Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Apríl

28.04.2012 11:07

Lengjubikar kvenna

Lengjubikar kvenna
Höttur - Fjarðabyggð/Leiknir
Laugardag 28.apríl kl. 14.00
Fellavöllur

Þetta er síðasti leikur stelpnanna í lengubikarnum. Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar.

26.04.2012 23:24

Fjaraálsmótið í 4.fl.

Um helgina er Fjarðaálsmótið í 4.fl.kk. Því miður voru engar skráningar í 4.fl.kvk. og því fellur það mót niður. Leikjaplan má finna  inn á vef mótsins. Þess má geta að Fjarðabyggð/Leiknir teflir fram þremur 11 manna liðum á mótinu.

26.04.2012 14:17

Enn tap fyrir KFF

Leiknir og KFF léku sína síðustu leiki í Síldarvinnslubikarnum í gærkvöld, miðvikudag.

Hér á eftir fylgir frétt Fótbolti.net af leiknum, skrifuð af Þórði Vilberg eða Dodda:

1-0 Fannar Árnason 
2-0 Ingi Steinn Freysteinsson 
2-1 Baldur Smári Elfarsson

Fjarðabyggð og Leiknir mættust í gærkvöldi í lokaleik sínum í Síldarvinnslumótinu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Ljóst var fyrir leikinn að Fjarðabyggð gat tryggt sér sigur í þessu æfingamóti liðanna fyrir austan, sem haldið er af Knattspyrnudómarafélagi Austurlands, með því að ná í stig í leiknum. 

Leikurinn byrjaði fjörlega og ljóst að liðin ætluðu sér bæði að fá 3 stig út úr þessum leik. Strax á 6. mínútu fékk Mirnes Smajlovic framherji Fjarðbyggðar gott færi eftir hornspyrnu en Óðinn Ómarsson varði vel í marki Leiknis eins og hann reyndar gerði oft á tíðum í leiknum. Aðeins mínútu seinna komst Dejan Miljkovic svo í færi eftir mistök í vörn leiknis, en aftur sá Óðinn við honum. 

Leiknismenn spýttu í lófana eftir að hafa verið fremur slappir í byrjun og tóku að pressa lið Fjarðarbyggðar og það skilaði sér á 10 mínútu þegar varnarmaður Fjarðabyggðar átti fáránlega sendingu aftur á markmann sinn sem missti boltann og bolti rann í átt að marki en varnarmenn Fjarðabyggðar náðu að bjarga á línu. Eftir þetta áttu Leiknismenn talsvert af færum sem þeir ekki nýttu. 

Leiknismenn höfðu eftir þetta nokkra yfirhönd í leiknum, en það var þó Fjarðabyggð sem skoraði fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Fannar Árnason. Eftir misheppnaða hreinsun Leiknismanna frá marki sínu, datt boltinn fyrir fætur Fannars inn í teignum og hann skoraði á öruggan hátt efst í fjær hornið. Óverjandi fyrir Óðinn í marki Leiknis! 

Fjarðabyggð skoraði svo annað mark á 40. mínútu en þá áttu Mirnes og Dejan flott samspil á miðjum vellinum sem endaði með glæsilegri stungusendingu Mirnesar inná Hákon Sófusson sem hljóp upp að endalínu og lagði hann fyrir Inga Stein Freysteinsson sem setti hann auðveldlega í mark Leiknis. Virkilega flott sókn. 

Í síðari hálfleik hélt leikurinn áfram að vera jafn og ekki hægt að tala um að annað liðið hefði yfirhöndina. Sóknir á báða bóga og hörkuspenna. Leiknismenn sóttu þó ýfið meira og á 59 mín. átti Marinó Óli Sigurbjörnsson flottan sprett upp vinstri kantinn, sem endaði með dauða færi Leiknismanna en Rúnar Pétur Hjörleifsson varði vel frá. Marinó þessi var ein sterkasti leikmaður Leiknis og átti hvað eftir annað spretti upp kantinn sem varnarmenn Fjarðabyggðar áttu í stökustu vandræðum með. 

