Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2013 Júní

27.06.2013 23:56

Friðarhlaupið

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins. Hlaupið var á Fáskrúðsfirði í dag. Sjá myndir í albúmi frá atburðinum.

 

Skoða má heimasíðu hlaupsins hér 

http://www.worldharmonyrun.org/iceland

24.06.2013 01:29

Leiknir og KFR

Myndir í albúmi frá leiknum í dag.

20.06.2013 20:19

Leiknir - KFR

Leiknir fær KFR í heimsókn á Búðagrund á sunnudaginn kl 14:00.

Þetta verður fyrsti opinberi leikur þessara félaga eftir því sem undirritaður best veit.

Þrátt fyrir slæmt tap um síðustu helgi erum við í fínni stöðu, en nú dugir samt ekkert nema sigur.

                                                       Áfram Leiknir !!

20.06.2013 20:17

Tap gegn Víði.

Ekkert fleira um það að segja.  Okkar menn ansi langt frá sínu besta á sunnudaginn var.

Við biðum eftir umfjöllun á Fótbolti.net sem aldrei kom.

15.06.2013 11:46

Leikir á Búðagrund um helgina

Tveir leikir munu fara fram á Búðagrund um helgina. 

Í dag laugardag kl. 16.00 mætast Fjarðabyggð/Leiknir og Völsungur í 4. flokki karla A-liða, riðli E.

Á morgunn sunnudag kl. 13.00 mætast Fjarðabyggð/Leiknir og NRV í 3. flokki karla C1 deild. 

Hvetjum fólk til að kíkja á völlinn!

13.06.2013 16:16

Svanur í viðtali hjá Fótbolta.net

Svanur Freyr: Grjótharður með fimm Leiknis tattoo
Hvað er að frétta af Fáskrúðsfirði?
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Svanur Freyr lyftir bikarnum eftir sigur Leiknis í Síldarvinnslubikarnum.
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Líkt og undanfarin ár mun Fótbolti.net kíkja á stemninguna hjá liðunum í neðri deildunum reglulega fram á haust í liðnum ,,Hvað er að frétta?" 

Að þessu sinni skoðum við stemninguna hjá liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði sem er á toppnum í 3. deildinni með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. 

Svanur Freyr Árnason fyrirliði Fáskrúðsfirðinga svaraði nokkrum spurningum. 

Hvernig er stemningin hjá Leikni Fáskrúðsfirði þessa dagana? Stemmingin er mjög góð enda að byrja þetta mót nokkuð vel. Ekki skemmir svo fyrir að þjálfarateymið þ.e.a.s Daði og Ingimar eru hrikalega peppaðir. 

Hvernig er liðið byggt upp? Liðið er auðvitað byggt utan um mig. Það má segja að ég sé eins og Gerrard fyrir Liverpool, potturinn og pannan í þessu. En grínlaust þá er liðið byggt upp af ungum mjög efnilegum fagmönnum sem nenna reyndar að væla frekar mikið og svo eldri kempum, þar ber helst að nefna ellismellina Vilberg markakóng og Óðinn sem byrjaði marki þegar engar slár voru á mörkunum. 

Er stuðningurinn við liðið góður? Stuðningurinn er mjög góður og á held ég bara eftir að aukast ef við höldum áfram að gera góða hluti. Aðal stuðningsmaðurinn er samt Árni Óla (Pabbi minn) grjót harður með fimm Leiknis tattoo og tvö af þeim á sköflungnum. 

Er byrjun ykkar framar vonum? Já og nei. Við vorum búnir að standa okkur vel í bæði lengjubikarnum og síldarvinnslubikarnum svo það var sjálfstraust og menn vissu alveg að við værum með gott lið. Fengum líka fínan skell í borgunarbikarnum áður en deildin hófst sem kom mönnum aðeins niður á jörðina. 

Hvaða lið telur þú að verði að berjast um að komast upp í aðra deild? Það er svolítið erfitt að segja þar sem maður þekkir ekki öll liðin nógu vel. En eins og staðar er í dag myndi ég halda að þetta væru fjögur lið. Við, Fjarðabyggð, Huginn og Víðir. En Svo gætu Magni farið á fullt þegar þeir hætta þessu bikarævintýri. 

Lýstu liðinu í einni setningu: geta vælt alveg ótrúlega útaf nýju rauðu sokkunum. 

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um: Vallarþulurinn og skífuþeytarinn og einn aðal stuðningsmaður Leiknis ber nafnið Steinn Jónasson og spilar mix kassettur frá 1963 fyrir og eftir leiki. 

Eitthvað að lokum? Ég er virkilega ánægður með aukna umfjöllun fotbolta.net á leikjum í 3.deildinni og finnst það vel að verki staðið. Einnig vil ég sérstaklega þakka Björgvini Stefáni Péturssyni varafyrirliða fyrir svara í símann þegar ég ætlaði að biðja hann um að ritskoða þetta.Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=147597#ixzz2W771E5On

09.06.2013 23:23

Sigur á Grundfirðingum!

