Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 September

30.09.2012 17:22

Horft til nýs tímabils

Í dag héldum við rabb- og kökufund þar sem mætti stjórn knattspyrnudeildar og leikmenn meistaraflokka Leiknis.

Þar var kynnt ráðning Ingimars Guðmundssonar sem aðstoðarþjálfara mfl karla. Ingimar mun starfa með Daða Dervic á næsta tímabili og aðstoða hann við að koma liðinu upp í 2. deild.  Ingimar  lagði keppnisskóna á hilluna nú í haust, en hann er með KSÍ B gráðu og hefur þjálfað talsvert hjá Leikni og yngri flokkum Fjarðabyggðar.

Við bjóðum Ingimar velkominn til starfa og væntum mikils af þeim Daða á komandi tímabili.

Stefnan stjórnar knattspyrnudeildar er að tryggja að sem flestir af leikmönnunum haldi áfram og var stórt skref stigið í þá átt í dag.

Á fundinum voru endurnýjaðir samningar við níu leikmenn sem voru með útrunna slíka.  Leikmennirnir eru:

Almar Daði Jónsson, Arek Jan Grzelak, Björgvin Stefán Pétursson, Fannar Bjarki Pétursson, Hilmar Freyr Bjartþórsson, Guðmundur Arnar Hjálmarsson, Óðinn Ómarsson, Svanur Freyr Árnason og Sunna Valsdóttir.

Af öðrum leikmönnum mfl karla er það að frétta að amk Marinó, Baldur og Sissi hafa allir lýst því að þeir verði með á næsta tímabili.

Við óskum drengjunum og Sunnu til hamingju með samningana!

 

 

 

 

 

 

 

 

28.09.2012 08:24

Þjálfrarakapalinn gekk upp!

Þjálfarar Fjarðabyggðar/Leiknis 2012-2013.

3. flokkur kvk  Ólafur Hlynur Guðmarsson ... 666 19 78 ... olafurhlynur@hotmail.com 

4. flokkur kvk  Þuríður Sif Ævarsdóttir ... 770 74 93 ... turisif@internet.is

5. flokkur kvk  Þuríður Sif Ævarsdóttir ... 770 74 94 ... turisif@internet.is

6. flokkur kvk  Þórdís Mjöll Benediktsdóttir ... 847 31 00 ... disaben82@hotmail.com

3. flokkur kk  Vilberg Marinó Jónasson ... 868 91 03 ... villi@skolar.fjardabyggd.is 

4. flokkur kk  Viðar Jónsson / Albert Jensson ... 845 37 48 / 893 40 13 ... viddij@simnet.is / albertdora@simnet.is 

5. flokkur kk  Sigurjón Helgi Ásgeirsson ... 895 28 66 ... helgimoli@simnet.is

6. flokkur kk  Albert Jensson ... 893 40 13 ... albertdora@simnet.is 

7. flokkur  Sigurjón Helgi Ásgeirsson ... 895 28 66 ... helgimoli@simnet.is

 

Æfingar hefjast á mánudaginn!!!! 1. október!!!!!!!!

 

27.09.2012 16:35

Æfingatafla vetur 2012-13

Ný æfingatafla Leiknis og yngri flokka Fjarðabyggðar er loksins orðin að veruleika.

Sjá    http://www.fask.is/static/files/tomstundir/Tafla_haust_2012.pdf

22.09.2012 22:20

Sumarið gert upp

 

Björgvin Stefán.

Undirbúningur hófst eins og venjulega í byrjun desember. Menn komu misvel undan vetri þó svo að veturinn væri rétt að hefjast. Fljótlega eftir áramót byrjaði Lengjubikarinn og þar fengum við ekki nema eitt stig, en spilamennskan oft á tíðum fín. Hópurinn okkar styrktist gríðarlega frá því síðasta sumar, bæði með því að við æfðum allir vel og vorum reynslunni ríkari frá sumrinu á undan. Síðan barst okkur gríðarlega mikilvægur liðsstyrkur þegar að við fengum hinn fjallmyndarlega Hilmar Freyr Bjartþórsson heim í fjörðinn fagra og hinn síunga hungraða Ungverja László Szilágyi (Sissi).
 
Sumarið hófst á jafnteflisleik gegn Huginn, en sá leikur var spilaður í frosti í Höllinni á Reyðarfirði. Þar einkenndist leikur okkar á því að við tuðuðum í dómaranum í 90 mínútur+ en sem betur fer þá var þetta eini tuðleikurinn okkar þetta sumarið, enda var tekið á þessu innan hópsins strax eftir leik. (oft þarf samt að leiðbeina þessari starfstétt, en kannski ekki svona mikið).

