Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Desember

30.12.2012 19:53

Jólamótið

Rétt í þessu var að ljúka enn einu Jólamóti Leiknis í knattspyrnu.

Sú nýbreytni var tekin upp núna að keppt var í karla- og kvennaflokki.  

Hjá stelpunum voru 4 lið; Þorskeldi, Tandraberg, Stjörnublástur og Tré og Steypa.

Stelpurnar í Tré og Steypu stóðu uppi sem sigurvegarar, unnu alla sína leiki.  Liðið  var þannig skipað; Freydís Guðnadóttir, Rebekka Sól Aradóttir, Birta Hörn Guðmundsdóttir, Bryndís Þóra Þórarinsdóttir og Fanndís Björnsdóttir.  Hið bleika lið Stjörnublásturs varð í öðru sæti. 

Hjá körlunum voru tveir riðlar og sigurvegarar riðlanna spiluðu til úrslita.  Eftirtalin fyrirtæki áttu lið í mótinu:

Blikksmiðjan Glófaxi, Einhamar (Narfi), FerroZink, KFFB, KPMG, Launafl, Loðnuvinnslan, Loft & Raftæki, Metal og VHE.

VHE-Mikkarar sigruðu af öryggi í sínum riðli og hið sama gerði Loðnuvinnslan eftir harða baráttu við Launafl í hinum riðlinum.

Úrslitaleikurinn var æsispennandi en lauk með sigri LVF 3-2.  Leiknmenn LVF voru; Björgvin Snær Ólafsson, Ingimar Guðjón Harðarson, Edin Zutic, Þorvaldur Björgvin Ragnarsson, Arek Grzelak og Kristófer Páll Viðarsson.

Knattspyrnudeild Leiknis þakkar fyrirtækjunum sem styrktu lið í mótinu kærlega fyrir stuðninginn.  Einnig þökkum við áhorfendum sem voru fjölmargir fyrir komuna og leikmönnum og starfsmönnum fyrir þeirra framlag.

Myndir í albúmi.

1. sæti kk - LVF 
1. sæti kvk - Tré og steypa

 

 

29.12.2012 00:29

Sigur á Sindra

Leiknir sigraði Sindra 2 - 0 í æfingaleik í Höllinni í dag, en hefð er komin á að félögin leiði saman hesta sína milli hátíða.

Mörk okkar manna gerðu Almar Daði og Marinó.  Þrír kjúllar úr 3ja flokki spiluðu í dag; Kristófer Páll, Unnar Ari og Dagur Már.  

Þess má geta að skömmu fyrir jól léku strákarnir æfingaleik við Hött sem tapaðist 2 - 4. Kristófer skoraði bæði mörk Leiknis, það seinna úr víti.  Þá lék Elís Ármannsson sinn fyrsta leik með meistaraflokki, en hann stóð allan tímann í marki Leiknis þá.

 

23.12.2012 13:26

Gleðileg jól

Stjórn knattspyrnudeildar UMF Leiknis óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  

Guðbjörg Rós, Guðfinna Erlín, Hans Óli, Magnús Björn, Oddrún Ósk, Óskar Þór og Viðar.

17.12.2012 11:54

Jólamótið

Hið árlega Jólamót Leiknis í innanhússknattspyrnu verður haldið sunnudaginn 30. desember í höll Ölvers og hefst klukkan 14:00.  

Að mestu sömu reglur og vanalega:
Í hverju liði mega vera að hámarki 3 leikmenn með skráðan leik í meistaraflokki Íslandsmótsins sl sumar (Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sig. sker úr).  

Í hverju liði mega að hámarki vera 8 leikmenn.  
Reglur KSÍ um innanhúsknattspyrnu gilda, eins og þær voru fyrir daga futsalsins.


Þátttökugjald er 20.000 kr á lið.  Athugið að mögulegt er að útvega ,,sponsora" fyrir þá sem engan hafa.


Tekið er við skráningum í síma 894 71 99 eða magnus@lvf.is til kl 24 laugardaginn, 29. desember.

 

Því er við þetta að bæta að við ætlum að vera með sérstakan kvennariðil í ár!

Hjá stelpunum verður ekki hámark á fjölda meistaraflokksleikmanna í hverju liði.

10.12.2012 10:42

Lengjubikarinn!

KSÍ er búið að setja inn leikjaplan í Lengjubikar karla í vetur. Leiknir er með Huginn, Hetti, KFF, Magna og Dalvík í riðli, riðli 3 í B-deild.  

Okkar fyrsti leikur er 9. marz við Hött í Höllinni.  Hér er slóðin á riðillinn http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=29297

06.12.2012 16:39

Landsliðsæfingar

Tvær ungar Leiknisstúlkur eru á leiðinni á úrtaksæfingar fyrir U16 ára nú um helgina.  Það eru þær Brynja Rún Steinþórsdóttir og Adna Mesetovic.

Þá hefur Kristófer Páll Viðarsson verið fastur maður á úrtaksæfingum U17 í vetur.

Gangi ykkur öllum sem best krakkar!

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40