laugardag. Okkar drengir spila sinn fyrsta leik í mótinu næstkomandi föstudag móti nágrönnunum í Fjarðabyggð. Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 20.00. Hvetjum alla til að mæta á völlin og styðja strákana.

11.03.2012 21:32

Æfingaleikur mfl. kvk við Hött

Stelpurnar aftur í vandræðum með Hött 
Klara Ívarsdóttir skorað markið

Stelpurnar okkar mættu Hetti í æfingaleik í dag. 1-7 tap var klárlega ekki það sem þær ætluðu sér en margt var þó jákvætt í leik þeirra. Æfingaleikur sem þessi er hluti af undirbúningnum fyrir sumarið og það er ljóst að margt þarf að laga og að hægt er að byggja á því sem vel var gert.

Klara Ívarsdóttir skoraði markið fyrir KFF/Leikni. Það vantaði margar stelpur í liðið. Petra Lind og Ragga eru í Reykjavík, Hafrún er á Spáni og þó nokkrar eru meiddar eða veikar.

Næsti æfingaleikur er næsta laugardag, 17. mars, á móti Sindrastelpum


Frétt af vef Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar www.kff.is

08.03.2012 08:10

Aðalfundurinn

Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis fór fram í gærkvöldi, miðvikudagskvöldið 7. marz í slökkvistöðinni.  
Þrátt fyrir allt sé brjálað að gera hér á Búðum mættu 18 manns á fundinn sem var hinn fjörugasti. 
Samþykkt var áskorun til bæjarstjórnar og tilmæli til stjórnar F/L.
Ingimar reikningsskilameistari birti sinn fyrsta ársreikning, með hógværum 120 þúsund króna hagnaði.
Í stjórnarkjöri gerðist það að Jóhanna Eiríksdóttir gekk úr stjórn eftir langt og mikið starf í stjórn deildarinnar.  Við þökkum Jóhönnu kærlega samstarfið.
Aðrir stjórnarmenn, þe; Guðbjörg Rós, Hans Óli, Ingimar, Magnús, Oddrún og Óskar Þór halda áfram og var stjórninni falið að finna sjöunda meðliminn í rólegheitunum.

05.03.2012 08:48

Sigur á Hetti

Fjarðabyggðarhöllin 29. feb.

Leiknir - Höttur  3 - 0


Villi
Arnar Sær
Norbert

Byrjunarlið:
       

                                                 Óðinn

             Arek               Almar                   Björgvin Stefán             Gummi


                                  Fannar                   Svanur

             Ási                            Villi                           Arnar Sær

                                            Símon

Marri
Norbert
Kristófer             

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40