Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Ágúst

30.08.2012 15:47

Auglýsing!!!


 Úrslitakeppni 3ju deildar:

 

Leiknir - Víðir 

 

Laugardaginn

1. september kl 14:00 á BúðagrundMættu!!!!!!!!

29.08.2012 21:56

Pitsuveisla

Sæl

Á föstudaginn kl.18 er pitsuveisla á Sumarlínu fyrir alla sem hafa æft knattspyrnu hjá Leikni í sumar. Knattspyrnudeildin þakkar öllum iðkendum fyrir gott sumar og vonast til að sjá sem flesta á föstudaginn.

Knattspyrnuæfingar hefjast svo aftur í byrjun október.

Áfram Leiknir

29.08.2012 20:35

Leiknir - Víðir

Ekki er margar innbyrðisviðureignir Leiknis og Víðis að finna í gögnum KSÍ.
Þó höfum við leikið tvisvar við þá í meistaraflokki síðan árið 2000 en lengra aftur nær gagnagrunnur KSÍ á netinu ekki. 
Við töpuðum stórt fyrir þeim í futsal (innanhússknattspyrnu) árið 2010, en eina viðureignin í 11 manna bolta sem finnst á ksi.is er leikur í Lengjubikarnum árið 2002.

Þá var Leiknisliðið skipað eftirtöldum köppum:

Óðinn Ómars, Unnsteinn Kára, Þorri Guðmundar, Gummi Úlfars, Svanur Árna, Sveinn Guðmunds, Kári Jóns, Ingimar Guðmunds, Daði Denna, Villi og Viddi.  

Á bekknum; Agnar Páll, Helgi Snævar og Héðinn.

Í liði Víðis var þá Búðstrendingurinn Palli Jóns.

Skemmst er frá því að segja að okkar menn unnu leikinn sem fram fór í nýju knattspyrnuhúsi, Reykjaneshöllinni, 5-1.  Mörkin settu Gummi 2, Kári, Daði og Villi.

Í dag eru enn í Leiknisliðinu fjórir sem léku þennan leik fyrir 10 árum; Óðinn, Svanur, Ingimar og Villi.

En í Víðisliðinu er aðeins einn að spila enn með sínu félagi og heitir sá Atli Rúnar Hómbergsson.

Þessi kappi kom inn á í leiknum árið 2002.

27.08.2012 11:10

Mikilvægur leikur

Á miðvikudaginn kl 18:00 tekur 2. flokkur Fjarðabyggðar/Leiknis/UMFL á móti KA á Búðagrund í fallbaráttu B-deildar.  Okkar menn eru sem stendur tveim stigum á eftir KA en fara upp fyrir þá með sigri. 
Það er mjög mikilvægt að halda 2. flokknum í B-deildinni, að þeir séu þar að spila við alvöru andstæðinga.

Allir á völlinn!  Áfram Fjarðabyggð!


Arek og félagar verða í sviðsljósinu á miðvikudaginn.


26.08.2012 16:52

Sigur 3.fl.kk Fjarðabyggð/Leiknir

Myndir frá leik 3.fl.kk Fjarðabyggð/Leiknir við Leiknir R í dag, en okkar strákar unnu 6-4.
Fleiri myndir í albúmi.Hart barist....mark númer 3 í leiknum....

26.08.2012 15:54

Bikarúrslitaleikur

Við Leiknismenn áttum okkar fulltrúa á bikarúrslitaleik kvenna í gær sunnudag, en Jóhann Óskar var aðstoðardómari í leiknum.  Með honum voru Gunnar Jarl Jónsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, hörku tríó það!

Óskar kominn í mark í Tour de Fásk nú í sumar.

25.08.2012 15:52

Annað sætið er okkar!

Leiknir vann öruggan sigur á KH á Hlíðarenda í dag, 0-4.
Mörkin gerðu Almar Daði, Hilmar Freyr, Björgvin Stefán og Vilberg Marinó í þessari röð.
Að auki brenndu okkar menn af slatta af dauðafærum ma víti, en sigurinn var fyrir öllu. Sæti í úrslitakeppninni tryggt!!
Þess má geta að þetta er þriðji leikurinn í röð sem okkar menn halda hreinu og sá sjöundi í riðlinum sem við höldum hreinu.  Flott það.

