Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Júlí

31.07.2012 14:16

Happdrætti

Vinningshafarnir sem dregnir voru í happdrætti Leiknis síðastliðinn sunnudag.

1. Leifur Guðjónsson 593
2. Heiðrún Ölversdóttir 1113
3. Þórunn Stefánsdóttir 1263
4. Gummi Bjarna (Áskell) 104
5. Jóhanna Hauksdóttir 47
6. Heiðar Ásberg 394
7. Árni Friðriksson 1277
8. Magnús Snær Eiríksson 263
9. Ásta Eggertsdóttir 722
10. Guðrún Svanhvít 505
11. Björgvin Snær Ólafsson 255
12. Ingimar Humar 390
13. Helga Jóna Guðmundsdóttir 649
14. Björgvin Snær Ólafsson 268
15. Steinn Jónasson 676
16. Guðbjörg Rós 763
17. Valdís Þórarinsdóttir 1193
18. Þorsteinn J. Haraldsson 480

Kveðja umsjónarmenn.

31.07.2012 09:42

Íþróttaskóli

Frí verður í Íþróttaskólanum og frá fótboltaæfingum í kringum verslunarmannahelgina eins og hér segir:

miðvikudag 1. ágúst
fimmtudag 2. ágúst
föstudag 3. ágúst
mánudag 6. ágúst
þriðjudag 7. ágúst

Kveðja umsjónarmenn

30.07.2012 13:19

Takk fyrir

Ég vil fyrir hönd knattspyrndeildarinnar þakka öllum sem unnu fyrir okkur um helgina, við leiktækjagæsluna og við lukkutöluleikinn.
Þetta var magnað hjá ykkur, leikmenn meistaraflokkanna og 3ju flokkanna stóðu sig frábærlega.
Síðan var umgjörðin um leiki helgarinnar og mætingin á þá til fyrirmyndar.

Magnús Ásgrímsson,
fomaður knattspynudeildar Leiknis

ps fjölmennum á Seyðisfjörð á miðvikudagskvöldið og Búðagrund á fimmtudagskvöldið að styðja liðin okkar !!!!!

29.07.2012 18:56

Torsóttur sigur

Leiknir tók á móti Álftanesi á Búðagrund í dag sunnudag kl 15 og náðu frönsku dagarnir þar hápunkti þetta árið.
Leikurinn var fjörlegur og ekki á gestunum að sjá að þeir hefðu spilað við Einherja í gær, sem þó er staðreynd.
Ekki var mikið um færi í fyrri hálfleik, en þá lékum við undan nokkurri hafgolu.  Markvörður gestanna náði þó tvisvar að loka vel á Baldur eftir að hann slapp í gegn.
Staðan því 0-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik áttu Álftnesingar hættulegri færi en við og ein 4 dauðafæri.  Óðinn varði nokkrum sinnum vel og einnig bjargaði tréverkið og varnarmenn blokkeruðu einhver skot.
Hinum megin bar það helst til tíðinda að brotið var á Marinó í dauðafæri í markteignum og hann skóflaði boltanum yfir í stað þess að láta sig falla.
Nokkur hálfæri fengum við að auki en engin dauðafæri.
Það var svo konið fram á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar brotið var á Sigga rétt utan vítateigs, vinstra megin.  Hilmar Freyr stillti sér upp við boltann og smellti honum síðan yfir vegginn og í nær-samúel.  Glæsilegt mark.
Þetta dugði, því ekki var meira skorað og 3 dýrmæt stig í húsi.

Liðið í dag:
Óðinn Ó,
Arek, Svanur, Fannar og Marinó í öftustu línu.
Sissi og Ingimar (gamli) og Villi framan við þá,
Björgvin og Hilmar á vængjunum og Baldur á toppnum.

Siggi, Almar, Garðar og Gummi komu inn á en Leifur var ónotaður varamaður enda með allan hugann við happdrættisvinninginn stóra.
Maður leiksins; Óðinn Ómars, en Sissi var líka öflugur að vanda.

Dómaratríóið stóð sig vel - þó þeir hafi misst af vítinu.
Myndir í albúmi.Sigurliðið.

26.07.2012 22:21

Leikir um frönsku!

Búðagrund 

föstudagur kl 18:00
 
1. deild kvenna A-riðill:


Fjarðabyggð/Leiknir - ÍR


sunnudagur kl 15:00
 
3. deild karla D-riðill

Leiknir - Álftanes

allir á völlinn !!!

