Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2013 Maí

25.05.2013 21:17

Sigur á Magna

Leiknir tók á móti Magna frá Grenivík í Höllinni á Reyðarfirði í dag.  Leikurinn var lengst af nokkuð jafn en okkar mönnum gekk betur að skapa færi og létu boltann einnig ganga betur sín á milli.

Almar Daði skoraði fyrsta markið þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn.  Fannar Bjarki átti þá fallega sendingu út á vinstri kant á Hilmar Frey sem plataði varnarmann Magna upp úr ullarsokkunum og kom síðan með hárnákvæma fyrirgjöf á kollinn á Almari sem nikkaði honum inn frá markteig.

Skömmu síðar slapp Hilmar í gegn, en lét Hjört Geir markvörð Magna verja frá sér úr dauðafæri.

Magnamenn fengu eitt sæmilegt færi í fyrri hálfleik en skutu yfir eftir að boltinn hrökk út í teig eftir klafs.

Staðan 1 - 0 í hálfleik.

Magnamenn mættu grimmir til leik eftir hlé og sköpuðu sér fljótlega gott færi.  Þeir fengu aukaspyrnu nálægt miðlínu og sendu eins og jafnan í föstum leikatriðum háan bolta á Bjarka Má sem náði að skalla fyrir markið og á fjarstöng var mættur röndóttur kall sem nikkaði yfir þegar auðveldara virtist að skora.

Leikismenn rumskuðu við þetta og eftir gott spil slapp markamaskínan Almar í gegn og kláraði vel. 2 - 0.

Þriðja markið var keimlíkt, Almar fékk góða sendingu í gegn um vörnina, lék á Hjört og renndi boltanum í netið.

Hann slapp síðan í gegn hið þriðja sinnið en þá sá kíperinn við honum og varði í stöng.

Ekki var meira skorað og fjaraði leikurinn smám saman út eftir þetta. 

Byrjunarliðið:

Sandor,

Arek, Svanur, Fannar og Hrannar,

Helgi og Sissi sköllóttir á miðjunni,

Björgvin og Hilmar á vængjunum,

Kristófer í holunni og Almar fremstur.

Baldur, Aron og Símon komu inn á, aðrir á bekk Gummi, Unnar, Villi og Humar

Leiknisliðið spilaði fínan bolta og byrjar 3ju deildina af krafi, níu stig út úr þremur fyrstu leikjunum.

 

 Nýstúdentinn er funheitur. Kominn með 7 mörk í tveimur leikjum!

 

22.05.2013 23:12

Leiknir - Magni í Höllinni !!

Fyrsti heimaleikur sumarsins verður leikinn í Höllinni á Reyðarfirði.

Það varð niðurstaðan eftir erfiðar samningaviðræður í kvöld.

Sem sagt;

Leiknir - Magni 

í Höllinni laugardaginn 25. maí kl 14:00

Allir í Höllina, áfram Leiknir!!

 

20.05.2013 16:56

Stúdentsveisla á Skaganum!

 
3. deild: Fáskrúðsfirðingar slátruðu Káramönnum
Mynd: Jósep H Jósepsson
Kári 1 - 9 Leiknir Fáskrúðsfirði 
0-1 Fannar Bjarki Pétursson (víti) 
0-2 Almar Daði Jónsson 
0-3 Almar Daði Jónsson 
0-4 Almar Daði Jónsson 
0-5 Hilmar Freyr Bjartþórsson 
1-5 Aron Örn Sigurðsson 
1-6 Hilmar Freyr Bjartþórsson 
1-7 Sjálfsmark 
1-8 Hrannar Bogi Jónsson 
1-9 Almar Daði Jónsson 

Kári og Leiknir F. mættust í Akraneshöllinni í dag og enduðu leikar 9-1 fyrir gestina frá Fáskrúðsfirði. 

Almar Daði Jónsson skoraði fernu og Hilmar Freyr Bjartþórsson þrennu. 

Leiknismenn hafa unnið báða leiki sína í 3. deildinni en Káramenn eru stigalausir að loknum tveimur leikjum. 

