Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2013 Mars

30.03.2013 17:07

Enn einn sigurinn

Huginn/Einherji  3 - 5 Leiknir  
0-1 Kristófer Páll Viðarsson ('8) 
1-1 Kristófer Einarsson ('13) 
1-2 Kristófer Páll Viðarsson ('60 v) 
2-2 Friðjón Gunnlaugsson ('74) 
2-3 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('76) 
2-4 Adnan Mesetovic ('79) 
2-5 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('86) 
3-5 Friðjón Gunnlaugsson ('87 v) 

Kristófer Páll Viðarsson og Hilmar Freyr Bjartþórsson skoruðu tvö mörk hvor í riðli 3 í B deild karla þegar Leiknir frá Fáskrúðsfirði vann sinn fyrsta leik á tímabilinu 

Kristófer Páll skoraði fyrsta mark leiksins en Kristófer Einarsson jafnaði skömmu síðar og var staðan jöfn 1-1 í hálfleik í Fjarðabyggðarhöllinni. 

Kristófer Páll bætti öðru marki við í síðari hálfleik en Friðjón Gunnlaugsson jafnaði korteri síðar áður en Hilmar Freyr kom Leikni aftur yfir. 

Adnan Mesetovic og Hilmar bættu tveimur mörkum við og skoraði Friðjón sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í tvö mörk en það var of seint.

Frétt frá Fótbolta.net. 

27.03.2013 19:20

Sigur á Einherja

Rétt í þessu var að ljúka æfingaleik, Leiknis og Einherja.  Leikar fóru 3-2 fyrir Leikni.  Mörk okkar manna gerðu Hilmar Freyr og Vilberg tvö.

Eins og oft áður var nýting marktækifæra ekki okkar sterka hlið fyrr en Vilberg kom og nýtti sín bæði.

Annars bar hæst að Sissi spilaði rúman hálfleik, hans fyrsti leikur eftir hnéaðgerð um jólin.

27.03.2013 14:14

U17

Þorlákur Árnason þjálfari U17 ára landsliðs Íslands hefur valið 18 mann hóp sem taka á þátt í æfingamóti í Wales eftir páskana.  Við Leiknismenn eigum fulltrúa í liðinu; Kristófer Pál Viðarsson.  Þar með eigum við fleiri fulltrúa í liðinu en úrvalsdeildarliðin FH, Fylkir, Fram, ÍBV, Víkingur Ó og Þór samanlagt!!

 

Kristófer hefur verið að spila sem vinstri kantur í æfingaleikjum liðsins og hefur þótt standa sig mjög vel.

 

Til hamingju Kristófer og sýndu löndum Bale hvernig spila á knattspyrnu!

 

Landsliðsmaðurinn í leik gegn Magna sl haust.

27.03.2013 09:36

Æfingaleikur

Leiknir tekur á móti Einherja í æfingaleik í Höllinni í dag kl 17:00.

 

Á laugardaginn mætum við svo sameiginlegu liði Einherja og Hugins í Lengjubikarnum á sama stað kl 14.

 

Helgi Már verður í sviðsljósinu gegn sínum gömlu félögum.

 

26.03.2013 08:26

Aðalfundur

Aðalfundur knattspyrnudeildarinnar var haldinn í skólamiðstöðinni í gærkvöldi, mánudaginn 25. marz.  Haldinn var sameiginlegur aðalfundur allra deilda og félagsins í heild.

Af knattspyrnudeild er það helst að frétta að tap varð af rekstri síðasta árs upp á um 450 þúsund. Er það lang mesta tap deildarinnar í þau 17 ár sem undirritaður hefur starfað í stjórn deildarinnar. Tapið má fyrst og fremst rekja til stóraukins ferðakostnaðar, en hann hækkaði um 1.100 þúsund milli ára.

Á tekjuhliðinni varð bakslag í æfingagjöldum sem lækkuðu talsvert.

En auglýsingar og styrkir fyrirtækja hækkuðu um eina miljón.  Loðnuvinnslan er lang stærsti styrktaraðili deildarinnar og metum við styrk LVF upp á um 1.300 þúsund.

Öll stjórn deildarinnar gaf kost á sér áfram og er óbreytt; Magnús formaður, Hans Óli gjaldkeri, Guðbjörg Rós ritari, Óskar Þór varaformaður, Oddrún, Guðfinna og Viðar meðstjórnendur.  

 

Af öðrum deildum félagsins er það að frétta að tap varð á rekstri allra deilda en hagnaður hjá aðalstjórn.  Samanlagt tap deildanna örlítið hærra en hagnaður aðalstjórnar.

Steinn formaður gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og tókst ekki að ljúka formannskjöri á fundinum. Var formönnum deilda falið að finna arftaka Steins, en boðað verður til framhaldsaðalfundar þegar sá finnst.

Að sjálfsögðu bauð blakdeildin bauð upp á hitaeiningaríka tertuveislu á fundinum. 