25.07.2012 10:16

Happdrættið

Mjög vel gengur hjá leikmönnum meistaraflokkanna og 3ju flokkanna að selja miða. Toppbaráttan er hörð en í augnablikinu eru Óðinn Ómars og Dagur Már efstir.  Staðan þegar rúmur helmingur hefur skilað af sér:

Óðinn Ómars. ....... 30 miðar    

          Dagur Már ............ 30 miðar

      Björgvin Stefán ..... 28 miðar

          Ingimar Guðm ...... 26 miðar

         Sunna Vals ............ 24 miðar

          Guðmundur Arnar .. 20 miðar

          Svanur Freyr ........ 18 miðar

          Ríkey Jóns ........... 16 miðar

          Baldur Smári ........ 16 miðar

          Hilmar Freyr ........ 16 miðar

       Humarinn ............ 16 miðar

          Guðbjörg Rós ...... 16 miðar


Krakkarnir - meistaraflokkarnir með aðstoð 3ja flokks - sjá síðan um leiktækjagæsluna um helgina, auk þess að ætla sér samtals sex stig á Búðagrund á föstudag og sunnudag.

24.07.2012 13:28

Yngri flokkarnir

Staðan í Íslandsmótinu hjá yngri flokkunum núna þegar sumarfí er í þeim að undanskyldum 2. flokki er þessi:

2. flokkur
Strákarnir eru í þokkalegum málum með 9 stig eftir 8 leiki, 2 sigrar, 3 jafntefli og 3 töp.  Markatalan 7-9, þarna vantar greinlega stræker.
Einn leikur er áætlaður á Búðagrund í sumar, 29 ágúst gegn KA.  Annars er mikið eftir af þessu móti, 10 leikir eftir enn.
Strákarnir keppa tvívegis við ÍBV um helgina og mætast liðin á Hornafirði og leika báða leikina þar á hlutlausum velli, laugardag og sunnudag.

3. flokkur
3. flokkur karla er í hörku baráttu í sínum riðli C-deild Íslandsmótsins. Þeir eru efstir eins og er en hafa tapað fleiri stigum en lið ÍBV sem er í öðru sæti.  Þeir eiga þó fína möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætunum og fara í umspil um sæti í B-deild.
Næsti leikur strákanna er 31. júlí á Eskifjarðarvelli við Selfoss/Ægi.

3. flokkur kvenna er í erfiðri baráttu í sínum riðli en þær eru með 3 stig og deila neðsta sætinu með Þór 2. Stelpurnar eiga að tvo leiki, við Þór 2, 14. ágúst á Eskifirði og Þrótt R á Búðagrund 19. ágúst. 

4. flokkur
A-lið 4. flokks karla á sæmilega möguleika á úrslitasæti þrátt fyrir slakt gengi í síðustu leikjum, tap fyrir Hetti og jafntefli við Völsung.  Ef strákarnir vinna þá leiki sem þeir eiga eftir þá enda þeir í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum.  Eins og er eru þeir búnir að tapa fleiri stigum en Kormákur /Hvöt og Völsungur.  Það sem hefur verið að hrjá flokkinn er mikil fjarvera lykilmanna; svokallað foreldravandamál.... ;-)
Næstu leikir eru gegn Dalvík og Völsungi fyrir norðan 8. og 9. ágúst.
B-liðið er neðst í þriggja liða riðli en vann síðasta leik og getur vel híft sig upp með góðum úrslitum, en mótið er hálfnað hjá strákunum.  

A-lið 4. flokks kvenna er í öðru sæti 4 liða riðils en Tindastóll hefur þegar tryggt sér sigurinn. Ef stelpurnar halda öðru sætinu fara þær í umspil um sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins.  Leikirnir sem eftir eru báðir gegn Tindastóli og eiga að spilast 18. og 19. ágúst.
B-liðið (7-manna) er í miðjum hóp í sínum fimm liða riðli, með þrjá sigra og þrjú töp.  Stelpurnar eiga eftir tvo leiki og spila næst við KF/Dalvík 2. ágúst á Norðfirði.

5. flokkur 
A-lið hjá strákunum er búið að tryggja sér annað af tveimur efstu sætunum í E-riðli og er í baráttu við Þór um sigur.  3 lið fara í úrslit og bítast Höttur og KA um þriðja úrslitasætið. 
B-liðið hefur verið að sækja í sig veðrið og er í 3ja sæti riðilsins og getur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með með stigi á móti Tindastóli.
C-liðið er í öðru sæti E-riðilsins og hefur staðið sig vel.  Ekki liggur fyrir hvernig úrslitakeppni í C-liðum verður háttað eða hve mörg lið fara úr E-riðli í úrslit.
Öll liðin eiga eftir tvo leiki á útivöllum, en helgina 18.-19. ágúst verður keppt við Tindastól og Þór fyrir norðan.