Til hamingju strákar og til hamingju allir Leiknismenn!!!

Nú hefst ný keppni, keppni um sæti í 2. deild.  
Andstæðingurinn í átta liða úrslitum verður Víðir úr Garði.  Leikið verður á Búðagrund á laugardag eftir viku og í Garði þriðudaginn þar á eftir.


Tekið var á móti strákunum með Pizzaveislu á Sumarlínu við heimkomuna.
Þar héldu Denni og Svanur fyrirliði ræður sem lengi verða í minnum hafðar.

23.08.2012 16:58

Einn úrslitaleikur enn!

Á laugardaginn kl 13:30 leikur Leiknir gríðarlega mikilvægan leik á Hlíðarenda í Rvík við KH.  Sigur tryggir okkur sæti í úrslitakeppni 3ju deildar og jafnframt sæti í nýrri 3ju deild sem verður 10 liða landsdeild.
Það væri ákaflega gaman að sjá sem flesta af stuðningsmönnum Leiknis sunnan heiða á vellinum.  Koma svo; Heiðar Atla, Bergsteinn, Boggi Harðar, Óli Heiðar, Agnar Bóa og aðrir Búðingar.  Látið þetta ganga!!
Það kostar örugglega ekkert á leikinn, þessi sunnanlið hafa einu sinni ekki rænu á að rukka inn!!

18.08.2012 19:10

Frábær sigur!

Leiknir tók á móti Augnabliki úr Kópavogi á Búðagrund í kvöld.  Leikurinn var upp á líf og dauða fyrir bæði lið, sigurvegarinn hefur það í eigin hendi að komast í úrslit um sæti í 2. deild og eiga öruggt sæti í 3ju í bakhöndinni.  
Strax á fyrstu mínútu slapp Hilmar í gegn um vörn gestanna eftir góða sendingu frá Alexander en skot hans fór í utanverða stöngina.
Leikurinn þróaðist þannig að Kópavogspiltar voru meira með boltann en sköpuðu sér lítið fram á við. Þó þurfti Óðinn að sýna markvörslu til að verja skot frá Hjörvari Hermannssyni hættulegasta leikmanni Augnabliks um miðjan hálfleikinn.
Það var síðan á 37 mínútu sem okkar drengir unnu boltann á vallarhelmingi gestanna og spiluðu sig glæsilega inn í vítateig þar sem Baldur Smári sett´ann með hægri, hans fyrsta mark á Búðagrund fyrir Leikni.
Það var síðan rétt fyrir lok hálfleiksins sem Kjartan Atli flikkaði langt innkast frá Baldri fyrir fætur Hilmars sem renndi boltanum af öryggi í netið.
Þægileg 2-0 forysta í hálfleik.
Gestirnir reyndu að setja pressu á Leikni í upphafi seinni hálfleiks og voru áfram meira með boltann. Skyndisóknir Leiknisliðsins voru hins vegar hættulegar og á 61 mínútu skoraði Lazló gull af marki. Baldur braust þá inn í teiginn vinstra megin og renndi boltanum inn á Sissa/Lazló sem sneri baki í markið en lyfti boltanum í fyrstu snertingu og klippti hann síðan aftur fyrir sig í markhornið. Glæsileg afgreiðsla.
Eftir þetta gerðist fátt markvert og Leiknir landaði öruggum sigri gegn liðinu sem spáð var sigri í riðlinum og flestir töldu öruggt með úrslitasæti.  En sjáum til, enn einn úrslitaleikur bíður okkar gegn KH um næstu helgi.

Leiknisliðið:
Óðinn í hliðinu,
Ómar Ingi og Marinó bakverðir,
Fannar og Almar miðverðir,
Sissi og Björgvin djúpir á miðjunni og Alexander framan við þá,
Hilmar og Baldur á köntunum og Kjartan KJ yfirrapparni á toppnum.
Á bekknum: Vilberg, Sigurður Örn, Jóhann Örn, Arek og Ingimar Humar og komu þeir allir við sögu.
Svanur fyrirliði tók út leikbann.

Í heild átti Leiknisliðið mjög flottan leik.  Vörnin steig ekki feilspor og Óðinn öruggur fyrir aftan hana.
Sissi var frábær að vanda á miðjunni sem og Böggi.
Öll fjögurra manna sóknarlínan skapaði vörn Augnabliks sífelld vandamál og var flott.