Það var einmitt eftir einn slíkan sprett frá honum sem Leiknismenn skoruðu en þar var á ferðinni Baldur Smári Elfarsson með laglegu skoti úr teignum. 2-1 var staðan og leikurinn galopinn. Eftir þetta gerðist ekki mikið Fjarðabyggð varðist vel og leyfði Leiknismönnum að leika boltanum sín á milli. Leiknismenn vildu svo fá vítaspyrnu undir lok leiksins og höfðu, að mati undirritaðs nokkuð til síns máls. 

En 2-1 varð niðurstaðan, sanngjarn sigur Fjarðabyggðar í hörkuspennandi leik og liðið fékk bikar að leikslokum fyrir sigur í Síldarvinnslumótinu. Síðasti leikur mótsins fer fram á föstudag en þá mætast Höttur og Sindri. 

Staðan í mótinu: 
1. Fjarðabyggð 13 stig 
2. Höttur 7 stig 
3. Leiknir F. 6 stig 
4. Sindri 6 stig

Amen

Við þetta má bæta því að þetta var fyrsti leikur Sissa með Leikni og sýndi hann fína takta.  
Byrjunarliðið:
  Óðinn,
Gummi, Fannar, Björgvin St og Marri,
Humar, Svanur, Sissi, Villi
Símon og Almar
Bekkur: Baldur, Björgvin Sn, Arek, Ingimar gamli, Kristó og Arnar Sær.  Fimm þeir fyrst töldu komu inn á.

Baldur sett´ann eftir að hafa komið inn á í hálfleik.

24.04.2012 20:21

Meira af samningamálum

Rétt í þessu var Una Sigríður Jónsdóttir að endurnýja samning sinn við félagið en hún skrifaði undir tveggja ára samning. Una er ein af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna og leikjahæsti leikmaðurinn. Una lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 1996 og hefur síðan leikið 95 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 31 mark. Mikill styrkur er í að hafa þennan reynslubolta áfram á vellinum. Við óskum Unu til hamingju með samninginn.


Frá vinstri: Guðbjörg Rós og Una Sigríður.

22.04.2012 21:48

Jafntefli hjá stelpunum.

Meistaraflokkur kvenna sótti í gærkvöld, laugardagskvöld, sitt fyrsta stig í Lengjubikarnum í ár.  Þær lék gegn Tindastóli í Boganum á Akureyri og lauk leiknum án marka.


Unu tókst ekki að finna möskvana í Boganum í þetta skiptið, þrátt fyrir nokkra leit.

22.04.2012 19:33

Fjarðaálsmót

Fjarðaálsmótum 2012 í 3ja flokki stráka og stelpna er lokið.
Mótin voru nú í fyrsta sinn tveggja daga og gistu aðkomuliðin í grunnskólanum á Reyðarfirði.

Foreldrar krakkanna í 3ja flokki sáu um alla vinnu við mótið; matseld, móttöku liða, sjoppurekstur, þrif og grillveislu í lokin.  Allt gekk það smurt.

Eftir jafna og skemmtilega keppni sigraði Þór 1 hjá stelpunum en Fjarðabyggð 1 í strákaflokki. 

Nánari upplýsingar á heimasíðu Fjarðaálsmótanna http://fjardaalsmot.blog.is/blog/fjardaalsmot/

22.04.2012 12:11

Tap fyrir KF

Strákarnir töpuðu 2-1 fyrir KF í Boganum í gær.

Skoðið þetta, myndasyrpa úr leiknum og vídeó af flottu marki hjá Hilmari, beint úr aukaspyrnu: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=124988

Byrjunarliðið:
Björgvin Snær,
Garðar, Björgvin St, Fannar, Marinó,  
Arek, Leifur, Ingimar ungi, Símon,
Hilmar, Ævar,

Bekkur: Óðinn, Baldur, Gummi, Ingimar gamli og Bergvin,
Svanur og Almar í banni, Villi, Arnar Sær og Kristófer á Fjarðaálsmóti.