5. flokkur kvenna er búinn að spila tvær túrneringar af þremur. Mótherjarnir eru Sindri og Höttur bæði á A- og B-liðum. A-liðið hefur tapað sínum leikjum en B-liðið er með tvo sigra og tvö töp í öðru sæti riðilsins.
Síðasta túrneringin verður á Fellavelli 21. ágúst.

6. flokkur
Pollamótið, austurlandsriðill Íslandsmótsins í 6. flokki var haldið á Hornafirði 9. júlí.  A-liðið vann leiki sína við Hött og Sindra og eru því komnir í úrslit.  
B-liðið gerði jafntefli við Hött og vann Sindra. Þeir enduðu hnífjafnir Hetti og sennilega fara bæði liðin í úrslitkeppni N/A-lands.

Hnátumótið í 6. flokki stelpna var spilað á Fellavelli 20. júní.  í A-liðum sigraði Fjarðabyggð, endaði með jafnmörg stig og Höttur en betri markamun.  B-liðinu gekk ekki eins vel endaði í 3ja sæti.  A-liðið keppir í N/A úrslitum helgina 18.-19. ágúst.

Það verður geysilega mikið um að vera í boltanum 18. og 19. ágúst; þá leika; 3. flokkur stelpna, 4. flokkur stráka og stelpn, 5. flokkur stráka, 6. flokkur stráka og stelpna auk meistaraflokks karla !!

24.07.2012 09:05

Tap í Hafnarfirði


Stelpurnar okkar í F/L léku við Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn.

Okkar konur byrjuðu leikinn af krafti og voru betri aðilinn fyrstu 20 mín. 

En á 28. mínútu náðu Haukastelpur að skora og aftur þrem mínútum síðar. 

Þannig stóðu leikar í hálfleik 2 - 0.  

Fjarðabyggð byrjaði seinni hálfleikinn vel eins og þann fyrri og Una náði að minnka muninn á 58. mín með góði skoti, stöngin - stöngin inn. 

Eftir þetta datt leikur liðsins aðeins niður og jafnaðist leikurinn.  Til að reyna að fá eitthvað út úr leiknum fækkaði Óli þjálfari vörninni og færði leikmenn framar.  Það skilaði marki en öfugu megin og lokastaðan 3-1.

Næsti leikur er á móti ÍR á Búðagrund á föstudaginn kl. 18:00.  

Allir á völlinn!!!!!!!

23.07.2012 14:26

Happdrætti 2012

Knattspyrnudeild Leiknis stendur fyrir happdrætti þessa dagana. Þetta er þriðja árið í röð sem félagið heldur slíkt happdrætti sem hefur lukkast mjög vel. 

Glæsilegir vinngar eru í boði, þ.e.:

Út að borða á Bautanum, leiksýning hjá LA, hótelgisting fyrir tvo á hótel KEA, 10 þús kr eldsneytisúttekt hjá N1og miðar í keilu. 

Flug hvert á land sem er fyrir tvo.
Helgi að Óseyri í Stöðvarfirði með pítsaveislu.
Glæsileg borvél frá Byko.
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo á Randólfssjóhúsi
Tvö gjafabréf á pízzaveislu á Sumarlínu.
Dekur á Laugarvatn Fontana.
Glæsilegur vinningur frá Húsasmiðjunni.
Gjafabréf frá Jarðböðum.
Glæsilegur vinningur frá Samkaup.
Glæsilegur vinningur frá Veiðiflugunni.
Vinningur frá Keiluhöll Akureyrar.
Glæsilegur vinningur frá Ferðaþjónustunni Mjóeyri.
Klipping frá Hertu.
Glæsilegur vinningur frá Hársnyrtistofunni Hertu Reyðarfirði.
Glæsilegur vinningur frá Hárstofu Sigríðar á Reyðarfirði.

Dregið verður út á frönskum dögum sunnudaginn 29. júlí á leik Leiknis - Álftanes.

Endilega tryggið ykkur miða sem fyrst en miðinn er á 1.500 kr. 

Hægt er að nálgast miða hjá leikmönnum meistaraflokkanna, 3. flokkanna og stjórninni. 