Vikurnar liðu. Við fórum í ferðar suður þar sem að Hilmar Freyr(Karl Berndsen) dressaði liðið upp af stakri snilld. En allt í einu var fyrri umferðin búin og þar unnum við þrjá leiki, töpuðum þremur og gerðum eitt jafntefli. Sem sagt 10 stig úr fyrri umferðinni. Það voru ekki margir sem höfðu trú á því að við hefðum það sem að þyrfti til þess að komast í úrslitakeppnina. En innan hópsins var mikil trú á okkar getu og settum við okkur það markmið að vinna allt sem eftir var. Við ætluðum ekki að láta Leikni F. með alla þessa sögu sitja eftir í 4.deildinni. Stefnan var sett á 2.deild.

Seinni umferðin byrjaði mjög vel þar sem að við unnum fyrstu 3 leikina, en fjórði leikurinn í þessari seinni umferð var gegn Huginn og þegar að þarna er komið við sögu þá voru þeir lang efstir. Fyrir þennan leik þá styrktum við hópinn okkar gríðarlega. Við fengum Ómar Inga frá HK, Kjartan Atla Kjartansson "KáJoð the rapper" frá Árborg, Alexander "Speking" Davorsson frá Aftureldingu og Jóhann Örn "Eskvíking" frá Reyni. Við gerðum jafntefli í þessum leik eftir að hafa fengið á okkur sorglegt jöfnunarmark á lokamínútunum. Við héldum hinsvegar ótrauðir áfram og unnum næstu 3 leiki og tryggðum okkur sæti í úrslitakeppninni. Við unnum s.s. 6 leiki og gerðum eitt jafntefli í seinni umferðinni sem  gera 19 stig. Við enduðum þar með í 2.sæti riðilsins með lakari markatölu en Huginn. En markmiðinu var náð og öruggt sæti í nýju 3.deildinni staðreynd og þá tók bara við blóðug barátta um sæti í 2.deildinni.
 
Fyrsti andstæðingur okkar í úrslitakeppninni var Víðir frá Garði.  Fyrri leikurinn var heimaleikur okkar og  vannst
hann 2-1. Seinni leikurinn var í Garði nokkrum dögum seinna. Í Garðinum var umgjörðin mjög flott og völlurinn sá flottasti sem að við spiluðum á í sumar (fyrir utan hinu sígrænu Búðagrund) Sá leikur tapaðist  2-1 í venjulegum leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Þar gerðist Fannar "rauði" Pétursson svo frægur að fá sitt fyrsta rauða spjald á meistaraflokksferlinum. En í fyrri leiknum þá fékk Sissi "rauði" rautt spjald líka. Við spiluðum því í  samtals 70 mínútur einum færri í þessum tveimur leikjum á móti Víði. En ekki réðust úrslitin í framlengingu heldur þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem að við höfðum betur 4-3. Óðinn Ómarsson varði tvær vítaspyrnur og skoraði svo sjálfur úr þeirri síðustu og tryggði okkur áfram í næstu umferð í þessari keppni. En eins og meistari KáJoð orðaði það fyrr í sumar þá er Óðinn öruggari en fjórir smokkar.


Mikill fögnuður eftir sigur á Víði í vítaspyrnukeppninni.

þá var komið að undanúrslitaleiknum gegn Sindra. Fyrri leikurinn var á Hornafirði og þar drulluðum við algerlega upp á bak og töpuðum 5-1. Ekki gott veganesti í seinni leikinn heima. En við vorum ekki búnir að gefast upp. Við vorum staðráðnir í því að vinna þá 4-0 eða stærra heima. Við seldum okkur dýrt í þeim leik og við hefðum vel getað gert hið "ómögulega" og unnið 4-0 en sú varð ekki raunin og 1-1 jafntefli staðreynd. Sindramenn fóru þar með upp í 2.deild og við sátum eftir með sárt ennið í 3.deildinni. En undirritaður óskar Sindra að sjálfsögðu til hamingju með góðan árangur. En við gátum  borið höfðið hátt.

