Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2013 Febrúar

25.02.2013 21:12

Greifamótið

3.fl. karla tók þátt í Greifamóti KA á Akureyri helgina 22. - 24. feb. mótið var það stærsta sem haldið hefur verið í þessum aldursflokki.

 Á mótið komu lið frá öllum landshlutum. Keppt var í flokki A liða og flokki B liða. Alls voru þetta 10 félög sem tóku þátt í mótinu og voru þetta samtals 14 lið.
Liðin sem tóku þátt voru
KA
Þór
Fjarðabyggð
Dalvík/KF
Völsungur
Einherji
Kormákur/Hvöt
Bí/Bolungarvík
Leiknir Reykjavík
Höttur

Okkar strákar stóðu sig með mikilli prýði,  A - liðið endaði  í 2. sæti eftir æsispennandi úrslitaleik við KA sem fór 2 - 1 fyrir norðanmönnum. 

B - liðið varð  í 1.sæti.

 

http://www.ka-sport.is/ka/news/ka-og-fjardabyggd-sigra-greifmotid/ 

 

 

17.02.2013 21:27

Leiknir - KFF

Leiknir tók á móti KFF í dag, sunnudaginn 17. febrúar í Síldarvinnslumótinu. Fyrir leikinn hafði KFF fengið 2 stig úr þremur leikjum en Leiknir 6 stig úr tveimur. Tvær umferðir eru leiknar & fyrir leikinn voru Leiknismenn búnir að tryggja sér sigur í mótinu. Ekki kom það í veg fyrir hörku leik.

Byrjunarlið Leiknis:
Óðinn
Arek, Fannar, Svanur, Gummi
Ási, Helgi, Humar, Adnan, Símon
Lexi
Varamannabekkur: Almar, Aron, Gummi, Dagur & Baldur.
 
Lítið var um færi í fyrri hálfleik. Leikurinn einkenndist af miðjuhnoði & tæklingum. Greinilegt að um grannaslag var að ræða. Hálfleikstölur 0-0.
 
Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri & ekki minnkaði harkan í leiknum. KFF hélt boltanum ágætlega í byrjun seinni hálfleiks án þess að skapa sér góð færi. Leiknir voru beitari í sínum sóknaraðgerðum og þegar korter var liðinn átti Baldur undarlegt langskot sem flaug yfir markmann KFF sem hrasaði í vörslunni og staðan orðin 0-1. 
Stuttu seinna vann Lexi boltann & komst einn í gegn. Brotið var á Lexa rétt fyrir framan vítateig & fékk varnarmaður KFF réttilega rautt spjald enda aftasti maður.
KFF gerðu tilraunir til að jafna leikinn þrátt fyrir að vera manni færri en Leiknir vörðust vel & uppskáru að lokum góðan 0-1 sigur & halda því fullu húsi stiga eftir 3 leiki.  Allir á bekknum komu inná.
 
Mikið er um meiðsli hjá Leiknismönnum og fyrir utan hóp voru m.a. Björgvin Stefán, Hilmar, Marinó, Sissi og Kristófer var í landsliðsverkefni í bænum.
 
Þolinmæði og barátta einkenndi þennan sigur í dag.
 
Síðasti leikur mótsins verður gegn Hetti næsta Laugardag.

17.02.2013 21:01

Leiknir - KFF

 

Ég fór á leikinn í dag og tók nokkrar myndir sem eru komnar í albúm.

Njótið.

Leiknir og KFF í dag.

16.02.2013 14:04

Síldarvinnslumót

Leiknir sigraði í Síldarvinnslumótinu á fimmtudagskvöldið - án þess að leika.  Til hamingju með það.

Þá léku Höttur og KFF á Fellavelli og lauk leiknum með jafntefli sem er sama niðurstaða og í fyrri leik félaganna.  Þetta þýðir að hvorugt liðanna getur náð Leikni að stigum í þeim tveimur leikjum sem eftir eru.  Leiknir er með 6 stig, Höttur og KFF 2.

Á morgun - sunnudag kl 12:00 - tökum við á móti KFF í Höllinni.  Það verður erfiður leikur, ekki síst vegna þess að nú er loðnuvertíð og stór hluti Leiknisliðsins vinnur þessa dagana eins og við gamla fólkið gerðum fyrir setningu vökulaganna, 1921.  

11.02.2013 19:49

Viðurkenning frá KSÍ

Gylfi Orrason afhendir undirrituðum viðurkenninguna.

Fimm félög voru heiðruð á ársþingi KSÍ á laugardaginn fyrir góða frammistöðu í uppbyggingu dómaramála.  Félögin eru; UMF Leiknir, FH, Fylkir, ÍA og Sindri og eru þetta ,,fyrirmyndarfélög í dómaramálum.  Félögin fimm fengu afhenta bolta og gjafabréf fyrir dómarabúnaði frá Henson, auk innrammaðs viðurkenningarskjals.