Einnig verður gengið í hús þriðjudaginn 24.júlí og miðar verða til sölu á bæjarhátíðinni sjálfri.
15.07.2012 18:06

Naumt tap í roki og rigningu

Stelpurnar í Fjarðabyggð/Leikni mættu Haukastelpum á Eskifjarðarvelli í frekar leiðinlegu knattspyrnuveðri. Norðanvindur og rigning höfðu klárlega áhrif á leikinn sem þó var oft á tíðum vel leikinn. Bæði lið reyndu hvað þau gátu til að spila boltanum og stundum tókst það ágætlega. Eitt mark skildi liðin af í dag og okkar stelpur sérstaklega óheppnar að skora ekki í byrjun seinni hálfleiks þegar markmaður gestanna varði afar vel. Margt jákvætt í leik okkar stelpna og stutt í næsta sigur.

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Haukum í Hafnafirði á sunnudaginn eftir viku en þá fá þær tækifæri til að hefna fyrir tapið.  14.07.2012 22:03

Skínandi leikur

Í dag tóku drengirnir í m.fl. á móti Skínanda í Garðabæ og unnu 0-4. Samkvæmt heimildum fréttaritara var þetta nokkuð góður leikur og sigurinn aldrei í hættu. Villi setti tvö og Björgvin og László sitt markið hvor. Frábært hjá strákunum.

Staðan í deildinni

Huginn  22 stig
Augnablik  18   -
Leiknir 18   -
Einherji  16   - 

Næsti leikur er svo ekki fyrr en á 29. júlí gegn Álftanesi hér á Búðagrund.13.07.2012 20:34

Meistaraflokkur kvenna

1. deild kvenna - A riðill

Fjarðabyggð/Leiknir - Haukar

Sunnudag 15. júlí kl. 14.00

Eskifjarðarvelli

Allir á völlinn!!

13.07.2012 10:51

Fyrirlestur

Í gær kom Ívar Ingimarsson í heimsókn og hélt fyrirlestur fyrir m.fl.kk. Mjög fróðlegt var að hlusta á ágrip af hans farsæla ferli og hvað hann gerði til að ná árangri. 

Svo er bara að sjá hvort drengirnir verði ekki extra ferskir eftir fyrirlesturinn og  komi með 3 stig heim á laugardaginn en þá spila þeir við Skínanda í Garðabæ. 


10.07.2012 08:51

N1

Var að fá þessa mynd frá Jóni Guðmundssyni, þar taka sigurvegararnir sig betur út og þjálfarinn fjallmyndarlegi sést líka.


Lokið er á Akureyri mjög skemmtilegu N1-móti í 5ta flokki stráka.  Við í Fjarðabyggð fórum með 3 lið, A, D og F.  Öll stóðu liðin sig með sóma en D-liðið þó best og kom heim með gullið! 
Andri Gunnar Axelsson var í lokahófi valinn besti markvörðurinn í D-liðum.
Þjálfari strákanna er Helgi ,,Moli" Ásgeirsson.

Frá vinstri: Þórarinn, Andri Gunnar, Þórður, Stefán Bjarki, Viktor Már, Jón Bragi, Reynir, Stefán Alex og Sæþór.

05.07.2012 09:30

KFF/Leiknir - Sindri, umfjöllun

Stelpurnar tóku á mót Sindra á Norðfjarðarvelli í frábæru veðri. Félagið vill þakka frábæran stuðning en 170 áhorfendur mættu á leikinn.

Byrjunarliðið:
Petra, Andrea, Guðbjörg, Ásta, Ríkey, Hafrún, Klara, Rakel, Ragga, Sunna og Una.

Varamenn:

Þórdís, Steina, Vala, Elma og Alexandra

Leikur okkar stelpna var að mörgu leyti mjög góður. Fínt spil og þær fengu nokkur ágætis færi í fyrri hálfleik og Una Jónsdóttir fékk dauðafæri sem fór forgörðum. Sindrastelpur skoruðu þó eina mark fyrri hálfleiksins undir lok hans upp úr hornspyrnu.

Okkar stelpur komu enn ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og spiluðu á köflum ljómandi flottan bolta. Það voru þó Sindrastelpur sem komust í 0-2 þegar María Selma Haseta skoraði sitt annað mark. Okkar stelpur voru svo óheppnar að skora ekki þegar Andrea Magnúsdóttir fékk dauðafæri ein á móti markverði.  Lokatölur leiksins 0-2 fyrir Sindra sem verma nú efsta sætið

 

Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Þrótti R. 7. júlí.

 

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40