Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Nóvember

28.11.2012 11:14

Fyrsti æfingaleikurinn

Leiknir tók á móti Hetti í æfingaleik í meistaraflokki karla í Höllinni í gærkvöldi.  Var það fyrsti æfingaleikur beggja liða á nýju tímabili.  

Okkar menn sigruðu 2-1, með mörkum Almars Daða.

Byrjunarlið Leiknis:

Óðinn,

Arek, Fannar, Svanur, Marri,

Adnan, Björgvin, Hilmar, Guðmundur Arnar og Krístófer,

Almar á topp.

Inná komu; Ingimar Humar, Stöddarnir Sómundur Aron og Guðmundur og Bergvin.

24.11.2012 21:59

Eimskipsmótið

Eimskipsmótið í 5. - 7. flokki fór fram í Höllinni í dag.

Þátttakan var þokkaleg:

10 lið í 5ta, 12 lið í 6ta og 8 lið í 7unda og voru allir sem mættu sigurvegarar.  Samtals voru liðin 30,17 frá Fjarðabyggð, 11 frá Hetti og 1 frá Sindra og annað frá Einherja.  Svona er landslagið að verða í yngri flokka boltanum hér fyrir austan.

Þátttaka Leikniskrakka var þó fremur slök eins og æfingasóknin og full ástæða til að hafa áhyggjur.  Þó voru nokkrir efnilegir kappar að stíga sín fyrstu spor og var gaman að sjá það.  

En dómarnir frá Leikni klikkuðu ekki; Kristófer Páll, Dagur Már, Unnar Ari, Sunna og Símon stóðu sig frábærlega, takk krakkar.

11.11.2012 12:22

Tandrabergsakademían gekk vel

Knattspyrnuakademía Tandrabergs og Yngri flokka Fjarðabyggðar fór fram í Höllinni nú um helgina, þe á föstudag og laugardag.  Veðrið setti nokkurt strik í reikninginn seinni daginn, þegar 6ti og 7undi flokkur bættust í hópinn, en fyrri daginn voru aðeins 3ji - 5ti flokkur.  Alls mættu milli 150 og 160 börn en það er örlítil fækkun frá í fyrra, en tæpir tveir tugir af yngstu iðkendunum mættu ekki á laugardag.

Akademían gekk mjög vel fyrir sig og stóðu þjálfara, fyrirlesarar og þátttakendur sig með sóma.  Yngri flokkar Fjarðabyggðar þakka öllum sem hönd lögðu á plóg sem og styrktaraðilum fyrir vel heppnaða Akademíu og skemmtilega helgi á Reyðarfirði.

11.11.2012 12:06

Töfluröð í 3ju deild

Dregið hefur verið í töfluröð í 3ju deildinni fyrir næsta sumar.  Hægt er að sjá leikjaröðina án dagsetninga á ksi.is.

Leiknir hefur keppni á Seyðisfjarðarvelli gegn Huginn og lokaleikur sumarsins er á Búðagrund við nágrannana í KFF.

Aðrir andstæðingar í deildinni eru eins og menn muna; Magni, KFR, Kári, Grundarfjörður, Víðir, Augnablik og ÍH.

Daði þjálfari er að koma úr góðu frí nú um helgina og munu æfingar hefjast fljótlega.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40