Upplýsingar af úrslit.netFrétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/20-05-2013/3-deild-faskrudsfirdingar-slatrudu-karamonnum#ixzz2TqveEIQ0

19.05.2013 14:53

Sigur í fyrsta leik

Leiknir sótti Augnablik heim í Kórinn í Kópavogi í gær.  Þetta var fyrsti leikur Leiknis utan neðstu deildar í háa herrans tíð, þe frá því Denni og svoleiðis karlar fóru mikinn í Leiknisbúningnum um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Okkar menn voru mun sterkari aðillinn í leiknum í gær og áttu fyrri hálfleikinn skuldalausan.  Um hann miðjan skoraði Helgi Már 0 - 1 og þannig var staðan í hálfleik.

Augnabliksmenn komu grimmari til leiks í upphafi síðari hálfleiks og komust þá ágætlega inn í leikinn.  En okkar menn rönkuðu aftur við sér og Kristófer Páll skoraði eftir rúmt korter.

Skömmu síðar fékk Auganblik ódýrt víti, en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði það.  Ekki var meira skorað og endaði leikurinn því með 0 - 2 sigri okkar drengja.

Liðið í gær:

Sandor,

Arek, Svanur, Fannar og Hrannar,

Sissi og Helgi Már djúpir á miðju og Björgvin framan við þá,

Hilmar og Baldur á vængjunum og Kristófer á topp.

Inn á komu; Símon (Baldur), Villi (Helgi) og Lexi (Kristó),

Aðrir á bekk; Óðinn, Aron og Gummi

 

Næsti leikur er við Kára í Akraneshöllinni á morgun annan í hvítasunnu kl 14:00.

 

Þessir tveir voru fremstir í gær og Kristó setti eitt mark.

 

 

18.05.2013 10:54

Augnablik - Leiknir

Bendi á beina textalýsingu af leiknum við Augnablik á Fésbókarsíðu Leiknis https://www.facebook.com/leiknirf

 

17.05.2013 13:30

Skellið ykkur í Kórinn og látið í ykkur heyra

3ja deild Íslandsmótsins hefst á morgun.  Leiknir heimsækir þá Augnablik í Kórinn og hefst leikurinn kl 15:00.

Á mánudaginn eru það síðan Skagamennirnir í Kára sem taka á móti okkar mönnum, kl 14:00 í Akraneshöllinni.

Gísli Kristins_7

08.05.2013 09:21

Nýr leikmaður

Við Leiknismenn höfum fengið til liðs við okkur nýjan markvörð, Sandor Modla frá Ungverjalandi.

Pilturinn er 26 ára gamall og kann knattspyrnu.  Leikheimildin hans er ekki komin í gegn enn, en verður það fyrir leikinn við Augnablik þann 18. maí.

 

05.05.2013 11:41

Rassskelling í Fellum

Einherji rassskellti Leikni 0-3 í Bikarkeppni KSÍ á Fellavelli í gær laugardag.

Ekki stóð steinn yfir steini í leik okkar manna og sigur Vopnfirðinga öruggur og hefði eins getað verið stærri.

Á leik okkar manna var að sjá að leikurinn væri unninn fyrirfram og aðalmálið að mæta.

Hér er hægt að sjá leikskýrsluna http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=319143

En vonandi var þetta þörf áminning og menn mæta dýrvitlausir til leiks í deildinni þann 18. maí gegn Augnabliki.

Að lokum orð varafyrirliðans í lauslegri þýðingu: ,,Sigrar lífsins eru ekki fólgnir í áföllunum heldur viðbrögðum okkar við þeim"

03.05.2013 08:56

Bikarleikur

Leiknir - Einherji

á Fellavelli á laugardaginn kl 14:00

Veðurspáin er flott, 6-8 stiga hiti og vindur í hægagangi.

Allir í Hérað á laugardaginn!

01.05.2013 17:07

Bikarleikur

Allt útlit er fyrir að bikarleikur Leiknis og Einherja verði leikinn í hríðarmuggu á Fellavelli á laugardaginn kl 14:00.

Ef einhver ætlar sér að mæta þá er viðkomandi beðinn að klæða sig veeel. 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40