Eftir leikinn gegn Sindra spiluðum við gegn Magna í leik um bronssætið í 3.deildinni og í þeim leik lékum við á alls oddi og unnum leikinn mjög sannfærandi 6-1. Mjög góð leið til þess að enda sumarið. Þar skoraði meðal annars Kristófer "Kjúlli" Viðarsson sitt fyrsta meistaraflokksmark, og þaðan eiga fleiri mörk eftir að koma.

Sumarið í heild sinni var því frábært. Stjórn knattspyrnudeildar stóð sig frábærlega. Hún sá um að gefa liðum að borða eftir leik, sá um að selja kaffi og með því á leikjum, rukka inn á leikina og svo miklu miklu meira. Allt í kringum knattspyrnuna í sumar var mjög vel gert. Allt gert í sjálfboðavinnu og gleðin í fyrirrúmi. Jóhanna Kristín Hauksdóttir ljósmyndari fær líka þakkir fyrir að taka myndir á leikjum okkar og skella þeim nánast samstundis inn á netið. Undirritaður þakkar einnig öllum þeim sem að mættu á okkar leiki í sumar og keyrðu langar vegalendir til þess að styðja við bakið á okkur já og keyrðu rútuna góðu. Takk kærlega fyrir sumarið allir Leiknismenn.
Áfram Leiknir!!
Björgvin Stefán Pétursson

22.09.2012 13:06

Flottur pistill hjá Kjartani Atla

Kjartan Atli Kjartansson skipti yfir í Leikni um mitt sumar frá Árborg.  Í pistli á 433.is skrifar hann vel um Fáskrúðsfjörð og ekki síst Daða þjálfara. Hægt er að lesa pistlinn hér.


Kjartan Atli í leik gegn Augnablik í sumar.

Áfram Leiknir!

21.09.2012 08:25

Tenglar næsta tímabils

Eftirtaldir hafa tekið að sér hlutverk tengiliða í flokkunum sem þau eru skráð á:

 

3. fl. kk - Óskar Þór Hallgrímsson og Hans Óli Rafnsson

4. fl. kk - Valur Sveinsson og Líneik Anna Sævarsdóttir

5. fl. kk - Dagbjört Oddsdóttir og Hafdís Rut Pálsdóttir 

6. fl. kk - Una Sigríður Jónsdóttir og Steinar Grétarsson 

7. fl. kk - Tania Li Mellado og Jóna Petra Magnúsdóttir 

3. fl. kvk - Guðný Elísdóttir og Guðni Ársælsson 

4. fl. kvk - Eyrún María Elísdóttir og Hulda Guðmundsdóttir 

5. fl. kvk - Dagný Örnólfsdóttir 

6. fl. kvk - Elsa Sigrún Elísdóttir og Svava Gerður Magnúsdóttir

20.09.2012 22:16

Vel að verki staðið

Í 3ja til 5ta flokki fá allir iðkendur fá 50% afslátt á æfingagjöldum í sumarsins (auk systkinafsláttarins).  Fullt æfingagjald sumarsins verður því 4.000 krónur, 3.000 kr fyrir annað barn osfrv.

Þessi frétt var sett hér inn um daginn með annarri. Mér fannst mikilvægt að koma þessu aftur hér á framfæri þar sem þetta er frábært framtak hjá okkur, þó ég segi sjálfur frá!


15.09.2012 19:33

Góður sigur á Magna

Í dag spiluðum við gegn Magna í leiknum um 3. sætið í 3. deildinni. Leikurinn fór fram í Höllinni í ágætis veðri. Til að gera langa sögu stutta þá unnum við góðan 6-1 sigur. Hilmar, Kristófer og Siggi skoruðu sitt markið hver og Björgvin gerði sér lítið fyrir og setti þrennu. Glæsilegt það.

Þá er þessu knattspyrnuári formlega lokið og í kvöld fer fram lokahóf hjá meistaraflokkum félagsins.

Við viljum þakka stuðningsmönnum og öðrum velunnurum okkar stuðninginn og hjálpina í sumar.

Nú vonum við innilega að við höldum þessum flotta hóp og komum enn sterkari að ári í nýju 3. deildina. Í nýju 3. deildinni verða 10 lið.
 • KFR
 • Leiknir F
 • Magni
 • ÍH
 • Víðir
 • Kári
 • Huginn
 • Grundarfjörður
 • Augnablik
 • Fjarðabyggð
Áfram Leiknir!

Myndir í albúmi.Allir ánægðir og mega vera það, flottur leikur.Lokatölur 6 - 1 fyrir Leikni.