Augnablik er vel spilandi lið með flotta stráka innan borðs en þetta féll ekki fyrir þá í dag.

Dómarinn átti ekki sinn besta dag, átti erfitt með að halda ákveðinni línu og gaf einum grænklæddum tvö gul án þess að það rauða fylgdi á eftir.

Alexander var flottur og nældi sér í bann gegn KH.
Þá voru þessi ekki síðri; Björgvin Stefán, Sissi og Ómar Ingi.

18.08.2012 18:08

Myndir

Myndir frá leik Leiknis og Augnabliks í dag í albúmi.
Njótið vel.Hart barist....þarna kom fyrsta markið enda Baldur búinn að skipta um skó.

17.08.2012 11:06

Brjáluð helgi!

Gríðarlega mikið er um að vera hjá knattspyrnuiðkendum og -áhugamönnum hér í Fjarðabyggð um helgina, lætin hefjast í kvöld: 
 
Föstudagskvöld kl 19:00 mfl kvenna, Fjarðabyggð/Leiknir - Þróttur R á Búðagrund.
 
Á morgun verður síðan stórleikurinn Leiknir - Augnablik á Búðagrund.
 
Á morgun verður úrslitakeppni N/A-lands í Pollamóti KSÍ - 6. fl stráka - háð 
á Eskifjarðarvelli, þar á Fjarðabyggð A- og B-lið í úrslitum.
 
Á sama tíma eru úrslit í Hnátumóti KSÍ - 6. fl stúlkna - fyrir N/A-land á Akureyri, 
þar er A-liðið okkar í úrslitum.
 
5. flokkur stráka keppir við Tindastól og Þór fyrir norðan, A+B+C-lið, 
laugardag og sunnudag.
 
4. flokkur stráka fer einnig norður og keppa A- og B-liðin tvo leiki hvort; við KF, Þór 2 
og KA 2.
 
A-lið 4. flokks stúlkna tekur á móti Tindastóli á Eskifjarðarvelli á laugardag 
og Búðagrund á sunnudagsmorgun kl 11:30.
 
3. flokkur stúlkna leikur gegn Þrótti R á Búðagrund á sunnudaginn kl 14:00

Þá leikur KFF við Njarðvík á Eskifjarðarvelli á sunnudaginn.

Ekki veit ég hvað 5ti kvenna eða 2. og 3. karla eru að bauka um helgina!

17.08.2012 10:34

Úrslitaleikur

Búðagrund

 

laugardaginn 18. ágúst klukkan 14:00

 

3. deild karla

 

 vs.  

                

 

Leiknir - Augnablik

 

Síðasti heimaleikur Leiknis í riðlinum, toppbaráttuslagur um sæti í úrslitakeppni.

Mætum öll og hvetjum strákana til sigurs í þessum leik!!!

 

17.08.2012 10:01

Meistaraflokkur kvenna

Föstudagur  17. ágúst kl 19:00

 

1. deild kvenna

Búðagrund

 

Fjarðabyggð/Leiknir - Þróttur R.

 

Allir að mæta og hvetja stelpurnar í síðasta leiknum þeirra á Búðagrund þetta sumarið!!!

13.08.2012 17:12

Þolinmæði er dyggð

Á föstudagskvöldið spiluðu strákarnir gegn Einherja á Vopnafjarðarvelli. Leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið enda tapliðið nánast úr leik í kapphlaupinu um tvö efstu sætin. Sem betur fer fór svo að okkar menn höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu en mörkin komu undir lok leiksins. Á 83 mínútu skoraði Hilmar og Marri markaskorari settann í vinkilinn úr aukaspyrnu á 90 mínútu. 

Nú er mikil spenna hlaupin í riðilinn og úrslitin ráðast í næstu tveimur umferðunum. Næsti leikur hjá drengjunum er gegn Augnablik á laugardaginn en það er must sigur ef við eigum að eiga möguleika á sæti úrslitakeppninni. 

Á ekki að skella sér á völlinn með trommur og læti?? 

Koma svo!!

13.08.2012 09:53

Leikjanámsskeið

Það verður leikjanámsskeið út þessa viku og síðan á föstudaginn verður grill fyrir alla þá sem hafa mætt á leikjanámsskeið í sumar.
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40