Frétt af fótbolti.net

Umfjöllun: Leiknir F. sigraði Grundarfjörð í hörkuleik
Héðinn I. Gunnarsson Michelsen skrifar frá Fáskrúðsfirði
Leiknismenn eru á fínu skriði.
Mynd: Jóhanna Hauksdóttir
Grundfirðingar komust yfir en það dugði ekki til.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiknir 2 - 1 Grundarfjörður 
0-1 Sjálfsmark 
1-1 Fannar Bjarki Pétursson (Víti) 
2-1 Kristófer Páll Viðarsson 

Leiknir F tryggði stöðu sína á toppi 3ju deildar með góðum baráttusigri á Grundfirðingum á Fáskrúðsfirði í dag. 

Jafnræði var með liðunum til að byrja með, liðin skiptust á að sækja en náðu ekki að skapa sér nein færi á upphafsmínútunum. Fyrsta færi leiksins kom á 18. mínútu þegar Grundfirðingar sóttu upp hægri kantinn og brotið var á leikmanni þeirra rétt fyrir utan vítateiginn. Leikmaður Grundfirðinga sendi lágan bolta fast inn að marki þar sem boltinn barst í gegnum þvöguna og í markið með viðkomu í László Szilágyi leikmanni Leiknis og Grundfirðingar komnir yfir. 

Eftir markið hresstust Leiknismenn örlítið og á 23. mínútu áttu þeir góða sókn. Almar Daði Jónsson fékk boltann hægra meginn í teignum, sendi boltann fyrir þar sem boltinn fer í varnarmann Grundfirðinga og stefnir í markið þegar annar varnarmaður kemur honum til bjargar og nær að hreinsa boltann af línunni. Á 28. mínútu átti Kristófer Páll Viðarsson fínt skot fyrir utan teig sem Viktor Örn Jóhannsson markvörður Grundfirðinga varði vel, Almar Daði náði frákastinu en var í þröngu færi og setti boltann í hliðarnetið. 
Á 34. mínútu náði Almar hins vegar að koma boltanum í netið eftir flotta sókn og fína stungusendingu frá Kristófer en markið fékk ekki að standa vegna rangstöðu. Staðan því 1-0 í hálfleik. 

Í seinni hálfleik voru Leiknismenn töluvert meira með boltann, en Grundfirðingar sátu til baka og beittu skyndisóknum. Á 49. mínútu fengu Leiknismenn ágætis færi eftir fínt þríhyrningsspil hjá Björgin Stefáni Péturssyni og Kristófer Páli en Viktor Örn í marki Grundfirðinga varði skotið frá Kristófer. Heimir Þór Ásgeirsson átti síðan fínan sprett í gegnum vörn Leiknismanna á 62. mínútu og náði skoti á markið en Sandor Modla í marki Leiknismanna varði. 

Á 65. mínútu áttu Leiknismenn fína sókn. Langur bolti frá vinstri yfir á hægri kantinn á Hilmar Freyr Bjartþórsson sem tók vel á móti boltanum, lék laglega framhjá varnarmanni sem braut á Hilmari innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Fannar Bjarki Pétursson skoraði úr vítaspyrnunni og staðan orðin 1-1. Á 72. mínútu fékk Hilmar boltann aftur í teignum hægra megin og átti fínt skot að marki en Viktor Örn varði vel. 
Á 80. mínútu dróg síðan til tíðinda. Þá áttu Leiknismenn langa sendingu fram, Almar Daði fer í skallabolta gegn varnarmanni Grundfirðinga sem brýtur á Almari og aukaspyrna dæmd. Í kjölfarið segir Almar nokkur vel valin orð við dómara leiksins sem brást illa við og lyfti rauða spjaldinu. Leiknismenn orðnir einum færri og 10 mínútur eftir. Hilmar Freyr Bjartþórsson tók síðan aukaspyrnuna, skrúfaði boltann laglega yfir vegginn beint í stöngina, en Kristófer Páll Viðarsson nær frákastinu og kemur boltanum í netið. Leiknismenn komnir yfir 2-1. 

Eftir markið duttu Leiknismenn aftar á völlinn og Grundfirðingar sóttu án afláts. Besta færi þeirra kom síðan á 93. mínútu eftir hornspyrnu, en Sandor varði virkilega vel skalla frá leikmanni Grundfirðinga. Leikurinn endaði því með 2-1 sigri Leiknismanna sem eru efstir í 3ju deildinni með fullt hús stiga eftir 4 leiki.Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/09-06-2013/umfjollun-leiknir-f-sigradi-grundarfjord-i-horkuleik#ixzz2VlRpQ6XT

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40