14.09.2012 15:57

Leikurinn um 3ja sætið

Laugardaginn 15. september kl 14:00
 
Leiknir - Magni 
  
í Höllinni!!!!!!!!!

Leikurinn um 3ja sæti 3ju deildar!
Mætum og hvetjum okkar menn!!!

Áfram Leiknir !

12.09.2012 20:36

Sindri og Ægir í 2. deild

Það var blíða og stemmning á Búðagrund í kvöld þegar Sindramenn komu í heimsókn. Eins og allir vita endaði fyrri leikurinn 5-1 fyrir Sindra og verkefnið mjög erfitt. Strákarnir komu mjög vel stemmdir til leiks og með smá heppni hefðum við getað skorað 2-3 mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Mikil barátta og leikgleði einkenndi leik okkar og skilaði það góðu marki hjá Baldri. 1-0 í hálfleik. Drengirnir reyndu og reyndu í seinni hálfleik en því miður datt það ekki með okkur. Undir lokin jöfnuðu Sindramenn þegar okkar menn voru komnir mjög framarlega til að freista gæfunnar. Lokatölur 1-1. 


Virðingarvert hvað drengirnir lögðu sig fram í kvöld og ekki síst að sjá hvað margir áhorfendur mættu á völlinn og studdu við strákana.

Fyrst og fremst erum við ánægð með að hafa tryggt sæti okkar í nýju 3.deildinni sem verður 10 liða landsdeild.

Sindri og Ægir fara upp í 2. deild og óskum við þeim til hamingju með þann árangur.

Áfram Leiknir!

2 albúm komin inn frá leiknum.


Þeir frændur Hilmar og Björgvin áttu fínan leik, sem og Leiknisliðið allt.Barátta.

10.09.2012 13:55

Úrslitaleikur

Leiknir - Sindri

Á miðvikudaginn þann 12. september leikur Leiknir sinn mikilvægasta leik í langan tíma.
Við fáum Sindra í heimsókn í hreinum úrslitaleik um sæti í 2. deild. 
Okkar menn þurfa og ætla að sigra 4-0 eða stærra í leiknum.
En það er allt hægt með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda á Búðagrund.
Loðnuvinnslan hefur ákveðið í samráði Leikni að bjóða öllum frítt á völlinn.

Við þökkum frábæran stuðning í sumar og viljum nota tækifærið að tilkynna foreldrum barna í 3ja til 5ta flokki að allir iðkendur fá 50% afslátt á æfingagjöldum í sumarsins (auk systkinafsláttarins).  Fullt æfingagjald sumarsins verður því 4.000 krónur, 3.000 kr fyrir annað barn osfrv.

Áfram Leiknir!!!!!

ps mætum með trommur og læti á Búðagrund og öskrum okkar menn áfram


 

08.09.2012 20:27

Kjaftshögg á Höfn

Leiknir tapaði stórt fyrir Sindra í undanúrslitum 3ju deildarinnar á Höfn í dag.
Framan af var þó ekkert sem benti til þess að slíkt væri í spilunum enda leikurinn í miklu jafnvægi fram af og Leiknir sterkara liðið ef eitthvað var.
Í leikhléi var staðan 1-1, eftir að Sindri hafði komist yfir en Björgvin Stefán jafnaði í lok fyrri hálfleiks.
Eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik klikkaði vörnin illa hjá okkur og Sindramaður slapp einn í gegn og skoraði og það sama endurtók sig skömmu síðar eftir að við töpuðum boltanum illa á miðjunni.
Okkar menn reyndu að berja í brestina en ekkert gekk fram á við.  Sindramenn gengu á lagið og bættu við tveimur mörkum og lokatölur 5-1 fyrir þá.  Þetta var einn af þeim leikjum þar sem annað liðið nýtti öll sín færi en ekkert gekk hjá hinu þegar á þriðja þriðjung kom.
Úti á vellinum var Leiknir sterkara liðið lengi vel en brást ekki nógu vel við mótlætinu.

Liðið:
Óðinn,
Ómar, Svanur, Almar, Arek,
Sissi, Björgvin og Alli,
Hilmar, Kjartan og Baldur.

Fannar og Villi tóku út leikbann og Marinó var veikur.