Til hamingju Leiknismenn!  Ekki síst þið sem hjálpuðu við að afla viðurkenningarinnar, ma með því að dæma, sækja dómaranámskeið og fylla samviskusamlega út leikskýrslur í heimaleikjum.

 

10.02.2013 19:51

Drög að leikjaniðurröðun í 3ju deild

Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ hefur birt á vef sínum tillögu að leikjaniðurröðun í 3ju deildinni í sumar.

Hér er slóð á deildina http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=29803  

og hér leikjaplan Leiknis eins og það lítur þar út í drögunum:

   Laugardaginn 18. maí  kl 14:00 Augnablik - Leiknir

   Mánudaginn 20. maí  kl 14:00 Kári - Leiknir 

   Laugardaginn 25. maí kl 14:00 Leiknir Magni  

   Sunnudaginn 9. júní  kl 13:00 Leiknir Grundarfjörður  

   Sunnudaginn 16. júní kl 14:00 Víðir - Leiknir   

   Sunnudaginn 23. júní kl 14:00 Leiknir KFR 

   Þriðjudaginn 2. júlí kl 20:00 Huginn - Leiknir

   Laugardaginn 6. júlí kl 14:00 Leiknir ÍH 

   Fimmtudaginn 11. júlí kl 20:00 KFF - Leiknir

   Laugardaginn 20. júlí kl 14:00 Leiknir Augnablik 

   Laugardaginn 27. júlí kl 14:00 Leiknir Kári 

   Miðvikudaginn 31. júlí kl 20:00 Magni - Leiknir

   Laugardaginn 10. ágúst kl 14:00 Leiknir Víðir 

   Laugardaginn 17. ágúst kl 14:00 Grundarfjörður - Leiknir  

   Laugardaginn 24. ágúst kl 14:00 KFR - Leiknir  

   Þriðjudaginn 3. september kl 18:00 Leiknir Huginn 

   Laugardaginn 7. september kl 13:30  ÍH - Leiknir

   Laugardaginn 14. september kl 14:00 Leiknir KFF

Eins og menn sjá byrjum við á tveggja leikja ferð á suðvesturhornið um Hvítasunnuna og endum á grannaslag við KFF um miðjan september. 

 

05.02.2013 22:14

Sigur á Hetti

Leiknir tók á móti Hetti í Höllinni í kvöld og var leikurinn annar leikur beggja liða í Síldarvinnslumótinu.

Leiknir var mun sterkara liðið í fyrri hálfleik og skapaði liðið sér nokkur góð færi en Höttur átti ekkert teljandi færi.

Staðan í hléi markalaus.  

Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri en opnari.  Hattarmenn sköpuðu sér sitt fyrsta færi snemma í hálfleiknum og Elvar Þór Ægisson skoraði snyrtilega í stöng og inn.

Þegar leið á hálfleikinn fór Daði í þriggja manna vörn og færði Svaninn framar.  Það skilaði marki örstuttu síðar og var Svanur Freyr Árnason þar sjálfur að verki.  Skömmu síðar slapp Baldur Smári í gegn eins og svo oft í leiknum og nú skoraði hann loks.  

Eftir þetta fóru okkar menn aftur í fjögurra manna varnarlínu en héldu áfram að fá færi.  Úr einu þeirra skoraði Alexander Freyr Sigurðsson snyrtilegt skallamark.  

Lokatölur 3 - 1 og sanngjarn sigur í höfn.

Byrjunarliðið:

Óðinn,

Arek, Svanur, Fannar og Marinó,

Helgi Már, Björgvin Stefán og Kristófer Páll framan við þá,

Guðmundur Arnar og Baldur á vængjunum og Almar á topp.

Inn á komu: Ási, Adnan, Símon, Lexi, Sólmundur og Dagur Már.

Marinó tognaði í byrjun leiks og fór Gummi þá í bakvörðinn og leysti það vel, en Ási kom inn á vænginn. 

Margir áttu ágætan leik; Björgvin og Helgi Már voru öflugir á miðjunni og Fannar var öruggur í vörninni og hélt vel aftur af Elvari Þór.  Pjakkarnir voru flottir; Kristófer í holunni, og Sólmundur og Dagur þegar þeir komu inn á.

Jóhann Óskar og aðstoðarmenn hans; Ómar Örn og Roy, héldu vel utan um leikinn.

01.02.2013 14:54

Síldarvinnslumótið

 

Leikir Leiknis í Síldarvinnslumóti Dómarafélags Austurlands eru sem hér segir:

LEIKNIR - HÖTTUR .... Höllin, þriðudaginn 5. febrúar kl 19:00

KFF - LEIKNIR .... Höllin, sunnudaginn 17. febrúar kl 12:00

HÖTTUR - LEIKNIR .... Fellavöllur, laugardaginn 23. febrúar kl 14:00

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40