Formaður deildarinn að lesa árskýrsluna.

24.03.2013 17:00

Íslandsmeistarar!

Rétt í þessu var 3ji flokkur Fjarðabyggðar að tryggja sér Íslandsmeistaratitil í ínnanhússknattspyrnu, Futsal. Mótið fór fram í Garðinum og voru mótherjar okkar í úrslitakeppninni; Víðir/Reynir, Hvöt, Valur og Snæfellsnes.

Þetta mun vera fyrsti Íslandsmeistaratitill yngriflokka samstarfsins okkar frá byrjun.  Til hamingju öll.

Þessir kepptu fyrir okkar hönd; Dagur Már, Unnar Ari, Kristófer Páll, Aron Gauti, Ísak Breki, Benjamín Fannar, Alexander Bjarki og Sveinn Húni.  Þjálfari strákanna er Vilberg Jónasson.

Þessir þrír voru í eldlínunni í Garðinum; Kristófer, Aron Gauti og Dagur.

22.03.2013 15:21

Aðalfundur

Aðalfundur Leiknis - allra deilda - verður haldinn í skólamiðstöðinni á Búðum á mánudagskvöldið 25. marz kl 20:15.

Óvenjuleg aðalfundarstörf og tertur í boði blakdeildar.

Mætum endilega sem allra flest og peppum hvert annað upp!

 

18.03.2013 17:31

Drög að leikjaniðurröðun

KSÍ hefur birt á vef sínum drög að leikjaniðurröðun sumarsins í öllum flokkum.

Fólk er beðið að horfa á planið með gagnrýnum huga og benda okkur á þá vankanta sem menn sjá á planinu.  Bendi þó á að við eigum eftir að breyta helling, td dreifa heimaleikjum niður á vellina þe; Norðfjarðarvöll, Eskifjarðarvöll og Búðagrund.  Eins reyna að spara í ferðum norður í land, fara með td tvo flokka í einu, þannig sparast rútukostnaður.

17.03.2013 22:46

Jafnt gegn Hetti

Veður var kalt en stillt í Höllinni þegar Leiknir tók á móti Hetti í Lengjubikarnum í gær, laugardag.

Leikurinn fór rólega af stað og voru gestirnir meira með boltann.  Það voru hins vegar Leiknismenn sem sköpuðu sér færin og átti Almar þrjú þokkaleg í fyrri hálfleik en hitti ekki á rammann.  Það var svo skömmu fyrir hlé sem Lexi átti gott skot rétt utan vítateigs og smellti boltanum í hornið niðri.  1 - 0 í hálfleik.

Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik, Höttur meira með boltann, en bestu færin Leiknismanna. Almar slapp í gegn og renndi boltanum rétt framhjá í dauðafæri.  Skömmu síðar skallaði hann í stöng úr flottu færi en inn vildi boltinn ekki.  Það var síðan þegar um 5 mínútur voru eftir sem Höttur jafnaði með skoti utan teigs og hefði Óðinn kannski átt að gera betur í markinu.

Í uppbótartíma slapp Símon í gegn og skoraði en línuvörður flaggaði það af.

Nýr markvörður steig sín fyrstu spor með Leikni í fyrri hálfleik, Björn Halldórsson, en hann skipti til okkar frá Einherja í vikunni.  Eins spilaði Sólmundur Aron sinn fyrsta leik eftir að hann skipti úr Súlunni.

Leiknisliðið:

Bjössi, (Óðinn 46´)

Gummi (Aron 58´), Svanur, Fannar, Marri,

Helgi og Arek (Ási 90´) djúpir á miðju og Lexi (Dagur Már 69´) framan við þá.

Hilmar og Baldur á vængjunum og Almar (Símon 78´) á topp.

Vörnin hélt vel með Svan og Fannar örugga í miðvarðarstöðunum en Helgi Már var mjög öflugur varnarlega framan við þá.

Fram á við sköpuðu Baldur og Almar mestan usla. Almar skapaði sér 5 fín færi og hélt alltaf áfram.  Hans besti leikur í vetur.

 

14.03.2013 10:34

Lengjubikarinn!

Skora á alla að mæta í Höllina á laugardaginn kl 14 og sjá fyrsta leik Leiknis í Lengjubikarnum í ár.  Andstæðingurinn er Höttur.

 

                                                                           Áfram Leiknir!

06.03.2013 14:18

Frestun

Leik Leiknis og Hattar í Lengjubikarnum hefur verið frestað um slétta viku.  Átti að vera laugardaginn 9. marz en verður 16. marz klukkan 14:00.  Ástæðan: loðnuhrogn......

Eins og menn tóku eftir þá var lokaleik okkar við Hött í Síldarvinnslumótinu um daginn frestað.  Ástæðan var veikindi í herbúðum beggja, en það var Höttur sem fór fram á frestun.  Ekki er kominn nýr tími á þann leik.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40