Þrátt fyrir að útlitið sé ekki gott er seinni hluti einvígisins eftir á Búðagrund á miðvikudaginn.  Þar munum við veita Hornfirðingum öfluga mótspyrnu og vonandi velgja þeim vel undir uggum.
06.09.2012 22:36

Eigum harma að hefna

Nú ættu flestir að vera komnir á jörðina eftir sigurinn á Víði og farnir að einbeita sér að næsta verkefni sem er verðugt og spennandi. Næstu tveir leikir gegn Sindra ráða því hvort við spilum í nýju 3.deildinni eða spilum einni deild ofar. Spennan er rafmögnuð. 

Sindraliðið hefur verið sterkt í sumar og fór létt í gegnum sína rimmu í 8 liða úrslitunum. Við eigum sannarlega harma að hefna gegn þeim en sumarið 2005 spiluðum við gegn Sindra í undanúrslitum 3. deildar, fyrri leikurinn gekk vel á Sindravöllum og endaði 0 - 0 en heimaleikurinn tapaðist 1 - 0. Það var sárt en nú getum við snúið blaðinu við. 

Fyrri leikurinn í rimmunni er spilaður á Höfn á laugardaginn og hefst kl. 14. Við hvetjum sem flesta til að gera sér ferð suður með sjó og styðja strákana. Seinni leikurinn er svo á miðvikudaginn á Búðagrund. 

Áfram Leiknir!


04.09.2012 20:26

Spenna fram á síðustu mínútu

Það er víst óhætt að segja að seinni leikur okkar við Víði í Garðinum í kvöld hafi verið sannkallaður spennuleikur. Eftir venjulegan leiktíma höfðu heimamenn yfir 2-1 og þ.a.l. var leikurinn framlengdur þar sem fyrri leikurinn endaði með sömu markatölu okkur í vil. Ekki kom mark í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar höfðum við betur, nýttum fjórar spyrnur meðan Víðismenn nýttu tvær.

Frábært hjá strákunum og um að gera að fagna í kvöld og eitthvað fram á morgundaginn en einbeita sér svo að næsta verkefni sem eru tveir leikir gegn Sindra um hvort liðið fer upp um deild. Fyrri leikurinn verður laugardaginn 8. sept. á Sindravöllum kl. 14 og seinni leikurinn á Búðagrund miðvikudaginn 12. sept kl. 17.15.

Nú er bara að fjölmenna á Sindravelli á laugardaginn.

Myndir í albúmi frá leik Leiknis og Víðis.Björgvin Stefán í háloftunum.Gleði, gleði, gleði........og áfram gleði.Óðinn ver fyrra vítið, frábær markvarsla hjá honum.

01.09.2012 20:29

Sigur!

Leiknir landaði erfiðum sigri á liði Víðis úr Garði á Búðagrund í blíðunni í dag.
Reyndar voru okkar menn miklu mun betri aðilinn í leiknum og hefði átt að skora 2-3 mörk í viðbót. 
Mörk Leiknis gerði Hilmar Freyr, hvort í sínum hálfleiknum.  Sissi gerði sig sekan um mikið dómgreindarleysi og sótti sér tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla fyrir óvelkomna ráðgjöf við góðan dómara leiksins.  Okkar menn voru því færri síðustu 35 mínútur leiksins en bættu þá í og áttu mun fleir færi en Víðismenn þó þeir hafi verið meira með boltann.
Leinknisliðið:
Óðinn,
Ómar, Svanur, Fannar og Marri,
Almar og Sissi djúpir á miðjunni og Villi framan við þá,
Baldur og Hilmar á köntunum og Alexander á toppnum.
Arek kom inn fyrir Baldur, en aðrir á bekk voru Siggi, Jói, Kristó og Ingimar gamli.
Björgvin tók út bann.

Þetta er aðeins hálfleikur, seinni (hálf)-leikurinn fer fram í Garðinum á þriðjudaginn.
Þar þurfum við að sjá alla burtflutta Búðinga og fyrrverandi og núverandi Leiknismenn!!!

Jón Kjerúlf hvar ert þú?
Krilli og Gaui Bjarna?
Bjarni Bergs?
Bergþór Ólafsson?
Haffi, Bergsteinn, Stebbi Garðars, Ásdís Jóa, Tanja, Inga Sæbjörg og þið öll, út í Garð á þriðjudaginn!!!

Myndir í tveimur albúmum. Njótið vel.Villi í skalla.Óðinn varði aukaspyrnuna, Böggi Baldurs náði þessari og sendi hana.Þarna varði Óðinn úr aukaspyrnu, ég smellti aðeins of seint til að ná því, snilld hjá honum.
 • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40