Strákarnir höfnuðu í neðsta sæti í riðlinum með aðeins eitt stig. Næsti leikur er gegn KFF í Síldarvinnslumótinu á miðvikudaginn 25. apríl kl 19:00.  Allir í Höllina.

Hvað skyldi Símon vera að hugsa?

21.04.2012 08:45

Lengjubikarinn

Báðir meistaraflokkar félagsins halda norður í dag til að spila í Lengjubikarnum. Leikið verður í Boganum á Akureyri. Meistaraflokkur karla mætir KF kl. 17:00 en meistaraflokkur kvenna mætir Tindastól kl. 19:00. Við hvetjum alla sem eru á svæðinu til að mæta og styðja við bakið á liðunum.
ÁFRAM LEIKNIR!

20.04.2012 00:00

Samningamál

Í kvöld endurnýjuðu þrír lykilleikmenn meistaraflokks kvenna samninga sína við félagið. Þær eru Ríkey Jónsdóttir, Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Guðbjörg Rós Guðjónsdóttir. Allar gerðu þær samning til tveggja ára en stúlkurnar eru hópi reynslumeiri leikmanna hjá annars ungu liði Fjarðabyggðar/Leiknis. Við óskum stúlkunum til hamingju með samningana.


Frá vinstri: Guðbjörg Rós, Magnús, Ríkey, Óskar og Ásta Kristín
18.04.2012 16:41

Leikmenn

Þau ánægjulegu tíðindi hafa orðið að til liðs við okkur eru að ganga tveir góðir leikmenn.
Hilmar Freyr Bjartþórsson er að koma til okkar frá Breiðabliki og verður löglegur gegn KF á laugardaginn.
Þá erum við að fá László Szilágyi eða ,,Sissa" til okkar frá Ungverjalandi, en kappinn lék með Magna á Grenivík árin 2008-9 og með Samherjum í Eyjafjarðarsveit árið 2010.  Von er á Sissa um helgina á svæðið.
Þetta er tveir helv... flottir leikmenn og munu styrkja okkur mikið í baráttunni í sumar.

Hér er Hilmar ungur og Björgvin Snær og Ölli í baksýn!

17.04.2012 10:16

Fjarðarálsmótið

Um helgina fer  Fjarðarálsmótið fram í 3.fl.karla og kvenna. Drög að leikjaplani má finna undir "tafla um fótboltaæfingar" hér til hliðar. Að þessu sinni er mótið tveggja daga mót.

Varðandi leikinn hjá m.fl.kk sem vera átti á morgun, miðvikudag, þá er búið að fresta honum, líklega um viku.

14.04.2012 22:43

Húsvíkingarnir 6 stigum ríkari

Í dag spiluðu bæði karla- og kvennaliðin við Völsung í Lengjubikarnum.  Því miður töpuðust leikirnir báðir. Stelpurnar töpuðu 2 - 0 og strákarnir 4 - 2.

Á miðvikudaginn spila strákarnir við Fjarðabyggð.

13.04.2012 10:53

Lengubikar karla

Lengjubikarinn

Meistaraflokkur karla

Fjarðabyggðahöllin

Laugardaginn 14. apríl kl. 14:00

 

Leiknir - Völsungur

 

Áfram Leiknir!

13.04.2012 10:48

Lengjubikar kvenna

Lengjubikarinn

Meistaraflokkur kvenna


Fjarðabyggðahöllin

Laugardaginn 14. apríl kl. 12:00

 

Fjarðabyggð/Leiknir - Völsungur

 

Áfram Fjarðabyggð/Leiknir!

08.04.2012 20:45

Tap gegn Hetti

Drengirnir í m.fl. sóttu ekki stig í greipar Hattarmanna í gær þegar liðin mættust í Austurlandsmótinu á Fellavelli í gær. Leikurinn endaði 3-1 en mark Leiknis skoraði Ævar í byrjun leiks. Fyrri hálfleikurinn var jafn og ágætlega leikinn af okkar hálfu og ágætis færi sköpuðust.  Í seinni hálfleik voru Hattarmenn sterkari á flestum sviðum og sigurinn verðskuldaður.
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40